Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.03.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 22. marz 1946 12. tbl. Skíöamót Islands hefst í dag hjer á Akureyri og stendur í þrjá dag^i. Þátttakendur 102 víðsvegar af landinu. Skíðamót íslands hefst í dag hjer í bænum. Þátttakendur eru alls 102. Þeir eru frá þessum fjelögum: Magna í Höfðahverfi (2), Sameining í Ólafsfirði (4), íþróttasambandi Strandasýslu (5), Hjeraðssambandi Þingeyinga (11), Iþróttabandalagi Siglufjarðar (13), íþróttabandalagi Reykjavíkur (18), Menntaskólanum á Akureyri (21) og frá Iþrótta- bandalagi Akureyrar (28). Keppnin stendur í þrjá daga og skiptist þann- ig: \ í dag kl. 4 fer fram skíðaganga (A og B flokkur karla eldri en 20 ára). Mætast þar allir beztu göngu- menn landsins, 15 að tölu. Þekktastir þeirra cru Guðmundur Guðmundsson (rás'nr. 9),Haraldur Pálsson (rás nr. 14), Jón Jónsson, Þingeyingur (rás nr. 1), Jón Þor- steinsson (rás nr. 8) og Jónas Ás- geirsson (rás nr 11). — Þá eru tveir harðsnúnir Strandamenn. >>-~¥-fir4eitt er mannval í þessari keppni. Litlu síðar keppir A-aldursflokkur í göngu (17, 18 og 19 ára). Eru keppendur 10. Gangan byrjar og endar við Menntaskólann. Einnig munu skíða- garparnir fara nokkrum sinnum ^fram hjá skólanum í keppninni. Á morgun, laugardag, hefst keppni kl. 9 f. h. Keppir þá C-flokkur í svigi. 1 Kl. 11 f/'h. keppir B-flokkur í svigi. Kl. 2 e. h. fer fram sveitakeppni í svigi um Slalombikar Litla Skíða- fjelagsins. Sendir hvert' fjelag fram sína 4 beztu menn í þá viðureign. Kl. 5 fer skíðastökkið fram, og er það eina greinin, auk göngunnar, sem ef til RÆKTAÐ LAND Túnstærðin á landinu árið 1944 er talin 37712 hektarar. Stærð mat- jurtagarða sama ár 839 ha. Töðufengur á öllu landinu að meðaltali 32 hestar á hektara árið 1943, en 35 hestar 1944.' Uppskera af jarðeplum var 53319 tunnur 1943, en 76065 tn. 1944. Af rófum og næpum fyrra árið 3670 tn. og . seinna árið 7351 tn. Uppskera af jarðeplum og rófum var að meðaltali 62 tn. af hektara 1943, en 99 tn. á ha. 1944. Árið 1944 nam mótekj§_ alls á landinu 119730 hestum og hrísrif 8242 hestura. vell fer fram hjer niðri í bæ (Mið- húsaklappir). Allar hinar keppnirnar fara fram í Snæhólum við Ás|prð. Verður þar selt kaffi og í Utgarði. Bílfært er í Útgarð, en þaðan er hæg leið á keppnistaðinn, (30—45 mín.). Göngubrautin er merkt frá Utgarði til Ásgarðs. Þriðji og síðasti dagur mótsins er fcunnuclagurinn. Þáhn dag hefst keppni.kl, 2 e. h. í svigi karla (A-fl.) Kl. 3 er kvensvig/ Þegar að því loknu ýerðúr aukakeppni í stökki, og ]>á brun í öllum flokkifm. Mun því ljúka nokkru neðan við ÁsgarS. ÚtgarSur (skólasel Memitaskól- ans) slendur í 300 m. hæð yfir sjó og Asgarður (skólasel GagnfræSa- skólans) í 530 m. Brunið mun enda í 400 m. hæð yfir sjó við slóðina, sem Hggur milli skálanna. Mótinu lýkur með hófi að Hótel Norðurland á sunnudagskvöld. Skíðaráð Akureyrar stendur fyrir mótinu, en formaður þess er Her- mann Stefánsson, íþróttakennari. „íslendingur" bý'Sur íþróttamenn- ina velkomna til Akureyrar. Frá • # arstjorn. ' Fundur 19. marz. Fjarverandi: Stgr. Aðalsteinsson, Tryggvi Helga- son og Indriði Helgason. Mættir 4 þeirra stað: Jón Ingiriiarsson, Tryggvi Emilsson og Helgi Pálsson. Frá bœjarráði. Samþ. að kaupa áhald til úSunar í trjágörðum. — Ræktunarráðunautur bæjarins skal geyma tækiS og lána það bæjarbú- um við vægu verSi. TaliS ómögulegt aS opna Geislagötu á vori komanda, en samþ. að hefja samningaumleitanir viS Búnaðarbankann, undir eins og tök eru á, „um skerðingu á eignum bank- ans"* (þannig!). Ennfremur sam- þykkt að "segja B. S. A. upp leyfi fyrir stöðvarhúsinu, er veitt var til