Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 34
16. september 2011 FÖSTUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is MIKLIMEIR, SÝNING KATRÍNAR ÓLÍNU PÉTURSDÓTTUR, opnar í Gallerí Spark Design Space í kvöld klukkan átta. Á sýningunni er töframaðurinn Miklimeir kynntur til sögunnar og frásögn af honum útfærð á teppi. Sýningin stendur til 16. nóvember. Sjáumst. Hljómsveitin Sixties Stórdansleikur á Kringlukránni Föstudags- og laugardagskvöld Aðeins 1500 kr aðgangseyrir krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Hildigunnur dýralæknir sinnir stórum og smáum dýrum á Dýraspítalanum. Stærsta nautið var rúmlega tonn og stærsti kötturinn var tólf kíló. Leikhús ★★★★ Uppnám Þjóðleikhúskjallarinn Höfundar og leikarar: Pörupiltar (Sólveig Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir og Alexía Björg Jóhannsdóttir) og Viggó/Víoletta (Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir). Geggjun og dásamleg meðvirkni Í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir fjörugur hópur ungra leikara kolgeggjað uppistand undir yfirskriftinni Uppnám. Þetta er eins og tvískiptur kabarett. Í fyrri hlutanum segja þrír karlmenn frá lífi sínu og karlmennskureynslu en þeir kynntust á námskeiði fyrir atvinnulausa. Í síðari hlutanum flytja Viggó og Víoletta Sjálfshjálparsöngleik. Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir léku karlangana og rúlluðu upp salnum með frammistöðu sinni. Hermann Gunnarsson er snyrtipinni sem býr hjá mömmu og selur lífrænar tuskur. María Pálsdóttir virtist þekkja hann út og inn. Alexía Björg Jóhannesdóttir lék síðhærðan iðjuleysingja með sannfærandi kæki og takta sem einir sér nægðu til þess að hlægja salinn. Sólveig Guðmundsdóttir dregur upp óborganlega mynd af skáldi og rappara sem varð að hætta að vinna sem næturvörður á Mogganum af því það var svo langt að fara. Leikkonurnar hafa húmorinn vel á valdi sínu og undirliggjandi tregi gerði leikinn enn meira sannfærandi. Í síðari hlutanum kynnumst við krökkum sem ung fara að skrifast á millum Bíldudals og Breiðholts og verða síðar par, þó svo að pilturinn virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann var frekar hrifinn af strákum. Viggó og Víoletta sópa erfiðleikum og fordómum undir mottuna og leyfa sér að þeyta sér inn í draumheima söngleikjanna. Vióletta fer til Broadway en velur svo að koma heim til Viggós. Bjarni Snæbjörnsson fór með hlutverk Viggós og Víolettu lék Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Íslenskir textar við alls kyns þekkt söngleikalög voru smellnir. Sigríður Eyrún heillar salinn með styrkum söng, persónulegum sjarma og glettni. Bjarni lagði salinn í túlkun sinni á Leif latte-gaur, sem upp- runalega var samið við lag Marcy. Bjarni og Sigríður voru ærslafengin í leik sínum og sneru öllu tali um meðvirkni á hvolf þannig að það svínvirkaði. Fordómar og hvernig þeir taka sér bólfestu í okkur var einnig hluti af þeirra yrkisefni, en þeim var, eins og öllu öðru í glitrandi bleikum draumheimi, sópað undir teppið. Engu var ofaukið í þessum tvískipta kabarett og er óhætt að lofa góðri skemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum við dillandi tóna. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Frábær skemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum. Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar leikur í Hörpu á sunnudag og eru tónleikarnir liður í ferð sveitar- innar um Norðurlönd. Þetta er í fyrsta sinn sem sinfóníuhljóm- sveitin leikur hér á landi. Hljómsveitin leikur undir stjórn Gustavo Dudamel, sem þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur að aldri á litríkan og merkan feril að baki. Dudamel er aðalstjórnandi Gautaborgarsinfóníunnar, tón- listarstjóri Fílharmóníunnar í Los Angeles og listrænn stjórnandi Orquesta Sinfónica Simón Bolívar í heimalandi sínu, Venesúela. Gustavo Dudamel er ein skær- asta stjarnan í tónlistarheiminum í dag þrátt fyrir ungan aldur. Tón- listarnám hans hófst í gegnum El Sistema í Venesúela, kerfi sem tónlistarmenn um allan heim líta til sem fyrirmyndar að kerfi tón- listaruppeldis. Níutíu prósent nem- enda eru fátæk en fá í gegnum tón- listarnám tækifæri til