Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 40
16. september 2011 FÖSTUDAGUR28 sport@frettabladid.is Stjörnuvöllur, áhorf.: 876 TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11-8 (3-4) Varin skot Ingvar 2 – Albert 0 Horn 6–7 Aukaspyrnur fengnar 9–6 Rangstöður 5–9 ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafss. 5 Rasmus Christiansen 6 Brynjar Gauti Guðj. 6 Matt Garner 6 Andri Ólafsson 5 (42., Finnur Ólafss. 5) Tony Mawejje 5 Þórarinn Ingi Valdim. 6 Ian David Jeffs 4 Guðm.Þórarinsson 4 (64., Tryggvi Guðm. 6) Aaron Spear 6 *Maður leiksins STJARNAN 4–3–3 Ingvar Jónsson 5 Nikolaj Pedersen 6 Tryggvi Sveinn Bjar. 6 *Daníel Laxdal 7 Hörður Árnason 5 Þorvaldur Árnason 6 (82., Atli Jóhannsson -) Halldór Orri Björnss. 6 Jóhann Laxdal 5 Ellert Hreinsson 4 Bjarki Páll Eysteinss. 6 (74., Sindri Már Sig. -) Garðar Jóhannsson 5 1-0 Bjarki Páll Eysteinsson (4.) 1-1 Aaron Spear (17.) 2-1 Daníel Laxdal (49.) 3-1 Halldór Orri Björnsson, víti (79.) 3-2 Tryggvi Guðmundsson (87.) 3-2 Kristinn Jakobsson (4) EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN og félagar í AEK Aþenu steinlágu 4-1 á útivelli á móti Anderlecht í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í gær. Eiður Smári lék allan leikinn. Rúrik Gíslason lék í 3-1 sigri OB á Wisla Krakow og Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í 4-1 sigri AZ Alkmaar á Malmö. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðs- son léku allan tímann í miðri vörninni hjá FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 heimasigur á Vorskla Poltava. Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1080 TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (4–4) Varin skot Gunnleifur 3 – Ögmundur 3 Horn 1–2 Aukaspyrnur fengnar 9–16 Rangstöður 3–2 FRAM 4–3–3 Ögmundur Kristinss. 7 Almarr Ormarsson 6 Hlynur Atli Magnúss. 5 Allan Lowing 6 Sam Tillen 7 Jón Gunnar Eyst. 4 Samuel Hewson 7 Halldór Hermann 5 Hólmbert Aron Friðj. 4 (71., Andri Júlíusson -) *Steven Lennon 8 (90., Jón Orri Ólafss. -) Kristinn Ingi Halld. 6 (76., Orri Gunnarss. -) *Maður leiksins FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnl. 6 Pétur Viðarsson 4 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (81., Guðm.Sævarss. -) Björn Daníel Sverris. 7 Hákon Atli Hallfreð. 5 Hólmar Örn Rúnarss. 5 (65., Viktor Örn Guð. 5) Matthías Vilhjálmss. 7 Atli Guðnason 6 Atli Viðar Björnsson 5 Ólafur Páll Snorrason 4 (58., Emil Pálsson 5) 0-1 Orri Gunnarsson (87.) 1-1 Matthías Vilhjálmsson (90.) 1-1 Þorvaldur Árnason (6) Víkingsvöllur, áhorf.: óuppgefið TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 5–10 (2–4) Varin skot Magnús 2 - Haraldur 1 Horn 3–10 Aukaspyrnur fengnar 9–12 Rangstöður 0–2 VALUR 4–3–3 Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 5 Halldór Kristinn Hall. 6 Atli Sveinn Þórarins. 6 Brynjar Kristmunds. 5 Sigurbjörn Örn Hreið. 5 (66., Chr. Mouritsen 7) Haukur Páll Sigurðs. 6 *Andri Fannar Stef. 7 Matthías Guðm. 7 Arnar Sveinn Geirs. 5 (66.Rúnar Már Sigur. 6) Jón Vilhelm Ákason 6 *Maður leiksins VÍKINGUR 4–3–3 Magnús Þormar 4 Kristinn Jens Bjartm. 