Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 6
16. september 2011 FÖSTUDAGUR6 Frá kr. 39.900 Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Prag 29. september í 3 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 39.900 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 29. september í 3 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 79.800. Verðdæmi fyrir gistingu: Kr. 15.300 á mann í tvíbýli á mann á hótel ILF ★★★ í 3 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 27.900 Kr. 16.800 á mann í tvíbýli á mann á hótel Duo ★★★★ í 3 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 26.700 2 fyrir 1 til Prag 29. september KÖNNUN Tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum sem afstöðu tóku í könnun MMR vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, verði formaður Sjálfstæðisflokksins. Rúmur fjórðungur sjálfstæðis- manna vill að Bjarni Benedikts- son verði áfram formaður flokks- ins. Alls sögðust 66,3 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálf- stæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja Hönnu Birnu. Um 26,4 prósent þeirra vildu að Bjarni yrði áfram formaður en 7,3 prósent vildu hvorugt þeirra. Hanna Birna nýtur einnig meiri stuðnings meðal landsmanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum. Alls sögðust 58,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hana sem næsta formann Sjálfstæðisflokks- ins en 13,4 prósent vilja heldur Bjarna áfram. Kosningar um forystu Sjálf- stæðisflokksins fara fram á lands- fundi sem boðaður hefur verið dagana 17. til 20. nóvember. MMR spurði aðeins um afstöðu fólks til þessara tveggja einstaklinga. Um var að ræða netkönnun sem 893 einstaklingar valdir handa- hófskennt úr hópi álitsgjafa MMR tóku þátt í. Alls tóku 81,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. - bj Fleiri sjálfstæðismenn vilja Hönnu Birnu en Bjarna Benediktsson sem formann: Tveir af þremur velja Hönnu Birnu HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR 17 ára á ofsahraða Sautján ára ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í fyrrakvöld. Hann var staðinn að hrað- akstri á Korpúlfsstaðavegi í Reykjavík, á móts við Brúnastaði. Bíll hans mældist á 108 km hraða þar sem hámarkshraði er 50. LÖGREGLUFRÉTTIR Missti framan af fingri Karlmaður um sextugt missti framan af fingri í vinnuslysi í Mosfellsbæ í fyrradag. Maðurinn var við vinnu sínu hjá fyrirtæki í bænum þegar slysið varð en hann klemmdist illa í plastsuðuvél. Háspennusamningur úr gildi Samkomulag sveitarfélagsins Voga við Landsnet hf. um lagningu háspennu- lína er fallið úr gildi, segir bæjarráð Voga. Vísað er til þess að tafist hafi að leggja háspennulínuna og ekki sé fyrirséð hvenær hún verði lögð. ORKUMÁL BJARNI BENE- DIKTSSON ÞINGVELLIR Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birt- ist í mars og nú stækkar daga frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum,“ segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefnd- ar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvern- ig gengið verður frá nýju sprung- unni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðar- leiðtogar liggja þarna niðri,“ segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður,“ segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta. „Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt,“ segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal ann- ars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertels- son segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri“ brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú,“ segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tæki- færi til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum,“ segir formaður Þingvallanefndar. gar@frettabladid.is Almannagjá er eins og svissneskur ostur Vegurinn niður Almannagjá hékk saman á lyginni segir meðlimur Þingvalla- nefndar. Forseti Kína var sá síðasti sem ók um gjána í bíl. Nú er lokað fyrir umferð á meðan hreinsað er úr sprungunni. Þingvallanefnd ræddi málið í gær. NÝJA GJÁIN Umferð er lokað um veginn efst í Almannagjá á meðan hreinsað er upp úr gjánni sem byrjaði sem lítil hola í mars. MYND/EINAR Á. E. SÆMUNDSEN DV 18. JÚNÍ 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg. SPRUNGAN Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. LÖGREGLUMÁL Stúlka var bitin af hundi í Suðurbænum í Hafnar- firði í fyrradag. Hundurinn fannst eftir leit lögreglu í nágrenninu og var fangaður. Eigandi hans var hins vegar hvergi sjáanlegur, en hann var á vettvangi þegar hund- urinn beit stúlkuna, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Síðdegis í gær fékk lögreglan tilkynningu um að hundur hefði glefsað í konu í Ártúnsholti í Reykjavík. Konan slapp ómeidd en fatnaður hennar skemmdist. - jss Eigandinn lét sig hverfa: Hundur beit stúlku í fótinn ENGLAND 28 ára gömul kona, sem handtekin hefur verið í Luton í Englandi vegna gruns um áætlanir um hryðjuverk, er ekkja mannsins sem sprengdi sig á verslunargötu í Stokkhólmi í desember í fyrra. Tveimur dögum eftir árásina birti, Mona Thwany, hótanir á You- tube og eru þær samhljóða þeim sem eiginmaður hennar, Taimo- ur Abdulwahab, sendi fjölmiðlum fyrir sjálfsmorðsárásina. - ibs Sprengdi sig í Stokkhólmi: Ekkjan hand- tekin í London Fagna nýtingaráætlun Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar ákvörðun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um að setja Hvalárvirkjun í nýtingarflokk í þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða. VESTFIRÐIR KJÖRKASSINN Eiga íslensk stjórnvöld að viður- kenna sjálfstæði Palestínu? JÁ 68,1% NEI 31,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Myndir þú kaupa rauðvín fyrir lottóvinning og geyma í 20 ár? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.