Íslendingur


Íslendingur - 15.03.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 15.03.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudasinn 15. marz 1946 1L tbl. Vifltal vifl Jún Bœring áttræðan. „Pað fegursta, sem jeg sje undir sólunni er vel ræktað land með miklu grási." „Pólitík'xn er myrkranna makl" Jeg labbaði til Bærings á mið- vikudaginn, sat hjá honum góða stund og spjallaði við hann. „Þú ert fæddur út í Skíðadal," segi jeg. „Já," segir Bæring, „þar bjuggu foreldrar mínir, Anna Jónsdóttir og Rögnvaldur Rögnvaldsson. Gljúfrár- kot er fremst í dalnum, sama megin og Klængshóll, þar sem jeg er fædd- ur, og Holárkot er á milli." „Nú", segi jeg, „við höfum fengið góða menn þarna úr Skíðadalnum. Jeg man ekki betur en Bjarni IIj altalín væri fæddur í Gljúfrárkoti, Snorri Jónsson í Holárkoti og svo þú sjálf- ur á Klængshóli." Bæring brosir og lætur sjer vel líka. Jeg spyr hann, hvort hann hafi snemma farið að heiman og hvert. Hann segir mjer, að hann hafi farið í vinnumennsku \ til Þórðar á Hnjúki, en Hnjúkur er næsti bær fyrir neðan Klængshól. „Nú, þá hefir þú fengið að ,gugta". „Já, bæði til sjós og lands." „Lík- aði ekki Þórði vel við þig?" „Jú, ekki veit jeg annað. Þar var jeg í tvö ár, og á þeim árum var jeg duglégur. Svo var jeg á Hverhóli hjá systur minni og síðan tvö ár í Arnárnesi hjá Jóni Antonssyni." „Þar hefir þu - líklega fengið að sækja sjóinn." „Já, og mörg erfið handtök voru líka á landi. En nú vildi jeg fara að læra. Fór í Hólaskóla og var þar í tvö ár hjá Jósef og lauk prófi, en var dauðveikur af influenzu í próf- inu. Fróður var Jósef! Kennari með honum var Jakob Bjarnason. Hann var 3 ál. og 2 þuml. á hæð og eftir því sterkur." „Þótti þjer ekki gott að vera á Hólum?" „Jú, þar var gott að vera! Jeg var góður í nátt- úrufræðinni og landafræðinni," og Bæring kvað fast að, „og plöntunöfn- in kunni jeg öll á latínu." „Þú kannt víst eitthvað af þeim enn." „Já, jeg get þulið upp talsvert af þeim." „Hvert fórstu frá Hólum?" „Heim í sveitina mína og vann þar að jarða- bótum. Þá vár jeg duglegur. Svo fór jeg inn í Arnarneshrepp. Frændi minn, Stefán kennari á Möðruvöll- um, fjekk mig þangað, og vann jeg þar fyrir Framfarafjelag Arnarnes- hrepps. Svo fór jeg til Akureyrar úr aldamótunum, og fjekk mjer bráð- lega land, ræktaði það og fjekk fræ frá Svíaríki. Það varð fallegt tún, alveg eggsljett,-Já, fræið frá Svía- ríki! Það var reyndar smárafræ. Heyið af túninu var svoddan fyrir- tak, að það varð frægt um allt, því að jeg seldi nokkuð af því vestur. Það fegursta, sém jeg sje undir sól- unni, er vel ræktað land með miklu grasi." „Svo varstu ökumaður hjer lengi." „Já, jeg átti fallega hesta, en lítið var kaupið fyrst framan af, 50 aur- ar á tímann fyrir manninn, hestinn og vagninn." Jeg minntist eitthvað á pólitík, en Bæring sagðist einhverntíma hafa sagt, að pólitík væri myrkranna makt, svo að jeg fór ekki lengra út í þá sálma. Það kom fram í samtali okkar, að