Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1946, Page 1

Íslendingur - 18.01.1946, Page 1
LISTI SJÁLFSTÆÐIS- MANNA A AKUREYRI ER D -Jisti XXXII. árg. Föstudaginn 18. janúar 1946 3. tölublað Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1946 afgreidd --—O—o- Ötsvörin áœtluð yfir 3 miliönir krðna. ICOSNINGASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISMANNA er í HAFNARSTRÆTI 101, II. hæð (innst á ganginum). Opin 10—12, 13—19 og 20—22. Sjálfstœðismenn! Komið á skrifstofuna til viðtals, og takið þátt í undirbúningi bæjarstjórnarkosninganna. Sími skrifstofunnar er nr. 354. Fulltrúaráðið. / ; Eidur yfir Vatnajökli Miklir vatnavextir i ánni Súiu, ÝMSAR FREGNIR Vetrarvertíð er nú nýhaíin á Suð- urlandi. Taka færri hátar þátt í ver- tíðinni að þessu sinni heldur ení fyrra, og veldur því meðal annars ekla á sjómönnum. Flestir bátar munu verða gerðir út frá Vestmanna eyjum, eða um 70 talsins. Frá öllum höfnum á Suðurlandi róa um 170— 180 bátar, en frá höfnum við Breiða fjörð og Vestfirði um 50—60 bátar. —- Afli hefir víðast hvar verið treg- nr ennþá. ★ Talsvert af síld hefir undanfarið veiðzt í Viðeyjarsundi og Elliðaár- vogi. Hafa fjögurra manna för aflað allt að 35 tunnum á dag af vel feitri hafsíld. Þess munu ekki dæmi fyrr, að síld hafi vaðið í sundunum inn úr Faxaflóa um þetta leyti árs. ★ Menntamálaráð íslands hefir til- kynnt, að þ. 15. febrúar n. k. muni það úthluta nokkrum ókeypis far- miðum með skipum Eimskips milli íslands og'útlanda til námsfólks, sem hefir í hyggju að fara af landi burt til náms á fyrri helmingi þessa árs. Skulu umsækjendur snúa sér til skrif stofu Menntamálaráðs, Hverfisgötu 21, Reykjavík. * Guðni Jónsson, magister, hefir verið settur skólastjóri Gagnfræða- skóla Reykvíkinga, í stað Knúts Arn- grímssonar, sem lézt fyrir nokkru. * Snemma í þessum ínánuði hrann til kaldra kola íbúðarhús nemenda við Reykjaskóla í Hrútafirði. Skeði atburður þessi snemma dags, er nem endur og kennarar skólans sátu að morgunverði. Bar eldinn svo brátt að, að ekki varð við neitt ráðið. — Urðu margir nemendur þarna fyrir tilfinnanlegu tjóni á fatnaði, bókum og fleiru, þótt húsið sjálft hafi ver- ið vátryggt. * Asgeir Hjartarson, sagnfræðing- ur, hefir nú verið skipaður bóka- vörður við Landsbókasafnið í stað Hallgríms Hallgrímssonar, magisters. ★ Nýlega kom til Reykjavíkur appel- sínufarmur með einu af leiguskipum Eimskipafélagsins. Voru það 9300 kassar, fluttir inn af Innflytjenda- sambandinu. Ekki er blaðinu kunn- ugt, hvort eitthvað af sendingu þess- ari kemur hingað til Akureyrar eða ekki. ★ Við bæjarstjórnarkosningar þær, sem frttm fara þ. 27. þ. m., verða um 28.600 manns á kjörskrá í Reykja- Á síðasta fundi bæjarstjórnar var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfir- standandi ár til 2. umræðu og fulln- aðarafgreiðslu. Ýmsir gjaldaliðir hækka að verulegum mun og nýir bætast við. Veldur þetta slórfelldri hækkun á útsvörum er nemur á áætl- un um 835 þús. kr. frá því í fyrra. — Helztu tekjuliðir eru áætlaðir þannig: Kr. Skattar af fasteignum 21300 Tekjur af fasteignum 107700 Endurgr. fótækrastyrkir 80000 Ýmsar tekjur 240150 Tekjur af vatnsveitu - 72000 Þáttt. hafnarsj. í löggæzlu 25000 Framl. Tryggingarst. ríkisins til ellilauna og örorkubóta 220750 Framl. úr jöfnunarsjóði 20000 Hluti bæjarsj. af stríðsgróða- skatti 100000 Sætagjald kvikmyndahúsa 13000 Útsvör 3115100 GJÖLD: Kr. Vextir og afb. fastra lána 43800 Stjórn kaupslaðarins 210900 Löggæzla 150500 Heilbrigðisráðstafanir 37000 Þrifnaður 125000 Vegir og byggingamál 180000 vík. Nákvæm lala liggur ekki fyrir ennþá, þar sem eftir er að athuga kærur, sem borizt hafa, svo og að strika þá út, sem fallið hafa af skránni, síðan hún var samin í febr. í fyrra. N Við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar, í marz 1942, voru 24.456 manns á kjörskrá í Reykjavík. ♦ Karlakór Reykjavíkur hefir verið ráðinn í þriggja mánaða söngför til Bandaríkjanna og Kanada á næsta hausti. Gert er ráð fyrir, að sam- söngvar verði haldnir í 50—60 borg- um vestra, þ. á. m. í Washington, New York, Chicago, Boston og Winnipeg. Einsöngvarar verða Stefán íslandi og Guðmundur Jónsson. Til nýrra vega o. fl. 550000 Kostn. við fasteignir 107400 Eldvarnir 107400 Framfærslumál 388000 Lýðtrygging og lýðhjálp 571500 Menntamál 706100 Ýms útgjöld 852100 Framl. til bvggingarsj. Ak. 50000 Til verkfærakaupa 50000 Rekstursútgj. Vatnsveitu 89000 Til dagheimilis og vöggust. 