Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 36
16. september 2011 FÖSTUDAGUR24 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 16. september 2011 ➜ Tónleikar 12.00 Hljómsveitin Vax heldur þrenna tónleika í dag. Fyrstu tónleikarnir eru í Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 12 og aðgangur er ókeypis. Aðrir tónleikar verða í Löngubúð á Djúpavogi kl. 20.30 og á Víkinni á Höfn að miðnætti. Miða- verð á báða tónleikana er kr. 1.200. 12.15 C-dúr tríó Brahms, opus 87, verður leikið af Peter Máté píanóleik- ara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu- leikara og Gunnari Kvaran sellóleikara í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Jana María Guðmundsdóttir og Ívar Helgason syngja dægurlög ásamt hljómsveit í Salnum. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Fönksveitin Jagúar leikur á opn- unarkvöldi Gauks á Stöng á Tryggvagötu 22. Aðgangur er ókeypis og aldurs- takmark er 18 ára. 22.00 Hljómsveitin Brother Grass heldur kveðjutónleika á Café Rosen- berg. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Hljómsveitin Dalton spilar á Hressingarskálanum. Að tónleikunum loknum þeytir Dj Elli skífum. 23.00 Apparat Organ Quartet heldur tónleika á Faktorý. Dj Musician sér um upphitun. Miðaverð er kr. 1.500 kr. í for- sölu en kr. 2.000 við hurð. 23.30 Útvarpsþátturinn Music Matters á Flass 104.5 heldur tónleika á Players í Kópavogi. Basic House Effect sér um upphitun. Plötusnúðarnir Dj Joey D og Frigore þeyta skífum. Kristmundur Axel og hljómsveitin Úlfur Úlfur koma fram. Miðaverð er kr. 1.000. ➜ Kvikmyndir 20.00 Bandaríski leikarinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Crispin Glover flytur leikverk sem byggir á bókum hans Crispin Hellion Glover’s Big Slide Show og sýnir kvikmynd sína It Is Fine! Everything Is Fine í Bíói Paradís. Miða- verð er kr. 2.500. ➜ Leiklist 18.00 Barnaleikritið Kallinn sem gat kitlað sjálfan sig er sýnt á Norður- pólnum. Miðaverð er kr. 1.900. 19.30 Upplestur úr nýjum íslenskum leikverkum í Tjarnarbíói. Upplesturinn er liður í Grósku, höfundahátíð Félags leikrita og handritshöfunda. Miðaverð er kr. 1.000. 20.00 Leiksýningin Þetta er lífið ... om lidt er kaffen klar! í flutningi Charlotte Bøving er sýnd í Iðnó. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Leikfélagið Sýnir flytur nýja leikgerð af riddarasögunni um Tristram og Ísönd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnar- firði. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Leikverkið Uppnám með Pöru- piltum og tvíeykinu Viggó og Víólettu er sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum. Miða- verð er kr. 2.900. ➜ Fundir 12.00 Annica Kronsell, dósent við Lund háskóla í Svíþjóð, heldur erindi um kyn- og þjóðaröryggi í Odda 201 í Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. 13.20 Kristján L. Guðlaugsson flytur erindið Maóistar á Íslandi í skugga kalda stríðsins í Lögbergi 102 í Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir. ➜ Bókmenntir 17.00 Útgáfuhóf vegna útgáfu bókar- innar Aðgát skal höfð í nærveru sálar eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur verður hjá Bókaútgáfunni Sölku. ➜ Tónlist 22.00 Dj Early þeytir skífum á Bar- böru. 22.00 Plötusnúðurinn Dj Símon spilar á Hvítu Perlunni. 22.00 Dj Addi Intro þeytir skífum á Prikinu. 22.00 DJ KGB þeytir skífum á Faktorý. 22.00 Plötusnúðurinn Árni Sveinsson stjórnar tónlistinni á Kaffibarnum. 22.00 Dj Jónas spilar á Vegamótum. 22.00 Dj Jón spilar á Thorvaldsen. 23.00 Dj Kári þeytir skífum á Bakkusi. 23.30 Dj Hlynur Mastermix heldur gestum við efnið á Esju. ➜ Eldri borgarar 09.30 Korpúlfarnir samtök eldri borg- ara í Grafarvogi standa fyrir sundleikfimi í Grafarvogssundlaug. Listasmiðjan á Korpúlfsstöðum er einnig opin. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festi- val í Kanada í dag. „Þetta verður rosalega spennandi,“ segir Pan. Þeim feðgum var boðið á hátíðina af kan- adískum tónlistarmönnum sem Pan kynnt- ist á netinu. „Þeir vissu hverjir við vorum og vildu fá okkur út. Ég hef aldrei hitt þessa menn en við erum samt búnir að heyrast í mörg ár í gegnum tónlistina,“ segir hann. Hátíðin verður haldin um 240 kílómetrum norður af Toronto. Aðrir erlendir flytjendur á hátíðinni verða Marc Romboy frá Berlín, Osunlade frá Grikklandi og Perfect Stranger frá Ísrael. „Við gistum í tvær nætur í heimahúsi í Toronto hjá fólkinu sem fékk okkur á hátíðina og okkur verður síðan keyrt á hátíðina í ekta amerískri skólarútu. Þarna verða allir í tjöldum og þetta verður ekki ólíkt því sem við erum búnir að vera að gera en þetta er samt miklu stærra,“ segir hann og á við raftónlistarhátíðina Undir jökli sem þeir feðgar hafa skipulagt á Hellissandi. Mörg skúlptúrlistaverk verða sýnd á kanadísku hátíðinni auk þess sem glæsilegar eldsýningar verða haldnar. Um tvö þúsund manns hafa keypt sér miða á hátíðina og nokkur svið verða í boði fyrir hljómsveitirnar, þar á meðal eitt píra- mídasvið. Spurður hver borgi fyrir ferða- lagið segir Pan að Loftbrú komi til móts við feðgana varðandi flugið en fæði og uppihald er greitt af tónleikahöldurum. - fb Ekið í skólarútu á tónlistarhátíð Á LEIÐ TIL KANADA Feðgarnir í Stereo Hypnosis spila á tónlistarhátíð í Kanada í dag. Pan er til vinstri á myndinni og Óskar pabbi hans til hægri. Opnum NÝJA VERSLUN í Smáralind á 1. hæð, austan megin Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 9, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg www.66north.is Klæddu þig vel ANDLITSMÁLUN & BLÖÐRULISTAMAÐUR á laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 15 SVANUR kerrupoki {60/40 dúnfylling} Verð: 19.500 kr. SPÓI ullar vörur {100% kláð afrí Merino ull} Verð bolur: 3.800 kr. Verð buxur: 3.500 kr. MÁNI húfa & trefi ll Verð húfa: 4.800 kr.Verð trefi ll: 6.500 kr. {Ullarblanda} Barna gön guskór Verð: 17.50 0 kr. {KEEN} LOKI barna peysa Verð: 10.200 kr. {Wind Pro®} BRAGI b arna dú núlpa Verð: 36 .800 kr. {Vatnsfr áhrindan di }

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.