Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 1
% LISTI SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Á AKUREYRI ER D - listi 4***&&&&$$& ■ -^vvfrír^, ftaeH - XXXII. árg. Miðvikudaginn 23. janúar 1946 4. tölublað R æda a Svafars Guðmundssonar borgarafundinum s.). mánúdag Btejarbúar! Ég býst við, að sú spurning sé efst í huga ykkar, sem hingað cru komin, er þið sjáið mig hér í ræðu- slólnum: Hvað vill þessi maður í hæjarstjórn, á liann þangað nokkuð erindi? Þessi spurning er ekki einasta réttmæt, heldur er hún »vo sjálfsögð, að hana hlýtur hver hugsandi kjósandi ‘>ð leggja fyrir sig, áður en hann gengur að kjörborð- inu. í.v mun því J þeím stutta tíma, sem mér er ætlaður i umræðum þessum, leitast við að gera grein fyrir, hvað veldur því, að ég hef léð máls á því að nafn niitt væri sett á fram.hoðslista. I rúm 10 ár hefi ég haft búsetu í bænum að þessu sinni, og allan þennan tíma hefir mér.virz! þróunin í atvinnulífi hæjarins vera hin óheillavænlegasta. Fyrir ^tríðið var hér viðvarandi atvinnuleysi, að heita mátti id’an ársins hring. í kjölfar atvinnuleysisins fylgdu allir hinir óheillavænlegu fylgikvillar, fátækt, fram- laksleysi og skattanauð, sein tók út yfir allan þjófa- hálk. Fram úr þessu greiddist, er setuliðsvinnan hófst, onda hvarf þá fátækraframfærið sem verulegur gjalda- liður úr reikningum bæjarsþ3ðs, og hagur almennings )>atnaði. Nú er styrjöldinni lokið, og með henni er hurtu fallinn þessi óvenjulegi atvinnurekstur hæjar- *'úa, sem nefndur var Bretavinna, enda sækir nú óð- »m í gamla horfið. Ég hygg, að atvinnuleysi og örbirgð séu ekki á stefnuskrá neins flokks. Liggur því sú spurning fyrir, l’.vcrnig á að fyrirbyggja þessa vágesti? Hvernig á að hyggja upp atvinnulíf bæjarins, svo að allir eigi kost á atvinnu við arðbær störf? Þörf er nýsköpunar, það er hverju barni augljóst. 'Fi amleiðslutækjunum hefir fækkað á styrjaldarárun- >m, skipastóll bæjarins stórlega gengið saman, og lítið örlar á nokkrum gróanda í atvinnulífinu, nema helzt blillega í iðnaðinum. Úr þessu ófremdarástandi virðist mér tvær leiðir færar. Leið socialista, sú, að bærinn hefji stórfelldan ■Úvinnurekstur, útgerð, verzlun, landbúnað og starf- t'ækslu iðnfyrirtækja. Hin er leið Sjálfstæðismanna, að bærinn styðji og hvetji einstaklingana til athafna og framtaks. Vera má, að afturhaldsklíka sú, sem hér í bænum ^'ennir sig við „Framsókn“, vilji segjæ, að til sé þriðja É'iðin, sú, að KEA taki við rekstri bæjarins. Þetta er Vð „samvfnnunnar“, eins og þeir svo kalla. . Þessa leið kalla ég hins vegar „ófæru“, henni hafa ^jarbúar nægilega kynnzt. Hún liggur um lokaðar 'Éipasmíðastöðvar, óstarfrækt hraðfrystihús, en at- 'áinuáhlaup fyrir hverjar kosningar. Það eitt, að leyfa að loka hraðfrystihúsinu, sem þeir sennilega hafa cengið styrk frá ríkinu til að byggja,* fyrir sjómönnum öðru hverju öll stríðsárin og oft svo mánuðum skiptir, er ósvífni, sem naumast mun eiga sína hliðstæðu. Arangurinn af þessu tiltæki hefir orðið sá, að smá- bátaútvegur héðan úr bænum getur naumast skoðazt Þngur annað en ígripavinna. Síðustu 14 daga hafa þessir herrar hins vegar keypt fisk af smábátum á 50 aura kílóið, en selt liann sveitamönnum á eina krónu, að því er sagt er. Meðal sjómanna er þessi nýsköpun falin kosningafyrirbrigði, sem sennilega gefi fremur fá prósent á kjördegi. Hugur kaupfélagsklíkunnar kom vel fram, er þeir a lluðu að neyða Kaupfélag Svalbarðseyrar lil að svíkja gerða samninga um frystingu á smásíld bæjar- búa síðastliðið vor. Þetta tiltæki tókst þó aðeins að nokkru, en mistökin í þeim efnum munu þessir fékæru menn hafa reynt að bæta sér, með því að bafa 5 krón- ur á tunnu af frystigjaldinu af meðeigendum sínum að Svalbarðseyrarfrystihúsinu. „Bærinn okkar“ kalla þessir oflátungar Akureyrar- bæ í síðasta Degi, og Vilhjálmur Þór sagði á fundi í þessu húsi: „Gangið um bæinn, og sjáið, hvað ég hefi gert“. Þeir finna óneitanlega til sín kaupfélagsherr- arnir, en það get ég sagt þeim með vissu, að bæjarbú- ar munu aldrei sætta sig við að afhenda sveitafólki því, sem fer með meirihlutavald KEA, forustu í at- vinnumálum bæjarins, jafnvel þótt fólk þetta sé að mörgu leyti velviljað og megi margt gott um það segja. Kaupfélagsklíkunni