20000 Hæsti útgjaldaliðurinn er „ýms út- gjöld“, enda eru færð undir hann öll framlög til nýbygginga á vegum bæjarins, til fegrunar á bænum og fjárframlög til stofnana og félaga. Til nýbygginga eru ætlaðar þessar upphæðir: Kr. Sjúkrahús Akureyrai' 150000 Gagnfræðask. Akureyrar 100000 Matthíasarbókhlaða 100000 Til barnaskólabyggingar 100000 — húsmæðraskóla 50000 — bygging v. sundstæðið 50000 — íþróttahússins 35000 Samtals kr. 585000 / Nýir liðir á fjárhagsáætlun eru þessir helztir: — Kr. Til Tónlistarskóla 15000 — trjáræktarslöðvar 15000 — Vinnuheimilis SÍBS 10000 — Fjórðungssamb. Norðl. 3000 — Góðtemplarareglunnar 2000 Þá hafa og framlög til barnaleik- valla og til Leikfélags Akureyrar ver ið hækkuð. Ýmsir aðrir gjaldaliðir hafa hækkað meira og minna, svo sem Löggæzla, og stafar sú hækkun af því, að ríkið liefir sagt upp þeim 4 lögregluþjónum, sem bætt var við hér fyrir fám árum, en hins vegar ekki tiltækilegt að minnka lögg&zl- una í bænum um helming. Á sama fundi bæjarstjórnar voru fjárhagsáætlanir hafnarinnar, Laxár virkjunarinnar og Rafveitu Akureyr ar afgreiddar. Eldur sqst þann 9. þ. m. yfir Vatnajökli. Sást hann frá Skaftafelli í Öræfum í A.-Skaftafellssýslu og bar á milli Færinestinda og Krossgilstinds. Oli, sonur Runólfs bónda í Skafta- felli, sá eldinn, er hann kom á fætur rétt fyrir klukkan 7. Virtist honum ekki vera um goseld að ræða, heldur miklu fremur,eins og olíu liefði verið hellt á eld og taldi þá einna mestar líkur fyrir því, að flugvél hefði hrap að og væri að brenna. Er Óli hafði horft nokkura stund á eldinn, fór liann inn í bæ og skýrði kvenmanni, sem kominn var á fætur, frá sýn þessari. Fór stúlkan út, og sá hún einnig eldinn. Eflir stefjiunni að dæma virðist eldur þessi hafa verið í námunda við Grænalón, sem er uppistaða 1 Vatna- jökli eða Grænafjall, en einmitt á þeim slóðum ó áin Súla upptök sín, sem nú er í óvenjulegum vexti. í sambandi við þetta má geta þess, að fyrir nokrum dögum sá fólk suð- ur í Skaftártungum eld á lofti, en hann bar yfir Mýrdalsjökul. Virtist þeim, er sáu þessa loftsýn, líkast því sem kastljósum væri brugðið á loft. Datt fólkinu í hug, að þar myndi vera um flugvél að ræða, sem væri að hrapa, enda þóttist það sjá eld bera yfir jökulinn á eftir. \ msir þar eystra hafa einnig reynt að setja þessar loftsýnir í samband við sýnir þær, sem borið hafa fyrir augu ýmissa manna á Suðvestur- landi, m. a. í Reykjavík. En eftir lýs- ingu að dæma virðast þessir eldar, sem sézt hafa austur í Skaftafells- sýslu, vera nokkurs annars eðlis en „eldsprengj usýnir“ þær, sent Reyk- víkingar og fleiri hafa séð á Suð- vesturlandi. UTAN ÚR HEIMI Verkföll í Bandaríkjunutn Stórfelld verkföll standa nú yfir í Bandaríkjunum, og er úllit fyrir, að þau eigi ennþá eftir að breiðast frek ar út. Helztu verkföllin, sem nú standa yfir, eru í bílaiðnaðinum, vérkfall símamanna, slótrara og kjöt- pökkunarmanna, en horfur eru á, að bæði stáliðnaðarmenn og rafmagns- iðnaðarmenn bætist í hópinn á næst- unni. Eiga þá yfir 3 millj. manna í verkföllum í Bandaríkjunum. ¥ Ríkisskuldir Dana Fjármálaráðherra Dana hefir sagt í ræðu, að starfræksluútgjöld danska ríkisins á yfirstandandi fjárhagsári séu áætluð 1900 milljónir króna, þar af 500 millj. aukaútgjöld vegna styr j aldarlokanna. Ríkistekj urnar eru um 1200 milljónir. Ríkið hefir tekið við skuld Þjóðverja við Nationalbanken, að upphæð 8 millj- arða króna. Eftir það eru ríkisskuld- irnar 10 milljarðar á móti hálfum öðrum milljarð fyrir stríðið. Duldar eignir, sem námu 2,7 milljörðum, komu í ljós við hið óvenjulega eigna- uppgjör í sl. júlímónuði. ¥ Mikil en þó ónóg mafarhjólp Yfirstjórn UNNRA, — hjálpar- stofnuu hinna sameinuðu þjóða, — tilkynnti nýlega, að stofnunin hafi til nóvemberloka sl. flutt yfir 3 millj. smálesta af matvælum til Evrópu- landa, sem stofnunin aðstoðar. Er verðmæti vara þessara áætlað 202 millj. sterlingspund.' Þrótt fyrir þessa miklu matvælahjálp vofir hung urdauði yfir fjölda manns, ef ekki berst aukin hjálp í ríkum mæli fram eftir vetrinum.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.