Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 22.03.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 22. marz 1946 ÍSLENDINGUR * ^ ¦» "^¦•^•^¦^¦¦^^ -á ÍSLENDINGURj Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. .Útgefándi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson, Lœkjargötu 3 ' Pósthólf 118. PrentsmiSja BjSrns Jónssenar h.f. Stjórnarskrár - málið. Blaðið átti tal við formann m'tlli- þinganefndarinnar í srjórnarskrár- tnálinu í íyrrakvöld, Gísla Sveins- son, alþm., fyrrv. forseta sþ., og spurðist fyrir um, hvaS málinu liði. „ÞaS sefur," sagði liann. Spurðum vjer hann, hvort það myndi alls ekki verða tekið til meðferðar á þessu þingi, og fullyrti hann, að ekkert myndi verða aðhafst í því fyrir kosningar. — Sigurður sál. Eggerz var formaður utanþingsmannanefnd- arinnar, sem sett var í fyrra, milli- þinganefnd Alþingis til ráðuneytis, og hefir enginn verið kvaddur til að taka sæti í nefndinni enn sem kom- ið er í hans stað. Það er því sjáanlegt, að engin breyting verður ger á stjórnar- skránni á yfirstandandi Alþingi, og er þetta því undatlegra, sem skýrt er tekið fram í málefnasamningi stjórn- arflokkanna frá haustinu 1944, að „endivrskoðim stj órnarskrárinnar verði lokið svo .fljótt, að frumvarp- ið. verði lagt fyrir Alþingi, áður en kosningar fara fram og eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar, og leggur stjórnin og flokkar þeir, er að henni standa, kapp á, að frumvarp þetta verði endursamþykkt á Alþingi að afloknum kosningum." í E-lið málefnasamningsins undir 4. tölulið er yfirlýsing flokkanna um endursko^un stj órnarskrárinnar. En efndirnar ætla ekki að sam- 8vara loforðunum í þessum grein- um, og verður blaðið að harma það, og því meir, sem breytingar á stjórn- arskránni eru aðkallandi í ýmsum greinum. En — hvað veldur því, að endur- skoðun stjórnarskrárinnar er enn fresjað? NÝJA BÍÓ Föstudagskvöld kl. 9: Tónaregn Laugardagskvöld kl. 6: Heimþrá (Vegna áskorana) Maðurinn frá Ástralíu (Börn iiinan 16 ára fá ekki aðgang) Sunnudág kl. 3: Heimþrá (Allra síðasta sinn) Sunnudag kl. 5: Tónaregn Sunnudagskvöld kl. 9: Kvæntur í annað sinn Samsæti og ræða á Akureyri 1901 Indriði Einarsson, skrifstofustj óri 'í stjórnarráðinu, er síðar varð, fór norður á Akureyri vorið 1901 í bindindiserindum, því að hann var þá stórtemplar í Stórstúku Islands. Segir hann frá heimsókn í stúkuna „Isafold-Fjallkonan", sem sje stað- föst.. Þar sje _, meðlimirnir grónir saman. Nú buðu Templarar Indriða til kveldverðar og með honum Einari Hjörleifssyni. Læt jeg nú Indriða segja sjálfan frá: „Þar (5: í sam- sætinu) voru ræðuhöld mikil og' öllu raðað niður með forsjá. Ræðu- mennirnir hældu mjer allt of mikið fyrir það, að jeg væri kominn, svo að j eg vissi ekki, hverj u j eg átli að svara og bað Einar Hjörleifsson að svara fyrir mig, því að hann átti líka sinn skerf af því, sem þeir sögðu. Einar Hjörleifsson svaraði méS ræðu, og er þetta sluttur útdráttur úr henni: * Þegar jeg var heima, kom kirkju- fólkið inn eftir messu einu sinni sem oftar og fjekk kaffi, áður en þáð hjelt af stað. Nýlega hafði ei.t- hvert slys viljað til af völdum brenni vínsins, og margir töluðu um það, hvernig þess háttar yrði fyrirbyggt. Bóndi einn var í stofunni, sem var