Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 05.04.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 5. apríl 1946 ÍSLENDINGUR Odýr fatnaður DRENGJAFÖT ó ca. 3—9 ára Verð írá kr. 49,00. DRENGJABUXUR, stuttar, frá kr. 20,00 PRJÓNAFÖT barna, fra kr. 17,80. TELPUKJÓLAR frá kr. 16,00. TELPUPILS frá kr. 35,00. TELUKÁPUR frá kr. 95,00. KVENKÁPUR frá kr. 175,00 o. m. fl af ódýrum fatnaði. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. x x í ÍSLENDINGUR Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgefandi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiösla: Svanberg Einarsson, Lœkjargötu 3 Pósthólf 118. PrentsmiSja Björns Jónsstnar h.f. Það verður að liefja Öflug samtök méðal Norðlinga og Austfirð inga til að afstýra sam- gönguvandræðónum, ef ekki greiðist úr. Hjer í blaðinu eru í dag birt brjef, sem Verzlunarmannafjelagið á Akur- eyri sendi rjett fyrir s. 1. mánaðamót Eimskipafjelagi íslands, Skipaútgerð ríkisins og samgöngumálaráðuneyt- inu út af þeim samgönguerfiðleikum, sem Norðlendingar og Austfirðing- ar hafa átt að búa við undanfarið. Samgöngurnar hafa verið með end- emum. Ekki eitt einasta skip kemur til Akureyrar allan rnarz-mánuð frá Skipaútgerð ríkisins. Það er þó ef til vill dálítil vorkunn, af því að ,.Esjal' er í vðgerð, en rjettlætir þó engan veginn þessa frammistöðu. Það tekur þó út yfir með Eimskipa fjelagið, sem aldrei hefir ráðið yfir jafn miklum skipakosti sem nú, að það skuli láta líða 27 daga milli skipaferða hingað. Skip frá því var hjer 4. f. m. og ið næsta á eftir kem- ur 1. þ.m. ■ Það munu nú vera 19 skip, sem sigla á vegum Eiinskipafjelags ís- lands, 14 leiguskip auk 5 skipa, sem fjelagið á sjálft. Er því ekki hægt að liera vð skipaskorti. Með fyllstu rökum sýnir stjórn Verzlunarmannafjelagsins fram á, hve strjálar ferðirnar sjeu og hafi verið hingað frá Rvík og útlönduin og hjeðan til Austfjarða, og bendir rjettilega á, hvaða afleiðingar slíkt hafi í för með sér fyrir öll viðskipti við Norðurland, hve mjög það hljóti að drepa niður og lama alla verzlun og iðnað hjer nyrðra. — Síðan 10. febr. eða í nálega 2 mánuði hefir t. d. engin ferð fallið hjeðan til Aust- fjarða. í viðbót við það, hve strjálar ferð-, irnar eru, kernur svö það, hve óá- reiðanlegar iþær eru. Þær eru ekki auglýstar hjer, hvorki burtfarartími frá Rvík nje hvert skipin fari hjeð- an, og fær hver maður sjeð, hvílíkur óleikur er ger með því öllum, er þurfa á skipunum að halda. Þú er enn ótalinn einn liðurinn í þessu ófremdarástandi: Vöruflutn- ingatregða hingað og hjeðan, og er það mergur þessa máls. Vörurnar, sem koma frá útlöndum og hingað eiga að fara og til annarra hafna norðan- og austanlands, liggja oft lengi í Reykjavík, áður en þær eru sendar til ákvörðunarstaða. Svo er nú komið, að nær því allar vörur, Fundurinn um herstöðvamálið, sem skýrt var frá í síðasta blaði, að til stæði í Rvík, var haldinn á sunnudaginn var í barnaskólaportinu í Rvík, að viðstöddu miklu fjölmenni. Ræðu- menn voru fjórir stúdentar úr Stúdentafjelögum háskólans, einn frá hverjum flokki, og þessir menn úr Stúdentafjelagi Rvíkur: Sr. Sig- urbjörn Einarsson docent, dr. Jakob Sigurðsson frá Veðramóti og dr. Sigurður Þórarinsson. 