Íslendingur


Íslendingur - 22.02.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.02.1946, Blaðsíða 1
V XXXII. árg. Föstudaginn 23. febrúar 1946 8. -tbl. EG mun annast ritsljórn „Islend- ings" fyrst um sinn. Ber því öllum þeim, sem vilja fá greinar birtar í blaðinu, að snúa sér með þœr til mín (Bjarkastíg 4. Sími 168). Brynleifur Tobiasson. RÍKISÁBYRGÐ á raf veituláni fyrir Akureyri Þingmaður Akureyrar, Sigurðuv E. Hlíðar, flytur þingsályktunartll- lögu í sameinuðu Alþingi um, að Al- þingi álykti að heimila ríkisstjórn- inni að óbyrgjast fyrir hönd ríkis- sjóðs, gegn þeim tryggingum, sem ríkisstjóinin metur gildar, allt að tveggja milljóna og tvö hundruð þús- unda króna lán til greiðslu á eldra erlendu láni, sem tekið var árið 1933 vegna Laxárvirkjunarinnar. í greinargerð flutningsmanris þingsályktunartillögunnar segir svo: „Bæjarstjórn Akureyrar heíir á fundi sínum hinn 24. janúar sl. sam- þykkt svofellda ályktun: Bæjarstjóm Akureyrar fer þess á leit við hið háa Alþingi, að það heim- ili ríkisstjórninni að ábyrgjast fyrir Akureyrarbæ 2200000 kr. lán til greiðslu á láni, sem Akureyrarbær hefir tekið hjá Köbenhavns Handels- bank í Kaupmannahöfn árið 1938 vegna Laxárvirkjunarinnar". Ábyrgðai'beiðni þessi er fram komin vegna þess, að bæjarstjórnin hefir samþykkt að greiða upp ofan- nefnt lán í Köbenhavns Handelsbank og jaka til þess lán hjá Landsbanka íslands að upphæð kr. 2200000.00. Þetta nýja lán' endurgreiðist raeð jöfnum ársgreiðslum vaxta og aí- borgana á árunum 1947—1966. — Vextir verði 4% p. a. Fyrir hinu er- lenda láni, sem upp á að greiða í Köbenhavns Handelsbank, er ríkis- ábyrgð. Var sú ábyrgð veitt með 1. nr. 67 31. des. 1937, en er aðeins miðuð við 2 millj. króna lán. Mis- muriurinn á ábyrgðarupphæðunum mun stafa af gengismun dönsku krón- unnar nú og þá." Aðalfund sinn hélt Berklavörn á Akureyri þriðjudaginn 29. janúar sl. Varaformaður, Eggert Melstéð, flutti skýrslu stjórnarinnar. Gat hann þess, að starfsemi félagsins hefði ver ið allmikil sl. ár. Hefði félagið séð um sölu merkja; blaða og happdrætt- ismiða Vinnuheimilis SÍBS. Einnig hefði félagið haft skemmtikvöld og boðið þangað sjúklingum frá Krist- neshæli. Félagar eru nú um 80. — Hýggst félagið að efia starfsemi sína, því að fjöldamörg verkefni liggja fyrir til úrlausnar. I stjórn.félagsins voru kosnir: Kristófer Vilhjálmsson, form. Eggert Melsteð, varaform. St j órnmálaf élagið VÖRÐUR 20 ára StjórnmálafélagiS „VörSur" í Reykjavík minntist 20 ára afmælis síns 13. þ. m. Hefir það jafnan ver- ið styrkasta stoð Sjálfstæðisflokks- ins og er nú lang-fj'ölmennasta stjórn- málafélag, sem nokkurn tíma hefir starfað hér á landi. Félagið hefir unnið að eflingu Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík svo vel, að enginn flokkur er nú talinn betur skipulagð- ur í höfuðstaðnum en einmitt Sjálf- stæðisflokkurinn. In glæsilegu úr- slit bæjarstjórnarkosninganina um daginn eru sérstaklega áð