Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1946, Side 2

Íslendingur - 22.03.1946, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudaginn 22. marz 1946 Kirkjan. Messað kl. 5 í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur. I.O.O.F. — 12732281/2 — Synodus verður haldin í Reykjavík dagana 20.—22. júní n. k., og hefst hún að venju með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Hjúskapur. Jón Sigurðsson, prent- nemi hjer í bæ og Björg Pjetursdótt- ir frá Sauðárkróki gefin saman 16. þ. m. Mannalát. Dómhildur Jóhannes- dóttir ekkjufrú, Aðalstræti 15, d. 14. þ. m. Valgerður Helgadóttir, kona Guðm. Guðmundssonar frá Dálks- stöðum, Norðurgötu 2, 75 ára, d. 16. þ. m. . Áœtlun um tekjur og gjöld bæjar- sjóðs Akureyrar, .Rafveitunnar og hafnarsjóðs árið 1946 er nýkomin út sjerprentuð. Niðurjöfnunarupp- hæð nemur kr. 3115100,00. Niður- stöðutölur tekju- og'gjaldamegin kr. 4438700,00 í áætlun bæjarsjóðs. Tala búpenings í fardögum árið 1944 á Akureyri var sem hjer segir: Hross 166 (framleljendur 75), naut- gripir 306 (framt. 127), sauðfje 1493 (frt. 123), svín 287, alifuglar 1137 (frt. 71). Búfje í bænum var sem næst jafnmargt árið 1943. Rœktað land og jarðargróði árið 1944 á Akureyri var sem fylgir: Tún 407 ha. (hektarar), kálgarðar í 100 m2. 2165, taða (þurrhey) 14134 hestar, do. vothey 200 hestar, hafragras 200 hestar, úthey alls 3680 hestar, jarðepli 1925 tunnur, rófur og næpur 20 tn., svörður 1755 hestar. Barnaleikvöll, vestan við Helga- magra-stræti, fyrir utan og neðan Staðarhól, er nú verið að holræsa. Er*völlur þessi 90 metrar á lengd og 30 á breidd. Spilakeppni hófst hjer 3. þ. m., og hefir verið spilað tvisvar í viku síðan, siðast 20. þ. m. (spilað er bridge). Nú standa sakir svo, að sveit Þorsteins Stefánssonar á 4 vinninga, Þórður Sveinsson 3, Tóm- as Steingrímsson 2, Jóhann Snorra- son 2, Jón Steingrímsson 1 og sveit Sigvalda Þorsteinssonar (nú Tómas- ar Antonssonar) 0 vinning. Keppn- inni lýkur næsta sunnudag að Hótel KEA, og hefst lokakeppnin kl. 7 síðd. þann dag. Innbrot og þjójnaður. Aðfaranótt 19. þ. m. var farið inn í Gufupressu Akureyrar og næstu nótt á eftir brotinn gluggi og vaðið inn. í bæði skiptin var slolið ýmsu úr búðinni, sem er í sambandi við pressuna. Málið er í rannsókn. Ekki hefir lögreglan enn haft upp á þeim, sem frömdu innbrotið í KEA í vetur. Lokað verður sölubúðum á Akur- eyri, vegna Skíðamóts Islands, kl. 4 í dag og kl. 2 á morgun (laugar- dag). Sjónleikur og dans verður á þing- húsi Hrafnagilshrepps annað kvöld kl. 10. Veitingar. Zíon. Almennar samkomur verða í kvöld og á sunnudagskvöld kl. 8,30. Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigur- jónsson tala. — Allir hjartanlega velkomnir! ð H jálprœðisherinn. Sunnudaginn kl. 11 helgunarsamkoma^ sunnud. kl. 2 sunnudagaskóli, sunnud. kl. 8,30 Hjálpræðissamkoma. — Ath. Föstudaginn 29. marz bazar, Bazar- inn hefst kl. 3 e. h. Margir góðir munir. Kaffisala. — Allir velkomnir! Um hœttuna aj jtróunarkenning- unni fyrir einstaklinginn og menn- ingu mannkynsins talar Sæmundur G. Jóhannesson á Sjónarhæð n. k. laugardagskvöld kl. 8,30. Skólafólki boðið, en allir velkomnir. Aðaljund heldur fjelag Verzlunar- og skrifstofufólks á Hótel KEA n. k. miðvikudag 27. marz kl. 8,30 síðd. Stúkan „Brynja“ nr. 99 heldur fund í Skjaldborg þriðjudaginn 24. marz kl. 8.30 e. h. — Inntaka nýliða, upplestur og leikþáttur. Dansað eft- ir fund. Fjelagar, fjölmennið stund- víslega. Nýir fjelagar velkomnir. Barnastúkan Samúð heldur fund næstk. sunnudag kl. 10 árd. í Skjald- borg. Venjul. fundarstörf. Skemmti- atriði. Leikrit. Sögð saga o, fl. Nýir fjelagar velkomnir! Búnaðarnámskeið verður haldið að Hótel Kea hjer í bæ 25. og 26. þ. m., hefjast á hádegi báða dagana. Þar mæta 6 búnaðarráðunautar, 4 frá Búnaðarfjelagi íslands: Pálmi Einarsson, Halldór Pálsson, Sveinn Tryggvason og Hjörtur Eldjárn, og 2 frá Búnaðarsambandi .Eyjafjarð- ar, Ólafur Jónsson og Edvard Malm- quist. Flogið var aðeins einu sinni s. I. viku frá Rvík til Ak. (á miðviku- dag). Komu 3 flugvjelar, og hefir aðeins ein þeirra komist suður aftur enn sem komið er. íþróttagarparnir af Ströndum vestan, er ætluðu að koma á skíða- mótið, sitja vestur á Hólmavík, því miður, vegna óhagstæðs veðurs. Snœbjörn Þorleifsson, bílaeftir- litsmaður varð 45 ára í dag. MAGNÚS JÓNSSON, fyrrv. ritstj. „Víðis“ í Vestmanna- eyjuin, andaðist 6. f. m., sjötugur að aldri. Sonur hans, Ólafur, ungur menntamaður, stofnaði blaðið „Víði“ árið 1928, en þegar Ólafur dó 1930, tók Magnús faðir hans við blaðinu og var ritstjóri þess og eig- andi rúman áratug. Fórst honum það starf vel úr hendi. Eftir það að Magnús hætti við blaðið, gerðist inn kunni alhafnamaður, Einar Sigurðs- son, frkvstj. og bæjarfulllr. í Vest- mannaeyjum, ritstjóri blaðsins' og er það enn.. Magnús sál. var framúrskarandi sjósóknari, forinaður þriðjung ald- ai'. Fyrr á árum fjekkst hann við barnakennslu. Magnús var fæddur á Geldingaá i Leirársveit, og voru forehlrar hans Jón Jónsson, bóndi þar, og kona hans Kristín Jónasdóttir bónda í Belgsholti Benediktssonar pr. á Mel- um í Melasveit Jónassonar próf. á Höskuldsstöðum Benediktssonar. — Jónas bóndi í Belgsholti og sr. Jakob í Glaumbæ, faðir Jóns landsbóka- varðar, voru bræður. Eítirtektarverð grein. i RUSLAND VISER INTERESSE FOR ISLAND. Artikel i „Den röde Flaade“ om Base-Spörgsmaalet. Moskva, Söndag (R B fra Reuter). Ugebladet „Den röde Flaade“ bringer í Dag en Artikel, hvori det. hedder, at Indrömmelsen af Baser i Island til De Forenede Stater kan före til en Situation, i hvilken andre Magter kunde göre Krav paa Baser i denne Egn. Detle var saa meget mere muligt, som Island indlog en over- ordentlig vigtig strategisk Position paa Söruterne fra det piordlige Atlanterhav, der som bekendt have Betydning for andre end De Forenede Stator. ■ TekiS úr „Politiken“ 4. marz. GREIN í „RAUÐA FLOTANUM“ UM BÆKISTÖÐVA- - MÁLIÐ. Moskva, sunnudag (RB frá Reuter). Vikublaðið „Rauði flotinn“ birtir í dag grein, þar senr því er haldið fram, að verði Bandaríkjunum leyfð- ar bækistöðvar á íslandi, geti það orðið til þess, að önnur ríki myndu gera kröfu lil bækistöðva á þessum slóðum. Þetta er' þeim mun líklegra, senr Island vegna legu sinnar haíði stór- kostlega þýðingu fyrir siglingaleiðir unr Norður-Atlantshaf, en þær hafa, eins og vitað er, þýðingu fyrir önn- ur ríki en Bandaríkin.