Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.04.1946, Blaðsíða 1
 j hAskólabókasafn I XXXII. áre Föstudaginn 5. apríl 1946 14. tbl. Gersamlep ðviðunandi samgöngur. Kyartanir yfir þeitn sendar Eimskip, SkipaútgerÖinni og Samgöngumála* ráðúneytinu. , Brjef Verzlunarmannafjelagsins á Akureyri. KveldiS áSur en síSasta blaS „ísl." kom út, var fundur haldinn í Verzlunarmannafjelaginu á Akureyri til þess aS ræSa um inar gersamlega óviSunandi samgöngur á sjó við Norð'ur- og Austurland. Var stjórn fjelagsins falið að skrifa rjeltum hlutaðeigendum um mál þetta, og eru hjer á eftir birt brjef hennar (ölldags. 29. f. m.): ,,H. i- Eimskiprifjelag ídamL, Reykjavík. Á fjölmennum fundi í Verzlunar- mannafjelaginu á Akureyri, er hald- inn var 28. þ.m., þar sem saman voru komnir fjölmargir kaupsýslUmenn bæjarins, var rœtt.um þau flutninga- vandræ'Si, sem nú eru milli Akur- eyrar og "annarra hafna, bæði Vest- ur-, Suður- og Austurlandsins og eins við önnur lönd, og þá örðug- leika, sem' allir kaupsýslumenn og framleiðendur ættu við að stríða, sökum algerlega óviðunandi skipa-, ferða til og frá Akureyri. Kom greinilega fram, að þær vonir, sém menn höfðu gert sjer um betri samgöngur, að stríðinu loknu, hafa algerlega brugðist og það svo, að Akureyri er nú verr stödd í þessu efni, heldur en jafnvel, er verst var á stríðstímunum, þrátt fyrir það, að eftir auglýsingum Eimskipafjelags |slands að dæma, hefir fjelagið nú yfir meiri skipakosti að ráða; en nokkru sinni áður, og allar siglingar ganga nú miklu greið- legar en áður, er skipin urðu að sigla í skipalestum. Á þeim þrem mánuðum, sem liðn- ir eru af þessu ári, hafa komið 5 skip frá Eimskipafjelagi lslands, hingað til Ak., 18 jl., 31/L, 18/2., 27/2., og 4/3., öll frá Reykjavík, en skip nú væntanlegt eftir nokkra daga, svo nærri mun láta, að heill mánuður líði nú milli ferða. Sum þessara skipa hafa tekið vör- ur hjeðan til Reykjavíkur og ann- arra hafna innanlands og önnur til útlanda, en allar ferðirnar hafa ver- ið áætlunarlausar að meira eða minna leyti og ýmsum breytingum undirorpnar. Ferðirnar ekki auglýst- ar hjer, hvorki burtfarartími frá Reykjavík nje hvert skipin fara hj eðan. Afleiðingin af þessum strjálu og óáreiðanlegu ferðum er meðal ann- ars sú, að vörur, sem eiga að fara hingað, liggja oft lengi á afgreiðslu yðar í Reykjavík, á'Sur en þær eru sendar áfram til ákvörðunarstaðar. f T. d. eru vörur, sem komu til Reykja- víkur með „Brúarfossi" fyrir h.u.b. mánuði síðan, ekki enn komnar hingað til Akureyrar. Jafnframt ör'ðugleikunum á því að fá vörurnar frá Reykjavík, eru svo óiougleikarnir á því að koma vörum Í.Jtíðan, sjerstaklega til ann- arra h >.i hjer innanlands. Sém ¦ * í ' • littri.ll l..i* i.ciilc, ^*o aiuají xu. JWj. s. 1., eða í nær 2 mánuði, hefir engin ferð orðið til Austfjarða og rjett um mánuður, síðan ferð hefir orðið til Reykjavíkur. Af ofangreindu má sjá, hvílíkt vand- ræoa-ástand ríkir í siglmgamálum vor Akureyringa og hvílík óþæg- indi og fjárhagslegt tjón það bakar akureyrskum kaupsýslumönnum, iðnrekendum og öllum almenningi. Vjer líturn svo a, að Akureyring- ar yfirleitt sjeu ekki síður hollir Eimskipafjelagi íslands en Reyk- víkingar ' og aðrir lslendingar og eigum því erfitt með a'ð skilja, hvers vegna Eimskipafjelag Islands af- skiptir oss svo mjög í siglingunum, sem raun ber vitni, og er þaS alvar- leg áskorun vor, aS þjer bæti'S nú þegar úr þessu vandræða ástandi og látið oss njóta rjettlætis, ekki að- eins með ferðirnar innanlands, held- ur og um ferðirnar til og frá út- löndum, svo að fyrir taki þann ósið, sem tíðkast hefir undanfarin ár, að nær allar vörur sjeu settar á land í Reykjavík og geymdar þar, um lengri eða skemmri tíma, á'ður en þær eru sendar til ákvörðunarstað- ar. Vjer viljum ekki fjölyrða meira um þetta að sinni, en skora á yður að bæta úr