Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 6

Íslendingur - 18.01.1946, Blaðsíða 6
6 Föstudaginn 18. janúar 1946 Stórhríðarfélag 0xnadals framleiðir hríð. Nokkrir bílstjórar frá Akureyri urðu fyrir því óhappi að festa bíla sína í ófærð og hríð á Oxnadals- heiði og Norðurárdal um mánaða- mótin nóv. og des. Fara þeir svo fram á ritvöllinn í „ísl.“ 21. des. og nefna sig „Stórhríðarfélaga". Svo er að sjá af grein þessari, að. þeir hafi stofnað Stórhríðarfélag á heiðinni, og hafi þeir haft samvinnu við náttúruöflin, þannig að þau leggja til stórhríð frá 31. nóv. til 1. des., eins og kunnugt er, en félagið bætir þetta upp í „8 daga“. Af þessu má sjá, að hér er ekkert smáfyrir- tæki á ferð. Mun ég nú fara nokkr- um orðum um ritsmíð þessa, enda er það sú minnsta viðurkenning, er þeir geta vænzt fyrir að nefna nafn mitt þar á kostnað félaga minna. IIRÍÐARGREIN þessi lýsir hetju- dáð og hrakningum þessara bílstjóra í „8 daga“ hríðinni, en aftur á móti dáðleysi og svikum þeirra hjálpar- manna, er sendir voru þeim til að- stoðar við snjómokstur o. fl. Er þetla slíkur blekkingavaðall, að þeír, er þarna voru, hljóta að undrast dirfsku höf. Er það mál sannast, að einmitt þeim sjálfum — hílstjórun- um — kom allra bezt, að alger þögn ríkti um ferð þessa. * Eftir að hríðina birti 1. des., var sæmilegasta veður á heiðum, meðan bílarnir voru fastir þar, nema hvað stormstrekkingur stóð yfir heiðina vestanverða á þriðjudagsnótt og morgun (3. des.), og fyllti þá hina mokuðu slóð — okkur til erfiðleika. En þeir hríðarherrar sváfu þá í Bakkaseli. Hjálparsveitunum, — er þeir nefna í háðungarskyni „kraft- lið“ og „setulið“, — lýsa þeir þann- ig, að það hafi lítið gert annað en þvælast fyrir og kýla vömbina. Skal nú í fám dráttum skýrt frá ferð þeirra, er hafa fengið þessar einkunnir. * Á laugardaginn 1. des. hringdi Sig. 0. Björnsson, prentsm.stj. til Karls Friðrikssonar, verkstj., og bað hann að útvega menn til snjómok'st- urs á Oxnadalsheiði, með því að hann ætti þar dýrmætan bókafarm á bíl, vestan til á heiðinni. Karl út- vegaði þegar 8 menn, er fóru á híl Lofts Einarssonar, og var Árni Frið- riksson, verkstj., fararstjóri þeirra. Samferða þeim voru 4 menn, er sendir voru frá KEA til aðstoðar 2 bílum, er KEA átti á Kotum. Krist- inn Jóhannesson, ýtustj., var bílstj. þeirra, með lítinn bíl 2ja drifa, og fóru þessir bílar ferða sinna, hvar sem var um veginn á heiðinni, eftir að búið var að moka. Tveir Skag- firðingar, er voru með vestur — sem farþegar — greiddu far sitt ótil- kvaddir, hofmannlega, með snjó- mpkstri. Þetta var hið svonefnda „kraftlið“ (sjá ísl.). Var lagt af stað kl. 6 á sunnudag (2. des.). Var byrjað að moka í Klifinu vestan Grjótár á heiðinni og komið að Kot- um síðla kvölds eftir ca. 13 tíma stöðugan mokstur. Að sögn „hríð- arfélaga“ er þetta hraði Jörundar hundadagakonungs. Vestast á heiðinni (í Skógarhlíð- inni) stóð bókabíllinn. Ekki var hann með „tvöfalda ábreiðslu“, held ur ber og brynjaður klaka, yfir- gefinn af öllum sínum, er voru Sig- urjón Rist og annar maður. Árna menn áttu