Íslendingur


Íslendingur - 01.03.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.03.1946, Blaðsíða 1
XXXII. ár Sia Föstudaginn 1. marz 1946 9. tbl. Hljómleikar Elsu Sigfúss í Nýja-Bíó á þriðjudagskvöldið voru vel sóttir, og söngkonunni og móður hennar, frú Valborg Einarsson, sem var vi'S hljóðfærið, vel og innilega fagnað. — Mun Elsa aðeins einu sinni hafa sungið hjer áður, sumar- iS 1933. En kUnn er hún öllum þorra útvarpshlustenda og þá' einkum fyrir flutning dægurlaga. Alt-rödd Elsu Sigfúss er eigi sjer- staklega stórbrotin, og.tónsviðið virð ist ekki mikið. Það stendur eigi af henni stormur nje hávaði. — En röddin virðist berast með næstum sama tónmagni um söngsal sem um venjulega stofu væri að ræða. Bend- ir það til, að lega raddarinnar sje hin prýSilegasta. — Bezt þótti mjer" röddin, þá er hún leiS rólega og án allra átaka. En þaS skal um leiS fram tekið, aS um misbeitingu eða of- reynslu var aldrei að ræða. Var því tónninn oftast snurðulítill, fágaður og með jöfnum blæ. Á efra tónsviðinu þótti mér þó tónar áeogi eilítið síðri um blæ og tæplega jafn samfelldir og a- og o- tónar. Samband tals og tóna var í flestum tilfellum gott, og framburð- ur sjerlega skýr og eðlilegur. — Mátti nú heyra orðin bjartur og hjarta, og önnur líks eðlis, rjett flutt, en á því vill verða leiðinlegur mis- brestur hjá mörgum nútíma söng- mönnum. Söngskráin hófst á söngvum söng- lagameistaranna: Schuberts, Brahms og Schumanns. Var fyrsta lagið hin dásamlega „Ave Maria" Schuberts. Einna jafn-fegurst þótti mjer rödd söngkonunnar í lagi Schumanns: „Wer machte dich sokrank?" I miðflokki voru danskir söngvar — eftir Börresen, Toft, Fr. Rung og Henriquies. Að lokum voru íslenzku sönglög- in, 6 aS tölu, eftir Árria Thorsteins- son, Pál Isólfsson, S. Kaldalóns og föSur söngkonunnar, Sigfús Einars- son. Alls voru á söngskránni 17 lög, og aukalög urSu fimm. I mörgum laganna komu skýrt í ljós ótvíræSir framsagnar- og flutn- ingshæfileikar. Tónhæfni og fallandi (Rythme) voru víðast í ákjósanlegu lagi. Sem dæmi um smekklegan og prýðilegan flutning vildi jeg nefna: „Feldeinsamkeit" (Brahms), „Det döende Barn" (Henriquies), „Lille röde Rönnebœr" (Rung) og lög Sig- fúsar Einarssonar, og þá eigi sízt aukalagið, „Um haust" (Syngur lóa suðr' í mó). Ef til vill mætti segja, að meira mismunar hefði mátt gæta í hraða laganna. — Virtist mjer „Allegretto" óþarflega jafn-ríkjandi. Vel fór á því, að söngskránni lauk á „Nótt", eftir Sigf. Sinarsson, við hiS hugnæma Ijóð Þorst. Erlingsson- ar: „Nú ^máttu hægt um heiminn líða". Þetta lag Sigfúsar mætti oftar heyrast af söngpalli. Leikhúsið: Allt r 1 Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir í fyrsta skipti íslenzk- an skopleik .