Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1946, Qupperneq 1

Íslendingur - 29.03.1946, Qupperneq 1
XXXII. árg. Föstudaginn 29. marz 1946 13. tbl. Steingrímur Matthíasson íerður sjötugur 31. þ.m. Steingrímur Matthíasson, fyrr- verandi hjeraðslæknir og spítalayfir- læknir á Akureyri, sem nú á -heima í bænum Nexö á Bornholm, verður sjötugur að aldri næsta sunnudag, 31. þ. m. Steingrímur er fæddur í Reykja- vík. Var faðir hans, Matthías höfuð- skáld, þá ritstjóri „Þjóðólfs“, en hann fjekk Oddann 1880 og fluttist þangað austur 1881 með konu sinni og börnum. Þar dvaldist Steingrím- ur með foreldrum sínum til vorsins 1887, en þá fluttist hann með þeim til Akureyrar, og var þá 11 vetra. Segir faðir hans í minningum sín- utn, að inn ungi sveinn hafi á leið- inni hjer vestan yfir riðið knáleg- um fola og farið fyrstur út i hverja sprænu. Steingrímur fór í lærða skólann og varð stúdent vorið 1896. Voru í hans bekk miklir námsgarpar, og var hann einn þeirra, 3. í röð við stúdentsprófið af 17. Þeir, sem voru fyrir ofan hann, fengu báðir ágæt- iseinkunn, sr. Stefán Kristinsson á Völlum og Guðmundur landsbóka- vörður Finnbogason. Steingrímur liafði mjög háa 1. einkunn. Af þess- um árgangi lifa enn 11, og eiga þeir 50 ára stúdentsafmæli í vor, á hundr- að ára afrnæli Reykjavíkurskóla. Steingrímur livarf til háskólans í Kaupmhöfn að aíloknu stúdents prófi og hóf þar nám í læknisfræði. Lauk hann embættisprófi í þeirri glein í júní 1902 með hárri 1. eink- unn. Þegar sr. Matthías kom til K.hafnar liaustið 1898 og hitti son sinn á brautarstöðinni með vagn og bað hann að borga fyrir sig ökukarlinum, kvaðst hann enga smápeninga hafa — nje lieldur stóra! Ljekk þá sr. Matthías honum 10 kr. seðil (sem var stór peningur í þá 4aga) og bað liann eiga, en hann Sagðist enga vasapeninga þurfa í brájfina. „Var liann svo sparsamur alla sína skólatíð, að eins dæmi Ugg jeg hafi verið, en við og við liet hann eftir sjer að heyra góða músik og fara í leikhús. Nám sitt sotti hann kappsamlega og yfirleitt var hann snemma okkur til gleði og sóma.“ Fallegur vitnisburður! Steingrímur koin heim að loknu kandidatsprófi og var aðstoðar- k^knir hjeraðslæknis á Akureyri f 902—1903. Því næst var hann ^Mr á skipi Austur-Asíufjelagsins ’• ti„s Valdemar“ frá því í oktbr. 903 til apr. 1904. Sigldi þá til för læknisins í Reykjavík og jafnframt kennari í stað hans við Læknaskól- ann. Var praktiserandi læknir í Reykjavík sumarið 1906 og settur hjeraðslæknir þar í okt. s. á. Hann var settur hjeraðslæknir á Akureyri vorið 1907 og skipaður vorið 1908. Gegndi hann því embætti til árs- loka 1936, er hann fjekk lausn frá því. Jafnframt var hann öll þessi ár yfirlæknir spítalans hjer í bæ og nokkrum 'sinnum gegndi hann, jafn- framt embætti sínu, störfum • sem hjeraðslækriir í Höfðahverfis- og Svarfdælahjeruðum. — Eftir það, að hann fjekk lausn frá embætti. flutt- ist hann til Danmerkur og fjekkst fyrst ]iar við læknisstörf hingað og þangað sem staðgöngumaður hjer- aðslækna. 1 nóvember 1937 settist hann að í Nexö á Borgundarhólmi og hefir átt þar lieima síðan. Er hann bæði praktiserandi læknir þar og spítalalæknir. — Hann kom hing- að lil Islands s. 1. sumar, en liafði aðeins stutta viðdvöl í Reykjavik. Sá jeg hann þá, og undraðist, hve hress og kálur hann er enn, ljettur í hreyfingmn og rösklegur, svo gam- all maður. Steingrímur Matlhíasson er afkastamikill rithöfundur. Hann var og er enn síviimandi', les mikið og hefir margt merkilegt og skennnti legt á lakteinum. Málamaður er ... u,,.. ... Japan o. fl. Austurlanda. Reit nn bráðskemmtilega þætti um þá 1 „Gj allarhorn“ á Akureyri. .