von á, er þeir komu að þessum híl, að þar væri og maður fyrir. En það reyndist tálvon í orðsins fyllstu merkingu. Var því eigi um annað að ræða en halda á- fram að Kotum og sækja þá S. R., enda jiótti þeim mun betur en verr að geta orðið þeifti KEA-mönnum að liði, er með jieim höfðu mokað uin daginn. Þegar að Kotum kom, voru þar um slóðir 5 bílar frá Akureyri með tilheyrandi og að auki S. R. og fé- lagi hans af bókabílnum. Árni Frið- riksson sneri sér Jrá að S. R. og kvaðst vera kominn að sækja J)á og aðstoða við að koma bíl Jreirra til Akureyrar. Eftirfarandi votlorð sýn- ir, að Jretta var erindi Jreirra á heið- ina: Samkvœml ósk herra Arna Friðrikssonar, verkstjóra, lýsi ég liér með yfir, að hann og flokkur hans jór eingöngu á mínum vegum og á minn kostn- að, til þess að brjótast að bíl þeim, er var með bókafarm minn og festist á Oxnadalsheiði 30. nóv. síðastl. Hlulverk þessa flokks var að gera véginn greið- an að bílnum, svo að takast mœtti að koma lionum til Alc- ureyrar, eða ef það tœkist ekki, að taka bœkurnar á annan bíl. Akureyri, 30. desember 1945. Sigurður 0. Björnsson. S. R. birtir svör sín í 4 liðum í ísl., og virðast þeir ekki lausir við gigt. Lesendur íslendings geta séð, hvað S. R. og Co. er tamt að liða sundur mál sitt, en í heiðarferðinni gaf að líta hina sérstöku alúð, er þeir lögðu við að liða allt í sundur, er þeir snertu á! Eftir að Sigurj. Rist hafði neitað að fara með Árna að bíl sínum, var erindi sendimanna Sig. O. Björns- sonar lokið í Norðurárdal. Þeim koniu ekkert við bílar Jjar, ])ar sem bókabíllinn var uppi á héiði. S. R. og félagi hans gátu J)ví fengið að halda einkaréttinum, er þeir höfðu áunnið sér, — að bregðast því trausti, er til þeirra var borið. 1 2. svarlið S. R. segir: „Taldi hann (þ. e. S. R.) það glópsku að hafa ekki sent símskeyti kvöldinu áður, ef ætlazt væri til, að hann kæmi að sinni bifreið um dag- inn“ o. s. frv. S. R. var vel kunnugt um, að verið var að moka heiðina J)enna dag, og hefði því verið auðvelt fyrir þá fé- laga að „standa klárir“ að bíl sínum, er Árna menn komu þar, ef áhyrgð- artilfinningin* hefði verið í lagi. Þá telur hann, að „tvísýnt væri“, hvort hifr. færi í gang, fyrst ekki hefði komið rafgeymir. En var nú ekki reynandi að tefla á tvísýni með slíkt, þegar um var að ræða bifr., er var í hans umsjá, með ca. 100.000 króna virði á pallinum? Nei, þessi herra þurfti að fá sím- skeyli með nægum fyrirvara, ef hann ætti að líta við bíl þeim, er hann hafði áður hlaupið frá á heiðinni! Þegar þeir S. R. lögðu af stað með bókabílinn frá Akureyri 30. nóv. og öttu bílnum móti hríðinni, unz hann drap á sér, sneru þeir ekki við í Bakkaseli, heldur æddu þeir móti hríðinni óg eltu uppi alla bíla, er þeir fundu á Norðurárdal, til að rexa í þeim, sér og öðrum til skaða og óvirðingar. * ÍSLENDINGUR Meðan ær eru að hera, hættir þeim ósjaldan við að ásælast lömb frá öðrum, en er þær hafa fætt sín lömb, þykir þeim jafnvænt um hvoru tveggja — sín eigin og hin miður- fengnu. — Framkoma S. R. ‘sanríaði, að hann hafði orðið altekinn af ó- koslum þessa lögmáls sauðkindar- innar, en var ómóttækilegur fyrir kostum þess. * Ef S. R. gefur út bók unr þessa frægðarför sína og liðar hana sund- ur, væri betur, ef honum lánaðist sú framför, að samræma efni við fyrirsögn, t. d. væri vel af stað farið ])annig: 1) . 