(revy), er heitir „Allt í lagi, lagsi", og eru höfundar hans Reykvíkingar, enda gerist leikurinn í höfuðstaðnum. Var hann fyrst sýnd ur þar sl. ár og hlaut mikla aðsókn og vinsældir. Leikur þessi er í 3 þátt- um og fer fram í lok hernámsáranna. Sýnir hann í skoplegu ljósi þau á- hrif, er fljóttekinn gróði þeirra ára hafði á sumt fólk, er áður hafði lítil auraráð, og hversu umgengnin við setuliðið gruggaði málfarið og ýmsa heimilissiðu og samkvæmisháttu. Fyrsti þáttur skopleiks þessa ger- ist í aðalskrifstofu hlutafélagsins Hí- bó, en félagið hefir verið sett undir opinbera rannsókn vegna verzlunar- svika. Hrepptsjóri norðan úr landi hefir veriS skikkaður til að fram- kvæma rannsóknina, en miðstöðvar- kyndari fyrirtækisins er dubbaður upp sem skrifstofustjóri til þess að forða „hinum rétta" undan hegn- ingu. ForstöSumenn og gervi-skrifstofu- stjóri Híbó-félagsins, kona hans og dóttir ásamt hreppstjóranum eru stærstu hlutverk leiksins. Forstjór- ann, Jón Span, leikur Jón Kristins- son. Hefir hann áSur leikið nokkur gamanhlutverk svipaðrar tegundar og gert þeim góð skil. Fer hann og vel með þetta hlutverk að öðru leyti en því, að hann er of hraðmáll í fyrsta þætti, svo að áheyrendur nema eigi allt, er hann segir. Sigmundur Björnsson leikur skrifstofustjórann, ungan spjátrung, og gerir honum ' víða sómasamleg skil. Kyndarann, sem ger.ður var að skrifstofustjóra, leikur Þórir Guðjónsson. Er þetta skemmtilegasta hlutverk leiksins, og fellur Þórir einkar vel í það. „Brand- ararnir" njóta sín vel í meðförum hans, og svipbrigði hans og viðbrell- ur vekja margan hlátur. Konu hans, Kálínu, leikur frú Jónína Þorsteins- dóttir. Tekst henni vel að sýna fas hinnar móðursjúku og hégóma- gjörnu konu, sem fyrir óvænta rás viðburðanna er hrifin úr umkomu- leysi og fátækt og gerð að „skrif- stofustjórafrú'* í nýtízku-húsi með stofuþernu ög eldhússtúlku og öðr- um stríðsgróðaþægindum. Af hjart- ans lítillæti veitirhún gestum sínum „lunch" og „dinner" og slær þeim gullhamra á enskri tungu. . Svönu, dóttur þeirra hjóna, sem er einkarit- ari og unnusta forstjórans, leikur frú Það má óhætt fullyrða, að Elsa Sigfúss á traust ítök í hugum allra þeirra, er á'tóna vilja hlýða. Mun henni því hvarvetna fagnað. Jeg óska þeim mæðgum hvers kon- ar hamingju og þakka ánægjulega hljómleika. /. Ó. H. Björg Baldvinsdóttir af nærfærni og smekkvísi. Hólmgeir Pálmason fer með hlut- verk ísaks hreppstjóra. Er það ann- að skemmtilegasta hlutverk leiksins frá höfundann'a hendi, og orkar það varla tvímælis, að þar sýni Hólm- geir óvenjulega góða meðferð á hlut- verki. Rósemi hans og jafnaðargeð innan um þetta meira og minna taugaveiklaða „business"-fólk er eins og vera ber og gervið vel valið. Af hinum minni hlutverkum, sem flest eru vel, — eða a. m. k. mjög sæmilega innt af hendi, — vekur eitt sérstaka eftirtekt, en það er hlutverk Ysu Ýsaks, er ungfrú Jenný Jóns- dóttir leikur. Svo sönn og einlæg er meðferð herfhar á hlutverkinu, að ókunnugir myndu ætla, að hún væri all-vön á leiksviðinu. En svo mun þó ekki vera, heldur hef ég heyrt, aS hún hafi tekið við hlutverki