bráðabirgðaleyfi á sínum tíma, með 6 mánaða fyrirvara, frá 1. apríl n.k. Olgeir Benediktsson og Steinþór Helgason biðja um, að lóðin Strand- gata 6 verSi færð a nöfn þeirra beggja og að þeir fái leyfi til varan- legrar húsagerðar á'.henni. Bæjar- ráS vill ekki sinna beiSnum þessum, og samþ. bæjarstjórn þaS. Stefán Halldórsson, Ægisgötu, biSur um meSmæli bæjarstjórnar til gistihúss- rekstrar og veitinga í bænum. Bæj- arráS vantar upplýsingar um hæfni umsækjanda og skilyrði hans til þessa rekstrar og getur því eigi veitt meSmælin. Bsejarstjórn sþ. Utaf tillögum Jóns Ingimarsson- ar, tekur bæjarráS fram, aS þaS hafi falið byggingarfulltrúa að gera tillögu-uppdrætti að íbúðarhúsum, og liggi þeir nú fyrir. 'Það leggur til, að bæjarstjóra sje falið að reyna að útvega bVggingarefni til fyrirhug- aðra 1.2 íbúða og auglýsa eftir yfir; smiðum (í fundargerð: bygginga- meisturum) fyrir bæinn. *) Þetta á víst aS skilja svo, aS semja eigi vi'ð bankann um að láta af hendi part af húsinu, gegn dómkvaddra manna mati, undir götuna. i Bœjarstjórn samþykkir. Ræklunarfjelag Norðurlands vill fá leigðan eða til kaups Stephensens- hólma (á erfðafestu), ásanit kvísl þeirri, er takmarkar hólmann- að vestan. Bæjarráð getur ekki mælt með þessari beiðni. — í sambandi við liðinn kom fram þessi tillaga: „Bæjarstjórn samþ. að selja Rækt- unarfjelagi NorSurlands á erfða- festu Stephensens-hólmann til þess að gera þar ræktunartihaunir, þó með því skilyrði, að ef þörf verður á a'ð taka tjeðan hólma undir flug- völl, falli hólminn endurgjaldslaust aftur til bæjarins." Tillögu þessari og liðnum vísað til bæjarráðs. Lag'ðar fram tillögur um „skipu- lagningu umferðarmála bæjarins" frá yfirlögregluþjóni. Engar 'ákvarðanir teknar. Rætt um beiðni Nýju bílastöðvar- innar um bílastæði við Strandgötu 6. Bæjarráð veitti beiðninni ekki me'Smæli, en' benti 'henni á hornló'S- ina sunnan Eiðsvallar við Glerár- götu. I sambandi. við liðinn kom fram svohljóð. tillaga: „Bæjarstjórn samþ. að leigja Nýju bílastöðinni á Akureyri lóðina Strandg. 6 á bráSa- birgðaleigu til minnst 5 ára, og enn fremur aS fela bæjarráðiað vinna að því, að þarna verði ákveðin fram- tíðarstöð fyrir vöj-ubíla o'g að þeim verði ætlað stæði ni'ður með Strand- götu, er uppfylling hefir átt - sjer stað." Tillögu þessari og liðnum í heild vísað aftur til bæjarráðs. FRÁ RAFVEITUSTJÓRN Samþ. vegna mikilla efniskaupa rafveitunnar að taka bráðabirgðalán innan skamms um 300 þús. kr. Bú- ist er við, að hægt muni verða að greiða lán þetta af tekjum rafveit- unnar á þessu ári. Lagt fram erindi frá áburðarverk- smiðjunefnd, undirskrifað af Birni Jóhannessyni og Trausta Ólafssyni, þar sem þrj ar eftirfarandi spurning- ar eru lagðar fyrir bæjarstjórn Ak- ureyrar: 1. Telur' bæjarstjórn, að Laxár- virkjun muni í náinni framlíð geta lát-ið í tje nægilega orkn til áburðar- verksmiðju, samkvæmt ofangreindri orkuþörf (7000 kw. orku) ? Ef svo er, hefir bæjarsljórnin aðstöðu til að segja fyrir um, hvenær slíks mætti vænta ? 2. HvaS yrði áætlað verð á orku? a) Við aflstöð í Laxá? b) Á Akureyri? 3. Myndi Akureyri setja sem skil- yrði fyrir afhendingu á orku, að verksmiðjan yrði sett á Akureyri? Spurning þessi er sett fram, vegna þess aS þaS er mögulegt, aS hag- kvæmara reynist aS reisa verksmiSj- una viS stöSvarvegg. Þetta er enn aS vísu lítiS rannsakaS mál, en nefndin mun aS sjálfsögSu leggja til, aS áburðarverksmiðj a verði reist, þar sem ætla mætti, að rekstr- arkostnaður yrði sem minnstur. Bæjarstjórn svarar þannig, eftir till. bæjarráðs: , 1. spurning: Bæjarstjórn telur viðbótarvirkjun við Laxá geta gefið nægilega orku til rekstrar áburðar- verksmiðju