Íslendingur


Íslendingur - 26.01.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.01.1946, Blaðsíða 2
3 f ÍSLENDINGUR taugaríaginn 26. janúar 1946 Síðasta orðið Með þessu blaði íslendings lýkur kosningabaráttu D-listans. í nálega 4 mánuði, hef ég átt í ritdeilum við andstæðingana til hægri og vinstri. Því vil ég ljúka baráttunni með nokkrum orðum til samstarfsmanna minna og kjósenda Sjálfstæðisflokksins í bænum. Þetta hefir verið hörð barátta, en árangursrík. I byrjun hélt kaupfélagsklíkan, að ókvæðis- orð, brigzlyrði og málaferli mundi nægja til að fá mig til að leggja pennann til hliðar. Þessar vonir hafa brugðizt, sókninni hefir verið haldið áfram, og á- rangurinu gátuð þið sjálfir séð á borgarafundinum sl. mánudag. Þai stóðu kaupfélagsforsprakk- arnir fylgislausir, ráðalausir og málefnalausir. I stað þess að ræða við ykkur um bæjarmálin, létu þeir rigna skömmum yfir þjóðþrifarfyrirtæki, eins og Eiin- skipafélag íslands. Með fuilar hendur fjár og digra sjóði hafa þessir aumingja menn lent í and- legu gjaldþroti, sem ekki pen- ingar, lieldur aðeins iðrun og yfirbót fá bætt. Þeir hefðu því átt að ávarpa ykkur með hinum frægu orðum Lúthers: Hér stend ég, ég get ekki annað, Guð hjálpi mér, Amen.“ Eg vil þakka ráð og stuðning vina minna, og ekki sízt vil ég þakka mörgu alþýðufólki, sem gefið hefir mér þýðingarmiklar upplýsingar um margt, sem af- laga hefir farið í bæjarfélaginu. Eg veit, að ykkur er daglega sagt, að ég sé nazisti og Degi er það sérstakt áhugamál, að þið trúið því, að ég sé nazisti í þeirri inerkingu, sem blaðið leggur í það orð, með öðrum ofðum, að ég sé þjófur, morðingi, ofbeld- ismaður og svikari. Eg ætla ekki að fara að bera þessar sakir af mér, ég hef umgengizt ykkur flest svo árum skiptir, svo að ég veit, að þið og bæjarbúar yfir- leitt, eru einfærir um að dæma, hvort orðið hafi vart þessara ó- dyggða í fari mínu. Eg veit, að andstæðingarnir fullyrða, að ég ætli að svíkja þá stefnu, sem ég hélt fram á Borg- arafundinum og færa það máli sínu til stuðnings, að „íhaids- flokkur" geti ekki haft þá stefnu skrá. Eg hef íhugað hvern lið í ræðu þeirri, sem ég flutti á fund- inum og birt er orðrétt í síðasta blaði íslendings, og fæ ég ekki séð, að þar sé nokkurt orð, sem ég ekki get staðið við með góðri samvizku. Enda hafa Sjálfstæðis menn í Reykjavík framkvæmt svipaða stefnuskrá í flestum greinum á undanförnum árum. Hér er því hvorki um skrum að ræða, né brot á stefnu Sjálfstæð- isflokksins, og ég er ráðinn í að haga störfum mínum í bæjar- stjórn, ef ég fæ þar sæti, í fullu samræmi við gefin loforð. Andstæðingarnir vilja, að Sjálfstæðisflokkurinn sé „íhalds flokkur“, þeir um það. Varla geta þeir þó tekið ráðin af kjós- endum og forráðamönnum flokksins, en þessir aðiljar vilja, að Sjálfstæðisflokkuiinn sé frjálslyndásti flokkurinn í landinu, og það er Sjálfstæðis- flokkurinn nú, enda hefir hann alla forustu um nýsköpun at- vinnulífsins og framfarir í þjóð- félaginu. Sjálfstæðisflokkurinn vill vera og á að vera vígi frelsisins, enda þekkjast þar ekki Fram- sóknar-„handjárnin“ illræmdu. Þar er engin dauðasynd, þó að allir hugsa ekk*i nákvæmlega- eins, fyrir þær sakir verður eng- inn rekinn úr Sjálfstæðisflokkn- um. Andstæðingar lmeykslast á því, að við Indriði, Helgi og Jón Sólnes skulum ekki vera allir steyptir í sama mótinu, eins og 4 ríkisdalir, um það geta þeir sakast við Skaparann. Við erum aðeins fjórir einstaklingar, ólikir að útliti og ólíkir í hugsun, en með góðan vilja til að vinna sam an að farsæld bæjarfélagsins, og það vænti ég, að okkur takist. Það er