Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 25
16. september föstudagur 5 eru látin víkja fyrir hagsmunum og valdi annarra þjóða. Óréttlætið er algjört,“ segir Elva og bætir við að eftir að hafa skrifað 25.000 orða rit- gerð um málefnið geti hún verið óstöðvandi þegar ríkið Palestínu ber á góma. „Allar birtingarmyndir óréttlætis hafa truflað mig. Hvort sem að það er óréttlæti gegn minnihlutahóp- um eða háð kyni, kynhneigð, trú eða kynþætti. Ég vil reyna að beita mér gegn slíku í framtíðinni,“ segir Elva, En hvert er draumastarfið? „Ég get alveg hugsað mér að starfa erlendis ef það kæmi til. Markmiðið er að finna starf sem gefur mér eitthvað. Þó að það sé klisja að segja það þá langar mig helst að láta gott af mér leiða. Draumurinn væri náttúrulega að fá vinnu hjá Sameinuðu þjóðun- um. Það er allt í lagi þó það ger- ist ekki strax. Ég er bara spennt að vita hvert næsta skref er.“ ENGIN EFTIRSJÁ Þegar Elva var 18 ára gömul tók hún þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland og var tíður gest- ur á síðum slúðurblaðanna eins og gjarnan fylgir keppendum í þeirri keppni. Hún lenti í fimmta sæti og var send út til Eistlands í keppnina Miss Tourism World þar sem hún fór með sigur af hólmi. „Jú jú, ég er Ungfrú Ferðamála- drottning heimsins 1999. Það er fáránlegt að segja þetta,” segir Elva og skellir upp úr en viður- kennir þó að hún eigi enn þá kórónuna. „Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi aldrei að sjá eftir neinu og standa frekar með því sem maður hefur gert,“ segir Elva ákveðið. „Við skulum bara orða það þannig að ég mundi ekki gera þetta í dag. Þetta á ekki við mig og ég get ekki annað en sett stórt spurningarmerki við að senda stelpur í slíka keppni svona ungar. Svo er það líka þetta með að keppa í fegurð. Það er auðvitað gjörsamlega úrelt fyrirbæri og ég veit ekki hversu eðlilegt eða heil- brigt mér finnst það.“ Elva fann sig ekki í fegurðar- drottningarhlutverkinu og dró sig því í hlé frá fyrirsætustörfum. „Ég var ung, ómótuð og áhrifagjörn á þessum tíma og hef sagt skilið við þennan kafla í mínu lífi.“ DÝRAVINUR Elva Björk býr núna í Kópavogi ásamt chihuahua-hundinum Míu sem var hvað fegnust að fá eig- anda sinn til landsins á ný. „Það var frekar skrýtið að skilja hana eftir heima því ég gat hald- ið góðu sambandi við vini og vandamenn gegnum Skype en ekki hana. Við áttum samt nokkr- ar góðar Skype-stundir á meðan ég var úti, sem var frekar fyndið,“ viðurkennir Elva hlæjandi. Hún er mikill dýravinur og vill einnig nýta krafta sína til að berj- ast fyrir réttindum dýra. „Ég var sjálfboðaliði í Dýrahjálp í dálítinn tíma en samtökin hjálpa dýrum að finna nýja eigendur í stað þess að verða lógað,“ segir Elva Björk og minnist einnig á ný samtök sem nefnast Velbú og stuðla að heilbrigðu og góðu lífi fyrir búfé á Íslandi. „Vitund fólks á Íslandi fyrir velferð dýra er að aukast sem er mjög jákvætt. Ég hef í raun ekkert á móti því að borða dýraafurðir ef vel hefur verið farið með dýrin á þeirra stuttu ævi. Þá er samvisku- bitið minna og kjötið er betra.“ ✽ m yn da al bú m ið „Ég og Þurý Björk.“„Ég og Mía.“ „Lífið var ljúft í Kostaríku.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.