Íslendingur


Íslendingur - 05.01.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.01.1946, Blaðsíða 1
ORÐSENDING til viðskiptamanna blaðs- ins. Sú breyting hefir orðið á rekstri blaðsins nú um áramótin, að báðir ritstjórar þess: Bárð- ur Jakobsson og Jakob O. Pét- ursson hafa hætt störfum við blaðið. Eru auglýsendur og kaupendur beðnir að snúa sér til Svanbergs Einarssonar Lækj- argötu 3, — sem ráðinn liefir verið auglýsingastjóri og af- greiðslumaður blaðsins frá 1. þ. m., — með þau erindi, er varða auglýsingar í blaðinu eða afgreiðslu þess. En þeir, sem óska að koma greinum, fréttum eða öðru efni í blaðið, snúi sér til ábyrgðarmanns þess, Karls Jónassonar, prentsmiðjustjóra, þar sem væntanlegur ritstjóri blaðsins mun ekki geta tekið við starfinu fyrr en með vorinu. Af- greiðslumaður er venjulega til viðtals í skrifstofu blaðsins, Hafnarstrœti 101 frá kl. 10—12 árdegis. Sími 354. Byggingaáhugi Alþýðu- flokksins. í langlokugrein Br. S. í Alþýðu- manninum fyrir jólin er kornist svo f.S orSi, aS AlþýSuflokknum sé bezt trúandi til aS taka röggsamlega á búsnæSismálunum, „þar sem hann einn flokka hefir alltáj sýnt, aS hon- um eru húsnæðismálin brennandi t.hxigamál“. (leturbr. AlþýSum.). hessi „brennandi áhugamál“ Al- j ýSumannsins hér á Akureyri eru c.lveg ný af nálinni. FöSurhróSir Br. S., hæjarfulltrúi AljjýSuflokksins hér, mun jafnframt vera formaSur Byggingafélags Verkamanna. Hvar eru nýbyggingar þess? Hvern á- huga hefit' Erlingur FriSjónsson sýnt í byggingamálum síSustu árin? Eng- inn kannast viS aS hafa orSiS hans var. E. t. v. gæti Br. S. dundaS viS aS ráSa þá krossgátu, fyrst honum mistókst viS aSra. j. Til lesenda íslendings. JJm leið og ég lœt aj störfum við ís- lending, vil ég flytja öllum lesendum blaðsins þakkir jyrir góða samvinnu öll þau ár, er ég heji verið ritstjóri °g afgreiðslumaður þess. Vœnti ég, að blaðið njóti eigi minni vinsœlda í framtíðinni. Utgefendum þess þakka ég einnig samstarfið liðin ár og óska þeim og lesendum þess árs og friðar. Ak. 1. jan. 1946. JAKOB Ó. PÉTURSSON. Dónardægur. Páll A. Pálsson bóklialdari Fjólu- götu 10 hér í bœ, lézt að heimili sínu sl. Þorláksdag. Hann varð rúmlega sextugur að aldri. Páll var kunnur borgari hér í bæn- um, rak hér verzlun um skeiS, en annaSist auk þess bókhald. SíSustu árin var hann skrifstofumaSur hjá Vélsmiðjunni Odda h.f. Hann var hinn skemmtilegasti maSur í umgengni, jafnan hress í anda, glaSvær í vinahópi, og unni uijög fögrum listum. Ávann hann sér vináttu fjölmargra bæjarbúa, og kom þeim mörgunt fráfall hans á ovart, því aS fám dögum áSur höfSu þeir séS hann á gangi hér urn göt- urnar, frísklegan og hressan aS vanda. Páll var kvæntur Soffíu Vigfús- dóttur, hinni ágætuslu konu, og áttu þau fimm uppkomna, mannvænlega aj'ni. Á að láta fegrun bæjarins bíða? A þeim skipulagsuppdrætti, Gróðrarstöðina, sem fullbrydd- sem staðfestur hefir verið fyrir an almenningsstað, vil ég að bæjarsteði Akureyrar, er ráð gefnu tilefni geta þess, að und- fyrir gert, að 9—11 ha. lands irbúningur hefir verið hafinn í'i & verði tekið til almenningsgarða eða „parka“, og er þá með reikn aður Lystigarður Akureyrar, sem er um 1.3 ha. Gróðrarstöð- in er ekki með talin hér. Það er því fljótséð, að mikið er eftir ógert, þrátt fyrir mikinii vilja og bjartsýni góðra kvenna strax árið 1912 fyrir þessu menn ingarmáli bæjarins. Þrátt fyrir hægfara fram- kvæmdir og takmarkaðan skiln- ing og getu bæjaryfirvaldanna fram til síðuslu ára, hafa þessi 30 til 40 ár undanfarið gefið mjög mikilsverða reynslu, sem hægt er að byggja á framkv. í þessum efnum. Reynslan, sem fengizt hefir, síðan sáð var til fyrstu plöntunnar