111 var þín fyrsta ganga. 2) . Ilinn ótrúi J)jónn. Vel gæti svo farið, að einhver yrði til ])ess með penna sínum að koma slíkri riddarasögu á framfæri á þann hátt, að fólk langaði til að lesa hana. Um pöntun þeirra félaga er það vitað, að á laugardag kl. 11 e. h. komu skeyli um að senda til Oxna- dals rafgeymi, gaslampa, föt o. fl. smádót, er ekki var hægt að senda með snjókörlunum, er fóru kl. 6 að morgni. Ekki er enn upplýst, hver hefir móttekið pöntun þeirra á „jarð- ýtu og lil vara G. M. C. híl með spili.“ Aðeins KEA og umboðsmenn Vegagerðar ríkisins hafa ráð á jarð- ýtum hér, en hvorugur aðilinn vissi um pöntun þessa. Akureyrarbær má hrósa happi, að hann var ekki fluttur með tilheyr- andi í hina iðulausu gjörningahríð á Öxnadal. En ég lield, að rikið ætli að doka við með að breikka brýr sínar fyrir J)á félaga og athuga, hvort þeir þoli ekki að leifa af oflæti og illgirni sinni, svo að þeir kpmist ó- hindrað urn vegi og brýr landsins, enda mun þeim henta bezt hér eftir að renna þögulir í sporaslóð ann- arra. * Svo var að sjá ])arna á Kolum, að Sigurjóni Rist kæmi allt annað við en sín eigin hifreið. Virtist hann vera ])ar öllu ráðandi með heiman- búnaðinn, er þeir lögðu af stað. Fundir voru haldnir á annarri hverri þúfu. Ráð voru fundin, og ráðum voru ráðin vélráð,. og er það mála sannast'; að bílstjórunum var nauð- syn á að losna vío Sigurjón Rist. En örlög voru þeirn ráðin, og varð eigi að gert. Víst var einnig, að bílunum var bezt að vera, þar sem þeir voru koinnir, unz þeir fengju aðgerð. Virtist því eigi óráð, að þeir gistu á Kotum þá nótt og fengju svo á móti sér hjálp frá Bakkaseli að morgni. Bílarnir voru í svo megnu ólagi, að ógerningur var að leggja með ])á á heiðina í J)ví færi. Einn þeirra hafðist aldrei í gang þá nótl. Annar var dreginn frá Ytri-Kotum inn fyrir Valagilsá. Fór hann þar í gang, en brotnaði nokkru innar. Þriðji bíllinn drap á sér við erfiða vinnslu. Var því augljóst, að þessurn mönnum var ekki hægt að hjálpa, })eir urðu að stangast við staðreynd- ir. Árna menn óku þá frá þeim, en J)á bilaði Viftureim hjá þeim, en það virðist hafa glatt hríðarhöf. svo mjög. Töf varð því, meðan gert var að. Var splæst saman kaðalreim og keyrt við hana eftir það. Fengin var að vísu viftureim úr einu líkinu, en hún reyndist ekki nothæf í þeirra út- haldi. Hríðarfél. héldu nú áfram starfi sínu, drógu þá bíla, er eigi gengu, og brutu þá, er áður höfðu hangið saman. Kristinn og þeir KEA menn höfðu strax snúið sér til KEA bílanna, og var augljóst, að þeir skildu betur en S. R., hvar Jreim bar að vera. Nú sáu })eir loks, að hér var á ferð- inni fordæmd draugalest, senr bézt var að vera sem lengst frá. Lét ])á Kristinn hrúnir síga og stýrði með ])j ósti híl sínum inn á heiðina. Stórhríðarfél. hafa eftir Árna, að hann hafi sagt, að „leitt væri að skilja við ])á.