Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 2
2 f S L E N D'X N G U R Föstudaginn 18. janúar 1946 „Ég skal lána þér duluna mína að dansa í" í Alþýðumanninum er hófleg ó- deila á mig og flokk Sjálfstæðis- manna eftir Hafstein Halldórsson. Grein þessi er þannig skrifuð, að augljóst er, að höfundinum eru skoð anir þessar alvörumál, enda reynir hann að rökstyðja þær eftir föngum. Ég get því ekki látið hjá líðá að svara honum nokkrum orðum. Hafsteinn segir, að alþýða manna sé óánægð og sjál hættuna af stefnu núverandi bæj arstj órnarmeirihluta, og geti því hvorki stutt mig né Sjálfstæðisflokkinn við þessar kosn- ingar. Ég neita því afdráttarlaust, að ég eigi nokkurn þátt í stefnu kaupfélags forsprakkanna í bæjarstjórn s. 1. 4 ár. Það, sem Hafsteinn segir, að al- menningur sjái nú, benti ég á fyrir 4 árum í kosningablaði Borgaralist- ans, þar segi ég svo í grein minni „Stefnur og störf“ í 1. tbl. blaðsins: „Þessir menn (þ. e. kaupfélags- forsprakkarnir), sem njóta sérstakra forréttinda, þykjast nú þurfa að tryggja aðstöðu sina enn betur. Þeir heimta aukin úhrif og þá sennilega ný forréttindi innan bæjarfélagsins á kostnað þeirra, sem bera hina þyngri byrði. Þeir, sem stuðla vilja að slíku, kjósa að sjálfsögðu kaup- félagslistann.“ Fulltrúi E-listans í bæjarstjórn, hafnaði algjörlega öllu samstarfi við Kaupfélagsliðið. Hins vegar sömdu þeir Ólafur Thorarensen, Indriði Helgason og fulltrúi Alþýðuflokksins, Erlingur Friðjónsson, um kosningabandalag við kaupfélagsmennina í byrjun kjörtímabilsins. Samkomulag þetta mun hafa verið gert af illri nauð- syn, til að komast hjá nýjum kosn- ingum og til að koma í veg fyrir, að skip bæjarins væri með öllu stjórnlaust á þeim viðsjárlímum, sem þá stóðu yfir. Enginn þessara manna var lík- legur til að aðhyllast kywstöðu- og afturhaldsstefnu kaupfélagsforsprakk anna, þó þeir hefðu ekki aðstöðu til að marka stefnuna, eins og bæjar- stjórnin var skipuð. í þau fáu skipti, sem ég mætti á fundum bæjarstjórn- arinnar, virtist mér Erlingur Frið- jónsson, hinn ágæti fulltrúi Alþýðu- flokksins, vilja greiða fyrir hverju umbótamáli, sem franj, var borið, þó slíkt kæmi að litlu haldi, þar sem allt strandaði á kaupfélagsmúrnum í bæjarstjórninni. Ég tel því hæpíð af Hafsteini að útelja þá Ólaf og Indriða fyrir, að þeim skyldi ekki takast það, sem hinum þrautreynda forustumanni Alþýðuflokksins mis- tókst. * Það er rétt, að fræðilega er mikill skoðanamunur milli þeirra, sem að- hyllast ríkisrekstur á öllu (social- ista), og þeirra, sem telja bezt farið, að aðalatvinnuvegir þjóðanna séu reknir af einstaklingum og á þeirra ábyrgð. Öllum er kunnugt, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ætíð aðhyllzt einka- rekstur á frumatvinnuvegum þjóðar- innar, en hitt er einnig alkunnugt, að flokkur sá, sem Hafsteinn alhyll- ist, liefir í seinni tíð verið meir en tvíbenlur í því, að varpa einkarekstr inum fyrir borð, enda hefir hvergi til slíks komið, þar sem sá flokkur fer með völd. Það er því bitamunur, en ekki fjár, á skoðunum Sjálfstæðis- manna og athöfnum Jafnaðarmanna, þar sem þeir ráða ríkjum, í atvinnu- legu tilliti. Reynsla Bandaríkjamanna, og þó einkum Þjóðverja fyrir styrjöldina, sýnir, að ríkisvaldið getur njeð markvissri stjórn og áætlunarbú- skap séð öllum fyrir vinnu. Því munu Sjálfstæðismenn ótrauðir efna það loforð sitt, að beita sér fyrir öflugum aðgerðum af hálfu ríkis og hæjar, ef til þess kemur, að einka- framlakinu reynist ofvaxið að halda atvinnulífi bæjarins í því horfi, að næg atvinna sé fyrir alla, sem vilja vinna. Þennan stefnuskrárlið okkar vill Hafsteinn styðja, og er það vel farið. * Þá er það skuldasöfnunin. Hajj- steini ofbýður ekki að láta bæjarfé- lagið stofna lil 10 