álitinn heimskur maður, og hann kom með ráðið: „Það er ekki annað, en að banna að flytja það". Af kirkjufólkinu var þetta tekið sem ný sönnun fyrir því, hve heimskur maður hann væri. Það þótti ólíklegt ráð. Ræðumaður minntist á kafla í „Manni og konu" Jóns Thoroddsen. Gestur að sunnan er kominn á sveita bæ og er spurður tíð'inda. I fyrstu man hann ekkert, en allt í eimi rank- ar hann viS því, að iyrir sufman hafi farist skip nýlega, og skiptap- inn orsakasl svo, aö þeir komu mjög hlaðnir úr kaupstað, svo fór að gefa á. TiJ þess aS ljetta skipiS, stinga þeir upp á því, aS kasta út stórum, fullum brennivínskút. Formaðurinn vildi ekki kasta út kútnum. Skipinu hvolfdi, og nokkrir me'nnirnir drukkn uðu. — ViS GóStemparar viljum kasta út kútnum af skipinu, en hinir vilja þaS ekki og hirSa ekki um, þólt einhverjir drukkni, af því aS hann er innanborSs. Þólt sá maSur væri talinn flestum öðrum heimskari fyrir 30 árUm (um 1870), sem vildi banna aðflutning- áfengra drykkja, þá væri nú svo langt komið, að embættismenn úr Reykjavík, og það ekki þeir heimsk- ustu, laki sjer langar ferSir á hend- ur til þess aS stuSla aS því, aS á- fengisflutningur til landsins verði bannaSur, og til aS fá menn á þá skoSun, að viS íslendingar æltum að kasta út kúlnum, svo að jólk hætti að drukkna af hans völdum." TIL SÖLU: Harmonikurúm, eldhús og barnastólar o. fl. JÓNAS GUNNARSSON. Tilboð óskast í KombineraSa trésmíSavél, áfastur mótor, einnig bandsög AgreiSslan vísar á. Nýtt efni til hreingerninga Perlulím Kalt trélím Veggfóðurlím Veggfóður kemur með næstu ferð BEN. J. ÓLAFSSON Sími 523. Látin er í Rvík 16. þ. m. Björg Einarsdótt- ir, ekkjufrú frá"Undirfelli, hjá dótt- ur sinni og tengdasyni, háöldruð. Frú Björg var f. 13. sept. 1851, dóltir Einars Hannessonar, bónda að Mælifellsá í Skagafirði. Hún gift- ist Hjörleifi Einarssyni, prófasti á Undirfelli, 23. apr. 1885. Bjuggu þau, sem kunnugt er, inu mesta rausnarbúi á Undirfelli, þangað til sr. Hjörleifur ljet af prestsskap og prófastsstörfum árið 1906. FluttustN þau hjón til Rvíkur, en þar dó sr. Hjörleifur 13. okt. 1910. Eftir það hjelt frú Björg hús fyrir börn sín í Rvík, Guðlaugu og Tryggva. Þá er dóttir hennar var gift Sigurði fram- kvstj. Kristinssyni og sonur hennar var orðinn prestur á Mælifelli, dvaldist frú Björg hjá börnum sín- um til skiptis. Það var þung raun fyrir hana að missa son sinn./ sr. Tryggva, á bezta aldri, en það' var •^eina bótin, að húh átti góða dóttur. Hjá henni og tengdasyninunt var frú Björg síSustu árin í inu bf;zta yf- irlæti, við furSanlega gó'Sa heilsu, . svo gömul kona, skýr og minnug. Frú Björgu má telja meSal merk- ustu kvenna lands vors. Heilbriyt líf tímarit RauSa Kross íslands, VI. árg., 1.—2. hefti 1946, hefir borist blaSinu nýlega. RitiS er fjölbreytt og fróSlegt. Flytur þaS ritgerS um sjúkrahúsmál Reykjavíkur eftir Pál lækni SigurSsson, ungbarnadauSa á íslandi eftir Júiíus prófessor Sig- urðsson, ritstjóraspjall (dr. Gunnl. Claessen er ritstjórinn), farsóttir og sóttvarnir eftir Vilmund landlækni Jónsson, læknisferð eftir Ingólf lækni Gíslason, mold og mygla eftir ritstjórann, mynd áf A. Fleming, prófessor, sína ögnina af hverju, hjúkrunarmynd, á víð og dreif, al- mannatryggingar á íslandi_ eftir Jó- hann