Íslendingur


Íslendingur - 11.01.1946, Síða 1

Íslendingur - 11.01.1946, Síða 1
LISTI SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Á AKUREYRI ER D - listi XXXII. árg. Föstudaginn 11. janúar 1946 2. tölublaS Framboð til bæjarstjórna og hreppsnefndakosninga Eins og getið er í frétt í 'óðrum stað í blaðinu, er nú loks kominn friður í Kítia eftir um 10 ára styrjöld. A myndinni hér að ofan sést Wei Li-liuang, marskálkur, sem verið hefir yfirhershöfðingi kínversku herjanna í Suðvestur-Kína. Kosningar til bæjarstjórna og breppsnefnda, þar sem kauptúna gætir að mestu, fara fram um land allt sunnudaginn 27. þ. m. Fram- boðslistar hafa þegar verið fram lagðir og er víðast hvar listi frá hverjum flokki í vali. í einstöku stað er þó aðeins um tvo lista að velja, og eru þá tveir eða þrír flokkar í bandalagi um lista. Þannig er það t- d. í Húsavík og á Blönduósi. A báð um þessum stöðum er samvinna milli Alþýðuflokksins, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Kommúnist- ar standa einir sér um lista. í blaðinu í dag birtir kjörstjórn Akiareyrar framboðslistana hér, und- ir þeim bókstöfum, er listarnir hafa hlotið. Er listi Alþýðuflokksins A- listi, Framsóknarflokksins B-listi, Kommúnistaflokksins C-listi og Sjálf stæðisflokksins D-listi. í öðrum kaupstöðum, þar sem allir flokkarn- ir bjóða fram lista, hafa flokkarnir sömu bókstafi. Hér skal stuttlega getið nokkurra framboða. í Heykjavík, er kýs 15 bæjarfull- trúa, hafa allir flokkarnir lista í kjöri. Á lista Sjálfstæðismanna, D- listanum, eru í 10 efstu sætunum: Bjarni Benediktsson, borgarstjóri Guðmundur Ásbjörnsson, útgm. Frú Auður Auðuns, cand. jur. Sig. Sigurðsson, berklayfirlæknir Gunnar Thoroddsen, prófessor Hallgr. Benediktsson, stórkaupm. Friðrik Ólafsson, skólastjóri Jóhann Hafstein, framkvæmdastj. Eyjólfur Jóhannsson, framkv.stj. Gísli Halldórsson, verkfræðingur. Á lista Alþýðuflokksins er Jón Axel Pétursson, hafnsögumaður, efst- ur. Pálmi Hannesson, rektor, efstur á lista Framsóknar og Sigfús Sigur- hjartarson, ritstjóri, á lista kommún- ista (Sameiningarflokks Alþýðu Sósíalistaf lokksins). Á ísafirði er um þrjá lista að velja. Á lista Sjálfstæðismanna, sem er þar C-listi, þar sem Framsókn hef- ir engan í boði, eru þessir efstir: Sigurður Bjarnason, alþingism. Baldur Johnsen, héraðslæknir Sigurður Halldórsson, ritstjóri Marselíus Bernharðsson, skipa- smíðameistari. Á lista Alþýðuflokksins er Hanne- Kanadamenn yilja kaupa Grænland •Þingmaður einn í Kanada hefir komið með þá uppastungu, að Kan- adamenn kaupi Grænland af Dön- um, til þess að setja þar upp bæki- stöðvar til varnar Vesturálfu heims. '— Fregnin hefir vakið all-mikla at- hygli, ekki sízt í Danmörku þar sem ákaflega mikið hefir verið rætt um I*essa uppástungu hins kanadiska Dngmanns. bal Valdemarsson, skólastjóri, efstur og á lista kommúnista Halldór Ólafs- son, ritstjóri. Á Siglufirði eru aflur 4 listar í boði. Og er bókstafsröð þeirra hin sama og hér. 6 efstu menn á lista Sjálfstæðismanna eru: Ole Hertervig, bæjarstjóri Pétur Björnsson, kaupmaður Hafliði Ilelgason, bankafulltrúi Aage Schiölh, lyfsali —Egill Stefánsson, kaupmaður Sigurður Kristjánsson, kaupm. Á lista Alþýðuflokksins er Er- lendur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri, efstur. Á