þessum miklu flutninga- vandræðum, hið bráðasta, um leið og vjer viljum fullvissa yður um fullan trúnað vorn við yður og að vjer, akureyrskir kaupsýslumenn og iðnrekendur, munum, þá, eins og hngað til, \beina öllum flutningum, sem vjer höfum yfir að ráða, til yðar og 'veita yður allan þann styrk og stuðning, er vjer megum. AS endingu viljum vjer geta þess, aS vjer höfum einnig skrifað Skipa- útgerð ríkisins útaf samgönguvand- ræðum vorum og sent afrit af því brjefi og einnig þessu til Samgöngu- málaráðaneytisins, með áskorun um stuðning í þessum málum vor- um. „Skipaútgerð ríkisins, Reykjavík. Á fjöhnennum fundi, sem haldinn var 28. þ. ni. í Verzlunarmanhafé- laginu á Akureyri, var oss, sem störfum í stjórn fjelagsins, falið að benda yður á eftirfarandi: Ollum kaupsýslumönnum og iðn- rekendum þessa bæjar heíir fundist þeir misrjetti beittir í því, hve ör- fáar skipaferðir hafa 'orðið á veg- um Skipaútgeraðar ríkisins nú að undanförnu til og frá Akureyri, og viljum vjer í þessu sambandi benda yður á og leiða athygli yðar að því, að aðeins 7 ferðir hafa fallið til og frá Akureyri, frá s. 1. áramót- um, eða 5. jan., 8. jan., 16. jan., 29. jan., 10. febr., 17. febr. og 28. febr., allan marz engin ferS fyrr en „Súðin" og „Hrímfaxi", sem eru væntanleg nú um mánaðamótin. Jafnframt má nefna, að engin ferð hefir orðiS til Austfjarða frá Akureyri síðan 10. febr. og engin ferð til Reykjavíkur síðar. >28. febr., þ. e. a. s. nær því 2 már dðir HSa, án þess aS ferð falli til iívustfjarða- hafna og Vestmannaeyja, og um mánuður líður, án þess að ferð falli "¦¦: ¦ '¦¦'< :w ti) Rr Hiadfíjíur. Þetta ástand er mjög bagalegt og algerléga óviðunandi til lengdar, og skiljum vjer NorSlendingar ekki, hvers vjer eigum aS gjalda, aS ekki hefir veriS fengiS skip tl aS annast siglingar í staS „Esju", meSan hún er í aðgerð, því að vafalaust hefSi þaS veriS hægt.- Vjer viljum taka fram, aS vjer höf um einnig skrifaS Eimskipafjelagi lslands um þessi mál og kvartaS ujidan því, hvernig fariS er meS oss á NorSurlandi yfirleitt í sam- göngumálunum. Ennfremur höfum vjer sent SamgöngumálaráSuneyt- inu afrit af þessu brjefi og brjefi voru til Eimskipafjel. Islands og beS- iS um stuSning í þessum málum vorum. Vjer skorum alvarlega á ySur aS bæta úr þessum flutningavandræS- um hiS fyrsta til hagsbóta og vel- farnaSar öljum landsmönnum sam- eiginlega." « „SamgöngumálaráSuneytiS Reykjavík. Hjer meS sendum vjer ySur, herra samgöngumálaráSherra, afrit af 2 brjefum, er vjer höfum sent til h. f. Eimskipafjelags Islands og Skipa- útgerSar ríkisins, út af samgöngu- örSugleikum þeim, sem vjer NorS- lendingar eigum viS aS stríSa. Eins og umrædd brjef bera meS sjer, hefir engin ferS falliS meS: skipum til AustfjarSahafna síSan 10. febr. s. I. eða í nær því 2 márir uði nje til Reykjavíkur síðan 28. febr. s. 1. eða rúman mánuð. Fyrir þá framleiðendur, iSnrek- endur, verzlanir og aðra, sem meS höndum hafa aS senda vörur hjeSan til annarra landshluta, er þetta mjög bagalfgt o>j Ii-iSir til fjárííagslegs eyri var haldin fimmtudaginn 28. ings. Sama gildir um vörusendingar frá Reykjavík og útlöndum hingaS. Af þessu má sjá, hve ástandiS í siglingamálum vor Akureyringa og annarra NorSlendinga er bágborið og þarfnast skjótra endurbóta. Vjer'felum yður, herra samgöngu- málaráðherra, að" taka þessi mál til rækilegrar yfirvegunar og beita áhrifum yðar til, að úr umræddum siglingavandræðum verði bætt hið fyrsta." Merkur viðburður í tðn- listarlíti Akureyrar Sunnudaginn kemur, kl. 1,30 e. h., gefst' Akureyringum ^lækifæiri til að hlýða á flutning á nýju Oratóríum eftir Björgvin tónskáld Guðmunds- son. Vjer spyrjum skáldiS um þetta mikla verk hans. „Þetta Óratoríum heitir Orlaga- gátan", segir Björgvin. „ÞaS er sam- iS yfir ÞiSranda þátt og Þórhalls". „Eftir hvern er textinn?" „Sú saga er til þessa, að