þeir eru fleiri góðir í grasafræð- inni en Bæring í ætt hans. Ingimar grasafræðingur Oskarsson er bróð- ursonur Bærings. — Jeg þakka af- mælisbarninu fyrir góðar viðtökur. Hann er teinrjettur, skýrmæltur og fastmæltur, en kraftar þessa heiðurs- manns eru mjög teknir að þverra og sjónin að bila. Hann kveður mig með beztu þökk fyrir komuna og árnar mjer allrar blessunar. Svo þylur hann plöntunöfnin á latínu yfir mjer, þegár jeg er að fara út úr dyrunum. Bæring er einn þeirra manna, sem hefir sett svip á Akureyrarbæ síðastl. 40 ár. Nýtur maður í þarfri stöðu og einn þeirra, sem gleymist trauðla samferðamönnunum. B. T. Heiisufarlð á Akureyri. Ritstjóri "íslendings hefir be'ðið mig að láta blaðinu í tje upplýsing- ar um heilsufarið í bænum nú og undanfarandi mánuði, og vil jeg að sjálfsögðu verða við þessari beiðni ritstjórans. Heilbrigði bæjarbua á árinu 1945 hefir mátt teljast góð, þótt að vísu hafi gengið yfir 2 útbreiddir og nokkuð slæmir kveffaraldrar, annar í febrúar- og marz-mánuði, en hinn í október og nóvember-mánuði. I sambandi við þessa kveffaraldra bar nokkuð mikið á lungnabólgu, eink- um,. í febrúar-marz faraldrinum, en í langflestum tilfellum tókst vel að lækna þessa lungnabólgu með sulfa- lyfjum, og reyndust fæstar lífshættu- legar. Þá má geta þess, að mænu- sóttar varð vart hjer í júlí, ágúst og september, og voru skráð 5 slík til- felli, öll ljett, og aðeins í einu tilfelli var um varanlegar lamanir að ræða. Það má því segja, að bærinn^ hafi slóppið vel víð þann háskagrip. Lítilsháttar hefir orðið vart iðra- kvefs flesta mánuði ársins, en aldrei þó mikil brögð að því. Það, sem af er. árinu 1946, m£ segja þetta um heilsufarið: í janúar var það í bezta lagi, en í febrúar og það, sem af er marz- mánuði, hefir verið mikið um kvef- sótt, sem í mörgum tilfellum hefir borið keim af vægri influenzu, þótt ekki hafi verið hægt að segja, að þessi sjúkdómur hafi verið'jafn- sóttnæmur og inflúenzufaraldrar eru vanir að vera. í þessu sambandi má geta þess, að inflúenza sú, sem nú gengur í Danmörku, Svíþjóð og víð- ar, er, að minnsta kosti ennþá, mjög væg, og hefi jeg þetta frá beztu heimildum, því að jeg átti símtal fyrir nokkrum dögum við Sigurð Samúelsson, lækni, sem nú dvelur í Kaupmannahöfn, og tjáði hann mjer þetta, enda er það mjog í samræmi við þær fregnir, sem landlækni hafa borist frá Svíþjóð um faraldur þenna. Þá má geta þess, að í Reykjavík og víðar hjer á landi hefir gengið mjög vægur 'kíghóstafaraldur, og barst sá kíghósti hingað með hinni frægu ferð „Esju", er hún Jtom með sem flesta af löndum okkar frá Danmörku á s. 1. sumri. Ekki hefir þessi kíghósti borist hingað ennþá, og vonandi tekst að losna alveg við hann að þessu sinni með þeim ráð- stofunum, sem gerðar hafa verið, þ. e. að dæla bóluefni inn í þau börn, sem ekki hafa fengið kíghósta. Um berklaveikina má segja, að ennþá eru of mörg tilfelli hennar, og verður eflaust svo áfram, þang- að til fundið er eitthvert