og álítur, að slíkri virkj- un ætti að geta verið lokið haustið 1947, ef undirbúningur verður haf- inn á-þessu vori. 2. spurning: TJm áætlað verð á orku vísast til áætlunar Arna verk- fræðings Pálssonar, en þá áætlun er að finna í greinargerð með áburðar- verksmiðju — frumvarpi, sem lagt var fyrir Alþingi 1943 og í 3. hefti Tímarits Verkfræðingafjelags ís- lands 1944. En samkvæmt þeirri á- ætlun virðist hvergi vera hægt að fá eins ódýra raforku til áburðarverk- smiðju eins og við Laxá. ARNARNESHREFPI ^efin stórgjöf. H. f. Kveldúlfur, eigandi síldar- verksmiðj unnar á Hjalteyri, hefir nýlega gefið Arnameshreppi 100 þús. kr. til barnaskólahúss og lóð og land undir húsið í landi jarðarinn- ar Ytri-Bakka. ÞTOÐVILJINN hefir skipt um ritstjóra. Kristinn E. Andrjesson ' alþm. tekur við, en Sigfús Sigurhjartarson og Einar Olgeirsson hafa látið af stjórnmála- ritstjórn blaðsins. Þetta gerðist nokkru eftir bæjarstjórnarkosning- arnar' Reyndar mun Einar Olgeirsson hafa verið að mestu hættur að skrifa í blaðið (þó að hann stæði á blaðinu), vegna starfa í Nýbygg- ingaráði, en Sigfús var aðalmaður- inn. Sœluvika Skagfirðinga á Sauðárkróki hófst 17. þ. m., en sýslufundur verður haldinn seinna. 3. spurning: Bæjarsljórn mun setja að skilyrSi fyrir afhendingu á orku frá viSbótarvirkjun, sem gerS yrSi í sambandi viS núverandi mann- virki, a'ð verksmiðjan yrði reist á /Vkureyri. Bæjarstjórn vill taka fram, að hún hefir í hyggju að hefja mjög fljót- lega undirbúning að slækkun Laxár- virkjunar, vegfia þarfa Akureyrar- bæjar og nágrennis. Er því nauðsyn- legt, að tekin verðj sem fyrst ákvörð- un um, hvort aukning virkjunarinn- ar skuli jafnframt miðast við þarfir áburðarverksmiðj u. Olafur Jónsson, f.h. Rfj. Nl., og Jðn G. Guðmann, bóndi í* Skarði, biðja um raforku til súgþurrkunar á heyi. Samþ. að selja þeim raforku í þessu skyni á 8 aura kwst., fyrst um sinn, á tímabilinu frá 10. júní til 31. ágúst, enda heimilist rafveitustj órn að loka fyrir rafstraum frá kl. 10— 12 og kl. 6—8 daglega. Júlíus Jóhannesson ráðinn fastur innheimtumaður hjá rafveitunni. Tillaga um að fela bæjarstjóra að leita eftir því við berklayfirlækni, að allsherjarberklaskoðun verði lát- in fara fram í bænum á þessu ári, samþ. í e. hlj. FRÁ BYGGINGARNEFND Fram lagðar beiðnir um lóðir, seldar á leigu, frá 17 borgurum bæj- arins. Samþ. að leigja allar lóðirnar, nema lóðina nr. 1 við Bjarkastíg. BUPENINGÚR Á ÍSLANDI Samkvæmt nýútkonmum búnað- arskýrslum nam tala sauðfjár á land inu í fardögum 1942 alls tæplega 651 þús., en 618 þús. vorio^ 1943 og 539 þús. vorið 1944. Hæstri tölu hefir sauðfje náð í búnaðarskýrsl- unum árið 1933,' er það'taldist 728 þús. í fardögum 1942 töldust naut- gripir á öllu landinu 41416, árið 1943 voru þeir 39918, en 36415 árið 1944. Hefir nautgripatalan aldrei á síðustu öldum verið svo há sem árið 1942. Hross voru í fardögum 1942 'talin 61071, en í fardögum 1943 voru þau 61876 og 60363 í fardögum 1944. Var hrossatalan í fardögum 1943 hærri en hún hefir nokkurn tíma verið. A hvert hundrað manna á land- inu 1944 koma 425 sauðkindur, 29 nautgripir og 48 hross. Sama ár er fjárflesta sýslan á landinu Norður-Múlasýsla "(56991). Næst er Þingeyjarsýsla (49437) og þriðja Ámessýsla (44015). Árnessýsla er sama ár hæst um nautgripaeign (5560). Næst er Rang- árvallasýsla (3486) og þriðja Eyja- fjarðarsýsla (3141). 1 Húnavatnssýslu eru sama ár flest hross (11815). Næst er Ragárvalla- sýsla (8259) og þriðja Skagafjarð- arsýsla (7690). Geitfje var á öllu landmu; 1944 alls 1095, svín 1133, hænsn 76261, endur 842, gæsir 748 ojj loðdýr 5098. \

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.