þakka þegs- um félagsskap. Mega samherjarnir annars staðar á landinu margt af starfsemi „Varðar" læra. Formaður félagsins er nú hr. Bjarni Benedikts- son, borgarstjóri. „Islendingur" óskar „Verði" til hamingju á þessum merku tímamót- um í starfssögu hans. Mamiskaði í aftakaveðrinu 9. þ. m. fórust 20 menn hér við land í fiskiróðri. Með vélbátnum Magna úr Nes- kaupstað fórust 4 menn. Bátnum hvolfdi út af Garðskaga. — Fimmta manninum af bátnum var bjargað. Tvo menn tók út af vélbátnum Hákoni Eyjólfssyni frá Sandgerði. Af v.b. Geir úr Keflavík fórust allir, fimm aS tölu. Þá fórst Aldan (vélb.) frá SeySis- firSi, gerS út frá Hafnarfirði á þess- ari vertíð, með 5 mönnum. Enn fórst vb. Max frá Bolungar- með 4 mönnum. Auk þessa urSu margir bátar fyr- ir tjóni á veiðarfærum og öðrum þungum áföllum. VeSurspáin einni stundu fyrir miðnætti föstudaginn 8. þ. m. var mjög hagstæð fyrir land allt. En svo skellur ið mikla ofviSri á, án þess að nokkrar ffegnir hefði áður borizt frá Veðurstofunni um þaS,1 aS veS- urbreyting væri í aðeigi. Engir menn í landinu eiga eins mikiS undir veSr- inu og sjómennirnir okkar. Er mik- ið í húfi, að VeSurstofan gegni sinni ábyrgðarmiklu skyldu með sérstakri árvekni og nákvæmni. En ef til vill Íiafa engin tök verið á því að koma á framfæri fregnum af laugardags- ofviðrinu, áður en þaS skall á. Spyr sá, sem ekki veit. „Nú ríkir harmur , í húsum og hryggS á þjóðbrautum". Drottinn huggi þá ina mörgu, er nú eru harmi lostnir! Helgi Hallsson, ritari HörSur Sigurgeirsson, gjaldkeri Jóhannes Hermundarson og Jón Gíslason meðstjórnendur. W A rm Þorvaldsson fyrrv. yfirkennari Hann lézt hér í bænum 10. þ. m. eftir langa vanheilsu og var jarðað- ur í gær. Árni Þorvaldsson hafði verið heimilisfastur á Akureyri rúmlega 36 ár. Hann kom hingað haustið 1909, þá 35 ára að aldri, skipaSur 2. kennari í GagnfræSaskólanum á Ak- ureyri. Tók hann við enskukennsl- unni af Hjaltalín skólastjóra, en hann andaðílt haustið 1908. Millibilskenn- ari var amiar veturinn 1908—1909. —i,Árni kenndi enska tungu í skólan- um upp frá því til vorsins 1939, og jafnframt latínu í framhaldsdeild Gagnfræðaskólans frá 1925 og síðan í Menntaskólanum á Akureyri, þang- að til hann varð að láta af kennslu- störfum haustið 1939 fyrir sakir vanheilsu. En lausn fékk hann að fullu frá embætti frá 1. febr. 1941. Keijndi Árni þannig þrjá t*gi vetra' í skólanum, 2. kennari 1909—1918 og 1. kennari frá 1918 og siðan. Hann var settur skólameistari skóla- árið 1919—1920 frá því í öndverð- um nóvbr., er Stefán skólameistari fór utan til dvalar í Kaupm.höfn um veturinn. Enn fremur var hann sett- ur skólameistari eftir lát Stefáns skólameistara Stefánssonar seint í jan. 1921 til loka þess skólaárs. — >. Árni Þorvaldsson var enginn við- vaningur um kennslu, þegar hann kom hingað til Akureyrar, því að fjóra undanfarna veto hafði hann stundað kennslu í Reykjavík, bæði. í skólum og heima hjá sér, og hafði hann fjölda