Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 05.04.1946, Blaðsíða 2
2 Fðstuaaginn 5. apríl 1946 □ Rún 59464107 — 1 Athv. I. 0. 0. F. — 1274581/2 — Frl. — KIRKJAN. MessaS á sunnudag- inn í Glerárþprpi kl. 1 e. h. Zíon. Sunnud. 7. þ. m.: Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. — Al- menn samkoma kl. 8.30 e. h. — All- ir velkomnir. Berklavörn á Akureyri heldur fund í Verzlunarmannahúsinu sunnudag- inn 7. apríl kl. 4 e. h. Fundarefni: Kosning fulltrúa á 5. þing SIBS, er haldið verður dagana 4. og 5. maí næstkomandi. Föstudaginn 12. apríl n. k. hefir Kristniboðsfjelag kvenna bazar og kaffisölu í Zíon. Húsið opnað kl. 3 e. h. — Akureyringar! Styðjið gott málefni. Drekkið síðdegiskaffið í Zíon þann 12. og lítið á bazarinn um leið. Sjónarhœð. Samkoma á sunnudag- inn kl.. 5 e. h. Allir velkomnir! Myndin, sem sýnd verður í Nýja- Bíó á sunnudaginn kl. 3, 5 og 9 heit- ir Undir hauststjörnum, en ekki Und ir austrænum himni, eins og stóð í Degi i gær.Þetta leiðrjettist hjer með. Mttnið! Minningarspjöld Sjúkra- hússins, EHiheimilissjóðs Akureyr- ar og ennfr. minningarspjöld SÍBS eru'komin í Bókaverzl. Þorst. Thorla- ciusar. Hjúskapur. Kristján Larsen á Ár- bakka í GÍerárþorþi og Brynhild Ni- elsen frá Lobra í Færeyjum. Gefin saman 30. f. m. Hannes Sigurðsson frá Hlíðar- enda i Bárðardal og Guðrún Kristín Hjartardóttir, bæði úr Bárðjardal. Gefin saman 2. apríl. Lútnir. Guðrún Bjarnadóttir, móð ir frú Jónínu Þorsteinsdóttur leik- konu hjer i bæ (tengdamóðir Árna kenriara Bjöínssonqr), d. 27. f. m. Húri var rúmlega sjötug, ekkja Þor- steins Erlendssonar, er lengi var bú- settur á Sauðárkróki. Entelía Baldvinsdóttir, kona Sig- urðar Sigurgeirssonar, bónda frá Syðra-Hóli í Kaupangssveit, d. 1. þ. m. Guðjinna Jónsdótlir, skáldkona frá Hömrum í Reykjadal, d. á Krist- neshæli 28. f. m. Minningarathöfn fór fram um hana í Akureyrarkirkju 2. þ. m., áður en líkið var flutt aust- ur. Guðsþjónustur í Grundarþingum: Að Möðruvöllum á pálmasunnudag kl. 1, í Hólum á föstud. langa kl. 1, í Saurbæ sama dag kl. 3, á Grund á páskada^ kl. 1, i Kaupangi á annan í páskum kl. 2 og á Munkaþverá sunnud. 28. þ. m. kl. 1. Heitbundin eru Þorsteinn iðnnemi Pálmason frá Núpufelli og Guðfinna Óskarsdóttir kaupm. á Ak. Sæmunds- sonar. ■ Fiihdur í st. Brynju nr. 99 þriðju- daginn 9. aþríl, kl. 8.30 e. h. Inntaka -nýrra fjeléga o. fl. fíarnastúkan Bernskan heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnud. kl. 1 e. h. Fjelagar! Fjölmennið! Ferðajjelag Akureyrar heldur 10 ára afmælisfagnað sinn laugard. 6. apríl n. k. að Hótel KEA kl. 9 síðd. með sameiginlegri kaffidrykkju, myndasýningum og' dansi. — Að- göngumiðar afgreiddir að Hótel KEA í dag, kl. 5—7 síðdegis, með- an húsrúm leyfir. Jarðrœlctarfjelag Akureyrar hjelt aðalfund sinn 31. f. m. Kosin stjórn: Ármann Dalmannsson (endurkjör- inn) og Jón G. Guðmann, bóndi á Skarði, og Þorsteinn Davíðsson sút- unarmeistari (í stað Árna sál. Jó- hannssonar og Guðmundar Jónsson- ar ó Eyrarlandi, er baðst eindregið undan