Íslendingur


Íslendingur - 01.02.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 01.02.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 1. febrúar 1945 ÍSLENDINGUR 3 ÍSLENDINGUR Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgeíandi: Blafiaútgá/ufél. Akureyrar. 'Skrifstofa Hafnarstr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson, Lœkjargötu 3 Póstbólf 118. Prentsmifija Björns Jónssonar h.f. Drslitin . Úrslit bæjarstjórnarkosning- anna hér reyndust sigur fyrir Al- þýðuflokkinn. Hefir fylgi hans frá síðustu bæjárstjórnarkosn- ingum aukizt stórum, úr 272 at- kv. í 684 atkv. Mun nýjungar- girni mikið hafa ráðið um sig- ur þennan, þar sem flokkurinn hafði nú upp á að bjóða spá- nýja gæðinga, er marga mun hafa fýst að reyna. Framsóknarflokkurinn tapaði bæði fulltrúa og atkvæðum í þessum kosningum. Kommúnist- ar bættu við sig nokkrum at- kvæðurn, en fengu ekki aukna fulltrúatölu sína, og mun þeim hafa orðið það mikil vonbrigði. — Sjálfstæðisflokkurinn, er hafði tvo lista við næstsíðustu kosningar og fékk 2 fulltrúa á annan og einn á hinn, fékk nú sömu fulltrúatölu á D-listann, — en rúmum 100 atkv. færra en listarnir tveir höfðu samanlagt. Erd þau úrslit öllum góðum flokksmönnum vonbrigði. En það, sem mest umtal og ó- ánægjp vekur manna á meðal, eru útstrikanir þær og tilfærsl- ur, sem gerðar voru á listunum. •— Raunar sluppu bæði A- og C-listinn við þann ófagnað að mestu, — en á B- og D-listunum óðu þær uppi, sérstaklega þó á D-listanum. — Á B-, Framsókn- arlistanum, voru breytingar gerð ar á um 50 atkvæðaseðlum, og þó að þær breyttu ekki fulltrúa- röð listans, lækkuðu þeir efsta mann hans um 24 atkvæði og þann næst-efsta, álíka mikið. — Voru breytingarnar þar svo stór- tækar, að á nokkrum atlyraða- seðlum voru allir, sem bæði voru fyrir ofan og neðan nr. 8 á list- anum, strikaðir út og á öðrum, ekki allfáum, allir strikaðir út, sem voru fyrir ofan nr. 7. Þeir, sem neðar voru, fengu flestir að vera óáreittir. En þessar útstrikanir og til- færslur á Framsóknarlistanum eru þó aðeins svipur hjá sjón, þegar litið er til D-listans, — Rsta Sjálfstæðisflokksins. Þar eru gerðar tilfærslur og útstrik- anir á yfir 200 atkvæðaseðlum, «em hafa þær afleiðingar, að efsti maður listans færist niður 1 þriðja sæti. Þetta er ljótt fram- ferði og þeim til skammar, sem *ler hafa verið að verki. En þessi ófögnuður hefir elt flokkinn í öllum bæjarstjórnar- kosningum, síðan Jón Sveinsson kom með sérlista sinn við kosn- ingarnar 1934. — Hefir síðan aldrei gróið um heilt innan flokksins á þeim vettvangi. Og það hafa alltaf verið einhver öfl uppi, sem blásið hafa að kolum sundurlyndis og glund- roða. — Þetta ber að harma. Og það er algerlega misskilið „sjálfstæði“ að fara sínar eigin götur um val á fulltrúuTn af lista, eftir að hann hefir verið lagður fram og kominn á kjörseðilinn. — Þroskaður og ábyrgur kjósandi telur það skyldu sína, að fylkja sér um lista flokks síns, eins og hann hefir verið gerður úr garði, þó að ekki sé allt þar, sem hann hefði kosið — Allt annað er flokknum til óþurftar og verður til að veikja hann og skapa honum álits lmekki, ef nokkur veruleg brögð eru áð. Vonandi er, að Sjálfstæðis- kjós.endur þessa bæjar hafi nú af dýrkeyptri reynslu séð, hvað í húfi er, — en það er framtíð og áhrif flokksins innan bæjar- félagsins. — Andstæðingar okk- ar fagna yfir öllu því, sem verr má fyrir okkur.. —- Spilum þeim ekki frekar upp í hendurnar. — Þjöpppum okkur aftur saman í heilsteyptan og einhuga flokk, þá mun sigurinn okkar að nýju. Og — sendum út á sextugt djúp sundurlyndis-fjandann. G. Tr. J. F r é 11 a t i 1 k y ii n i n g frá utanríkisráðuneytinu. í tilefni af málverkasýningu