Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 5
Föstudaginn 18. janúar 1946 ÍSLENDINGUR 5 Ávarp Við þökkum öllum þeim, sem sl. sunnudag lögðu lið málefnum berkla sjúkliijga og heilbrigðismálum þjóð- arinnar í heild, með því að kaupa happdrættismiða S.Í.B.S. Við þökk- um einnig sölustúlkunum okkar, sem sýndu bæði dugnað og skyldurækni. Þær liafa lagt frarn sinn skerf til framdráttar mannúðarstarfsemi S. í. B. S. Tala þeirra happdrættismiða í Happdrætti Vinnuheimilissjóðs Sam bands íslenzkra berklasjúklinga, sem selzffhafa hér á Akureyri, er fjórum sinnum lægri en íbúatala bæjarins. Ef við svo búið stendur, verður hér lélegri sala — hlulfallslega -—- en í nokkrum öðrum kaupstað á landinu. Þá er metnaði Akureyringa, stórhug . þeirra og framsýni illa brugðið, taki þeir svo dauflega þessari málaleitun S.Í.B.S., sem nú er útlit fyrir. Akureyringar! Aðeins fjórði hver maður hefir fengið sér miða í S.Í.B. S.-happdrættinu, svo. mörg eruð þér, sem ekki hafið keypt yður neinn enn- þá, yðar hönd vantar á plóginn. En við heitum á yður, að þér lát- ið ekki yðar hlut eftir liggja, heldur leggið eitthvað af mörkum til sluðn- ings því mikla menningarmáli, sem S.Í.B.S. er að hrinda í framkvæmd, hinu myndarlega vinnuheimili berkla sjúklinga að Reykjalundi. Þjóðin hefir fengið S.Í.B.S. mikið fé í hend ur, en það fé er þegar farið að bera ávöxt til gæfu fyrir alla þjóðina, því að 40 menn og konur bafa fengið vist að Reykjalundi, en betur má, ef allir, sem þess þurfa, eiga að fá þar vist. Akureyringar! Við skulum gera alll, sem í okkar valdi stendur, til að snúa við straumnum, sem liggur til herklahælanna vegna illrar aðbúðar, að fyrstu hælisvisl lokinni. Við skulum kaupa happdrætlis- miða S.Í.B.S. Nú er aðeins hálfur mánuður til stefnu, því að dregið ver'ður 1. febr. n. k. Kaupið því miða strax í dag, og minnið vini yðar og kunningja á. að gjöra slíkt hið sama. Skapið sjálfum yður tækifæri til að eignast mikil verðmæti, um leið og þér styrkið gott málefni og þarft. tíerhlavörn, Akureyri. Breytt verður um mót, sem smámyntin ís- J lenzka verður álegin í. Bretar geta slegið smámynt fyrir okkur fljótlega. Ákvörðun hefir verið tekin um, að sú smámynt, sem framvegis verður slegin, verði öðru vísi en sú, sem hér hefir verið í umferð áður — önnur mót verði notuð hér eftir. Liggja nú hjá fjármálaráðuneyt- inu teikningar eftir nokkra lista- menn, sem gert liafa tillögur um út- lit peninganna. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður og Tryggvi Magnússon list- málari hafa verið ráðuneytinu til aðstoðar í máli þessu, en þeir voru ráðunautar í fyrra, þegar skjaldar- merki lýðveldisins var valið. EKLA Á SMÁMYNT. Það er kunnara en frá þurfi að segja, liver hörgull hefir verið á skiptimynt hér á landi síðustu árin. Þegar herliðið kom til landsins, dreifðist auðvitað sú smámynt, sem til var, á fleiri hendur, og kom þá minna í hvers hlut en áður. Þess vegna hefði mátt gera ráð fyrir því, að þelta lagaðist nokkuð, þegar herliðinu fækkaði hér á landi, því að herstjórnin bannaði hermönn um að fara með íslenzka peninga úr landi. En engin breyting varð sjáan- leg, og það dregur sig saman, jsótt liver hermaður hafi ekki nema einn