að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit. Dudamel, sem er sonur tónlistar- manna, lærði á fiðlu og fékkst við tónsmíðar en var farinn að læra tónlistarstjórn fjórtán ára gamall. Hann hefur vakið mikla athygli, umfjöllun um hann í fréttaskýr- ingaþættinum 60 mínútum var til að mynda kölluð Gustavo the Great, eða Gústaf mikli, en í nýrri heimildarmynd, „Let the Children Play“, segir frá stuðningi hans við tónlistarnám barna. Á efnisskrá tónleikanna í Hörpu verður meðal annars frumflutn- ingur verksins Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist, Sinfónía nr. 6 eftir Tsjaíkovskí og Klarinettu- konsert eftir Mozart í flutningi einleikarans Martins Fröst, sem er Íslendingum að góðu kunn- ur, en hann hefur meðal annars komið fram sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. - sbt Stórstjarna stjórnar í Hörpu GUSTAVO DUDAMEL Stjórnar Sinfóníu- hljómsveit Gautaborgar í Hörpu á sunnudag. Svartur hundur prestsins, fyrsta leikverk Auðar Övu Ólafsdóttur, verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Kristín Jóhannes- dóttir leikstjóri segir höf- undinn hafa sérstæða sýn á veruleikann og lag á að bregða á hann óvenjulegu ljósi. Auður Ava Ólafsdóttir hefur sent frá sér þrjár skáldsögur við góðar undirtektir en Svart- ur hundur prestsins, sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleik- húsinu annað kvöld, er hennar fyrsta leikrit. Kristín Jóhannesdóttir leik- stjóri lýsir leikritinu sem tragí- kómísku verki þar sem rýnt sé í skilgreininguna á fjölskyldu og sannleikanum; hvar eignarhald- ið á honum liggi og þá um leið á sjálfum veruleikanum. Svartur hundur prestsins fjallar um ættmóður sem býður syni sínum, tveimur dætrum og tengdasyni í vöfflur og greinir þeim frá ákvörðun sem kemur öllum í opna skjöldu. Dæturnar þurfa að takast á við gerbreytt- ar aðstæður í samskiptum við móður sína en lenda auk þess í átökum við bróður sinn, sem kominn er langt að og hefur ákveðið að gerast boðberi sannleika sem allir vilja forðast. Þetta kann að hljóma eins og uppskrift að klass- ísku fjölskyldudrama en að sögn Kristínar Jóhann- esdóttur leikstjóra liggur fiskur undir steini. „Auður Ava er höfund- ur með afar sérstaka rödd, hefur skemmtilegan húmor á veruleikann og lag á að setja hlutina í óvenjulegt samhengi. Hér er farið inn í fjölskyldu, sem hæg- lega má skilgreina sem misvirka, til að draga upp mynd af stærra samfélagi, og undir lúrir leyndar- mál. Allt er þetta klassískt í eðli sínu en aftur á móti er meðhöndl- unin svo sérstæð; hvernig farið er yfir öll mörk og landamæri í hlut- verkaskipan innan fjölskyldunnar og þar með samfélagsins.“ Hún segir verkið ekki bera þess nein merki um að vera frumraun höfundar. „Það tekur heila ævi að verða gott leikskáld en ég tel að Auður Ava sé langt komin.“ Kristbjörg Kjeld leikur ætt- móðurina, en þær Kristín leiddu síðast saman hesta sína í Utan gátta, sem hlaut Grímuverðlaunin sem sýning ársins 2009. „Kristbjörg er ein af okkar mestu leikkon- um, ef ekki sú mesta. Þær eru að minnsta kosti fáar sem standa henni jafnfætis. Fyrir leikstjóra er mjög lær- dómsríkt að vinna með leikara sem býr yfir jafn mikilli reynslu og þroska og Kristbjörg.“ Kristín var lengst af kvikmyndaleikstjóri en söðlaði um fyrir nokkr- um árum, með góðum árangri, samanber vel- gengni Utangátta fyrir tveimur árum. Spurð hvort hún ætli að helga sig leikhúsinu alfar- ið héðan í frá segir hún ekkert fullt og fast í sínu lífi. „Ég vildi gjarnan ganga inn um dyr kvikmyndanna aftur en það er allt að því ofurmannlegt verk- efni að safna fjármagni fyrir litla mynd, hvað þá meðalstóra eða þaðan af stærri. En mér finnst ævintýralega gaman að vinna í leikhúsi, þótt ég hafi aldrei sett stefnuna þangað.“ Með önnur hlutverk í sýning- unni fara Margrét Vilhjálmsdótt- ir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson og Baldur Trausti Hreinsson. bergsteinn@frettabladid.is Um handhafa sannleikans KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR ÚR SVÖRTUM HUNDI PRESTSINS Kristín Jóhannesdóttir og Kristbjörg Kjeld leiða saman hesta sína á ný. Þær unnu síðast saman í Utan gátta eftir Sigurð Pálsson, sem var valin sýning ársins á Grímunni 2009. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.