lista Framsóknar er efstur Ragnar Jóhannesson, kjötbúð- arstjóri, og ó lista kommúnista Gunn- ar Jóhannsson, verkamaður. Þórodd- ur Guðmundsson, alþingismaður, er annar í röðinni. í Hafnarfirði eru 3 listar í fram- boði, lætur Framsókn ekki sjá sig þar af skiljanlegum óstæðum. — Á lista Sjálfstæðismanna, sem þar er C-listi, eru eftirtaldir menn í 5 efstu sætunum: Bjarni Snæbjörnsson, læknir Loftur Bjarnason, útgerðarm. Stefán Jónsson, framkv.stj. Þorleifur Jónsson, fulltrúi Guðjón Magnússon, skósmiður Á lista jafnaðarmanna er efstur Kjartan Ólafsson, fulltrúi, og á lista kommúnista Kristján Andrésson, lög- regluþjónn. — Hafnarfjörður kýs 9 fulltrúa. í Vestmannaeyjum eru 4 listar í framboði. — Er listi Sjálfstæðis- inanna D-listi, og eru efstir ó honum Einar Sigurðsson, forstjóri, og Einar Guttormsson, læknir. — Á Seyðis- firði eru 5 listar í framboði. Er Theodór Blöndal, bankastjóri, efstur á lista Sjálfstæðismanna, Hjálmar Vilhjálmsson, bæjarfógeti,/ efstur ó lista Framsóknar, Gunnlaugur Jóns- son, bankagjaldkeri, efstur á lista Alþýðuflokksins. — Hver efstur er á lista kommúnista, er blaðinu ekki kunnugt. Á 5. listanum munu vera „óhóðir“ jafnaðarmenn. — Á Norðfirði eru 4 listar í fr^mboði. Er Þórður Einarsson, útgerðarm., efstur á lista Sjálfstæðismanna, sem er D-listi. í Ólafsfirði eru listarnir 4, en þeim er ekki raðað þar eftir sömu bókstöfuin og annarsstaðar, þar sem um 4 lista er að velja, því Sjálfstæð- isflokkurinn hefir þar listabókstafinn C, en kommúnistar listabókstafinn D, og mun þessi tilbreyting stafa af því, að hinn síðartaldi listi sigli undir merkjum „sósialista“ — en ekki hinu fulla nafni — Sameiningarflokks Al- þýðu — Sósialistaflokksins, en „sós- ar“ koma á eftir „Sjálfstæðinu“ í stafrofsröðinni. — Á lista Sjálf- stæðisflokksins eru í 7 efstu sætun- um eftirtaldir menn: Ásgrímur Hartmannsson, kaupm. Sigurður Baldvinsson, útgerðarm. Jóhann J. Kristjánsson, héraðÆ ÝMSAR FREGNIR Hinn 28. fyrra mánaðar afhenti Thor Jensen, formanni Kvenfélagsins Hringsins í Reykjavík, hundrað þús- und krónur að gjöf í barnaspítala- sjóð Hringsins. ★ 9. desember sl. andaðist frk. Lauf- ey Valdimarsdóttir í París. Laufey var, eins og kunnugt er, formaður Kvenréttindafélags íslands og var á ferðalagi í Frakklandi, er andlót henn ar bar að höndum. Sat hún kvenrétt- indafundi í svissnesku borginni Genevé og París. Fréttin um andlát frk. Laufeyjar barst ekki til íslands fyrr en rétt fyrir áramótin- * Magnús Jónsson, alþingismaður, hefir verið skipaður formaður bankaráðs í stað Jóns Árnasonar, sem taka mun við af Vilhjálmi Þór sem bankastjóri Landsbankans. ★ Á árinu 1945 drukknaði 31 ís- lendingur. AIls fórust 16 skip, 12.hér við land og 4 á hafi úti. Af hernað- arvöldum fórust tvö skip, e.s. Detti- foss og l.v. Fjölnir, og drukknuðu af þeim 20 manns, þar af þrjár kon- ur, er voru farþegar með Dettifossi. Þessi tala þeirra, er farizt hafa með íslenzkum skipum, er sú lægsta síðan árið 1937. ★ Á milli jóla og nýjárs fór m.s. Esja áleiðis til Gautaborgar og Ála- sunds. Með skipinu voru 27 farþeg- ar. í Álasundi mun skipið verða tek- ið til viðgerðar. Þorvaldur Þorsteinsson, verzlunarm. Jón Halldórsson, útgerðarm. Árni Jónsson, bóndi