treysta bæjarbúar hins vegar ekki, þar sem sú reynsla, sem af henni er fengin, bendir hvorki á vilja né getu til að stjórna þessum bæ, svo að vel fari. Þessi svokallaða leið samvinnunnar í atvinnumál- um bæjarins er því hrein ófæra, sem gæti aldrei orðið annað en víxlspor inn á braut socialismans, ef reynd væri. Því af tvennu illu mundu bæjarbúar frekar kjósa opinberan rekstur, sem þeir gætu þó haft nokkur áhrif á,, en hálf-opinberan kaupfélagsrekstur, sem háður væri duttlungum forsprakkanna og áhrifum óviðkom- andi Sveitabænda. « * Um leið okkar, sem Sjálfstæðislistann skipum, hef ég það að segja, að hún verður því aðeins greið, að búið sé svo að einstaklingsframtakinu, að það sjái sig ekki tiineytt að flýja bæinn, eins og verið hefir á und- anförnum árum. Það verður ekki við það búið, að út- vegsmenn verði að flýja með rekstur sinn inn í Kaup- ang, út í Hrísey eða austur á Mjóafjörð. Heldur ekki, að völundar, eins og Gunnlaugur’ Jónsson, þurfi að ílýja bæinn og flytja til Reykjavíkur með rekstur sinn. Þessari þróun verður hins vegar ekki breytt, nema bæjarsjóður fái verulegar tekjur af starfrækslu KEA. * Jakob Frímannsson neitaði á íundinum, félagið hefði fengið ríkisityrk til þessara framkvæmda. Meðan kaupfélögin eru á þroskaskeiði, skipta útsvars- greiðslur þeirra litlu máli, en þegar komið er eins og bér á Akureyri, að Kaupfélagið er farið að gleypa heilar atvinnugreinar og leggja alla starfrækslu ein- staklinganna í einelti, getur bæjarfélagið ekki veitt þeim lengur skattfrelsi né önnur fríðindi á kostnað almennings, sem ekki er lengur aflögufær. Veiti bæjarbúar mér umboð til setu í bæjarstjórn- mni, mun ég telja það mitt aðalverkefni, að fá því til leiðar komið, að starfræksla KEA standi undir byrð- u.n bæjavfélagsins að sínum hluta eftir sömu reglum cg önnur atvinnufyrirtæki í bænum. Fengist þessu til leiðar komið, standa vonir til, að einstaklingsframtak- ið verði umsvifameira en verið hefir nú um skeið og kunnáttumenn og fi’amtakssamir einstaklingar legðu hönd á plóginn og léttu af bæjarfélaginu þeim mikla %vanda, að standa í áhættumiklum atvinnurekstri, sem iæjarstjórn hefir hvorki þekkingu né aðstöðu til að veita forstöðu, svo að vel fari. Færi svo, að vonir mínar um vilja og getu einstakl- inganna til að sjá atvinnulífi bæjarins borgið, brygð- ust, þá mun ég ekki liika við að beita mér fyrir öfl- ugum aðgerðum af hálfu ríkis og bæjar til úrbóta. Um þau mál tel ég óhjákvæmilegt að hafa samráð við rík- ísstjórnina, svo að aðgerðir bæjarins falli innan þess ramma, sem nýsköpuninni í landinu er settur. Þó ég telji þýðingarmest að skapa hér grundvöll að heilbrigðri fjárhags- og atvinnuþróun, þá vil ég einnig beita mér fyrir nokkrum framfaramálum. Vissulega er ekkert tilefni til stórra loforða, því að fráfarandi bæjarstjórn hefir talið sér nauðsyn að hækka útsvörin um kr. 835.000.00, svo að ég býst við, að margir fái nóg af framförunum, þegar þeir sjá út- ‘•'varsseðilinn sinn næsta vor. Eigi að síður verðum \ið að „ganga til góðs götuna fram eftir veg,“ því að í Læ, þar sem sinnuleysi og kyrrstaða er ríkjandi, er hnignunin á næsta leiti. Því vil ég segja þetta við unga fólkið í bænum: Þegar ég var á ykkar aldri, var það aðalskemmtun tmga fólksins í Reykjavík og raunar margra fullorð- inna, að fara út á völl, sem kallað var, og horfa á útiíþróttir og kappleiki. Þetta var holl og góð skemmt- uu, þó að stundum yrðu ærsl og æsingar á kappleikj- um Það, sem ykkur vantar mest, að mínum dómi, er gcður leikv’angur eða íþróttasvæði. Ég vil beita mér íyiir því, að úr þessu verði bætt hið bráðasta, slíkt kostai ekkert stórfé, og þið munduð ef til vill hjálpa til með sjálfboðavinnu eða á annan hátt. Eg vil veita íþróttafélögum bæjarins nokkurn fjár- styrk, svo að þau geti rekið starfsemi sína með mynd- arskap. Eg vil stuðla að því, að sett verði upp ljósastæði é þtim stöðum, sem íþróttamenn telja bezt fallna til skautaferða. Við húsmæður bæjarins segi ég: Aðalfæða heimilanna, fiskurinn, er oft torfenginn og jafnvel ófáanlegur svo dögum skiptir. Ég vil beita mér fyrir því, að betra skipulagi verði komið á sölu og dreifingu þessarar nauðsynjavöru, svo að tryggt Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.