Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 18
16. september 2011 FÖSTUDAGUR18 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, ást og hlýhug við andlát og útför Unnar Stefánsdóttur Kársnesbraut 99, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunar - fólki krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut, starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi og öllum þeim sem aðstoðuðu Unni í veikindum hennar. Við þökkum þeim sem sendu okkur samúðarkveðjur og þeim sem heiðruðu minningu Unnar við útför hennar í Hallgrímskirkju þann 19. ágúst sl. Einnig viljum við þakka prestinum Sigurði Arnarsyni og fyrrverandi félögum í Pólýfónkórnum fyrir þeirra framlag í athöfninni. Hákon Sigurgrímsson Finnur Hákonarson Rósa Birgitta Ísfeld Grímur Hákonarson Halla Björk Kristjánsdóttir Harpa Dís Hákonardóttir Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir Ástkær eiginkona mín, Sísí Caraway lést á hemili sínu í San Antonio í Texas hinn 7. september. Bálför hefur farið fram í San Antonio. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bob Caraway og aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Guðrúnar Ebbu Jörundsdóttur Hlaðbrekku 22, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og þeirra sem heimsóttu hana í veikindum hennar. Sigurður Jörundur Sigurðsson Hrefna Erna Jónsdóttir Gunnar Kristján Sigurðsson Guðmundur Friðrik Sigurðsson Barbara Sigurðsson Óskar Sigurðsson Jón Sigurðsson Jóhanna Hannesdóttir Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir Guðbjörn Baldvinsson Jens Sigurðsson Auður Fr. Halldórsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Valgeir Ásbjarnarson Brekkugötu 38, Akureyri, lést mánudaginn 5. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. september kl. 13.30. Ásta Axelsdóttir Axel Valgeirsson Hanna Guðrún Magnúsdóttir Ásbjörn Árni Valgeirsson Harpa Hrafnsdóttir Kristjana Valgeirsdóttir Ríkarður G. Hafdal Gunnlaug Valgeirsdóttir Ríkharður Eiríksson afa- og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Betsý Hannesdóttir lést á Líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 13. september sl. Útför hennar mun fara fram frá Fossvogskirkju kl. 13.00 þriðjudaginn 27. september. Jens Sörensen Kolbrún Svala Hjaltadóttir Oddur Sigurðsson Kristbjörg Stella Hjaltadóttir Sigurður Ingi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn timamot@frettabladid.is Hinn 16. september 1977 fórst breski glysrokk- söngvarinn Marc Bolan í bílslysi í London, tveimur vikum fyrir þrítugsafmælið sitt. Hann var farþegi í bíl hjá Gloriu Jones og þau voru á heimleið eftir að hafa verið að skemmta sér í Mortons-klúbbnum við Berkeley Square. Jones missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hún keyrði á tré eftir að hafa mis- tekist að stýra bílnum inn á brú við Gipsy Lane í Barnes í suðvesturhluta London. Bolan lést sam- stundis en Jones slapp með handleggsbrot og kjálkabrot. Skömmu eftir slysið höfðu aðdáendur Bolans breytt slysstaðnum í helgan stað til minn- ingar um söngvarann og árið 2007 var staðurinn opinberlega nefndur Bolan‘s Rock Shrine. Það kaldhæðnislega er að vegna ótta við bílslys og ótímabæran dauða hafði Bolan aldrei tekið bílpróf, þótt hann ætti nokkrar glæsikerrur, þar á meðal frægan hvítan Rolls Royce, og bílar væru algeng umfjöllunarefni í textum hans. ÞETTA GERÐIST 16. SEPTEMBER 1977 Marc Bolan ferst í bílslysi ÓMAR RAGNARSSON fréttamaður, skemmtikraftur og umhverfissinni er 71 árs í dag „Ástin kvelur margar konur og hún kostar lífið menn en við þörfnumst hennar öðru hverju enn.