því ekki neinn tvísöngur, þó að ekki hrjóti alltaf sama orð ið úr munni okkar allra, en hljómi orð okkar sem söngur í eyfum andstæðinganna, sem ég tel mjög ólíklegt, livað sjálfan mig snertir, því að ég er lítill söngmaður, þá væri hér senni- lega frekar um kvarett að ræða. Ykkur mun leika hugur á að vifa, hver úrslitin verða á sunnu- daginn kemur. Eftir þeim upp- lýsingum, sem við höfum í hönd- um, er fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið og yaxandi, og líkur standa til, að sigur flokksins í þessum kosningum verði mikill, en eins og ég hef áður sagt, er baráttan hörð og því verða allir að gera sitt ýtrasta, svo að sigur- inn verði sem mestur. Oflugustu andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins hér í bænum við þessar kosningar, er flokkur Sósialista. Því fer fjarri, að ég líti á þessa menn, sem einhvers- konar landráðamenn, en þeir eru haldnir blindri oftrú á stjórn arfarið í Rússlandi og finnst, að við eigum að haga okkur eftir því í öllum greinum. Rússar eru okkur ólíkir í flestu. Veldi þeirra nær yfir tvær heimsálfur, og þeir geta hagað sínum þjóðarbúskap, eins og þeir telja sér henta, án tillits til annarra. Við erum smáþjóð, sem þurfum flest að sækja til ann- arra og verðum því að haga okk- ar þjóðarbúskap svo, að vinsam- leg samskipti geti haldizt við nágrannaþjóðirnar, að öðrum kosti er glötunin vís. Okkur hent ar því bezt það stjórnarskipulag og þeir framlelðsluhættir, sem ríkjandi eru hjá nágrannalönd- um okkar, Bretlandi og á Norð- urlöndum. Auk þessa tel ég stjórnarfar Rússa í fáu til fyrir- myndar. Eitt getum við þó af Sosialist- um lært, og það er fórnfúst starf fyrir flokk sinn og liugsjónir. Þennan eiginleika þurfa Sjálf- stæðismeRn að tileinka sér í sem ríkustum' mæli, enda ætti Sú kyjislóð, sem nú er af létt- asta skeiði, hefir sennilega lifað mestu umbrotatima, sem verald- arsagan getur um, og kastar þó tólfunum hin allra síðustu ár — styrjaldarárin — og svo virðist, sem enn um stund megi vænta tíma mikilla viðburða á sviði alþjóða-mála, sem og með ein- Stökum þjóðurn. ;— Er það ekki tiltökumál, öllu fremur lieyrir það reglunni til, að allmikið rót kemur á hugi manna á slík- um tímum, enda er þá oft skammt öfganna á milli og dóm- greindinni hætt. — Alla jafna eru þetta hinir meslu veltitímar öfgaöflum þjóðfélagsins, og verð ur meðal annars að skrifa stund arfyrirbæri, eins og viðgang konunúnista í svipinn, á þenna reikning. Er því ekki að undra, að einmitt nú, í yfirstandandi kosningabaráttn er áróðurinn, ef til vill ennþá liarðvítugri og tækifærissinnaðri en holt hefði þótt að viðhafa á venjulegum tímum. ★ Alþýðuflokkurinn hér í bæ hefir nú endurskipulagt sitl her- foringjaráð, eftir að þrautreynd er forusta þeirra Friðjónssona, sem verið hefir flokki þeirra ærið giftusnauð á seinni árum, enda hefir 'þeim borizt hvalreki, í mynd hins nýja bæjarfógeta, sem er heldur ekkert óliræsi, „viður- kenndur jafnvel af svæsnustu stjórnmálaandstæðingum, sem einn hinn róttækasti og dugmesli maður á sviði raunhæfrar ný- sköpunar í atvinnumálum“ segir Alþýðumaðurinn. Bæjarfógetinn er vafalaust drengur góður og dugandi embættismaður, en hon- am er ekki klígjugjarnt, ef hann kingity þessu viðstöðulaust. Al- þýðumaðurinn gefur kjósendum mörg heilræði um þessar mund- ir. Meðal annars beri möijnum, sem um bæjarmál hugsa, að líta til þeirra bæja hér á landi, þar sem Alþýðuflokksmenn stjórna, þ. e. Hafnarfjarðar og ísafjarð- ar. Og sjá! Þar gerast mikil undur, sem hverju bæjarfélagi megi vera keppikefli. Alþýðu- maðurinn hefði betur látið ógert -— flokksmanna sinna vegna — að rifja upp afrek sinna manna öllum að vera ljúft að leggja krafta sína fram í baráttu fyrir frelsi og framförum. Ég veit, að annir dagsins kalla og þeim þarf að sinna, en ég veit líka, að á morgun leggja allir hönd á plóg- inn, og þá er'sigur Sjálfstæðis- flokksins vís. Sv. G. x við D-listann! á stjórn þessara hæja, því að ]iað er kunnara en frá þurfi að segja, að ekkert minna en heims- ófriður gat bjargað þeim Trá gjaldþroti. Það er því forsjónin, sem veldur því, hvernig þar hef- ir skipazt málum, en ekki for- sjá Alþýðuflokksmanná. ★ r UtgerðarmálaráðunauturVerka mannsins hefir áætlunina til- búna. Bærinn á að gera út að minnsta kosti tvo nýja togara og þrjú vélskip. — Stórhugur og framtakssemi eru lofsverðir eig- inleikar, sér í lagi þó, ef ekki er eingöngu hugsað og fram- kvæmt á kostnað annarra. ' Ef atvinnu- og fjárhagsmálum bæj- arins væri borgið með ,sl íkum „plönum“, væri málið einfalt, en sjálfsagt verður fleirum en, mér á að draga slíkt í efa. Það er sjálfsagt gert ráð fyrir, þó að ég hafi ekki séð frá því greint, hvar eigi að taka milljónirnar. Við Akureyringar höfum að mestu farið varhluta af 'stríðs- gróðanum, utan nins lögvernd- aða auðhrings KEA, svo að sjóð- ir manna hér eru ekki tiltakan- lega þungir, og enn hefir ríkis- stjórnin ekki kveðið upp úr með, hvers stuðnings eða hvaða kjara sé að vænta til kaupanna, og mun þó mörgum þykja það eitt höfuðatriði þessa máls. Þá er á það að líta, að sterkar líkur benda til þess, að sjávarútveg- urinn hafi þegar lifað sitt gullna tímabil, og væri ekki ómögulegt, að kommúríistar gætu fengið um það bendingar frá, að minnsta kosti, öðrum ráðherra sinna í núverandi ríkisstjórn, sem mun hafa einhverja kunnugleika á þeim málum, og er mér ekki grunlaust um, að þersónuleg reynsla hans gæti gefið fyrir- heit um nýstárleg ævintýri á sviði úlgerðarmála þessa bæjar, þegar þar að kemur. ★ En hvað á þá að gera bæjarfé- laginu til aukins velferðar og þroska, mun spurt. — Akureyri hefir fram á þennan dag haldið hlut sínum í landi hér með verzl- un og iðnað sem aðal-atvinnu- greinar, og svo gæti enn orðið. — Við liöfum að vísu að mestu farið á mis við gull hinna stríð-’ andi þjóða, sennilega einmitt fyi'ir það, að hér er Htið um út- gerð, en ennþá er ekki séð fyrir endann á, hvað haldbetra reyn- ist, þegar til lengdar lætur. Með þessu er engan veginn átt við, að við eigum alveg að eftirláta öðrum bæjarfélögum útgerðina. Þvert á móti. Við eigum að kosta kapps um að auka hana á heil- brigðum grundveTli, t. d. með því að efla hér allan þann iðnað, sem verða mætti litgerðinni til framdráttar, svo sem dráttar- brautir, vélsmiðjur, skiþasmíð- ar, hraðfrystihús o. fl., og búa að öðru leyti vel að þeim mönn- um, sem vilja leggja fé sitt í útgerð. — Til þess höfum við mörg og góð skilyrði, sem nægja mundu til þess að skapa Akur- eyri þann sess í landi voru, sem henni ber, og fleyta bænum fram lil aukihs fjárhagslegs og menn- ingarlegs þroska. * * # Kjósið D-listann! Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands býður einum nemanda úr Akureyrarbæ frí-pláss við tóskaparskólann á Sval- barði. Upplýsingar gefur Halldóra Bjamadóttir Sími 488. .Alúðar þakkir til allra fjær og nær er auðsýndu hluttekningu við andlát og útför systur okkar KRISTJÖNU PÉTURSDÓTTUR Sólveig Pétursdóttir, Hólmfríður Pétursdóttir, Þórleif Pétursdóttir Norland, Jón Gauti Pétursson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Sigurbjörns Friðrikssonar. Eiginkona og börn. Meðal annarra orða

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.