Íslendingur


Íslendingur - 26.01.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 26.01.1946, Blaðsíða 3
Laugardaginn 26. janúar 1940 ÍSLENDINGUR S ÍSLENDINGUR ÁbyrgSarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgefandi: Blaðaútgáfufél. Akureyrar. Skrifatofa Hafnarstr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson, Lœkjargötu 3 Pósthólf 118. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Um togara' kaopin Lygar Framsóknar- blaðanna Blaðið Tíminn hefir flutt þá sögu af lokuðum jundi í Alþingi, 'að Gísli Jófisson, alþingisinao- ur, sem var einn af sendimönn- urn ríkisstjórnarinnar til togara- kaupanna, hafi sagt í ræðu, „að stjórnin hefði keypt togarana fyrir helmingi hærra verð en brezkir útgerðarmenn töldli rétt að gefa fyrir þá.“ — Smjattar Dagur síðan með sýnilegri vel- þóknun á þessum söguburði, er hann telur sanna, að bindi Ak- ureyringum 1,5 millj. kr. skitlda- bagga að óþörfu — en sem orð- ið hefðu 3 milljónir, ef ráðizt liefði verið í kaup á tveim togur- um. Telur blaðið kaupin því hin óskaplegustu. Það liefir jafnan þólt hin mesta ósvmna að birta fregnir af „lokuðum þingfundinn‘, en þegar þar við bætist, að sögu- burðurinn er uppspuni og blekk- ingar, er lengra gengið í ósóm- anum en sennilega hefir nokkru sinni áður þekkzt x íslenzkri blaðamennsku, þó að oft hafi hún flekkótt verið. — Það, sem blöð þessi bera Gísla Jónsson fyrir, og leggja síðan út af til ófrægingar togarakaupunum og þeim er að þeim hafa staðið, — hefir þingmaðurinn aldrei sagt. Til þess að hrekja þennan sögu burð og ófrægingar Framsóknar blaðanna hefir Gísli Jónsson skrifað ýtarlega grein í Morgun- blaðið. — Eftir að hafa gert skilmerkilega grein fyrir að- dragahda að undirbúningi tog- arakaupanna, kemst Gísli m. a. svo að orði: „Það var ljóst, að tilboðin brezku í 170 íeta togara, byggðir eftir brezkri fyrir- mynd fyrir 72 þúsund sterlingspund, voru langsamlega liagkvæmustu lilboðin. Bæði bin nmerísku og sænsku voru þar langt fyrir ofan, auk þess sem skipin, sem boð- in voru þar, voru engan veginn sambæri- leg að gæðum. Hitt var og jafnljóst, að óskir útgerðarmanna stóðu allar til enn stærri skipa og þó einkum betur úlbúinna skipa á flestum sviðunt. Og með því að nefndin áleit, að tilboðin væru mjÖg hag- kværn, en liins vegar nauðsynlegt að breyta Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman í þjónaband í Reykjavík Unnur Eiríksdótt- ir, Ujartarsonar rafmagnsfræðings og Ör- lygur^Sigurðsson, listmálari. ~a.. skipunum allverulega, lagði hún til, að tilboðin yrðu samþykkt með fullum rétli til þess að breyta skipununt; enda yrði aðeins greitt fyrir þær breylingar sam- bærilegt verð miðað við tilboðsgrundvöll- inn. Jafnframt skyldi senda út sérfróða menn til að ganga frá verklýsingum, teikn ingum og samningum. — Fór stjórnin að fullu og öllu eflir þessum tillögnm. Það tók skipasmiðina rúmar þrjár vik- ur að afla nýrra tilboða frá ýmsum iðn- aðarfyrirtækjum vegna breytinga skipanna og reikna út kostnaðarverðið á ný, sem sírnað var ríkisstjúrninni 9. okt. og var þá £98.000 í stáð £72.000 áður. Þegar tilboð þetta var gefið, hafði enn ekki-verið geng- ið að fullu frá teikningum og verklýsing- um, einkum ekki livað snerli verklýsingar, en tilboðinu fylgdi nákvæm sundurliðun á breytingunum og hve mikið bv(;r breyt- ing kostaði til viðbótar eða frádráttar. Hafa útgerðarmenn og ríkisstjórn feng- ið fullt tækifæri til þess að sannfæra sig um, að verðlagið á breytingunum var ekki reiknað hærra en grunnverð skipanna var reiknað. — Jafnframt sem enginn vildi gera tillögur um niðurfelling á þeim end- urbótum, sem fengust fyrir þessi £26.000. Því það er einmitt vegna þeirra umbóta, sem skipin verða meiri og glæsilegri en áður hefir þekkzt, og skapa fólkinu, sem á þeim vinnur, betri aðbúnað, meira ör- yggi og tryggari atvinnu. Það var einmitt fyrir þessar endurbætur, sem málið vakti feikna athygli meðal allra brezkra útgerð- armanna, sem nú fyrst var það Ijóst, að skipin, sem þeir áttu í smíðum voru ekki sambærileg á nokkurn hátt, og að þeir yrðu að velja annan hvorn kostinn, að bæta einnig £26.000 við hvert skip til þess að gera það sambærilegt eða vera langt fyrir aftan Islendinga um útbúnað allan og gæði. Eg hygg, að öllum skynbornum mönn- um sé ljóst af þessum upplýsingum, að allar fullyrðingar Framsóknarmanna um ofhátt kaupverð skipanna vegna forsjár- leysis og óðagots ríkisstjórnarinnar, eins og þeir orða það, • ltafi ekki við minnstu rök að styðjast, heldur sett fram af full- um fjandskap við málið sjálft." Svar við'fyrirspurnum íþróttafélaganna í bænum. Eg hefi móttekið heiðrað bréí yðar, dags. 16. þ.m., þar sem þér leggið nokkrar spurningar fyrir Sjálfstæðisflokkinn við- víkjandi íþróttasvæðum yðar á Oddeyri. Eg vil taka fram, að ég hef ekkert umboð fyrir flokkinn til neinna skuldbindinga, en tími til svars hins vegar það stuttur, að engin tök hafa verið á að halda flokksfund til að taka þar afstöðu um mál yðar. Eg vil hins vegar gera yður ljóst, hver er stefna flokksins í íþróttamálum o'g vona, að það nægi yður í bráð. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að auka og bæta skilyrði til efl- ingar íþróttalífi í bænum og stuðla að því eftir rnegni, að vaxandi æska eflist að heilbrigði, þrótti og drengskap við hollar íþróttaiðkanir. Þessu marki vill flokkurinn meðal annars ná með því: 1. Að liraða sem mest fram- kvæmdum á hinum fyrir- huguðu íþróttasvæðum. 2. Að halda íþróttavöllunum á Oddeyrij þangað til aðrir n | |- 8 1 I 1 I I I I I 1 I 1 I 1 I 1 1 I f: y Tilkynning trá SjálfstæðisllBkknum Á kjördag, sunnudaginn 27. jan., verður aðalkosn- ingaskrifstofa flokksins í Hafnarstræti 69 (Hús- gagnavinnustcfa Jóns Halls). Bllasími flokksins er nr. 242 Uppiysingasimi er nr. 354 1 | 1 y i I i l 1 i B Íí ' I i I 1 | 1 1 I | 1 | 1 m Enskir | GÓLFKLÚTAR1 Verð kr. 2.70 Brauns-Y erzlun Páll Sigurgeirsson. T i 1 s ö 1 u Borð, stólar og sófi og ef til vill fleira. Tækifærisverð. Til sýnis Eyrarlandsveg 4 Hjörtur Lárusson KvenjélagiS Hlíj hefir afmælisfagnafS að Hótel Norffurland mánudaginn 4. febr. n. k. — Áskriftarlistar liggja frammi í Útibúi KEA (Höepfner), Bókaverzl. Eddu og Útibúi KEA (Alaska), til 1. febr. n. k. Verða félagskonur að vera búnar að skrifa nöfn sín og gesta sinna fyrir þann tíma. eru tilbúnir, eftir því sem mögulegt er. 3. Að koma upp æfingavöll- um víðar í bænum, t. d. suður á norðauverðri Krók- eyrinni fyrir innbæinn. 4. Að styðja og styrkja íþrótta félög bæjarins. 5. Að bæta sem bezt skilyrði til skauta- og skíðaiðkana. 6. Að leggja áherzlu á, að börn í skólum bæjarins fái notið sem bezt íþróttaiðk- ana, bæði utanhúss og inn- an. í stórum dráttum er þetta stefna flokksins í íþróttamálum, og vona ég að svarið sé yður nægilegt í bráð. Virðingarfyllst, Akureyri, 22. jan. 1946. Form. Sjálfstœðisfél. Akureyrar. Skilningsleysi Dags í síðasta tbl. ísl. gerði ég nokkra grein fyrir úrslitum próf kosningar Sjálfstæðisfélaganna, sem Dagur hafði gert að umtals- efni áður. í gær talar Dagur um, að „innsta klíkan“ í Sjálfstæðis- fl. hafi ein fengið að vita úrslit- in. Á fundi þeim, sem úrslitin voru birt, hafði nál. annarhver kjósandi flokksins réttindi til að sitja, og engin þagnarskylda var lögð á þá, sem fundinn sóttu. Hitt er mér ekki kunnugt, að venja sé að birta í opixjberu blaði úrslit slíkra kosninga. Dagur virðist einnig vaða í villu og svíma um samkomulag Sjálfstæðisfélaganna og þeirra nxanna, er stóðu að E-listanum 1942. En samkomulagið vár í því fólgið, að báðir aðilar skip- uðu í sæti listans eftir því at- kvæðamagni, er listarnir fengu, hvor um sig, við síðustu kosning- ar. SamkVæmt því áttu E-lista- menn 2., 5., og 7. sæti listans o. s. frv., og fór því engin próf- kosning fram um menn í áður- nefnd sæti. Svavar Guðmunds- son og Guðm. Guðmundsson voi-u hvorugur í kjöri við prófkosn- inguna, og því ekki von að þeir fengju háa atkvœðatölu við þær kosningar. Og ég tek það enn fram, að prófkosningarnar voru látnar fara fram af þeirri ástæðu einni, að fulltrúaráðið vildi sjá vilja kjósendanna í flokknum um upp stillingu listans, áður en það gerði tillögur sínar um hana til félaganna. Dagur ætti því ekki að minnast á ,-innstu klíku“ í sambandi við uppstillingu D-list ans, því að það er eini listinn við bæjarstjóniarkosningarnar á morgun, sem borgararnir sjálfir hafa ráðið nokkru um. /. Ó. P. Kjósið D-listánn! KJÓSIÐ RETT! | m Kjdsið o I 8 jj I | I | I i Hefi nú fengið staðfestingu frá Ford Motor Company um afgreiðslu nokkurra tuga Ford Junior fólksbíla og nokkurra sendiferðabíla frá Englandi, fyrri 6 mánuði þessa árs. Aðeins örfáir ólofaðir. Þeir, sem pantað hafa, tali við mig sem fyrst og greiði hluta af bílverðinu gegn kvitt- un, sem verður um ‘leið tölusett. Bílarnir verða síðan afgreiddir eftir númeraröð kvittananna. Þegar þessir bílar eru allir seldir, byrja ég að skrásetja pantanir á innflutningi seinna helmings þessa árs. Kr. JCristjánsson, B. S. A. Ford-umboð.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.