Póll Þorsteinsson, útgerðarm. Á lista Alþýðuflokksins er Sig- urður Guðjónsson, bæjarfógeti, efst- ur. Á lista Framsóknar Árni Valde- marsson, útibússtjóri, og kommúnista Sigursteinn Magnússon, skólastjów. — Kjósa á 7 bæjarfulltrúa. Á hinum sameiginlega lista Al- þýðuflokksins, Framsóknar og Sjálf- stæðismanna á Blönduósi eru í þrem- ur efstu sætunum: Steingrímur Davíðsson, skólastjóri, Hermann Þórarinsson, lögregluþjónn, og Hall- dór Albertsson, kaupmaður. — Á hinum sameiginlega lista sömu flokka á Húsavík eru í fyrstu 5 sætunum: Karl Kristjánsson, spari- sjóðsstjóri, Einar J. Reynis, pípu- lagningameistari, Ingólfur Kristjáns- son, trésmiður, Jón Gunnarsson, sjó- maður og Júlíus Havsteen, sýslumað- ur. — Á lista kommúnista er efstur Ásgeir Kristjánsson, sjómaður. í Hrísey, sem nú kýs 5 fulltrúa í stað 3ja áður, hafa 3 lÍBtar komið fram, eru allir taldir „óháðir“. — Virðast flokkasamtökin þar ekki veigamikil. Verðhækkun á helzta nejzlufiski Ríkisstjórnin tilkynnti nýverið nýtt lágmarksverð ó öllum fiski, hvort heldur hann er seldur í skip til út- flutnings, hraðfrystihúsanna, eða til annarra hagnýtingar. — Lágmarks- verð þetta gekk í gildi í byrjun þess- arar viku. Hækkun hefir orðið á helzta neyzlufiski landsmanna. Samkvæmt hinu nýja verði hækk- ar þorskur, ýsa, langa og sandkoli um 5 aura hvert kg. eða í kr. 0,50, miðað við óhausaðan og um 7 aura hausaður, eða í kr. 0,65. — Karfi, óhausaður, hækkar um 2 aura, eða í kr. 0,15 pr. kg., hausaður hækkar um 3 aura, eða í kr. 0,20. — Keila og upsi, óhausaður. Verðið er ó- breytt, kr. 0,26 pr. kg., hausaður hækkar hann um 2 aura, eða í kr. 0,35. — Þess skal getið, að upsinn var með gamla verðinu, í flokki með þorski, á kr. 0.45 pr. kg. — Verðið ó skötubörðum er óbreytt, kr. 0,32 pr. kg. — Stórkjafta og langlúra hafa lækkað um 12 aura, eð^ í kr. 0,65 pr. kg. — Þá hefir flatfiskur, annar en sandkoli, stórkjafta og lang- lúra, einnig lækkað um 14 aura, eða í kr. 1.40 pr. kg. Verð á steinbít (í nothæfu ástandi, óhausaður) er óbreytt, kr. 0,26 pr. kg. Hrogn, í góðu standi, ósprungin, hafa lækkað um 27 aura, eða í kr. 0,50 pr. kg. -— Háfur hefir hækað um 2 aura, eða í kr. 0,15 pr. kg. »—« Erfiðleikar á dreifingu fisks í Bretlandi Ólafur V. Davíðsson er nýlega kominn heim frá Englandi, en þar hefir hann dvalið nokkra undan- farna mánuði á vegum Fiskimála- nefndar og haft eftirlit með löndun úr færeysku skipunum. Ennfremur var hann í nefnd með þeim Lofti Bjainasyni og Ólafi H. Jónssyni út- gerðarmönnum, en þeir fóru nýlega til Englands til að hafa eftirlit með löndun úr íslenzku togurunum. Ólafur segir, að mikil fólksekla sé nú í Englandi og gangi erfiðlega að dreifa fiskinum frá hafnarborgun- um af þeim ástæðum. Brezku skipin afla yfirleitt miklu betur nú en þau gerðu fyrir stríð, vegna þess að miðin hafa ekki verið sótt styrjaldarárin og fiskmergðin aukist. KOSNINGASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISMANNA er í HAFNARSTRÆTI 101, II. hæð (innst á ganginum). Opin 10—12, 13—19 og 20—22. Sjálfstœðismenn! Komið á skrifstofuna til viðtals, og takið þátt í undir.búningi bœjarstjórnarkosninganna. Sími skrifstofunnar er nr. 354. Fulltrúaráðið.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.