gott lyf til lækningar henni, en um það eru nú margir fremur vongóðir, en ekki skal fjöh/rt um það hjer, heldur tíman- um látið eftir að sanna, hvort sú von rætist á næstu árum. Af kynsjúkdómum er og hefir verið undanfarin ár mjög lítið hjer í þessum bæ, _pg má það gott telj - - ast, sjerstaklega þegar tekið er til- lit til þess, að þessir sjúkdómar hafa aukist gífurlega víðast hvar erlendis nú síðustu árin, og einnig munu nokkur brögð þeirra í Reykjavík. /. Þorkelsson. Frjettatilkynning ffá ríkisstjórninni Ingólfur Gíslason, læknir, mætti sem fulltrúi íslendinga á Þjóðrækn- isþingi Vestur-íslendinga og flutti meðal annars kveðjur frá ríkisstjórn íslands. I skeyti frá hinum nýkjörna forseta Þjóðræknisfjelags Vestur-ís- lendinga; síra Valdimari Eylands, segir, að ávarpi Ingólfs læknis hafi verið með miklum ágætum tekið, og þakkar forsetinn kveðjurnar að heiman. Reykktvík, 7, marz 1946. Skíðamót Akureyrar 1946 M. A. vann stökkbikarinn Magnús Brynjólfsson varð svigmeistari Á skíðamóti Akureyrar var sl. sunnudag keppt í svigi og stökki. Fór keppnin fram í Reit- hólum í nánd við skíðaskála Gagnfræða- og Iðnskóla Akur- eyrar. Veður var mjög ákjósan- legt fyrst í stað, sólskin og bjart- viðri, en er leið á daginn dimmdi og gerði nokkra snjó- komu, sem háði stökkmönnun- um. Fæfið var mjög mjúkt, enda nýfallinn snjór þar efra. Úrslit urðu sem hér segir: í svigi karla, A-fl., voru keppendur 5. — 1. Magnús Brynjólfsson K. A. 98,8 sek. 2. Guðm. Guðmundsson K. A. 100,4 sek. 3. Björgvin Júníusson K. A. 112,7 sek. — Er Magnús Bryn- jólfsson K. A. því Svigmeistari Akur- eyrar 1946 og er það í þriðja sinn í röð, sem hann er það og vinnur hann þar með Svigmeistarabijcar Akureyr- ar til eignar. í B-fl. voru kependur 8. — Voru þeir rœstir með A-fl. — 1. Júlíus B. Jóhannesson M. A. 120,3 sek. 2. Mikael Jóhannesson M. A. 121,1 sek. 3. Sigurður Þórðarson K. A. 121,2 sek. — í A- og B-fl. saman var sveitakeppni fjögurra manna sveita um Svigbikar Akureyrar. Þá keppni vann sveit Knattspyrnufé- lags Akureyrar. í sveitinni voru: Magnús Brynjólfsson 98,8 sek. Guð- mundur Guðmundsson 100,4 sek. Björgvin Júníusson 112,7 sek. Sigurð- ur Þórðarson 121,2 sek. Samtals 433,1 sek. — 2.: Sveit Menntaskólans á Akureyri: 528,6 sek. — í C-fl. ^qm keppendur 26. — 1. Ari Guðmunds- son M. A. 72,6 sek. 2. Jón Kr. Vil- hjálmsson Þór 76,8 sek. 3. Guðm. Arason M. A. 79,9 sek. 4. Jón Sigurðs- son Þór 83,9. Sig. Steindórsson K. A. 84.4 sek. — I svigi kvenna voru allir flokkar í sömu braut. I A- og B-fl. varð 1. Helga R. Júníusdóttir K. A. 27,7 sek. 2. Bjórg Fgðriksdóttir K. A. 31,0 sek. í C-fl. 1. Hólmfríður Péturs- dóttir M. A. 36,4 sek. 2. Hólmfríður Gestsdóttir M. A. 38,0 sek. 3. Ólöf Stefánsdóttir M. A. 48,2 sek. — í kvennasviginu var sveitakeppni þriggja kvenna sveita í öllum flokk- um. Þá sveitakeppni vann sveit Menntaskólans á Akureyri. 