millj. kr. skulda- söfnunar árlega, eða 40 millj. króna skulda næstu 4 árin. Því fer fjarri, að ég telji óráðlegt að taka lán til fyrirtækja, sem líkur eru til, að geti af eigin ramleik stað- ið straum af greiðslu vaxta og af- borgana, en stórfelldar lántökur til óarðbærra framkvæmda virðast mér varhugaverðar. Að mínum dómi er skuldasöfnun ekkert þjóðráð, og réttast tel ég að líta á lánstraust bæjarfélagsins, að nokkru leyti, sem varasjóð, sem grípa beri til, er óvænta erfiðleika ber að höndum, t. d. atvinnuleysi eða annað þess konar. Mig minnir, að hinn þekkti hagfræðingur Stuart Mill héldi því fram, að sú ráða- breytni, sem gæfist einstaklingnum vel, mundi naumast gefast þjóðfé- laginu illa. Heldur Hafsteinn, að það væri þjóðráð fyrir hann eða mig, að festa hvern eyri og lána, eins og frek- ast væri gjörlegt í góðæri, og standa síðan ráðþrota, ef erfiðleika bæri að höndum. Eg hygg líka, að flokksbræður Ilafsteins í Hafnarfirði hafi fengið þá reynslu af skuldasöfnun, að þeir mundu naumast vilja fallast á þess- ar kenningar hans athugasemdalausl. * Eg hefi hér drepið á það helzta, sem á milli ber. Ilafsteinn segist hafa Við lestur hlaða Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins hér á Akureyri, myndi ókunriugum, sem ætti að mynda sér einhverja skoðun um bæj armál Akureyrar af skrifum fyr- greindra blaða, koma hlutirnir æði kynlega fyrir sjónir. Bæði þessi blöð eiga sammerkt í því að útmála með gífuryrðum, hvílík kyrrstaða, aftur- hald og deyfð hafi ríkt í bæjarmál- um Akureyrar undanfarin ár. En kjósendur þessa bæjar, sem vilja með sanngirni líta á þessi mál, vita, að öll þessi skrif Alþýðumannsins og Verkam. eru eintómar blekking- ar. Sannleikurinn er sá, að hvað sem um bæjarstjórn þá, sem setið hefir undanfarið, má að öðru leyti segja, þá verður því ekki mótmælt með sanni, að bæjarfélagið hefir sjaldan liaft með höndum meiri og stórstíg- ari framkvæmdir heldur en einmitt síðastliðin fjögur ár. Nægir í því sambandi að benda á eftirfarandi: Aukningu Laxárvirkjunarinnar, end- urbætur á rafmagnskerfi bæjarins, byggingu Ga'gnfræðaskólans, íþrótla hússins, Húsmæðraskólans, stórfé varið til lagningu nýrra gatna o. fl., o. fl., enda hlýtur öllum að vera það skiljanlegt, að í bæjarfélagi, þar sem útsvörin hafa sexfaldazt á síð- astliðnum fimm árum, að þar hlýtur margt að hafa verið framkvæmt. Hitt er svo annað mál og má alltaf um deila, hvernig öllu því fé, sem bæjar- búar liafa greitt í bæjarsjóð undan- farin ár, hefir verið varið, og munu þar vera ríkjandi ýms sjónarmið, Sumurn finnst, að óþarflega-mikið af tekjum bæjarins hafi verið varið í óarðbærar framkvæmdir, en öðr- um, að of lítið hafi verið gert af bæj- arins hálfu lil þess að efla og auka atvinnulífið í bænum. Sjálfstæðismönnum er það ljóst, að þegar rekstur bæjarins er kominn á það stig, að bæjarfélagið þarf að sækja yfir þrjár milljónir króna í rifið þríhyrnuna mína í tætlur, svo að ekki sé eftir nema lítill hornbleð- ill. Eftir þetta afrek er ekki að undra, þó að honum finnist ég og aðrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins ganga fáklæddir til kosninga. Sú er þó bót í máli, að hann gefur bæjarbúum kost ú dulu Alþýðuflokksins að dansa í næstu 4 árin, svo að enginn þarf að örvænla um sinn hag, enda hefir mörg flíkin þótt góð, þó að ekki kostaði 40 milljónir króna. vasa borgaranna með útsvörum til þess að standa straum af rekstri sín- uin, þá er full ástæða fyrir þá, sem ekki stendur á sama, hvernig fer um fjárhagslegt öryggi bæjarins og borg aranna yfirleitt, að staldra örlítið við og alhuga sinn gang. Ey býst við, að öllum bæjarbúum sé það ljóst, að miðað við núverandi atvinnutekjur bæjarbúa, og sé það haft í huga, að margir bæjarbúar höfðu