endurkosningu eftir 14 ára starf í stj órninni). Samþykkt var að- minnast 50 ára afmælis íjelagsins 5. maí n. k. með samsæti. Kosinn var fulltrúi á aðalfund Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Ár- mann Dalmannsson og 8 fulltrúar ó aðalfund Ræktunarfjelags Norður- lands. Sigtryggur Helgason, Gránufje- lagsgötu 28 hjer í bæ, varð hálfátt- ræður I. þ. m. Jóhann Scheving, kennari í Gler- árþorpi, sem kennt hefir þar aldar- fjórðung, ’ var nýlega hciðraður af foreldrum og nemendum í þorpinu með minningargjöf í þakklætis- og virðingarskyni fyrir langt og gott starf við skolana. Flugferðir milli Akureyrar og Rvíkur engar frá 22. f. m. nema að- eins einu sinni (25. f. m.) Tvær vjel- ar lögðu af stað í gærmorgun úr Rvík, en urðu báðar að snúa aftur. Nýtt að sjá skip. Akureyringum er orðið nýtt um að sjá skip koma að landi. S. 1. mánudag kom „Súð- in“ með talsvert af vörum, síðan „Fjallfoss“ og „Hrímíaxi“ að morgni 3. þ. m., en lítið ;kom með „Hrímf.“ — Frá því er „Fjallfoss var hjer 4. marz og þangað til „Súð- in“ kom 1. apríl kom ekkert skip til Alcureyrar, hvorki frá Eimskip nje Skipaútgerðinni. Þessar samgöngur eru undir öllum hellum. Barnasklólinn og umferða- reglurnar Blaðinu hefir borist próverkefni frá barnaskólanum í umferðarregl- um. Próf í þessu fóru fram nýlega fyrir börn á aldrinum 10—14 ára. Er það í alla slaði vel til fallið að kenna börnunum rjetta framkomu ó almannafæri og helztu reglur í lög- reglusamþykkt bæjarins. Framboð iil Alþingis eru ráðin af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins í þessum kjördæmum: í Gbr. og Kjósarsýslu: Ólafur Thors, forsætisráðherra. í A. Húnav.sýslu: Jón Pálmason, forseti Sþ. í Dalasýslu: Þorsteinn Þorsteins- son, sýslumaður. í Barðastr.sýslu: Gísli Jónsson, frkvstj. I Árnessýslu: Eiríkur Einarsson, lögfræðingur. Formaður Viðskiptaráðs dr. Odd- ur Guðjónsson er nýlega farinn til Svíþjóðar til þess, ásamt sendifulltr. íslands í Stokkhólmi, að greiða fyrir samningaumleitunum, sem nú standa yfir milli íslands og Svíþjóðar um viðskiptamál. LEIÐRJETTING. Frú Dómhildur Skúladótlir er sögð uppeldisdóttir frú Dómhildar sál. Jóhannesdóttur í síðasta blaði íslendings. Þetta er rangt hermt. Frú D. S. er alin upp með foreldr- um sínum vestur á ísafirðj. Leið- rjettist þetta hjer með. ISLENDINGUR Vaxaniíi mióikuríram- ieiöfía i landinu. Árið 1945 nam magn mjólkur, seldrar til mjólkurbúa víðsvegar um land, 23670322 litrum, og er það talsvert meira en árið 1944. Auk þess selja þeir, sem búa á bæjarlöndunum i Rvík og Hafnar- firði um eða yfir milljón mjólkur- lítra beint til neytenda. Sama er að segja um menn í'Vestm.eyjum, Siglu firði, Akureyri, lsafirði og fleiri stöðum, en ókunnugt er um, hve nrikið mjólkurmagn er selt á þennan hátt. Framleiðsla mjólkur á árinu hefir aukist mest í Eyjafirði, eða um 11%. Mjólkurmagnið, sem meðalbóndi séndir frá sjer, er einnig mest x Eyjafirði, og er þó kúaeign meiri á Suðurlandsundirlendinu en i Eyja- firði að meðaltali á hvern bónda. En nythæð kúnna hjer er hærri