“ Rétt er, að menn vildú hjálpa ])eim í því, er væri á viti hyggt. En leserídur geta hyggt á, jið engum vöknaði um augu við skilnaðinn. Hins vegar er .grátlega hrífandi lýsing þeirra hílbrotsmanna á ástandi þeirra eftir skilnaðinn. Sex einmana menn á ferð! ........... á nýmokuðum vegi milli hæja! „Yfir- gefnir af hjálparsveitum, sem útskúf- aðir úr mannheimi og undir stjörnuberum himni“ í þokkahót! ...... Og ofan á allt ])etta: hang- andi sem flugur utan á einum vöru- lríl, sem ekki var hægt að mölva. En hót var á, að þar voru á ferð hríðar- höfundar vorra tíma. — Nýslegnir tízkuriddarar' með 8 daga stórhríð í kollunum! * Kl. 7þ4að morgni komu snjókarl- arnir í Bakkasel. „Kraftliðið“ hafði haft með sér nógan mat í þennan leiðangur og keypti sér aðeins kaffi þar. Var þá 25V2 .tími frá því lagt var af stáð frá Akureyri. Bókahíll- inn var sóttur þessa nótt af eiganda, og var því lokið leiðangri manna Sig. O. Björnssonar. Hélt því bíll Lofts áfram til Akureyrar. 4 menn urðu þó eflir með Kristni og KEA- mönnunum þremur. En von var á fleiri mönnum frá KEA þennan dag, og her hríðargreinin með sér, að þeir komu! Þessir 7 menn auk bílstj. fóru um hádegi upp á hoiði aflur og mætlu þá bílbrotsmönnum kóf- ríðandi á einum híl hjá Grjótá. Hinir hílarnir voru bilaðir, 3 á Norðurár- dal og einn á heiðinni. Þessi dagur og næsti er sá tími, er aðallega var starfað við að gera við bílana og koma þeim áleiðis. Um þelta tíma- bil segja hríðarfél.: „Segir nú fátt af „setuliðinu“. Það kom hifreið úr Reiðgilsbrekkunni, og daginn eftir (þriðjud. 4. des.) mokaði það með kristilegri „ró“ og ])okaði bifreiðunum úr Norður- árdalnum inn í Skógarhliðina . . . .“ Við þetla má bæla: Meðan þetta ' gerðist (þ. e. U/2 sólarhringur), voru þeir hríðarfél. að „hrekjast“ í rúmunum í Bakkaseli. — Þá segja þeir, að meimirnir hafi lagt af stað, er „bifreið Halls hrotnaði." Þetta er ekki rétt. Eftir það yar mokað í 4 klst., og menn lögðu ekki af stað þá vegna „hungurs og þreytu, kulda og vosbúðar“, heldur af því, að búið var að moka það, er þurfti, og nógu margir voru eftir með bílunum. Þá gerðu þeir ráð fyrir, að menn hafi „mokað með kristilegri ró“. Eg hefi ekki, fyrr séð tilraun gerða til að nota þau orð sem niðrandi um- mæli. Enn hefir eigi orðið vart kristilegra hræringa með KEA, enda er það verzlunarfyrirtæki. Má því lelja að ólíkindum, að fél. hafi sent menn sína á Öxnadalsheiði til bæna- iðkana. En þó mátti sjá þess ljósan vott, að menn höfðu að veganesli svo mikið af „krislilegri ró“, er nægði þeim til að vinna þau verk svikalaust, er þeim voru falin. Hins vegar væri ckki óhugsandi, að hin „kristilega ró“ hafi drepið að dyrum hjá þeim hríðarfél. í Bakkaseli þenna dag, þó að þeir yrðu þess eigi varir, og hafi hún því átt óhægt um inngöngu. Þá segir svo um sendimann KEA, er þeir komu í Bakkasel: „.......... og lögðust á vistir hónda sem engi- sprettur á akur.