•lumarið 1904 var Steingrímur í 'ensjúkdóma- og fæðingadeild 1 idi iksb.spítala í K.höfn. Því næst var hann aðstoðarlæknir þar frá °kt 1904 til sept. 1905. í okt. 1905 Varð hann staðgöngumaður hjeraðs- hann góður, fyrirtaks fjelagi og hrókur alls fagnaðar löngum. Manna víðförlastur er hann meðal Islend- inga. Meðan hann var búsettur hjer í bæriurn, fór hanu mörgum sinnum utan til að kynnast nýjungum í læknisfræði, líklega 10 sinnum á 30 árum (til Edinborgar, London, Parísar, Berlínar, Oslóar, Lundar, Rómaborgar, Varsjár, Rochester, Battle Creek og Chicagó). Það var venja Steingríms, þegar liann kom heim úr utanför, að flytja erindi í bænum og segja ferðasöguna,' og voru þau að jafnaði fjölsótt. Einnig skrifaði hann rnikið í blöð og tíma- rit. Hann þótti mikill skurðlæknir. Jeg man, hve ágætur fjelagi hann var í Stúdentafjelaginu. Ilann lífg- aði allt upp, þar sem hann kom. Var einn inna fáu manna, sem alltaf hafði nógan tíma, en hann var líka mikill starfsmaður. Mörg sporin á Steingrímur lijer í bæ og um gervallt Akureyrar-læknishj erað. Alls staðar var í fylgd ineð honum gleði og fjör. Góðvilji hans var óyggjandi. Hann var maður fjölfróður og skemmtinn, vekjandi og hressandi. Akureyri og hjerað slanda í þakk- arskuld við Steingrím Matthíasson fyrir þrjátíu ára þjónustu. „íslend- ingur“ árnar Steingrími lækni langra og farsælla lífdaga og þakkar hon- um liðin ár. Vænst myndi vinum hans þykja um, ef hann flyttist heim til dvalar hjer. B. T. Frú Dómhildur Jöhannesdóttir. VINAR-KVEÐJA Eins og fyrr hefir verið um getið, andaðisl frú Dómhildur, ekkja Magnúsar Krislj ánssonar fyrrv. ráð- herra og alþingismanns, að heimili sínu hjer í bæ 14 ]). m., hátt komin á þriðja ár hins níunda tugar. Þótt „falls sje von af fornu tré“, kom andlátsfregn frú Dómhildar á óvart. Ilún var enn, þrátt fyrir há- an aldur, svo glöð og reif og glæsi- leg, að vinir hennar og vandamenn vonuðu, að enn væri henni ællað að dvelja meðal þeirra nokkra stund. En dauðinn kom fyrirvaralítið og snart hana mildri hendi. Beiskur bikar erfiðs dauðastríðs var frá henni tekinn. Gæfukona var hún til hinnsta andartaks. Með frú Dómhildi er í val fallín hin merkasta kona. Sakir marg- þættra mannkosta og glæsimennsku verður hún öllum minnisstæð, er hana þeklctu. Hún var höfðingi í sjón og reynd. Sá var ekki -,ber að baki“, sem hún lijelt verndarhendi yfir. Hún'var mikil liúsmóðir, stjórn söm og hagsýn. A heimili hennar var rausn og myndarbragur með ágæt- um. Og alllaf var hún að miðla öðr- um af gnægðum, sem aldrei þurru: heilbrigðri lifsgleði, drenglund og fölskvalausri vináttu. Hreinskilnin var sterkur þáttur í skapgerð henn- ar. Enda var hún bersögul og ómyrk í máli, bver sem í hlut átti. Ekkert var fjær skapi liennar eu undir- hyggja og yfirborðsmennska. „Sá er bezt til ferða búin, ef bilar liann ei voniri eða trúin“. I þeim efnum var frú Dómhildi ekkert að vanbúnaði. Jeg kynntist frú Dómhildi í æsku minní og naut vináttu hennar æ síðan. Bjuggu þau hjónin þá í litlu húsi í Fjörunni. Golt var að koma þar og dvelja lengri eða skemmri tíiria. Allt var þar svo fágað og fallegt, og góðvilji og rausn hús- bamdanna frábær. Jeg horfði oft með aðdáun á húsmóðurina, sem ])á stóð í blóma lífsins, og óskaði í hljóði. að jeg væri jafnfalleg og hún. Sjö börn eignuðust þau hjón. l'jögur þeirra