Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 4
16. september 2011 FÖSTUDAGUR4 NEYTENDUR Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Frétta- blaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræð- ur við framkvæmdastjórn ESB um aukinn toll- kvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna, í samtali við Frétta- blaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri inn- flutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óska- staða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutn- ingskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neyt- endur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðv- ar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is GENGIÐ 15.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,7548 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,86 116,42 183,36 184,26 160,01 160,91 21,483 21,609 20,669 20,791 17,43 17,532 1,5122 1,521 182,74 183,82 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Fagna hugmyndum um aukinn innflutning Formaður Neytendasamtakanna og framkvæmdastjóri Bónuss segja mikla hagsmuni felast í auknum innflutningi á landbúnaðarvörum. Snýst um aukið framboð, betra verð og valkosti fyrir neytendur. JÓHANNES GUNNARSSON GUÐMUNDUR MARTEINSSON AUKNIR VALKOSTIR MEÐ MEIRI INNFLUTNINGI Talsmenn Neytendasamtakanna og Bónuss fagna því að íslensk stjórnvöld vinni að auknum heimildum til inn- og útflutnings á landbúnaðarvörum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 29° 16° 16° 22° 26° 18° 17° 26° 20° 29° 19° 32° 15° 24° 18° 15° Á MORGUN Víða 3-8 m/s. SUNNUDAGUR Allhvasst SV-til, 5-10 m/s NA-til. 12 13 11 11 12 10 10 12 11 14 7 6 5 3 5 5 7 8 7 11 7 6 14 12 13 11 11 810 9 11 9 HAUSTBRAGUR Það verður nokkuð haustlegt næstu daga. Úrkoma S- og V-til í dag en styttir að mestu upp til morguns, þó dálítil væta við SA-ströndina. Á sunnudag kólnar lítillega á landinu. Það hvessir SV-til og verður allhvass vindur og rigning með köfl um. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Slitastjórn VBS Fjárfest- ingarbanka hefur sent mál tengd sölu á veðskuldabréfum frá einu sviði bankans til annars til Fjár- málaeftirlitsins (FME) og emb- ættis sérstaks saksóknara. Ekki er útilokað að fleiri mál verði send þangað. Um er að ræða sölu á veðskulda- bréfum tengdum fasteignaverkefn- um sem bankinn fjármagnaði, og átti í sumum tilvikum hlut í, til eignastýringarsviðs VBS. Bréfin voru gefin út af byggingarverk- tökum sem voru viðskiptavinir Framkvæmdafjármögnunar VBS. Kaupin voru gerð án samráðs við viðskiptavini. Vísbendingar eru um að fjár- mögnunarsvið VBS hafi lánað milljarða út á mat á hugsanlegu söluandvirði fyrirhugaðra fast- eigna, aðallega á höfuðborgar- svæðinu, Suðurlandi og á Reykja- nesi, sem aldrei risu. VBS afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána, að mestu fasteignalána, árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrra- vor með tugmilljarðaskuld við Seðlabankann á bakinu. Þórey S. Þórðardóttir, sem sæti á í slitastjórn VBS, útilokar ekki að fleiri mál verði send til sérstaks saksóknara. „Við erum að bíða eftir nákvæmri skýrslu frá Ernst & Young,“ segir hún. - jab Kaup eignastýringar VBS á áhættusömum lánum send til sérstaks saksóknara: Viðskiptavinir borguðu brúsann SLYS Tveir létust og sextán voru fluttir á sjúkrahús þegar eldur kom upp í vélarúmi norsku ferj- unnar Hurtigruten Nordlys utan við Álasund í Noregi í gærmorg- un. Farþegarnir, 207 talsins, voru fluttir í björgunarbáta og var hluti áhafnar eftir í skipinu. Ferjan sigldi að bryggju í Álasundi og réðust slökkviliðs- menn gegn eldinum þar. Nokk- ur hverfi í Álasundi voru rýmd vegna þessa en óttast var um tíma að skaðleg efni bærust með reyknum frá skipinu. Vatn lak inn í skipið í höfninni og tafði það fyrir aðgerðum í gærkvöldi, að sögn norskra fjölmiðla. - jab Tveir létust í bruna í Noregi: Eldur kom upp í norskri ferju MIKILL REYKUR Flestir farþegar voru fluttir frá borði þegar eldur kom upp í norskri ferju í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaforseti framlengdi í vikunni viðskipta- bann við Kúbu sem hefur verið í gildi í einhverju formi frá upp- hafi sjöunda áratugarins, þegar Kastró tók völdin á eyjunni. Bandaríkjaforseti sagði ástandið vissulega hafa batnað á Kúbu undanfarið, en enn sé beðið eftir umbótum, meðal annars hvað áhrærir meðferð á póli- tískum föngum og tjáningarfrelsi almennings. Viðskiptabannið er endurskoðað á hverju ári og er framlenging í höndum forseta. - þj Samskipti BNA og Kúbu: Viðskiptabannið enn framlengt URÐARBRUNNUR Enn í dag hefur engin bygging risið á lóðinni. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir karlmanni frá Lettlandi sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðg- unar. Maðurinn, sem er sakaður um að hafa reynt að þröngva stúlku til samræðis og annarra kyn- ferðismaka með ofbeldi, skal sæta farbanni til 30. september enda telur saksóknari hættu á að hann reyni að komast úr landi. Ákæra fyrir nauðgunartilraun: Sakborningur sæti farbanni Tollkvótar til/frá ESB Samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB frá árinu 2007. Ísland veitir ESB tollkvóta: Nautakjöt 100 tonn Svínakjöt 200 tonn Alifuglakjöt 200 tonn Pylsur 50 tonn Unnar kjötv. 50 tonn Skinka 50 tonn Kartöflur 100 tonn Rjúpa 20 tonn Ostur 100 tonn ESB veitir Íslandi tollkvóta: Lambakjöt 1.850 tonn Skyr 380 tonn Smjör 350 tonn Pylsur 100 tonn Heimild: Utanríkisráðuneytið Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. JÓHANNES GUNNARSSON FORMAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.