6 Mark Rutgers 6 Tómas Guðmundss. 5 Gunnar Einarsson 4 Baldur Aðalsteinss. 4 Colin Marshall 3 (21., Kristinn Magn. 5) Aron Elís Þrándsson 5 Magnús Páll Gunn. 5 (63., Marteinn Briem 5) Hörður Bjarnason 5 (63,, Viktor Jónsson 6) Björgólfur Takefusa 5 0-1 Jón Vilhelm Ákason (44.) 0-1 Erlendur Eiríksson (7) STAÐAN KR 18 11 6 1 37-17 39 ------------------------------------------------------------ ÍBV 19 12 3 4 34-20 39 FH 19 10 5 4 36-25 35 Valur 19 9 5 5 26-17 32 Stjarnan 19 8 7 4 40-29 31 Fylkir 19 7 4 8 27-33 25 Keflavík 18 6 3 9 22-25 21 Breiðablik 19 5 6 8 26-32 21 Þór 19 6 3 10 25-35 21 Grindavík 19 4 8 7 22-32 20 ------------------------------------------------------------ Fram 19 3 6 10 15-26 15 Víkingur R. 19 1 6 12 15-34 9 NÆSTU LEIKIR ÍBV-KR sun 18. sept. kl. 17.00 Grindavík-FH sun 18. sept. kl. 17.00 Fylkir-Stjarnan sun 18. sept. kl. 17.00 Breiðablik-Víkingur sun 18. sept. kl.17.00 Valur-Þór sun 18. sept. kl. 17.00 Fram-Keflavík sun 18. sept. kl. 19.15 Keflavík-KR fim 22. sept. kl. 17.00 PEPSI DEILD KARLA FÓTBOLTI Stjörnumenn settu mark sitt á baráttuna um Íslands- meistaratitilinn í gær með því að leggja ÍBV að velli, 3-2, í fjörug- um leik í Garðabænum í gær. ÍBV missti um leið toppsætið til KR, en Stjarnan gerir harða atlögu að Evrópusæti. Eyjamenn verða að taka þrjú stig gegn KR um helgina. „Mér líður mjög illa. Það er ekki hægt að neita því,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, afar svekktur eftir leik. „Við fáum á okkur aulaleg mörk í byrjun beggja hálfleikja. Þar eru menn sofandi í dekkningum. Markið sem síðan ræður úrslitum var bull frá mínu sjónarhorni.“ Markið umrædda kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Krist- inn Jakobsson dæmdi. Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, lenti þá í samstuði við Tryggva Bjarnason en Albert virtist hafa sparkað boltanum burt áður en þeir rákust saman. Kristinn var þó viss í sinni sök og hikaði ekki við að benda á punktinn. Halldór Orri skoraði síðan örugglega úr spyrnunni. Það vakti athygli að Heim- ir skyldi byrja með þá Tryggva Guðmundsson og Finn Ólafsson á bekknum. Undirrituðum fannst það kaldur leikur hjá Heimi sem gekk ekki upp og Tryggvi hefði í það minnsta mátt koma fyrr inn á enda vantaði allan slagkraft í sóknarleik ÍBV. „Þjálfari tekur ákvarðanir og stundum eru þær réttar og stundum rangar. Kannski hefði þetta spilast öðruvísi með þá í liðinu. Við munum aldrei kom- ast að því. Ég sé eftir mörgu í dag og það gerist þegar maður tapar. Þá reynir maður að læra af mistökunum,“ sagði Heimir. Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörn- unnar, átti flottan leik í kvöld. Spilaði vel í vörninni og skoraði frábært mark þegar hann stakk Eyjamenn af og lagði boltann smekklega í nærhornið. „Ég á það til að vera svolítið villtur og hlaupa fram. Ég hef komist í svona færi áður og loks- ins nýtti ég það,“ sagði Daníel brosmildur. „Ég get ekki útskýrt af hverju okkur virðist ganga betur gegn sterkari liðunum. Þetta var flott í þessum leik og við ætlum okkur að ná Evrópusæti.