1. Hólm- fríður Pétursdóttir 36,4 sek. 2. Hólm- fríður Gestsdóttir 38,0 sek. 3. Ólöf Stefánsdóttir 48,2 sek. Alls 112,6 sek. 2.: íþróttafélagið Þór: 171,0 sek. — Stökkin hófust kl. 4 og var þá eins og áður segir nokkur snjókoma, sem háði stökkmönnunum. Rennsli var frekar stamt og dró. það einnig úr stökk- lengdinni. í A- og B-fl. karla varð 1. Sigurður Þórðarson K. A., sem stökk 29.5 metra og hlaut 143 stig. 2. Guð- mundur Guðmíindsson K. A. 121,6 stig. — í karla flokki 17—19 ára varð 1. Ari Guðmundsson M. A. 27,5 metrar 143,9 stig. 2. Vignir Guð- mundsson M. A. 139,9 stig. 3. Magn- ús Ágústsson M. A. 118,3 stig. — í sveitakepphi um Stökkbikar Akureyr- ar, sem MorgunblaðiS gaf 1943 og keppt er um í þriggja manna sveitum í báðum flokkum saman, sigraði sveit Menntaskólans á Akureyri og er þaS í annaö sinn, sem íþróttafélag M. A. vinnur bikarinn. í sveitinni voru: Ari Guðmundsson 141,7 stig. Vignir Guð- mundsson .135,7 stig. Magnús Ágústs- son 116,5 stig. Alls 393,7 stig. 2.: Knattspyrnufélag Akureyrar 369,6 stig. Keppendur voru alls um 50 en áhorfendur um 100. Keppnin fór vel fram, og þótti að henni hin bezta skemmtun. Fjárframlög til hafnar- mannvirkja ó Norðurlandi. Á fjárlögum fyrir árið 1946 er veitt til hafnarmannvirkja og lend- ingarbóta á Norðurlandi sem hjer segir: Á Hvammstanga — Blönduósi kr. 70,000 — 25.000 — Skagaströnd — 200.000 — Sauðárkróki — 75.000 í Hofsós — 25.000 Á Siglufirði — Ólafsfirði — 200.000 — 200.000 í Dalvík — 150.000 — Hrísey — Hauganesi — 75.000 — 1.000 Á Akureyri — 100.000 í Flatey á Skjálfanda — 25.000 — Grímsey — 25.000 — Húsavík — 200.000 Á Kópaskeri — 20.000 — Raufarhöfn — 40.000 Hæsta framlag í þessu skyni á fjárlögum til einstakra bæja í land- inu er 300 þús. kr. (til Hafnarfjarð- ar og Akraness). Frjettatilkynning 13"?«'i.. í síðastliðinni viku var í Praha undirskrifaður viðskiptasamningur milli íslands og Tjekkóslóvakíu. Samkvæmt þessum samningi fá Tjekkar ýmsar íslenzkar afurðir og framleiðsluvörur, svo sem saltsíld, hraðfrystan fisk, síldarmjöl, síldar- lýsi, ull, gærur og niðursuðuvörur, en íslendingarí munu hinsvegar fá frá Tjekkóslóvakíu sykur, kemiskar vörur, leirsmíðamuni, gler og gler- vörur, járn- og stálvörur, hljóðfæri, pappírsvörur og sprengiefni, Samningaumleitanirnar byrjuðu síðastliðið haust, og hófu þeir Pjet- ur Benediktsson, sendiherra, og Ein- ar Olgeirsson, alþingismaður, und- irbúning þeirra, en Pjetur Benedikts- son lauk þeim í síðastliðinni viku, eins og fyrr segir, og undirskrifaði samninginn fyrir hönd íslenzku rík- isstjórnarinnar. Ráðunautur- sendiherra var Ólaf- *ur Jónsson, framkvæmdastjóri h.f. Miðness í Sandgerði. Mokafli hefir verið, undanfarið fyrir Norður- landi á báta þá, er ganga úr ver- stöðvunum á Skagaströnd og Siglu- firði. Þrír bátar ganga jafnt og þjett til veiða frá hvorum staðnum. Asberg Sigurðsson cand. juris hefir verið ráðinn bœjar- stjóri í ísafjarðarkaupstað. Hann er sonur Sig. sál. Þórólfssonar, fyrr- um skólastjóra á Hvjtárbakko.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.