Íslendingur


Íslendingur - 08.03.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.03.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 8. marz 1946 f SLENDINGUR 3 ÍSLENDINGUR Ábyrgðarmaður: . KARL JÓNASSON Sími 24. Utgefandi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hgfnarstr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson, Lœkjargutu 3 Pósthólf 118. | Prentsmiðja Björns Jónsstnar h.f. Kjarni málsins. Eftir verkfallið í Reykjavík ræða menn og rita, sem von er tii; um það, hvort öllu muni nú vera óhætt. Heldur kauphækkun- araldan áfram? Það er vitaskuld undir verð- lagi á matvælum, ldæðnaði, hús: næði og öðrum nauðsynjum komið. Allir sanngjarnir menn, sem unna verkalýð sæmilegarar lífs- afkomu og þekkja til verðlags í Reykjavík, hljóta að viður- kenna, að verkamenn með 3 eða fleiri börn, og einkum ef þeir búa við rándýra húsaleigu, eru ekki ofhaldnir af því kaupi, sem nú hefir verið samið um þeim lil handa. En allir eru sammála um það, að með samningum, eins og þess um, er engin varanleg lausn fundin á því erfiða og flókna varidræðamáli, sein á danósa máli er nefnt dýrtíð. Það verður að draga úr verð- bólgunni, segja menn, og auð- vitað er það kjarni þessa máls. En þetta er eitt af því, sem auð- veldara er að segja en gera. Stjórnarandstæðingar kenna núverandi ríkisstjórn um verð- bólguna. Það er alltaf ósköp auðvelt að segja, ef eitthvað fer aflaga í einhverju samfjelagi eða stofnun: Allt, sem miður fer, er þjer að kenna, en jeg hefi i gert allt rjett! Annað mál er það, j hvort greindir og góðir menn, íi jafnvel hvar í flokki sem þeir I eru, fást til að fallast á slíkan I sjálfsrjettlætingar- og blekkinga- ; vaðal. Hvaða ráð eru það, sem nú- í verandi stjórnarandstæðingar hafa bent á til þess ^að draga úr f verðbólgunni? Komu Framsókn- 1 arráðherrarnir í þjóðstjórninni , 1939—1942 auga á lausniná? Og, ef þeir gerðu það, hví bentu þeir þá ekki á hana, svo að hægt Væri í by'rjun að stemma á að ósi? Sannleikurinn er sá, að þegar eftir hernámið 1940 rjeðu t íslendingar ekki við þessi mál. ^etuliðið magnaði verðbólguna. ^aupið hækkaði. Vinnandi menri ^ykktust í setuliðsvinnuna, og ef íslenzkir atvinnurékendur áttu að fá nokkurn mann í vinnu, -•þ- — Munið: urðu þeir að greiða margfalt hærra kaup en áður. Af sömu rótum var runnin hækkun á innlendum afurðum, því að eftirspurnin fór ört vax- andi með konm setuliðsins. Verð á erlendum vörum hækkaði og að verulegum mun, vegna ófrið- arins og að nokkru leyli vegna setuliðsins í landinu. Við þessum arfi frá þjóð- stjórninni, þar sem inir vísu for- ingjar Framsóknar, Eysteinn og Hermann, áttu sæti, tók utan- þingsstjórn dr. Björns Þórðar- s.onar í árslok 1942, en hún taldi það aðalhlutverk sitt að lækka dýrtíðina. í þeirri stjórn átti sæti jafn góður Framsóknar- maður og Vilhjálmur Þór. Svo liðu tvö ár. Þá urðu enn stjórn- arskipti. Ráðuneyti dr. Björns og Vilhjálms Þór liafði beðið lægra hlut í viðskiptunum við dýrtíðina. Núverandi ríkisstjórn tók við erfðásyndinni frá utanþings- stjórninni. Ilugðist in nýja stjórn að halda dýrtíðinni í skefjum, en enn reyndist örðugt að koma koma henni á knje. Það hafði líka veitzt ofurefli stjórn Her- manns Jónassonar og dr. Björns Þórðarsonar. Það er nokkurn veginn ljóst hvers vegna öllum þessum þx-em- ur stjórnum hefir veitzt svo prfitt að stöðva dýrtíðarflóðið. Þjóð iri hefir látið sjer hægt að hlaða varnargarða. Henni hefir farið líkt og manni, sem hefir vanið sig á nautn áfengra drykkja. Hægra að byrja' en hætta. Mikill hluti þjóðarinnar er enn í da haldinn af ölvavínxu dýrtíðar- gróðans. Viljinn til að ganga í bindindi, láta af uppteknum hætti, er ef til vill suxns staðar fyrir hendi, en svo veikur, að lítið sem ekkert verður úr fram- kvæmdum. Meðan svo er ástatt, fær engin r orn sigi’ast a dýrtíðinni, því að meinið stend ur dýpra en svo, að það verði læknað íxxeð lögum og reglugerð um. Hugsunarháttur þjóðarinn ar þarf fyrst að breytast. Gróða víman þarf að renna af þjóðinni Það er eina lækningiix