“ Eftir „Vísi“. i | y i y Ekki stóð sú dýrð lenvi! í kosningunum til bæjarstjórna í Danmörku um daginn fengu Komm únistar 60 þús. atkv. r Kaupmanna- höfn, en í haust við þingkosningarn- ar fengu þeir þar í borg 105 þús. atkv. Það er nrikið fylgistap á stutt- um tíma. RÚSSAR liafa kvatt setulið sitt heim frá Borg- undarhólmi. Svo sem útvarpshluslendur mega vita, verður Svíum tíðrætl unr setu bandaríska setuliðsins á íslandi, í sambandi við broltför Rússanna frá Borgundarhólmi, og benda þeir á nauðsyn þess fyrir öll Norðurlönd, að Bandaríkjamenn verði á brottu af íslandi ið skjótasta. r Þ j óðara tkvæði sgre i ðslu er gert ráð fyrir í Færeyjum á sumri komanda um það, hvort þær skuli vera í nánum ten^slum í Danmörku áfram eða rofin skulu þau. GLÓÐAFEYKIR. í ritfregn um „Glóðafeyki“ í síð- asta blaði hefir slæðst ínn sú villa, að sýslusamþykkt Skagfirðiryga um búfjárhald og beit sje frá 1759. Það er rangt. Samþykktin er frá 1739. PAASIKIVI hefir verið kosinn forseti Finnlands í stað Mannerheims marskálks, er sagði af sjer. — Það er mælt, að inir hörðu dómar, er kveðnir voru upp í niálum finnsku stjórnmála- mannanna, að kröfu Rússa, hafi vferið marðir í gegn í rjettinum með eins atkvæðis meirihluta. R Ú S S A R halda enn her í Iran og höfðu þó lofað að verða á brott með hann þaðan 2. þ. m. Stjórnin í íran hefir nú kvartað yfir þessu til öryggisráðs sameinuðu þjóðanna og ^nnfremur y'fir því, að Rússar hafi hlutast til um innanríkismál í íran. VÍSAN alkunna um Kyndilmessu: „Ef í heiði sólin sjest á sjálfa kyndilmessu/ snjóa yænta máttu mest, maður, upp frá þessu“, fyrirfinnst einnig á latínu: Sole micante die purificante, nix erit major quam ante. Skákmót. Nýlokið er hjer í bænum skák- þingi Norðlendinga. Það hófst í byrjun febrúar. Að þessu sinni var engin þálttaka utanbæjarmanna. Til þæginda fyrir keppendur, sem stunda vinnu sína á daginn, var ákveðið að tefla aðeins tvisvar í viku, og því stóð mótið svo lengi. Skákstjóri var Jón Hinriksson. Keþpendur voru 13, þar af 5 í meistarafloklý, 4 í fyrsta flokki og 4 í öðrum flokki. Tefld var tvöföld umferð. í meistaraflokki tefjdi hver keppandi því 8 skákir. Þar varð fyrslur Guðmundur Arn- laugsson með 7)4 vinning. Annar varð Júlíus Bogason með 5)4 vinn- ing, en þeir Jóhann L. Jóhannesson og Unnsteinn Stefánsson urðu næst- ir, með 2)4 vinning hvor. Jóhann Snorrason, sem varð Norðurlands- meistarí í fyrra, naut sín ekki í þelta skipti og hlaut aðeins tvo vinninga. Fyrsta flokk vann Steingrímur Bernharðsson með 5 vinninga af 6 mögulegum, en