mun minni atvinnutekjur síðastliðið ár, en þeir hafa haft undanfarin ár (vegna þess, að sildveiðin brást), þá verður ckki hægt að komast hjá því, að við næstu niðurjöfnun útsvara á bæjar- búa verður að nota mun hærri út- svarsstiga heldur en nolaður hefir verið hér undanfarin úr, og mér kæmi það ekkerl undarlega fyrir sjónir, þó að næsti álagningarstigi hér í bænum yrði sá allra hæsti á öllu landinu, og munu þó útsvör hér á Akureyri undanfarin ár hafa verið mun hærri á sömu tekjum hér en t. d. í Reykjavík. Þegar svo er komið, þá ætla ég, að hverjum ábyrgum manni sé það Ijóst, að það er næsta erfití að lofa auknum framkvæmd- um í bænum til óarðbærra hluta, sem myndu koma til með að auka útgjöld bæjarins frá því, sem nú er, um fleiri miljónir króna. Á síðastliðnu kjörtímabili hefir alveg óvenjulega mikið af tekjum bæjarins gengið til ýmislegra óarð- bærra framkvæmda. Á þessu verður að verða breyting. Hlutverk væntan- Iegrar bæjarstjórnar hlýtur að verða það í fyrsta lagi, að sinna meira atvinnumúlum bæjarins heldur en gert hefir verið hin^Ið til. Sjúlfstæð- ismenn gera sér fulla grein fyrir því, að í þessum málum eru mjög aðkallandi verkefni framundan, og mun flokkurinn eða væntanlegir bæjarfulltrúar hans, leggja þeim mál- um allt það lið, sem þeir frekast geta. Við viljum vinna að því, að bærinn skapi skilyrði til þess, að hægt verði að byggja hér fullkomnar dráttar- brautir, að tryggt verði, að tunnu- verksmiðjan verði rekin af fullum krafti. Ennfremur munum við af al- efli beita okkur fyrir því, að niður- suðuverksmiðja sú, sem ríkið/hefir í hyggju að reisa, verði valinn stað- ur hér á Akureyri. Hið sama gildir um væntanlega lýsisherzlustöð. Við viljum ennfremur vinna að því, að höfnin verði stækkuð, og í því sam- bandi teldi ég alveg sjálfsagt, að Hafnarsjóður léti byggja stórhýsi við höfnina. Slík framkvæmd er orð- in injög aðkallandi og myndi auk þess að veita all-mikla atvinnu, með an á byggingu hússins stæði, og vera líkleg til að gefa Hafnarsjóði álitleg- ar tekjur. Eins munu væntanlegir fulltrúar.. flokksins í bæjarstjórn styðja eftir mætti, að aukin verði útgerð í bænum. Yfirleitt mun flokkurinn veita fullan stuðning öll- um þeim málum, sem orðið geta til þess að auka atvinnutekjur bæjar- búa og efla atvinnu- og framkvæmda- líf bæjarins. Eri allar þessar fram- kvæmdir mun flokkurinn miða við það, að fjárhagslegt öryggi bæjar- félagsins sé tryggt. Sjálfstæðis- flokkurinn mun aldrei fáanlegur til þess að fara út í einhverja ævintýra- póíitik, sem sett gæti fjárhagslegt öryggi bæjarins í hættu. Því mega kjósendur treysta. Jón G. Sólnes. r Aramótakveðjur r til forseta Islands Meðal skeyta þeirra, sem forseta Islands bárust um áramótin, voru þessar kveðjur: „íslendingafélagið í Kaupmanna- höfn flytur yður, herra forseti, og allri íslenzku þjóðinni, hugheilar óskir urn farsælt og blessunarríkt ár.“ „Vestra heilt í vorum brjóstum vakir norræn glóð. Bróðurhugir brúa hafið, blessa land og þjóð. Richard Beck.“ (Fréttatilkyfming frá utanríkis- ráðuneytinu). Lækkun aðflutningsgjalda á kornvöru og sykri Ríkisstj órinn hefir ákveðið, að frá og með 1. jan. sl. til ársloka 1946, skuli falla niður verðtollur af: baun- um, erlum, linsum, hveiti, rúgi, rís með og án hýðis, byggi, höfrum, maís og annarri ómalaðri kornvöru og hveiti hverskonar. Ennfremur hefir ríkisstjórnin á- kveðið að lækka um helmhjg, á sama tímabili eða frá 1. jan. til árs- loka 1946, aðflutningsgjöld af hvers- könar sykri. — Þá hefir og verið á- kveðið, að ekki skuli innheimta verð toll af farmgjaldi af sykri á fyrr- greindu tímabili. Sv. G. Hugleiðingar um bæjarmál Lisli Slálfstæðismanna á flkureyri er 0-listi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.