í Gróðrarslöð- inni á Akureyri 1903, og fyrstu plönturnar voru gróðursettar í Lystigarði Akureyrar 1912, hef- ir sannað það, að við getum fegr að og gert bæ okkar lilýlegri með meiri ræktun og þá ekki sízt meiri ræktun trjágróðurs, ef rétt er að farið. En ræktun bæði í Lystigarðin- um og Gróðrarstöðinni sýnir einnig, að hér er ekki auðvelt að koma upp hlýlegu umhverfi á nokkrum fáúm árum, og þó hafa báðir þessir staðir notið að- hlynningar fagreyndra manna og mœtra, svo að af ber. Þrátt fyrir að ég telji hér að- eins Lystigarðinn, fyrir utan Indriði Helgason og Svavar Guðmundsson-efstu menn á lista sjálfstæðismanna-hér Á fundi í Sjálfstæðisfélögunum hér í bæ 30. des. sl. var framboðslisti Sjálfstæðismanna við bæjar- stjórnarkosningarnar 27. þ. m. ákveðinn þannig: 1. Indriði Helgason rafv.meistari. 2. Svavar Guðmundsson bankastj. 3. Jón G. Solnes bankafulltrúi 4. Helgi Pálsson erindreki 5. Guðmundur Guðmundsson skipstj. 6. Sverrir Ragnars framkv.stj. 7. Gunnar H. Kristjánsson verzl.stj. 8. Páll Sigurgeirsson kaupm. ; 9. Sigfús Baldvinsson útgerðarm. 10. Eiríkur Einarsson verkanrt. 11. Árma Laxdal kaupkona 12. Haraldur Guðmundsson iðnverkam. 13. Jón E. Sigurðsson kaupm. 14. Hallur Helgason vélstj. 15. Ari Hallgrímsson endurskoðandi 16. Tómas Björnsson kaupm. 17. Gunnhildur Ryel, frú 18. Kristján P. Guðmundsson útgm. 19. Jakob Ó. Pétursson ritstj. 20. Friðjón Axfjörð byggingameistari 21. Jón H. Sigurbjörnsson húsg.bólstrari 22. Jón Sveinsson skattdómari. ICOSNINGASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISMANNA er í HAFNARSTRÆTI 101, II. hæð (innst á ganginum). Ophi 10—12, 13—19 og 20—22. Sjálfstceðismenn! Komið á skrifstofuna til viðtals, og takið þátt í undirbúningi bœjarstjórnarkosninganna. Sími skrifstofunnar er nr. 354. Fulltrúaráðið. Af þessu leiðir, að eitt bæjar- félag bíður beint menningarlegt tjón, sem erfitt verður að losna við síðar meir, ef byrjað er á þeirri braut, að viðhalda sóða- skap í skjóli stórra ráðagerða á pappírnum. Þótt bærinn eigi og sé sífellt að stækka, þá verður að forðast, og það er hægt, að láta hann Framh. á 3. síöu. frá bæjarins liálfu á m. a. fegr- un Grófargils og við Sundlaug- ina. En það, sem aðallega hefir tafið framkvæmdir í Grófargili, er, að bærinn hafði ekki um- ráðarétt yfir öllu gilinu, þegar fyrst var byrjað á framkvæmd- um þar, en hins vegar var nauð- synlegt, þar sem einn velunnari bæjarins, Kristján Geirmunds- son, fuglafræðingur, hafði af- hent bænum að gjöf nokkur pör af mismunandi andatégundum, að fá samastað fyrir þessa fugla og gera tilraun með, hvort hægt væri að fá þíða tjörn fyrir þá í Grófargili yfir veturinn. Akureyri hefir haft orð á sér sem snyrtibær hingað til. En hvorki bæjarbúum né yfirvöld- um bæjarins getur dulizt það, að bær okkar er staddur á tíma- mótum og stendur höllum fæti í þeim efnum.- Nú eru gestir Akureyrar hætt- ir að tala um trjáræktarbæ, enda eðlileg, því að hinn nýi bær er énginn trjáræktarbær. í stað trjágróðurs á hinum fyrirskipuðu lystigarðssvæðum blasir við vegfaranda öflugur njólagróður og fleira, er setur óræktársvip á bæinn, jafnframt sem frá þessum stöðum kemur óþrjótandi illgresisfræ inn á einkalóðir manna og veldur þar stórskemmdum, sem verða þess og metnaður fyrir fegrun sinna eigin lóða og bæjarins í heild dofnar. Óbyggðu og óræktuðu svæðin í bænum mega ekki setja svip á bæinn. Ef bærinn byggist út, en auðu plássin verða látin bíða lengur en brýn þörf gerist, hlýt- ur bærinn að verða sundurlaus og sóðalegur, — því auðu svæð- in eru og verða alltaf rusla- og valdandi, að áhugi einstaklingasorpkistur.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.