nemenda, bæði karla og kvenna, ungi'a og aldinna. Hann var brautryðjandi um ensku- kennsl* hér á landi, ásamt frænda sínum, Böðvari Kristjánssyni dóm- stjóra Jónssonar. Þeir voru námsfé- lagar frá Khöfn, lærisveinar Otto prófessor Jespersen, er nýtt snið setti á kennslu. enskrar tungu. Með þeim frændum bárust þessar nýjung- ar hingað út til íslands, og mörkuðu þeir ný spor á vegum enskukennsl- unnar 'í tveimur helztu skólum lands- ins. — Jafnframt kenndi Árni sySra í helmatímum bæSi þýzku og frönsku. ASalgrein hans viS háskól- ann var enska, en þýzka og franska aukagreinar. Enn fremur hafði Árni lagt nokkra stund á latínu um hríð á námsferli sínum. — Þeir náms-* bræðumir, Arni og BöSvar, þýddu enska málmyndalýsingu eftir Jesper- sen og löguSu fyrir íslenzka nemend- ur. Kom hún út í Rvík áriS 1906. — Stendur Árni án efa í fremstu röð þeirra íslendinga, er síðasta manns- aldur hafa aukið að verulegum mun þekkingu á enskri tungu og bók- menntum hér á landi. . Auk þess, sem Árni Þorvaldsson var ágætur tungumálamaður, var hnnn fjöllesinn í inum klassisku rit- um Rómverja inna fornu og sögu- legum fræSum. Hann hafði og mik- ið lagt sig eflir landafræði og var mætavel að sér í þeirri grein. Klass- isk skáldrit voru og eitt af hugSar- efnum hans. Hafði hann snaraS á ís- lenzku nokkrum kvæSum og tekizt þaS ágætlega. Einnig liggja eftir hann nokkur frumsamin kvæði, þar á meðal gamanbragir. Lét honum það(vel, því að hann var kíminn og fyndinn. Var hann gæddur mikilli frásagnarlist. Veit ég, aS bæSi sam- kennarar hans, nemendur, félags- bræSur hans í Stúdentafélaginu hér og fleiri minnast frásagnarlistar hans með aðdáun. Hann var, þegar 'því var aS skipta, hrókur alls fagnaðar, en bezt naut hann sín að jafnaði í fámennum hóp, svo hlédrægur sem hann var. Af nógu var aS taka, svo víSlesinn sem hann var og víSförull, og svo glöggt auga s'em hann hafði fyrir öllu skrítnú og skemmtilegu. I kennslustundum hélt hann sér fast að efninu til þess að komast yfir ið lögskipaða kennslusvið, en einnig þar kryddaði hann stundum kennsl- una með fvndni og kímni, og hefi ég það eftir lærisveinum hans, því að ég naut aldrei kennslu hans. En ég naut hans fyrir því á marga lund á 20 ára samkennaraferli okkar. Eg kynntist inum bamslega, trygga og hreinhjartaða collega, sem alltaf lifði samkvæmt reglunni „Bene vixit, qui beneiatuit" (vel lifði sá, er lítið bar á), því að engan mann, meS slíkum gáfum og lærdómi, hefi ég þekkt, sem var jafn laus viS aS láta á sér bera sem hann. Hann var menntaður maður, í þess orSs fyllstu merkingu, kunni glögga grein á því, hvað skipti máli í hverju einu og hvað ekki. Fullyrti aldrei neitt, nema hann væri alls öruggur um, að hann hefði rétt fyrir sér. Tók aldrei til meðferðar annað en það, sem hann réð fullkomlega við og skildi út í æsar. Lét afskiptalaust allt það, er honum kom ekki við. Dæmdi aSra menn varlega, og kom þar fram ó- hagganlegur góðvilji hans í garð