“ Merkisatburðir 1408 Síðustu heimildir um norræna menn á Grænlandi geta um brúðkaup í kirkjunni í Hvalsey þennan dag. 1810 Mexíkó lýsir yfir sjálfstæði frá Spáni. 1936 Vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot ferst ásamt 37 öðrum skipverjum þegar rannsóknaskipið Pourquoi-pas? ferst í ofviðri í skerjagarðinum undan Álftanesi á Mýrum. 1963 Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands í opinbera heimsókn og er vel tekið. Rúmum tveimur mánuðum síðar verður hann forseti Bandaríkj- anna, þegar Kennedy er myrtur. 1970 Hussein, konungur Jórdaníu, setur herlög í landinu til að hindra palestínska uppreisnarmenn í að ná þar völdum. 1979 Minnisvarði afhjúpaður á Hólmavík um Hermann Jónas- son ráðherra, sem var í áraraðir þingmaður Strandamanna og Vestfirðinga. 1989 Erró, Guðmundur Guðmundsson listmálari, gefur Reykja- víkurborg tvö þúsund listaverk eftir sig og er safninu komið fyrir á Korpúlfsstöðum. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn í fyrsta skipti hátíðlega í dag en síðast- liðið haust ákvað ríkisstjórn Íslands að slíkur dagur yrði haldinn hér eftir á afmælisdegi eins ötulasta baráttu- manns fyrir verndun náttúru Íslands; Ómars Ragnarssonar. Í tilefni dagsins verður boðið upp á viðburði um allt land sem á einn eða annan hátt eru tengdir náttúrunni. Þar á meðal gefst almenningi tækifæri á að sinna sjálf- boðaliðastörfum í náttúruvernd, nánar tiltekið í Esjuhlíðum. „Þeir sem ganga á Esjuna eru farn- ir að þekkja okkur en undanfarin fimm ár hefur hópur af sjálfboðalið- um, ungt fólk víðs vegar að úr heim- inum, unnið að endurbótum á göngu- stígum Esjunnar, nokkrar vikur í senn á hverju sumri,“ segir Chas Goemans, starfsmaður Umhverfisstofnunar, sem farið hefur fyrir hópnum. Verk- efnið er á vegum stofnunarinnar og unnið í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. „Sjálfboðaliðarnir hafa verið þarna alla vikuna en í dag ætlum við að opna hópinn aðeins og bjóða fólki að koma og hjálpa til í nokkra klukkutíma. Esjan er mörgum hjartfólgin og við finnum alltaf fyrir jákvæðu viðmóti og áhuga frá þeim sem ganga Esjuna og sjá sjálfboðaliðana vinna við stígana.“ Chas segir líklegt að með tilliti til veðurs verði sjálfboðaliðarnir að vinnu á skógarsvæðinu í dag, þar sem meira skjól er. Fólki er velkomið að koma og taka til hendinni frá klukkan 13-17. Dagskrá dagsins í heild er að finna á vef umhverfisráðuneytisins umhverf- israduneyti.is en meðal dagskrárliða má nefna göngu um fuglaverndunar- svæðið í Andakíl á Hvanneyri. Surts- eyjarstofa í Vestmannaeyjum verður opin og lifandi dagskrá verður í hádeg- inu í Café Flóru í Grasagarði Reykja- víkur, þar sem boðið verður upp á sér- stakan heilsudrykk í tilefni dagsins. Af öðrum hápunktum dagsins má nefna að ný háskólastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, tekur form- lega til starfa við Háskóla Íslands og efnt verður til málþings í framhaldinu í Öskju, um gildi íslenskrar náttúru. juliam@frettabladid.is DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU: FJÖLBREYTTIR VIÐBURÐIR VÍÐA UM LAND HJÁLPAÐ TIL Í ESJUHLÍÐUM ESJAN ÖLLUM KÆR Chas Goemans, starfsmaður Umhverfisstofnunar, hefur skipulagt starf hópa erlendra sjálfboðaliða sem koma hingað til lands á hverju ári til að laga göngustíga í Esjunni. Í dag býðst almenningi að koma og leggja hönd á plóg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁLFBOÐALIÐAR Stígarnir í Esju eru endurbættir af sjálfboðaliðum frá ýmsum heimshornum. 71

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.