Steinþór Helgason varð annar, og í öðrum flokki varð Hafsteinn Halldórsson efstur. Mótinu verður slitið í kvöld með fundi að Hótel KEA. Fer þar fram afhending verðlauna. Einnig fer þar fram keppni í hraðskák og verðlaun einnig veitt fyrir hana. í Reykjavík er nýlokið tveimur stórum skákmótum: Skákþingi Reykjavíkur ög- landskeppninni, sem nánast-svarar til þess, sem áður var kallað Skákþing íslands. í landskeppninni urðu fyrstir þeir nafnar Guðmundur Agústsson og Guðmundur S. Guðmundsson, en annars er keppnin svo jöfn, að eigi munaði nema 1)4 vinning á 1. og 7. manni. Þarna átti Akureyri einn fulltrúa: Jón Þorsteinsson. Hann stóð sig með mestu prýði, þótt eigi yrði árangurinn jafn-glæsilegur og í fyrra, er hann hlaut önnur verð- laun. Sunnanlands stendur allt skáklíf í miklum blóma, ný fjelög eru stofn- uð, þar sem áður var lítið teflt, og ýmsir ungir skákmenn koma fram, sem virðast ætla að verða eldri meisturum hæltulegir keppinautar. Aftur á móti virðist skákáhugi hjer norðanlands með minna móti sem jstendur, en það er vonandi ekki nema stundardrungi, því að þá væri illa farið, ef Norðlingar drægist mjög aftur úr sunnanmönnum á þessu sviði. F r jettatilkynning frá ríkisstjórninni Samkvæmt upplýsingum, sem ráðuneytinu hafa borist frá Pjetri Benediktssyni sendiherra, sem nú dvelur í París, telur hann æskilegt, að þeir íslenzkir kaupsýslumenn, sem leggja leið sína yfir París, en þangað eru nú sem stendur flug- ferðir lijeðan, athugi möguleika á kaupum á vörum frá Frakklandi, og er hið nýja sendiráð íslands þar að sjálfsögðu reiðubúið til að veita íslenzkum kaupsýslumönnum aðstoð sína í sambandi við þessi viðskipti. Reykjavík, 15. marz 1946. Hinn 2. marz s. 1. hætti Siglinga- ráð hinna sameinuðu þjóða (United Maritime Authority) störfum. Samkvæmt þessu verða siglingar gefnar frjálsar að því undanteknu, að þjóðir þær, sem að ráðinu hafa staðið, taka að sjer, sameiginlega, að sjá um skipakost fyrir Hjálpar- stofnun hinna sameinuðu þjóða (UNRRA). Utanríkisráðuneytið, hinn. 15. ' marz 1946. 4. ráðsfundur Hjálpar- og endur- reisnarstofnunar hinna sameinuðu þjóða — UNRRA — 15. þ. m. í Atlantic City í Bandaríkjunum. í kjörbrjefanefnd hefir verið kos- inn fulltrúi íslands, Magnús V. Magnússon, sendiráðsritari í Was- hington. Utanríkisráðuneytið, hinn 16. marz 1946. Pjetur Benediktsson sendiherra gekk á laugardag á fund herra Félix Gouin, Frakklandsforseta, og afhenti honum embættisskilríki sín. Skrifstofa sendiráðs íslands í París er í Hotel Bristol, Rue de Faubourg St. Honoré, París. 18. marz 1946. Christian X. og krónprins- inn. £á dýrtíðaruppbót. Dönsk blöð skýra frá því, að einn af þeim fáu, sem ekki hafi fengið dýrtíðaruppbót þar í landi síðustu árin, sje konungur. Nú stendur til, segja blöðin, að hann fái uppbót á laun sín (1 millj. kr.), sem nemur 300 þús. kr. Krónprinsinn, er fær árl. 120 þús. kr. frá ríkinu, á að fá 60 þús. kr. viðbót.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.