Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 2
16. september 2011 FÖSTUDAGUR2 SKÁK „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Hall- dórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. „Hér njóta menn leiksins og bar- áttunnar og það er í fyrirrúmi hjá flestum,“ bætir Bragi við. „Úrslitin eru því ekki aðalatriðið, heldur frek- ar ánægjan af leiknum.“ Bragi hefur verið í forystu nær allt mótið en tapaði fyrir Nils Åke Malmdin í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, og féll niður í sjötta sætið. Meðal þeirra 52ja keppenda sem eru mættir til leiks að þessu sinni er Finninn Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót síðustu þrjú skipti, en keppt hefur verið annað hvert ár frá árinu 1999. „Hér eru margir sterkir skák- menn,“ segir Bragi. „Westerinen hefur til dæmis teflt oftar en nokk- ur annar á Ólympíumóti og síðan er ánægjulegt að sjá Friðrik [Ólafsson stórmeistara] aftur í keppni. Hann var örlítið ryðgaður framan af en er kominn í gang núna,“ segir Bragi. Eftir úrslitin í sjöttu umferð eru finnski stórmeistarinn Yrjö Rant- anen og Daninn Jørn Sloth í forystu með fimm vinninga. Friðrik vann í gær og er í þriðja til fimmta sæti ásamt Westerinen og Malmdin með fjóra og hálfan vinning. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxa- feni. Þrjár umferðir eru eftir og hefst sjöunda umferð í dag klukk- an 14. Mótinu lýkur á sunnudag. Þá kemur í ljós hvort Westerinen sigr- ar í fjórða sinn í röð eða hvort titill- inn fellur einhverjum öðrum í skaut. Jafnvel gæti Íslendingur unnið í fyrsta sinn. thorgils@frettabladid.is Ekkert gefið eftir þótt ánægjan sé í fyrirrúmi Norðurlandamót öldunga fer fram á Íslandi þessa dagana. Bragi Halldórsson segir að þótt sigur sé ekki í forgangi hjá keppendum sé mikil barátta til staðar. Bragi og Friðrik Ólafsson eru í toppbaráttunni þegar þrem umferðum er ólokið. Í TOPPBARÁTTUNNI Bragi Halldórsson hefur staðið sig vel það sem af er Norðurlandamóti öldunga í skák. Hann er í toppbaráttunni ásamt mörgum sterkum skákmönnum, til að mynda Friðriki Ólafssyni og Heikki Westerinen sem hefur unnið þetta mót í síðustu þrjú skipti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KOMINN AFTUR TIL KEPPNI Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, sem er fyrrverandi formaður Alþjóðaskáksambands- ins, er meðal keppenda. Ellen, eru sumar fasteignir ómerkilegri en aðrar í Borgar- firði? „Klárlega ekki þótt sumir virðist halda það.“ Ellen Ingvadóttir gagnrýnir í grein sinni í Fréttablaðinu í gær fullyrðingar ritstjóra Skessuhorns um að eigendur sumarhúsa séu afætur á samfélagi heimamanna í Borgarfirði. LÖGREGLUMÁL Lögreglan upprætti í gær kannabisræktun sem fannst í lokuðu og gluggalausu rými við Síðumúla. Málið var í rannsókn síðdegis og var meðal annars verið að telja plönturnar og leggja hald á búnað, þar sem meðal annars var að finna viftur, sterka lampa og vökvunarkerfi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu lagði kannabisfnykinn út á götu og runnu lögreglumennirnir á lyktina snemma í gærmorgun. Í rýminu, sem er í kjallara undir iðnaðar- og verslunarhúsnæði við götuna, fundu þeir vatnsræktun með tilheyrandi búnaði og um sex- tíu fullvaxnar plöntur, tilbúnar til niðurskurðar og verkunar. Lögregla veit hver ræktandinn er og segir um karlmann að ræða sem ekki hafi komið verulega við sögu hjá lögreglu áður. - jss Leigjandi stundaði kannabisræktun í lokuðu og gluggalausu rými: Lögreglan rann á kannabisfnyk LÖGREGLA TÓK KANNABISRÆKTUN Kannabisplönturnar voru á lokastigi ræktunar og tilbúnar til niðurskurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ Atvinnuleysi í Svíþjóð mældist 6,6 prósent í ágúst, sem er nokkru minna en búist hafði verið við. Í opinberum hagtölum frá Sví- þjóð segir að í ágúst í fyrra hafi atvinnuleysi mælst 7,4 prósent og höfðu hagfræðingar gert ráð fyrir að hlutfallið í ár yrði 6,8 prósent. Alls voru 336 þúsund manns án atvinnu í Svíþjóð í síðasta mánuði, en atvinnuleysi dróst mun meira saman hjá konum en körlum. Heildarvinnustundum á sænska vinnumarkaðinum fjölgaði um þrjú prósent milli ára. - þj Vinnumarkaður í Svíþjóð: Atvinnuleysið minna en í fyrra FRÁ STOKKHÓLMI Atvinnuleysi í Svíþjóð mældist 6,6 prósent í ágúst, sem