þessu af annarri, eftir að æfingar voru hafn- ar. Hygg ég, að þarna sé um nýliSa aS ræða, sem mikils megi vænta af. í þriðja þætti eru tvö atriði, sem rétt þykir, að eigi sé gengið fram hjá. Annað er söngur gestsins á grimuballinu og Bíbíar skrifstofu- stúlku (Jóhanns Ogmundssonar og Ingibjargar Ólafsdóttur). Það er að vísu ekkert „revyubragð" að honum, en þó mundi enginn kjósa að missa hans úr leiknum. Hitt atriðið er syrpa Ola í Fitjakoti (Eggerts Ól- afssonar), þar sem skipt er um lög og stemmur í miðri vísu, og er að henni hin bezta skemmtan. Annars er þriðji þátturinn nokkuð laus í reipunum ; frá höfundanna hendi. Sviðið er oft autt, en þess á milli koma karlmaður og kvenmaður fram á STÍðið, -— segja nokkur gamanyrði og hverfa síðan á brott. I. leikskránni er getið um „Leik- ara frá Akureyri" meíPal leikend- anna og prenlaSur þar bragur, sem hann á að syngja. Á frumsýning- unni varð hans aldrei vart, hvaS sem valdiS hefir. . Leiktjöldin í 2. þætti eru mjög glæsileg. Hefir Haukur Stefánsson málaS þau. Dansana hefir frú Þór- hildur Steingrímsdóttir samiS og æft, og setja þeir góSan svip á leikinn, JARÐARFÖR Arna Þorvaldssonar fv. yfirkennara fór fram 21. f. m. aS viSstöddu fjöl- menni. Nemendur Menntaskólans fylgdu undir fána og stóðu heiðurs- vörð'um kistuna í kirkju. Stúdenta- fjelagar báru líkið í kirkju, kennarar Menntaskólans úr kirkju, skólapilt- ar í kirkjugarð og síSasta spölinn nokkrir vinir ins látna. Sóknarprest- urinn flutti bæn heima og ræðu í kirkjunni. Kristinn Þorsteinsson söng einsöng. einkum dans Esekiels og Ysu og lokadansinn. Textarnir í »öngvunum eru hins vegar lélegur skáldskapur, einkum Akureyrarbragirnir, og bregður þar tæplega fyrir nokkurri fyndni.- Stjórn leiksins annast þeir Hólm- geir Pálmason og Júlíus Oddsson. Hefir þeim tekizt vel um allan undir- búning, og eiga þeir og aðrir, sem unnið hafa að því að koma leiknum upp, þakkir skildar. Allir hafa gott af því að hlæja eina kvöldstund, og varla komast þeir hjá því, sem fara í leikhúsið, meðan sýningar þessa skopleiks standa yfir. Frá bæjarstjórn Fundur 19. febr. Fjarverandi: Jakob. Frímannsson, Stgr. Aðalsteins son, Indriði Helgason. Varamenn mættir: Guðm. Guðlaugss., Tryggvi Emilsson og Helgi Pálsson. Húsameistari Fyrir lágu tilmæli frá skipulags- stjóra ríkisins um.það, að Akureyri, Siglufjörður og nærliggjandi þorp ráði húsameistara, í fjelagi við skipu- lagsnefnd ríkisins. Skal hann hafa á hendi skipulagningarstarf á þessum stöðum og vera í ráðum með bygg- ingarnefndum, bæjarstjórnum og hreppsnefndum um leyfisveitijngar fyrir byggingum o. fl. — Bæjarráði var heimilað aS gera samninga um ráðningu húsameistara við skipu- lagsnefnd ríkisins, ef hann fengist meS aSgengilegum kjörum. Nvr togari / GuSmundur útgerðarmaður Jör- undsson sækir um ábyrgð bæjarins fyrir um 15% af kaupverði togara, sem hann hefir ákveðið að láta smíða í Bretlandi. Samþ. vár að verða