“ Nýtízkulýsing á gestum, er kaupa greiða á hótelum! Vera má, að hr.fél. hafi þegið greiða að gjöf, en vel var þeim kunnugt, að KEA greiddi allt fyrir sína menn í Bakka- seli, og voru veitendur þeirra þar. Hér er gerð tilraun til að óvirða KEA með því, að starfsmenn þeirra hafi komið fram sem sníkjudýr í Bakkaseli, og er það undarlegt vegna þess, að í endi greinarinnar í Isl. gætir nokkurra flaðuryrða til KEA og er óljóst, hver þéssara „faklora“ á að vera hinn ríkjandi í garð kaupfélagsins. Aftur á móti má sjá viðleitni hjá þeim fél. til að gera þeim eigi til skammar, er þeir þágu mat og hús af á „hrakningi“ sínum. Þó tekst þeim það eigi með öllu. Finnst ekki les. Isl. t. d„ að þröngt muni í húi hjá þeim Kotabændum, ef þurft hefir að skipta þeim fél. niður á báða bæina eina nótt, svo að bændurnir yrðu ekki „étnir út á gaddinn?“ Ennfremur farast hr.f. svo orð um sendilið KEA: „En hvar bílarnir voru, lá þeim ekki þungt á hjarta, heldur að fá eitthvað að éta“. Þessi augljósa rætni í garð mannanna er undraverð. Hver getur sannað, hvað mennirnir hugs- uðu? Lesendur hljóta að álykla, að ill- girnin hafi legið heldur þungt á hjarta hríðarhetj anna, er þeir misstu þessa ályktun sína í blöðin. Stórhr.fél. tala'mörg orð um slæm- an úthúnað hjálparliðsins. Má vera, að ])að hafi æigi verið sem skyldi, því að surnir fóru að heiman í flýti. En |)arna var enginn voði á ferð. Lilli KEA-bíllinn gat á lítilli stund rennt til bæja, ef eitthvað kom fyrir. Bílslj. gátu skriðið inn í híla sína og vermt sig, ef þeim var kalt. Full- yrða má, að frost var ekki svo mikið þá nótt, er þeir hríðarfél. voru á heiðinni, að nokkur fullhraustur maður þyrfti að láta sig kala. Sé hætt við því, reyna menn oft að bera fyrir sig fætur, en þegar við mætlum þeim hjá Grjótá, húktu þeir allir á þessum eina bíl, sem heill var, og létu „veðráttu lands síns“ — er þeir þykjast þekkja svo vel — vinna sitt verk án þess að veita við- nám. . Ekki varð þess vart, að neinn úr sendiliðinu kveinkaði sér af kulda. Engan „kól“. Enginn „hneig“ niður. Að þessu athuguðu virðist rétt fyrir hríðarfél. að byrja vakningu um betri uthúnað innhyrðis, og eigi sízt vegna þess, að meðal þeirra eru full- orðnir menn „óharðnaðir.“ Sumir eru þannig gerðir, að þeir geta naumast sprett buxnastreng sínurn, nema viðhafa upphrópanir og hægslagang og eru menn að minni í hvert sinn, en þeir tylla sér á tá við alfaraleið. Slíkir menn ættu að ganga í Stórhríðarfélagið! * Ritsljórar ísl. eru svo hugulsamir við Iesendur að setja „Mylsnu" sína rétt við afturenda greinar þeirra fé- laga. M. a. stendur þar: „Að vera heimskur, eigingjarn og heilsugóður eru þeir eiginleikar, sem eru nauðsynlegir, ef menn eiga að vera hamingj usamir. Ef hinn fyrsta þessara eiginleika vantar, þá nægir það eitl til þess að alll glatast.“ Ritstjóri stórhríðarfélagsins má vera rólegur. Hann hefir öðlazt þessa tegund hamingju í svo ríkum mæli, að hún verður ekki frá honum tekin. Eiríkur Einarsson. Viðskiptabann á Gyðinga Arababandalagið heíir sett við- skiplahann á Gyðinga í Palestínu, og eru meðlimir þess hætlir að kaupa nokkuð af þeim vörum, sem Gyð- ingar þar framleiða.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.