við dýr tíðinni. En það tekur sinn tíma Þetta er kjarni málsins. Þessi augljósu sannindi ætti þeir að athuga, sem halda að dýrtíðin sje núverandi ríkis- stjórn einni að kenna. Til sölu nieð tækifærisverði stór, vandaður TIMBURSKÚR. Skúrinn er þiljað- ur innan og stoppaður. Sverrir Arnason, Smjörlíkisgerð KEA áss í sumarbústað í sveit til leigu. — Uppl. gefur Sigurbjörn Friðriksson, Norð- urgötu 35. Sínxi 468. m | I I ! I i | | y ! I 1 | ! | I ( i y Drekkifl MORGAN j f{ • | I Það eru beztu og ódýrustu drykkirnir | í bentugri flöskustærð. | | Eingöngu afgreiddir í 24 stk. kössum. | Efnagerð Akureyrar b.f. | Sundhúfur nýkomnar BRAUNSVERZLUN Pál! Sigurgeirsson &*MK$H$xí*$x$x$xíx$xsxíxSxSx$xSxSxíxexSxSxSxSxSxSxíx$><$xíxSxSxSxíxSx$xí*SxexSxSxSxexSxSxíxÍKSxí*S>WÍ Skýrs/a yfir tekjur og gjöld Mœðrastyrks- nefndar Akureyrar árið 1945. TEKJUR: Kr. Inneign fráfyrra ári 4352.34 Styrkur frá Alþingi Islands .... 6000.00 Styrkur frá Akureyrarþæ 3000.00 Tekjur af Mæffradeginum o. fl. 7789.53 Gjafir 1100 76 Samtals kr. 22242.63 GJÖLD: Kr. Sumaídvöl mæffra og harna .. 4412.50 Peningagjafir 4300.00 Fatagjafir 1216.70 Húsaleiga fyrir skrifst.nefnd .. 600.00 Kostnaður við skemmtanir .... 1095.20 Símakostnaður o. 11 191.85 Ymislegur kostnaður 158.75 Peningar í sjóði 1. febr. 1946 10267.63 Samtals kr. 22242.63 * Skýrsla þessi sýnir aS nokkru í hverju starf^ Mæðrastyrksnefndar er fólgið, en auk.þess, sem þar er sýnt, hefir hún skrif- stofu, þar sem konur geta fengið ýmsar upplýsingar og aðstoð á rnargan hátt. Vill nefndin vekja eftirtekt bæjarbúa á starfi þessu og hvetur mæður til að heimsækja skrifstofuna, sem er í Brekkugötu 1, er hún opin á mánudöguin og föstudögum kl. 4— 6 e. h. Fyrst um sinn verður Elísabet Ei- ríksdóttir starfandi á skrifstofunni. MœSrftstyrksnefnd Akureyrar. f ENSKUR DÚNN: jGæsadúrin kr. 154,00 kg, ! Hálfdúnn, bezta teg., kr. 45.00 ' Dúnhelt léreft, takm. birgðir. Sendum gegn póstkröju I ÁSBYRGI 6 Skipagötu og Söluturninn við Hamarstíg. Bólusetriíng barna gegn kíg- hósta hefst í næstu viku. Jóhann Þorkelsson, hjeraðslœknir, skýrir blaðinu svo jrá. Nú í vetur hefir gengið vægur kíghóstafaraldur í Reykjavík, Stykk- ishólnxi, Skagaíirði og víðar. Þar sem gera má ráð fyrir að faraldur þessi geti borist hingað til bæjarins í vor þegar samgöngur fara að verða örari en nú er, hefi jeg fengið nokk- xið af kíghóstabóluefni frá Reykja- vík til notkunar hjer. Sjúkiasamlag Akureyrar hefir samþykkt að kaupa þetta bóluefni og láta meðlimum sínum það í tje ó- keypis. — Læknar Sjúkrasamlags Akureyrar munu því bólusetja gegn kíghósta í Barnaskóla Akureyrar næstk. þriðjudag kl. 2 e. h. og er einkum ráðlegt að láta bólusetja börn á aldrinum y2—^5 ára, þar eð gera má ráð fyrir, að börn á þessum aldri verði harðast úti, ef þau fá kíg- hóstann. Bólusetja þarf börnin þrisvar með mánaðar millibili, og munu læknarn- ir taka 10 krónur fýrir hvert barn, og er þar innifalið bólusetningin í öll þrjú skiptin. — Óskað er eftir að greitt sje við fyrstu bólusetning- una. NYJA-BIO Föstudagskvöld kl. 9: Strengleikar Laugardagskvöld kl. 6: Tónaregn Laugardagskvöld kl. 9: Madame Curie Sunnudag kl. 3: Heimþrá Sunnudag kl. 5: Strengleikar Sunnudag kl. 9: Tónaregn Sjálfstæðisfélag % Akureyrar boðar til fundar í Verzlun- armannafélagshúsinu mónu daginn 1 1. þ.m., kl. 9Y2 eh: Fundarefni: Alþingiskosningar. Önnur mél. i Fjölmennið. Stjórnin. Vandaðar 1 j ósmynd avélar (kassa), eru til sölu hjá undirrituð- um. Þeir, sem pantað hafa vélar, ættu að taka þær sem fyrst, því að um tiltölulega fáar er að ræða, en eftirspurnin mikil. Hallgrímur Einarsson NÝKOMIÐ: Sænsk eldbúsáhöld BollapÖr, úr Selloitt Glös, úr Selloitt Könnur, úr Selloitt og margt fleira. Verzlun LONDON jNÝKOMIÐ: ’SOKKAR handa dömum og herrum NÆRFÖT BARNA fCREPÉ, svart og blátt GARDÍNUTAU BINDI — HANZKAR. Á S B Y R G I h.f. Veitinpskórinn við Geislagötu , er til sölu. úppl. gefur Jón Kristjánsson, sími 297. FLIK - FLAK í alllan þvott.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.