við þessum tihnælum, gegn því að skipið verði gert út hjeðan úr bænum, meðan á- byrgðin varir og viðunandi lánskjör fáist, að dómi bæjárráðs. Tunnusmíði Fyrir bæjarstjóm lá greinargerð frá Haraldi Loftssyni, þar sem hann ræðúr frá því, aðbærinn hefji tunnu- smíði á þessum vetri. Telur hann efni það, sem til er (í um 16—17000 tn.), svo ljelegt og vjelar tunnuverk- smiðjunnar svo ófullkonmar, að ó- ráðlegt sje að hug^sa til starfrækslu á þessum vetri. Býðst Haraldur til að láta bæjarstjóm í tje upplýsing- ar um kaup á nýjum vjelum og efni, er hann hafi kynnt sjer það mál er- lendis, en hann er nú á förum til út- landa. — Samþ. var að skora á rík- isstjórnina og Alþingi að samþykkja framkomið frumvarp um að ríkið komi upp og reki tunnuverksmiðju á Akureyri. Forseti íslands, herra Sveinn Björnssön, varð hálfsjötugur 27. f. m. Heim- sóttu hann að Bessas'töðum viS þaS tækifæri ráSherrarnir, biskupinn yf-. ir íslandi, sendiherrar og aðrir full- trúar erlendra ríkja, hjer á landi, og fluttu honum árnaðaróskir sinar. Margir aðrir gestir heimsóttu ríkis- forsetann til þess að áma honum heilla, og einnig barst mikið af blómum og fjöldi heilli^skeyta. Samþykkt um stjórn bæjarmálefna Lagt fram uppkast að samþykkt um stjórn bæjarmálefna í Akureyr- arkaupstað, sem bæjarstjóri hafSi samiS. VísaS til bæjarráðs til at- hugunar. Kolagevmsla á hafnarbakkanum Heilbrigðisneínd mælir fastlega með því, að bæjarstjórn hlutist til um, að kolageymslan verði flutt sem fyrst af hafnarbakkanum. Tilmælum þessum visað til aðgerða bæjarráðs. Nýsköpun í iðnaði Samþ. var svohljóðandi frá bæjar- ráði: Með tilvísun til 4. og 5. liðar mál- efnasamnings stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn, leggur bæjarráð til, að bæjarstjórnin geri svofellda ályktun: „Bæjarstjórn skorar á ríkisstjórn og Nýbyggingarráð að taka sem allra fyrst ákvörðun um, á hvern hátt Ak- ureyri verði veitt sem bezt aðstoð til að koma upp nýsköpun í iðnaði. Sjerstaklega skorar bæjarstjórnin á ríkisstjórnina og Nýbyggingarráð að velja niðursuðuverksmiðju, lýsis- herzlustöð, skipa- og bátasmíðum, tunnuverksmiðju og áburðarverk- smiðju stað á Akureyri." Togari Ákveðið samkvæmt ráðstöfun bæj arstjórnarfundar 5. febr. að senda Nýbyggingarráði svohljóðandi sím- skeyti: „Bæjarstjórn Akureyrar ákvað á fundi sínum 5. þ.m. að óska eftir* öðrum togara til viðbótar við þann, er beðið var um í simskeyti bæjar- stjórnar 11. des. 1945. Óskum að þjer takið þessa pöntun vora til greina og símið oss staðfestingu yð- ar, ásamt upplýsingum um nauðsyn- legar tryggingar." Vinnustofusjóði Kristneshœlis hafa borist þessar gjafir: FjelagiS „Vær- ingjar", Öngulsstaðahreppi kr. 500, eyfirzkur bóndi kr. 500, Björn Gríms son og frú, Ak. kr. 70, Árni Árna- son, Akureyri, til minningar um Unni Haraldsdóttur frá Þorvalds- stöðum kr. 5.0. — Beztu þakkir. - Jónas Rafnar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.