síðasta sumarið, sem við Stephan G. Stephánsson fundumst í Winnipeg, 1926, bað jeg hann að yrkja fyrir mig Óratóríumtexta. SkáldiS tók því vel. Svo fór jeg til London skömmu síðar, og á öndverðu ári 1927 sendi Stephán mjer textann til Lon^on. Það er Þiðrandakviða (prentuð í Tímariti Þjóðræknisfjelagsins í Vesturheimi 1930). Hánn veitti mjer leyfi til að yrkja sumt um, breyta og bæta inn í, eftir vild." „Hvenær var verkinu lokið?" ,.Jeg byrjaði, undir eins og text- innjá fyrir, og jeg lauk viS verkiS 1934. Og núna á sunnudaginn verS- ur verkiS flutt fyrsta sinni. ÞaS ger- ir Kantötukór Akureyrar, undir minni stjórn." „VerSur verkið flutt allt?" „Já, það verður flutt nokkurn veginn í heilu lagi". „Er þaS ekki nýtt?" „Jú, ekkert Óratóríum hefir veriS flutt hjer á landi fyrr í heilu lagi, aSeins brot úr þeim." „Þú hefir samiS Óratóría áSur". „Já, þetta er mitt þriSja. Hin eru Strengleikar og FriSur á jörSu." „Er ekki erfitt aS áfla nægilegra söngkrafta í svona verk?" „Jú, það veit enginn nema sá, er reynir. Karlakórarnir taka söngkraft- ana. Jeg hefi átt erfitt með minn blandaða kór, sern jeg stofnaði 1932, Kantötukór Akureyrar, en blandaS- ur kór hefir helmingi stærra tón- svið en Karlakórar,' og fyrir því er hann svo miklu fjölbreyttari en þeir. Hann er blómkróna tónlistarinnar." „Ætlarðu ekki að láta heyra til kórsins víðar en hjer?" „Mig hefir langað til að fara með hann til Reykjavíkur í vor og flytja verkið þar, en líklega getur ekki orðið af því vegna liðseklu. ¦ Karla- kórarnir ætla til Norðurlanda, en jeg kernst ekki með minn kór einu sinni til Reykjavíkur." Jeg hefi lítið vit á músik, en mjer er samt ljóst, að tónskáldið okkar, Björgvin Guðmundsson, er einn inna fáu manna í voru litla þjóð- fjelagi, sem hefir þegið köllun til að túlka í tónum margt af inu bezta, sem lifir og lifað hefir með íslands þjóð. Hann er áreiðanlega listamaður- inn par excellence. Skólahátíðin. Árshátíð Menntaskólans á Akur- eyri var haldin fimmtudaginn 28. marz. Fór hún fram í ráðhúsi bæj- arins, eins og tíðkast hefir hin síð- ari ár. Valda því þrengsli í skóla- húsinu sjálfu, að leita verður út iyiir' veggi þess. Skólameistari stjórnaði samkom- unni, en nemendur mæltu fyrir minnum. Gísli Jónsson frá Hofi í Svarfaðardal, úr 6. bekk mála- deildar, flutti minni íslands, Ólafur Halldórsson, frá Króki í Flóa, einn- ig úr 6. bekk maladeilda'r, mælti fyrir minni skólans. Kvennaminni var flutt af Steingrími Pálssyni, frá Akureyri, úr 6. bekk stærðfræði- deildar, en Þórunn Bjarnadóttir frá Vigur, úr 6. bekk málad. minntist karlmannanna. Var gerður góður rómur aS öllum þessuín ræSum. Af gesta hálfu talaSi Steinn Steinaen, bæjarstjóri, og rninntist æskunnar. Benti hann á þann vanda, er hvildi á uppvaxandi kynslóS, aS varðveita frelsi landsins. Að lokum talaði skólameistari, þakka'Si ræSumönn- um og öSrum, er skemmt höfSu, og tók undir orS bæjarstjóra um þaS erfiSa hlutverk, sem biSi komandi ára, þar sem frelsi landsins væri ekki aSeins í hættu, heldur og þjóSerniS sjálft og tungan. Skólakórinn söng undir stjórn Björgvilis tónskálds GuSmundssonar, og kvenna-kvartett úr 4. bekk skemmti undir borSum, og GuSrún Tómasdóttir, úr 4. bekk, söng ein- söng. Á eftir kaffidrykkju var stig- inn dans til kl. 4 aS morgni. Fór hátíSin hiS bezta. fram, meS'prúðu fjöri og heilbrigSri gleSi. j- Erlendur gjaldeyrir var skráSur í Rvík í s. 1. janúar frá 10 löndum sem hjer segir: Sterlingspimd kr. 26,22, 100 bandarískir dollarar kr. 650,50, 100 kanadiskir dollarar kr. 592,00, 100 sænskar krónur kr. 155,09, 100 danskar krónur kr. 135,57, 100 norskar krónur kr. 131,10, 100 hol- lensk gyllini kr. 245,51, 100 belgisk- ir frankar kr. 14,86, 100 franskir frankar kr. 5,47 og 100 svissneskir frankar kr. 152,20. &K) t *rj /m ^~J7fí '

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.