eyri á brott með sér í trássi við gefn- ar skipanir. Þá hafa gullsmiðir notað talsvert af koparpeningum í armbönd og slikt skraut, og loks munu ýmis fyr- irtæki hafa safnað að, sér smámynt til þess að verða ekki uppiskroppa. SMÁMYNT FRÁ DANMÖRKU. Fyrir stríð var smámynt okkar slegin í Danmörku, én svo lokaðist sú leið. 3á var ein sending tilbúin ytra,og beið hún erlendis fram á mitt sl. ár. Reyndu Danir að fá málminn keyptan aftur vegna eigin þarfa, en vegna eklunnar hér var ómögulegt að hliðra svo til. Smámynt þessi var látin í umferð, þegar hún kom, en þörfin var þá svo mikil, að enginn bati sásl þrátt fyrir það. FRÁ BRETUM. RITSAFN ÞORGILS GJALLANDA 1.-4.., í skinnbandi á kr. 250,00 Snilli Þorgils gjallanda er þjóðkunn, °g getur enginn bókavinur án hennar yerið. Bókaverzl. Gunnl. Tr. Jónssonar Er Danmörk lokaðist, var leitað til Breta, en þeir áttu æ erfiðara með að slá mynt fyrir okkur, unz svo var komið, að þeir kváðust aðeins geta látið zink-peninga, og munu menn kannast við þá. í sumar voru syo góðar vonir um það, að hægt mundi að fá smámynt í Bretlandi seint á þessu ári, en nú er nýlega komið hréf þaðan, sem skýr- ir frá því, að ekki sé hægt að efna það loforð, en hægt verði að slá mynt fyrir okkur á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. En verðtilboð er ó- Vankunnátta um meðjerð jánans. — Hnoðaðir peningaseðlar. ERFITT reynist mönnum að læra virðulega meðferð. fánans. Sumir gleyma að taka hann niður að kvöldi, svo að lögreglan verður að taka ómakið af þeim einhvern tíma að nóllunni. Mjög algengt er að sjá fána blakta í hálfa stöng löngu eftir að aldimmt er orðið. Á lögboðnum fánadögum eru fánar víða ekki dregnir upp fyrri en undir eða um hádegi, en blakla svo fram á kvöld. Sumir hirða ekki um að taka af sér höfuðfatið, meðan þeir draga fán- ann að hún, og aðrir kunna alls ekki að draga hann í hálfa stöng. Um notkun fánans eru til viðurkenndar reglur, sem nauðsynlegt er fyrir fánaeigendur að kynna sér. Það er betra að eiga enga fánastöng og eng- an fána, en að misnota hann eða sýna hirðuleysi um meðferð lians. * EN hirðuleysi manna kemur víðar fram. Sérstaklega gildir það um með ferð peningaseðla. Nú er ekki lengur lálið nægja að brjóta þá um rniðju, eins og margir gerðu áður, sem ekki höfðu seðlaveski, er seðlarnir gátu legið í óbrotnir. Nú er orðin venja að hnoða þeim einhvernveginn sam- an og troða þeim í buxna- eða jakka- vasa. Eg hef fengið í hendur seðla, sem vafðir hafa verið upp eins og hlutaveltumiðar í kassa. Mér finnst slík meðferð á peningaseðlum viður- slyggdeg og ómerkileg. Þeir eru þó alltaf ávísun á verðmæti, sem allir þarfnast, og fáum nmn finnast þeir eiga of mikið af þeim. Ef einhverj- um finnst liann vera í vandræðum með þá, ætti hann að kaupa sér seðla veski. Seðlunum kann að fækka eitt- livað við það, en þeir sem eftir eru, ættu þá a. m. k. að geta hlítt betri meðferð á eftir. * ÞAÐ er margt fleira, sem ég hefði kosið að rahba við ykkur um nú, en þar sein þið munuð vera með allan hugann við kosningarnar, býst ég við að þið nennið ekki að lesa pistl- ana mína, ef þeir verða mjög langir. En e. t. Vs spjalla ég við ykkur eftir komið, svo að ekki er hægt að full- yrða, hvort