Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 24
4 föstudagur 16. september Laugavegi 83 Kjólar margar gerðir Verð 3.500 kr. Disney Superman galli Fleiri gerðir Verð 1.790 kr. Aladin-buxur Verð 2.700 kr Nýtt kortatímabil Elva Björk Barkar- dóttir er nýkomin heim eftir ársdvöl í Kostaríku þar sem hún var við nám í Friðarháskóla Sam- einuðu þjóðanna. Elva hefur mikinn áhuga á mannréttindum og talar um dýravernd, ólíka menningarheima og fegurðarsamkeppnir við Föstudag. Viðtal: Álfrún Pálsdóttir Myndir: Vilhelm Gunnarsson E lva Björk ólst upp í Breið- holti en flutti í Garða- bæinn á táningsárunum. Hún nam lögfræði við Háskóla Reykjavíkur og er þessa dagana að leggja lokahönd á mastersgráðu sína. Fyrir einu ári gerði hún hlé á náminu í HR og fékk inngöngu í Friðarháskóla Samein- uðu þjóðanna þar sem hún stund- aði mastersnám í alþjóðalögum og mannréttindum. KOSTARÍKA „Ég var ekki lengi að ákveða að flytja út enda hef ég kannski allt- af verið svolítið fiðrildi í mér. Ég heyrði fyrst af skólanum í gegnum vinkonu mína, Þurý Björk sem var nýbúin að sækja um skólann. Ég var fljót að heillast af náminu, skólan- um og ekki síst staðsetningunni,“ segir Elva, en skólanum er skipt í nokkrar deildir en meginmarkmið þeirra allra er að vinna saman í átt að friði og halda uppi þeim grund- vallarmarkmiðum sem finna má í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Elva segir að hún hafi verið fljót að aðlagast umhverfinu í Kostaríku þó það hafi vissulega tekið á að vera langt í burtu frá fjölskyldu og vinum. Kostaríka er gjarnan kallað Sviss Mið-Ameríku og engin tilviljun að landið hýsi Friðarháskólann. „Kostaríka er dásamlegt land og fólkið er yndislegt. Landið er her- laust sem er óvanalegt á þessum slóðum og stjórnvöld kjósa frekar að eyða fjármunum sínum í heil- brigðiskerfið, sem er mjög gott á miðamerískan mælikvarða,” segir Elva og bætir við að Kostaríka sé líka mjög framarlega í endurvinnslu og umhverfisvernd, sem kom henni skemmtilega á óvart. „Það eru flokkunarkerfi út um allt, meira að segja í afskekktum fjalla- þorpum var verið að flokka ruslið. Það fannst mér frábært að sjá.“ NÁMIÐ Í skólanum lagði Elva stund á al- þjóðalög og mannréttindi en hún hefur ávallt haft sterka réttlætis- kennd, sem dró hana í lögfræðina til að byrja með. „Eftir að ég lauk grunnnámi í lög- fræði hóf ég störf hjá SP-fjármögn- un. Það starf var góður skóli fyrir mig en ég var þó alltaf ákveðin í að halda áfram námi og ég ákvað að setjast aftur á skólabekk. Ég stóð á ákveðnum tímamótum og lang- aði að einbeita mér að því sem ég hafði ástríðu fyrir og skipti í raun algjörlega um stefnu. Ég fór úr við- skiptalögfræði í alþjóðalögfræði með áherslu á mannréttindi. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun,“ segir hún sannfærandi en í Kosta- ríku voru það samnemendur henn- ar sem höfðu mestu áhrifin á hana. Alls stunda 192 nemendur nám við skólann og eru þeir frá 55 löndum. „Það gaf mér mikinn innblástur að kynnast fólki frá ólíkum menn- ingarheimum og gott að ræða við fólk sem hafði áhuga á svip- uðum málefnum en með ólíkan bakgrunn.“ MANNRÉTTINDI Elva skrifaði lokaritgerðina sína í skólanum um ríkið Palestínu og á því mannréttindabarátta Palest- ínumanna hug hennar allan. „Ég hef lengi haft áhuga á mál- efnum Palestínu og finnst það sem þar á sér stað vera skólabókardæmi um óréttlæti. Hvernig tilveruréttur fólks og grundvallarmannréttindi SPENNT AÐ TAKA NÆSTA SKREF Fiðrildi í sér Elva Björk Barkardóttir er nýkomin heim eftir ársdvöl í Kostaríku þar sem hún var við nám í mannréttindum og alþjóðalögum við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. FR É TT A B LA Ð IÐ /V IL H E LM Fylgstu með Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Sigríður Dagný í síma 512 5462 eða sigridurdagny@365.is föstudagur Tíska, fegurð, hönnun, lífið, fólkið, menning og allt um helgina framundan Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi aldrei að sjá eftir neinu og standa með því sem maður hefur gert.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.