dóu í bernsku. Lítill, yndislegur drengur háði langt og þungt dauðastríð. Annan lítinn dreng skírði móðirin sjálf, svo að ekki dæi liann óskírður; og þriðji var enn frá henni hrifinn. Og lítilli dótt- ur varð hún að veita nábjargir. Sjálf reyndi hún heilsuleysi umskeið. Frú Dómhildur gekk því ekki alltaf á rósum. En gegnum allt var hún hetja. sem treysti Guði og þeim mætti, sem hann gaf herini. Vinkona mín! Haf hjartans þökk fyrir vináttu og tryggð langrar ævi. Kærleikshugur og þakklæti sam- ferðamanna fylgja þjer til nýrra heimkynna. Guðrún, ]óhannesd'óttir frá Asláksstöðum. Frú Dómhildur Jóhannesdóttir var fædd í Yztuvík við Eyjafjörð 25. f raraliald á 4. síðu. GEFUR KOST A SJER AÐ NYJU Sig. Ein. Hlíðar, alþingismaður Blaðið liefir það frá áreiðanlegum heimildum, að núverandi þingmaður Akureyrarkaúpstáðar, Sig. Ein. Hlíðar, muni gefa kost á sér til þing- mennsku fyrir kjördæmið fyrir næsta kjörtímabil, ef þag sje almennur vilji Sjálfstæðiskjósenda í bænum. Stúdentar andvígir herstöðva- ' málinu. m BoSa til útiíaudar í Rvík n.k. sunnudag Eins og mönnum er kunnugt, boðaði Jónas Jónsson, alþingismað- ur, lil fundar í Gamla Bió i Reykja- \ík nýlega og ræddi þar um her- slöðvarmálið svokallaða. Hjelt hann þar fram ])eirri skoðun sinni, að uin 80—90% af íslenzku þjóðinni væri því eindregið fylgjandi, að Isleridingar ljelu af hendi við Banda- ríki Norður-Ameríku herbækistöðv- ar á íslandi gegn ákveðnu gjaldi. Ileíir þetla vakið all-miklar um- var hann boðaður á fund stúdenta, og gaf hann þar þá yfirlýsingu, að Framsóknarflokkurinn væri málinu öndverður. Styrk ræður manna á meða), og hafa níu stúdentar í Reykjavík lekið málið upp opinbyrlega og snúisl því önd- verðir. Hafa þei.r boðað til úti- fundar í Reykjavík n. k. sunnudag og einnig stofnað til blaðaútgáfu þennan dag. Að útifundinum standa Stúdentafjelag Reykjavíkur og Stúdentaráð óskipt, en að blaðaút- gáfunni standa stúdentar Háskólans. í blaðinu munu fjórir háskólapró- fessorar kveða sjer hljóðs um inál- ið. Eru það þeir Sigurður Nordal, Ásmundur Guðmundsson, Einar Ólafur Sveinsson og Gunnar Thor- oddsen. Ennfremur gerðist það á Alþingi í fyrradag, að Hermann Jónasson bar fram þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að leggja fram öll brjef og skeyti, er farið liafa frarn milli íslenzku ríkisstjórn- arinnar og stjórnarvaldanna í Was- hington um þetta mál. Eftir þetta til skálda, rithöfunda og listamanna hefir nýlega verið úthlutað. Llthlut- unarupphæðin er 164 þús. kr. Alls er grunnstyrkur til þessara manna, samkv. fjárlögum (15. gr., VIII. lið), 175 þús. kr„ en „af fje þessu skal Gunnar skáld Gunnarsson njóta 6000 kr. heiðurslaunu að viðbættri verðlagsuppbót og Steingrímur Matthíasson, fyrrum hjeraðslæknir, 5000 kr. heiðurslauna að viðbættri verðlagsuppbót,“ segir í fjárlögum. — Verðlagsuppbót á liðinn (175 þús.) er áætluð 306 þús. 250 kr., svo að allir þeir, er styrks njóta, samkvæmt þessum lið, fá verðlags- uppbót á hann. 115 fá styrk alls. Fjögurra manna nefnd, kosin af Al- þingi, skiptir fjárhæð þessari. Nefnd þessa skipa nú Þorsteinn sýslum. Þorsteinsson, þm. Dal., Þorkell prófessor Jóhannesson, Stefán Jóh. Stefánsson, forstjóri og alþm., og Kristinn E. Andrjesson, ritstj. og alþm., og skrifar hann undir út- hlutina með fyrirvara. Sjö rithöfundar og einn listmál- ari lýsa yfir því, að þeir taki ekki við styrknum. Flestir þeirra, ef ekki allir, Kommúnistar. I

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.