“ henry@frettabladid.is STJARNAN STÖÐVAÐI ÍBV Eyjamenn sáu á bak mikilvægum stigum í Garðabænum í gær og misstu topp- sætið til KR. Tryggvi Guðmundsson jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar en mark hans dugði ekki til. Eyjamenn voru ósáttir við umdeilt víti. HINGAÐ OG EKKI LENGRA Stjörnumennirnir Tryggvi Bjarnason og Garðar Jóhannsson sameinast um að stöðva Þórarin Inga Valdimarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Víkingar féllu úr Pepsi- deildinni í gær eftir 0-1 tap á móti Valsmönnum á heimavelli og Framarar eru fimm stigum frá öruggu sæti eftir að hafa verið nálægt því að vinna FH-inga í Kaplakrikanum. Framliðið var fjórum stigum á eftir Þór fyrir leiki umferðarinnar en bilið breikkaði um eitt stig eftir sigur Þórsara á Fylki. „Við fengum ansi mörg færi í kvöld og ótrúlegt að við náum bara að koma boltanum einu sinni í netið,“ sagði Kristján Guðmundson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í gær. „Við byrjuðum strax að sækja stíft á þá og fengum dauðafæri strax á upphafsmínútunni. Á meðan við höfum bara eins marks forystu þá er maður alltaf hrædd- ur um að halda markinu sínu hreinu og sigla sigrinum heim, en það hafðist í kvöld og ég er ánægð- ur með strákana.“ „Þetta er búið að liggja í loftinu lengi en maður er samt í sjokki,“ sagði Björgólfur Takefusa, leikmaður Víkings, eftir að liðið hafði fallið niður í fyrstu deild. „Maður tekur svona mikið inn á sig og þetta er skelfileg staðreynd. Það er hægt að læra mikið á þessu tímabili og Víkingur mun koma aftur upp í efstu deild. Það er frá- bært starf hjá félaginu og ungir strákar að koma upp sem hafa allt til að verða frábærir knattspyrnu- menn.“ FH-ingar tóku á móti Fröm- urum á Kaplakrikavelli. Jafn- ræði var með liðunum lengst af og skiptust liðin á að sækja megn- ið af leiknum. Atli Viðar Björns- son, framherji FH-inga, nagar sig þó eflaust duglega í handarbökin eftir að hafa brennt af tveim bestu færum leiksins. Mörkin létu bíða eftir sér í 87 mínútur. Orri Gunnarsson sem hafði komið inn á sem varamaður í liði Framara kom gestunum yfir þrem mínútum fyrir leikslok og töldu flestir að um sigurmark væri að ræða. Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH-inga, var ekki sam- mála því og jafnaði leikinn með skoti af stuttu færi á 90. mínútu. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH- inga, var súr í leikslok. „Við stimpl- uðum okkur út úr titilbaráttunni í kvöld, það er ljóst. Nú verðum við bara að ljúka mótinu almennilega og einbeita okkur að því að tryggja okkur Evrópusætið.“ - sáp, ari Framarar voru afar nálægt sigri á móti FH í Kaplakrikanum í gærkvöldi: Valsmenn sendu Víkinga niður EKKERT GEKK Bjarnólfur Lárusson og Tómas Ingi Tómasson tóku við þjálfun Víkinga í lok júlí en liðið fékk aðeins 2 stig út úr fyrstu átta leikjunum undir þeirra stjórn og féll í gær í 1. deild eftir enn eitt tapið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þjálfari tekur ákvarð- anir og stundum eru þær réttar og stundum rangar. Kannski hefði þetta spilast öðruvísi með þá í liðinu. HEIMIR HALLGRÍMSSON ÞJÁLFARI ÍBV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.