en sunnanlands, og stafar þessi munur af því. Fyrrtalið mjólkurmagn, 23670322 lítrar, skiptist þannig nið- ur á mjólkurbúin: Til Flóabúsins 11483281 lítrar, til Samlagsins á Ak- uréyri 4666785 1., til Borgarnessbús- ins 2878849 1., lil stöðvarinnar i Reykjavík 2309121 1., til samsölunn- ar á Sauðárkróki 1062990 1., til stöðvarinnar í Hafnarfirði 848471 1., til samsölunnar á ísafirði 236942 1., til Kaupfjelagsins Fram í Nes- kaupstað 113780 1., til mjólkurbúð- arinnar á Vatneyri við Patreksfjörð 45103 1. og til Kaupfjel. A.Skapt. á Höfn í Hornafirði 25000 lítrar. Výkomið! Úrval af dönskum og sænskum blöðum Ennfremur bækur: Jakob ærlegur Úrval, 1. hefti þessa árs. Einu sinni var III. (unglingabók). Heimilisritið Tarzan, ný útgáfa. Til móður minnar Vestfirzkar þjóðsögur Úrvalsljóð Jónasar Hallgrímssonar, 1. bindi. Passíusálmarnir (fyrir barnaskóla) Glens og Gaman Frá yztu nésjum III. Nóa, te'Ipusaga. o. m. fl. bóka Bókavepziunin E D D A PÁSKA- serviettur og borðdreglar, afar fallegir. Kaffi-serviettur í 25 stk. pökkum og í mjög fallegum Gjafakössum Bókavjerzlun Þ. TH0RLACIUS Útför SIGURLÍNU JÓNASDÓTTUR húslfreyju á Kroppi hefst að Grund laugardaginn 6. apríl kl. 12 á hádegi. — Jarð- sett verður að Munkaþverá sama dag. Vandamenn. Lýður hefir staðið sig vel. Margir Akureyringar hljóta að muna eftir ungum manni,, fremur litlum vexti, er Lýður heitir, og var allra manna lagnastur að spila á harmoniku lijer á árunum. Iiann er sonur Sigtryggs trjesmiðs Sigurðs- sonar hjer í bæ og konu hans Onnu Lýðsdóttur hrstj. í Skriðnesenni Jónss. Lýður fór utan fyrir stríðið (1939) og lagði stund á harmoniku- leik, píanóleik og ef til vill leik á fleiri hljóðfæri. Árangur af náminu er ágætur, því að í hljómleikasam- keppni harmonikulaikara frá Norð- urlöndum, sem fór frarn í Stokk- hólmi 16. f. m., bar Lýður sigur úr býturn, hreppti fyrstu verðlaun í keppninni. Nám sitt hefir hann stundað hjá lielzla harmonikuleikara Norð- manna, Hartvig Kristoffersen. Hafa jxeir haldið harmonikuleika víða um Noreg, og áforma að kijiya lil ís- lands í næstk. maímánuði til þess að halda lijer bljómleika. Lýður hefir staðið sig vel. Ægilegur innbrofafaraldur hefir geisað I Rvík það sem af er þessu ári, oft nótt eftir nótt. Flestir þeir, er innbrotin fremja, eru ungir menn. DAGRENNING * — Tímaril Jónasar Guðmundssonar Tekið á móti áskriftum í Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. FERMIN G ARKORT í miklu úrvali. — Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. UÖfuni fengið mjög vandaða tegund af Barnakerrum einnig hin margeftirspurðu Barnaþríhjól Birgðir m'jög takmarkaðar. Verzlunin VÍSIR Skipagötu 12. M u n i 3 DRI-KLEEN 1 8 1 | | | 1 1 I | 1 | I i Karlmanna- rykírakkar 1 II i I 8 g y i á n ýko m nir. Fataverzlun Tómasar Björnssonar h. f. | Akureyri Sími: 155/ SEMENT Steypnstyrktarjarn vænfanlegf innan skcrtnms. TaliS vi3 okkur sem fyrsf. By gginga vör u verzlun Tómasar BjÖrnssonar h.f. Akureyri i 1 * Í I | i I I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.