u’ngfrú Nínu Tryggvadóttur í New York fyrri hluta nóvember j 1945 birtu mörg blöð gagnrýni á list hennar, og fer hér á eftir útdráttur úr ummældm merk- ustu blaðanna: The Times, 4. nóv.: íslenzk listakona, Nína Tryggvadóttir, sýnir um þessar mundir hálf-ex- pressjóniskar og hálf-ahstrakt rnyndir, karlmannlega gerðar, í New Art Circle. Svo öflugar eru myndirnar, að það er erfitt að hugsa sér, að þær séu verk lista- konunnar sjálfrar, sem er ung, ljóshærð stúlka. Verkin bera vitni um sjálfstæðan listasmekk og persónulega afstöðu til við- fangsefnanna. Herald Tribune, 11. nóv. — Auðlegð í litum. Nína Tryggva- dóttir, íslenzk listakona, sem komin er hingað til lands til að þroska hæfileika sína, sýnir ný- leg olíumálverk sín í New Art Circle. Hún byggir myndir sín- ar upp með einföldum formum .... og bera þær vitni um hæfi- leika til að skapa hálf-abstrakt mynztur .... auðlegð í litameð- ferð ber listasmekk hennar gott vitni. Art 'News, 15. nóv. Sýning Nínu Tryggvadóttur á landslags- myndum, kyrramyndmn og lif- andi verum lofar góðu um fram- tíð hennar. Hún hefir unnið í Kaupmannahöfn og París og lært að nota aðferðir kúbisma og frumstæðrar listar í röskleg- um, stuttaralegum samstilling- um. Ann hún mjög löngum pens- ilstrikum og grófgerðum flötum í óvæntum litum .... Hún sýnir frumleg tök á efninu og óvenju- lega tilfinningu. Art Digest, 15. nóv. Dóttir íslands. íslenzk stúlka, Tryggva- dóttír, sýnir málverk í New Art Circle í New York. . . . Á sýn- ingunni gætir mest abstraktra og hálf-abstraktra mynda af lífver- um og kyrralífi. Hún er ekki rög við litina, notar þá óspart og þó viturlega, skapar rúm og form með djörfum pensilstrikum. Lit- irnir .... eru ýmist fínlegir eða í hörkulegri mótsögn. Forstjóri sýmngarskálans, J. B. Neumann, getur þess, að íslenzka ríkið hafi kostað listakonuna til náms hér í landi. — B. W. The New Yorker, 17. nóv. — .... Og rétt til að sýná ykkur, hve listaheimurinn er stór, má geta þess, áð í New Art Circle er sýning á* málverkum íslenzkrar stúlku, sem heitir Nína Tryggva- dóttir, og er nýlega komin hing- að. Þó að verk hennar eigi' að mörgu skylt við forystumenn þýzka expressjónismans, þá get- ur þarna að líta hófsgmi í til- finningum, sem ég ímynda mér, að sé norrænt einkenni. Þegar þess er gætt, að hér er um fyrstu sýningu að ræða, þá verð ég að segja, að hún gefur tlijög góðar vonir. — Robert M. Coates. The New York Times flutti 27. des. sl. langa og fróðlega grein um Háskóla íslands undir /fyrirsögninni „Háskólanám kost ar íslending 2 dollara“. Er þar sagt frá starfstilhögun Háskól- ans og happdrætti lians og loks minnzt á nám íslenzkra stúdenta vestanhafs. Greinin er eftir frétta ritara fréttaáíofunnar Associa- ted Press í Reykjavík. Reykjavík, 28. janúar 1946. Knattspyrnufélag Akureyrar heldur árshátíð sína að Hótel Norðurland laugard. 2. febr. kl. 9 e. h. — Áskriftalisti liggur frannni í Bókaverzl. Gunnl. Tr. Jónssonar til föstudagskvölds. Félagar! Skrifið ykkur sem fyrst á listann. Fjölmennið! Skemmtinefndinv. Rjksugur Straujárn koma með Súðinni ELEKTRO CO. Kirkjan. MessaS kl. 2 á sunnudaginn. Látnar merkiskonur. — Kristín Arna- dóttir, er lengi var ráð’skona Árna kaup- manns Pélurssonar liér í hæ, er nýlátin 88M> árs að aldri. Hún var systir írú Ol- afar, konu Jóns óðalsbómla Jónssonar í Möðruíelli. Kristín sál. var mestíi greind- ar- og merkiskona. Kristín Frififinnsdóttir, systir Jóns sál. Friðfinnssonar, dó í fyrradag háöldruð, einstök merkis- og dugnaðarkona. — Þær nöfnur voru háðar ógiftar og barnlausar. Alfiingi kernur sainan í dag af nýju til framhalds-funda. Var fundurn þess frest- að rétt fyrir jólin til 1. febr. Gófiu ári spáði Pálsmessa (25. jan.) að þessu sinni, sbr. vísuna: „Ef heiðskírt veður og himinn klár á helga Pálusmessu, mun þá verða mjög gott ár, mark skal taka á þessu“. Skákþing Norðlendinga hefst í Verzlun- armannafélagshúsinu mánudaginn 4. þ. m. — Keppt verður í þrem flokkum: .Meist- araflokki, fyrsta flokki og öðrum flokki. — Ollum skákmönnum úr Norðlendinga- fjórðungi er heimil þátttaka í mótinu. Sigurður Ólason, póstmeistara, Krpt- jánssonar, hefir lokið embættisprófi í læknisfræði við Háskólann með I. eink. Fjáröjlunardagur Kvennadeildar Slysa- varnafélagsins er á sunnudaginn kemur. — Kl. 2,30 verður opnaður „Bazar“ í Skjaldborg, og kl. 3 hefst kaffidrykkja í Gildaskála KEA. — Kl. 9 um kvöldið hefst svo dans á Hótel Norðurland. Vænta kon- urnar, að bæjarbúar lítj inn á þessum stöðum, sér til gagns og skemmtunar, og um leið til styrktar góðu málefni. Nýlátinn er hér á Sjúkrahúsinu Ari Jónsson, bóndi að Þverá í Ongulstaða- hreppi, hinn mætasli maður. Bridgekeppni í fyrsta flokki B. A. fer frarn í Gildaskála KEA næstk. þriðjudags- kvöld. — Hefst kl. 8. Hjúskapur. S. 1. þriðjudagskvöld voru gefjn saman í hjónaband af sóknarprest- inum, séra Friðrik J. Rafnai', ungfrú Helga Baldvinsdóttir, Sigurðssonar, bónda í Skógum, og Valdemar Halldórsson, Ásgeirssonar, sölustjóra hjá KEA. Aheit á Strandakirkju afhent blaðinu. Frá N. N. kr. 50,00 og N. N. kr. 15,00. Stúkan 1 safold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund (systrakvöld) n. k. þriðjudag, 5. febrúar, kl. 8,30 í Skjaldborg. Systurnar sjá um fundinn, og bjóða þær sérstaklega öllum bræðrum slúkunnar. — Kaffi- drykkja — skemmtiatriðj — dans. — Allir á fund. Barnastúlkan „Sakleysið“ heldur fund n. k. sunnudag, 3. febr., kl. 10 f. h. __ Kosning embættismanna. Upplestrar, .smáleikir. — Mætið stundvíslega. Kvennadeild Slysavarnafélagsins. ■— Konur! Mætið í kirkjukapellunni kl. 8,30 e. h. mánudaginn 4. febr. Zíon. Sunnudagjnn 3. febr. Sunnudaga- skólinn kl. 10 f. h. Almenn samkoma kl. 8,30 e. h. — Allir velkomnir! Um bœjarstjórastöfiuna hér sækja: Steinn Steinsen, núv. bæjarstjóri, Björn Hall- dórsson, lögfr. hér í bænum og Óli Her- mannsson, lögfr. í Reykjavík. Bæjarstjðrnin Nýju bæjarfulltrúarnir eru fimm: Friðjón Skarphéðinsson, Jón Sólnes, Marteinn Sigurðs- son, Steindór Steindórsson og Svafar Gnðnmndsson. En setið liafa þeir sem varafulltrúar nokkrum sinnum á bæjarstjórn- arfundum áður, Svafar og Mar- teinn. Einnig kom nú inn í bæj- arstjórnina sem aðalfulltrúi, El- ísabet Eiríksdóttir, sem reyndar hefir setið sem varafulltrúi nokk ur undanfarin kjörtímabil. — Þá er og Friðjón Skarp- héðinsson bæjarfógeti þaulvan- ur bæjarstjórnarstörfum sem bæj arstjóri fyrrverandi í Hafnar- firði. Alveg nýir af nálinni í bæj arstjórn eru þeir Sólnes og Stein- dór. Lengstan bæjarfulltrúaferil á Elísabet Eiríksdóttir að baki sér af núverandi bæjarfulltrú- um (frá 1927). Þeir, sem nú hverfa úr bæjar- stjórn, eru: Brynjólfur Sveins- son, Friðrik Magnússon, er kom inn sem aðalfulltrúi eftir lát Árna Jóhannssonar, Erlingur Friðjónsson, Jón Sveinsson, Ól- afur Thorarensen og Jakob Árna son. Erlingur hefir setið 31 ár sarn fleytt í bæjarstjórn, og hefir hann líklega lengst allra manna setið í bæjarstjórn Akureyrar og jafnan reynzt hinn nýtasti full- trúi. Baðmiillarsokkar Silkisokkar Isgarnssokkár gott úrval. Brauns-Verzlun Páll Sigurgeirsson. Þvottasódlnn margeftirspurði er kominn. 50 kg. sekkir. I. Brinjólfsson & Kvaran Akureyri. NÝKOMIÐ: Mikið úrval af dönskum blöðurn: FEMINA, sænskt tízkublað Franskar handavinnufyrir- myndir, Gömul krosssaumsmunstur, / fangabúðum nazista, e. Leif Míiller. Bókaverzl. EDDA Sími 334. Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.