er minna en óttast var. NORDICPHOTOS/GETTY ALÞINGI Ekki kemur annað til greina en að Heilsustofnunin í Hveragerði starfi áfram eftir áramót, sagði Guðbjartur Hannesson heil- brigðisráðherra á Alþingi í gær. Hann sagði það ósæmandi hegðun hjá for- svarsmönnum stofnunarinnar að segja upp starfsmönnum frá og með áramótum þar sem enn hafi ekki tekist að semja við ríkið um framlög. Guðbjartur sagði hugsanlegt að skýra þurfi línur varðandi verkefni stofnunarinnar, og að framlög til hennar skerðist um sama hlutfall og önnur útgjöld til heilbrigðismála. - bj Heilbrigðisráðherra á þingi: Heilsustofnun starfi áfram GUÐBJARTUR HANNESSON EFNAHAGSMÁL Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til inn- anríkisráðherra vegna SP fjár- mögnunar og Umferðarstofu. Eygló biður ráðuneytið að kanna hvort löglegt sé fyrir Umferðar- stofu að neita að skrá eiginmann hennar sem eiganda fjölskyldubíls- ins, sem var keyptur á bílaláni hjá SP fjármögnun árið 2004. Eiginmaður Eyglóar, Sigurður E. Vilhelmsson, fór fram á við Umferðarstofu 2. ágúst síðastlið- inn að skráningu ökutækisins yrði breytt í samræmi við dóma Hæsta- réttar. Sigurður vildi verða skráður eigandi fjölskyldubifreiðarinnar, en ekki SP fjármögnun. Umferðarstofa synjaði þessu. „Kærandi kefst þess að innan- ríkisráðuneytið fjalli um ákvörðun Umferðarstofu frá 11. ágúst 2011 sl. þess efnis að synja beiðni hans um að vera skráður eigandi bifreiðar- innar RT337 í ökutækjaskrá stofn- unarinnar. Jafnframt er þess kraf- ist að ráðuneytið fjalli um efnislegt lögmæti ákvörðunarinnar,“ segir í kærunni. Þá sendi Eygló efnahags- og við- skiptaráðherra skriflega fyrirspurn þess efnis hvort fjármögnunar- fyrirtækin eigi ekki að telja þær bif- reiðar sem þau segjast eiga, fram til skatts. Í ársreikningum fyrirtækj- anna séu þær þó hvergi skráðar sem eign, heldur eru þær skráðar sem eign í skattframtölum lánþega. Eygló spyr ráðherra meðal annars hvort slíkt samræmist lögum. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fer yfir þetta og ég vænti þess að hann komi fram með afstöðu í þessu máli. Hann getur ekki hlaupist undan því,“ segir Eygló og vísar í dóma Hæstaréttar þar um. „Ég tel að við eigum bílana okkar.“ - sv Eygló Harðardóttir spyr efnahags- og viðskiptaráðherra hvort fjármögnunarfyrirtækin séu að brjóta lög: Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis VIÐ BÍLINN Eygló og eiginmaður hennar hafa kært ákvörðun Umferðarstofu til innanríkisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÍBÍA, AP Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti og David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, heita því að veita nýjum stjórnvöldum í Líbíu verulegan stuðning. Þeir gerðu sér í gær ferð til Trí- polí, höfuðborgar Líbíu, og lofuðu hvort tveggja að hersveitir NATO héldu áfram árásum á stuðnings- menn Gaddafís og að losað yrði um fé fyrri stjórnar, sem fryst hefur verið í bönkum, þannig að nýju valdhafarnir fengju það til umráða. Sarkozy sagði að Gaddafí og aðrir sem framið hefðu glæpi yrðu dregnir fyrir dómstóla. „Þetta er búið. Gefist upp,“ sagði Cameron og beindi orðum sínum til Gaddafís og stuðningsmanna hans. Bardagar geisuðu í gær í Sirte, fæðingarborg Gaddafís, þar sem stuðningsmenn hans hafast enn við. - gb Sarkozy og Cameron: Hvetja Gaddafí til uppgjafar VÍSINDI Ákveðnar tegundir sjávar- snigla hafa náð að auka útbreiðslu sína með því að taka sér far með vaðfuglum yfir Mexíkó, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Smithsonian- safnið í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir telja snigla hafa komist úr Mexíkóflóa og yfir Mexíkó í nægilega miklu magni til að fjölga sér í sjónum vestan við Mexíkó í það minnsta tvisvar á síðustu milljón árum. „Alveg eins og fólk notar flug- vélar til að fljúga yfir hafið nota sniglarnir fugla til að fljúga yfir land,“ segir Mark Torchin, einn sérfræðinga safnsins. „En þeir gera það að vísu mun sjaldnar.“ - bj Fengu sér far með vaðfuglum: Sniglar á flugi yfir Mexíkó Nú er hægt að fá fetaost sem kubb í saltvatni. Gott er að nota ostinn í salöt, samlokur, grænmetisrétti og á pítsuna. Ljúffengar uppskriftir með fetaosti er að finna á www.gottimatinn.is SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.