tilboði Breta verður íek- ið. Æskilegast væri að geta greitt myntina með pundum, en reynist verðið mjög óhagstætt, verður reynt að finna aðrar leiðir. Hjartans þakkir til allra, er á einn eða annan hátt heiðruðu minningii frú Ingibjargar Björnsson, Akureyri, við andlát hennar og jarðaríör. Sömuleiðis til þeirra, er við það tækifæri sýndu okkur hluttekningu. Börn hinnar framliðnu. Það tilkynnist vinum og ættingjum, að maðurinn minn og faðir ok! iarv Sigurbjörn Friðriksson, sém andnðist 14. þ. m., verður jarðaður mánudagimí*21. þ. m. Athöfnin fer fram frá Akureyrarkirkju og hefst kl. 1 e. h. Lilja Friðjinnsdóttir. Kristín Sigurbjörnsdóttir. tíaldvin Sigurbjörnsson. Egill Sigurbjörnsson. kosningarnar aftur, þó að ég sé nú farinn að eldast og orðinn sjónlítill, einkum ef ég skrifa við ljós. Kommimistar á biðils- bilximum Síðasti Verkamaður er að heita má óslitið bónorðsbréf til Framsókn- arflokksins. Á Marteinn Sigurðsson að vera einskonar tengiliður milli Kommanna og KEA, en bæjarfó- getinn fær að fljóta með í samtökun- um. Bæjarbúar munu nú spyrja, hvað þessi þökkalega þrenning geti komið sér saman um. Því er flj ótsvarað, ekki munu kaupfélagsmennirnir af- sala sér skattfrelsinu og fríðindun- um. Því verður fyrsti liður stefnu- skrárinnar: Skaltfrelsi og jríðindi handa KEA. Kommar vilja halda áfram grjót- keyrslu í Glerárósa með 100 króna taxta fyrir bílhlassið. Þcirra hluti verður: Kleppsvinna við Glerárósa. Hlutur almennings verður hins vegar sívaxandi skattanauð, fmr til búið er að rýja verkajólk öllum kjarabótum, sem jengizt haja á und- anjörnum árum. Þeir, sem haja dreg- ið saman nokkra aura á stríðsárun- um, geta skemmt sér við að horja á þá renna út í sandinn við Glerá. Z. tíarnastúkan „Sakleysið“ heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 20. þ. m., kl. 10 fyrir hádegi. — Nýr gæzlumaður verður tekinn í stúkuna. " ‘ Til skemmtunar: Sagðar sögur, upplestur og leikur. — Fjölmennið og mætið stundvíslega. FYRIRLESTUR: „Á ég að gœta bróður míns?“ flytur Arthur Gook sunnud. kl. 5 á Sjónarhæð. Allir velkomnir. Húsnæðisekla í New York Aðalræðism. íslands í New York hef- beðið þess getið, að mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt sé að panta hótel- herbergi fyrirfram í New York, vegna hótelvandræða. Er því þýð- ingarlaust að síma aðalræðismanni eða skrifa beiðnir af þessu tæi, og er yfirleitt ekki hægt að gera neitt, fyrr en ferðafólkið er til borgarinn- ar komið, því að herbergi fást eigi leigð, fyrr en um leið og flutt er út úr þeim, eða síðari hluta dags. (Fréttatilkynning frá ríkisstjórn- inni). UNGU MENN. TAKIÐ EFTIR ! Mig vantar iðnnema í múrsmíði Þeir, sem hafa í huga að læra múrsmíði, tali við undirritaðan. Heima eftir kl. 5 síðdegis. Jón B. Jónsson múrarameistari. Eyrarveg 6, Ak. BIBLÍUR á kr. 20,00 og kr. 8,50 — og nýjatestamf.nti á kr. 11,00 — í Bókaverzl. Gnnnl. Tr. Jónssonar Skem mtiklúbbuj'inn ALLIR EITT heldur DANSLEIK að Hótel KEA laugardaginn 19. þ. m. — Þess er fastlega vænzt, að félagar fjölmenni og tryggi sér miða fyrir klúbbana. Miðarnir verða afgreiddir að Hótel KEA föstudagskvöld frá kl. 8—10. Stjórnin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.