annarra. Hann var vammlaus maður og**vítalaus. Ættrækni hans og átthagaást brást aldrei. Á hverju vori, meðan hann var kennari hér nyrðra, fór hann að hlakka til að heimsækja ástvini sína við Breiðafjörð og átthagana í Norðurárdal. Glaður eins og barn tók hann sig upp, þegar að prófun- um loknum, og hélt suður og vest- ur á land. Lengstum þessi 30 kennslu- ár dvaldist hann allt sumarleyfið syðra og vestra, með móður sinni og stjúpa á Brjánslæk, á Stað með bróð- ur sínum og síðar með móður sinni þar, á Auðshaugi hjá systur sinni, o'g eftir lát hennar stundum hjá mági sínum og sonum hans, í Hvammi í NorSurárdal og á Hvassafelli hjá ffændifm og vinum. Frú Kristín, mó'Sir Álna, var'S 87 ára aS aldri, dó voriS 1937.. Til 66 ára aldurs gat hann dvalizt með" móS- ur ^sinni mánuSum saman . árlega, nema sumurin, sem hann var erlend- is. Það er fágætt. — Drottinn leiddi hann um yndislega staði. Stjúpi Ár'na J>orvaldssonar, Bjarni prófastur Símonarson á Brjánslæk, vnr gáfu- og menntamaður. Sam- vistir Árna við móður sína, sem hann hafði mikið ástríki af, og við stjúpa sinn, sem hann unni sem föð- ur, voru honum indælar. Náttúru- fegurðin við Breiðafjörð hafði djúp áhrif á Árna. Á sumrum gekk hann iðulega upp á fjöll, bæði í Norðurárdal og vestra. Hann hafði næma tilfinningu fyrir náttúru lands- ins og átti margar yndisstundir í skauti hennar. Árni Þorvaldsson var víðförull maður. íslenzkir stúdentar í Kaupm. höfn höfðu löngum fyrr á árum lítið um sig, komu flestir heim, án þess að hafa nokkurntíma ferðazt til ná- grahnalanda Danmerkur, þó að þeir hefSi dvalizt þar 4—6 ár eða leng- ur. Einnig á þessu sviði var Árni einskonar brautryðjandi. Hann ferð- aðist á háskólaárum sínum, bæði til Svíþjóðar og Noregs, tvær ferðir suður á meginlandið a. m. k., til Tyrol (og reit bók um þá för bráð- skemmtilega) og á Parísarsýninguna miklu árið 1900, og loks til Eng- lands. Það sagði hann mér sjálfur, að hann hefði ferðazt svo ódýrt, að ferðalagið varð honum ekkert dýr- ara en dvölin í ,Kaupmhöfn. Ýmsir urðu til að taka Árna sér til fyrir- myndar í þessu, en þó færri en við hefði mátt búast. Skömmu eftir það, að Árni varð kennari hér nyrðra, brá hann sér eitt sinn í sumarleyfi til %Englands, og 1921—1922 ferðaðist hann til ítalíu, aht til Napoli og Capri, um Þýzka- hand og Frakkland og heim aftur um Khöfn. Reit hann fróðlega grein um þá för sína^. Síðustu utanförina fór hann sumariS 1933 með konu sinni til Nóregs og Danmerkur. Auk þeirra ritstarfa, e'r ég þegar hefi minnzt á, hefir hann skrifað um skólamál, í Iðunni að mig minnir. Síðustu árin dvaldist hann lengst- um hér heima, og reyndist kona hans honiim þá bezt, er hann þurfti mestrar hjálpar við, vegna seigdrep- andi vanheilsu, er sótti á hann síð- ustu 6 árin, sem hann lifði. Alltaf fóru þau hjónin samt á hverju sumri suður til Reykjavíkur, í Norð- urárdal og vestur að Stað til mág-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.