lækni Sæmundsson og loks rit- dóma eftir Guðm. prófessor Hann- esson og Benedikt lækni Tómasson, skólastjóra í Flensborg. I grein Júl. prófessors er m. a. skrá um ungbarnadauðann í ýmsum löndum síðustu 5 árin,áður en styrj- öldin komst í algleyming, og enh fremur næstu 5 ár þar á undan. Ára- bilið 1935—1939 incl. er minnstur barnadauði í þeim Evrópulöndum, sem talin eru (Rússland er t. d. ekki talið með), í Hollandi. Þar hafa dá- ið 37,6^r, þ. e. 37,6 börn af þús- undi hverju. Næst er Noregur 40,4). Þriðja í röðinni er Island (42,8), fjórða Svíþjóð '(43,2), þá Sviss (45,6), England og Wales (55,2), Þýzkaland (63,8), Danmörk (64,2), Frakjdand (66). Alls eru talin 24 Evrópuríki. Hæstur barnadauði er í Rúmeníu: 180,8%c. Það land, sem slendur Hollandi framar á þessu sviSi, utan Evrópu, er Nýja-Sjáland. UngbarnadauSinn þar aSeins 32,2%c. „Það verður tæplega annað sagt . en við megum una yel við þennan samanburð, ekki sízt þegar»tillit er tekið til þess, hversu ástatt var í þessum efnum á síðustu <>ld", segir greinarhöfundur. TVEIR af skíðaköppun- um frá^Siglufirði, er ætl- uðu að taka þátt í skíða- mótinu hjer, erú tepptir í Rvík, þeir Jónas Ásgeirs- son og Haraldur Pálsson, Jarðarför móður okkar, DÓMHILDAR JÓHANNESDÓTTUR, fer fram miðvikudagínn 27. þessa mána§ar. Athöfnin hefst með bæn á heimili hinnar látnu, Aðalstræti 15, kl. 1 síðdegis. Akureyri, 19. marz 1946 Fyrir höna barna hinnar látnu Friðrik Magnússon. rsm INNILEGUSTU ÞAKKIR til alka þeirra, sem élöddu mié með blómum, gjöfum og heillaskeytum á 80 ára aímseli mínu 15. marz sl. ARNÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR. íilboð óskasf í háll't húsið við Spítalaveg 19 ásamt eignarlóðinni Spítalavegur 8 B og svonefndu reykhúsi. íbúðin er laus nú þegar eða 14. raaí. — Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir n. k. mánaðarmót. Venjulegur réttur áskilinn. Þorvaldur Jónsson, Spítalaveg 19. Tímaritið LITTERATUR, Odense Blaðinu hefir verið sent þetta norræna tímarit um bókmenntir. Ritstjóri þess er C. H. Andersen í Oðinsvjeum á Fjóni. Valdemar Nielsen cand. mag. ritar um Jörgen Bukdahl og starf hans í þágu norr- ænnar samvinnu. Harry Blomberg ritar um sænsku línuna í norrænni starfsemi. Viðtal er við Eyvind Jolmson um Norðurlönd eftir ófriS- inn. KvæSi kemur því næst eftir norska skáldiS Tore Örjasæter: Den dyre Fred, grein eftir Johan Falkberget um í,Huset Norden" og viStal viS norsku skáldkonuna Sig- rid. Undset. Povl Engberg skrifar um Ingeborg Möller. C. P. 0. Christ- iansen ritar grein um Finnland og NorSurlönd. Leif Nedergaard á~þar grein um færeyskar bókmenntir, og er Djurhuus þar höfuSsmaSurinn. Loks skrifar Bjarni'M. Gíslason um skáldiS Laxnes. Ennfremur eru ritdómar um nýj- ar, norrænar bækur. Hefti þaS, sem blaSinu barst, er 32 bls. (2 arkir). RitiS kemur út 10 sinnum á ári, og kostar 7,50 danskar krónur (15 kr. íslenzkar). Augíýsið í „Islendingi" Tímarit Þjóðræknisfjelagsins kemur út einu sinni á ári um 150 bls., prentaS á vandaðan pappír, prýtt fjölda mynda. Verðið er 'kr. 10,00. Umboðsmaður á Norðurlandi er Arni Bjarnarson BÖKAVERZL. EDDA Akureyri :— Sími 334. Munið, að búð- ir eru lokaðar kl. 4 í dag og kl, 2 á morgun.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.