'Áskocun var afgreidd til ríkis- stjórnar að birta öll plögg, er íarið hafa milli hennar og Bandaríkja- stjórnar um herstöðvamálið, og skorað var á þá þingmenn, sem eru fylgjandi áframhaldandi hervernd Bandaríkjanna, að láta ekki sjá sig meðal frambjóðenda til Alþingis næsta vor. Blaðinu er tjáð, að máli ræðumanna hafi verið tekið ið bezta. sem koma til landsins, eru fyrst sett- ar á land i Rvík. Þennan ósið ætti að leggja af. Vjer Akureyringar eigum heimtingu á að fá vörur beint frá útlöndum liingað, og ætti það að vera samrímanlegt hagsmunum Eim- skipafjelagsins. Ekki skal fjölyrt frekar um þetta mál að sinni, en gremja manna hjer nyðra er orðin svo mikil og almenn yfir þessum siglingavandræðum, að málið verður ekki látið niður falla, nema veruleg bót verði ráðin á því öngþveiti, sem nú er fyrir hendi. Ef Eimskipafjelagið, Skipaútgerðin og .ríkisstjórnin sinna ekki fljótt og vel röksuddum, stillilegum og rjett- mætum kröfum hjeðan um veruleg- ar -bætur á samgöngum norður og austur, frá því sem nú er, verða Norðlingar og Austfirðingar sjálfir að hefja öflug og samstillt átök til úcbóta. , B. T. Fundur utanríkisráðherra Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar í Osló bað forsætis- og utanríkisrúðherra íslands að bera bróðurkveðjur til íslenzku ríkisstjórnarinnar og ís- lenzku þjóðarinnar. Forsætisráð- herra hefir þakkað kveðjurnar. Reykjavík, 28. marz 1946. Jóhann Þorkelsson hjeraðslœknir hefir fengið ársleyfi frá embætti sínu, og fer hann hjeðan til Rvíkur með flugvjel, síðan með Dr. Alex- andrine til Khafnar og býst við að vera í Danmörku og Svíþjóð í vor og sumar, en næsta haust ætlar hann til Englands. Gerir hann ráð fyrir að dvélja þar íiæsta vetur og koma þaðan hingað heim. Með hjeraðs- lækninum fer kona hans og börn þeirra. Stefán læknir Guðnason er settur hjeraðslæknir í fjarveru Jóhanns, þó þannig, að Jón læknir Geirsson annast störf hjeraðslæknis í hjerað- inu utan Akureyrar. Hvenær opnast leiðin yfir Öxnadalsheiði? í fyrradag vann 30 manna flokkur að mokstri og lagfæringu vegarins á Oxnadalsheiði. Um kveldið voru þeir komnir norður að Reiðgili. En í gær unnu þeir ekki, þar sem þeir voru orðnir all-dasaðir eftir verkið deginum áður. í morgun hóf flokk- urinn vinnu aftur fyrir norðan Reið- gil. og er talið nokkurnveginn víst, að vegurinn verði fær bifreiðum meó kvöldinu. Má því gera ráð fyr- ir, að reglulegar bílferðir hefjist nú þegar milli Akureyrar og Rvíkur, ef góð veður haldast. Látin er 29. f. m. frú Anna Hóhnfríður Jónsdóttir (prófasts í Glaumbæ Haljssonar) í Hofsós, nærfellt níræð. Var hún fædd 22. apríl 1856, gift- ist eftirlifandi manni sínum, sr. Pálma Þóroddssyni, 29. maí 1884. Varð þeim margra barna auðið. — Auðnaðist þeim að halda steinbrúð- kaup sitt fyrir 2 árum, og er það næsta fágætt. Er ætthringur þeirra mikill orðinn og mannvænlegur. Sr. Pálmi var þjónandi prestur i sama prestakallinu nær 50 vetur. Voru ástsældir þeirra hjóna miklar meðal sóknarbarnanna og allra inna mörgu, er kynni höfðu af þeim. Frú Anna var einstök fríðleiks- kona, framiyskarandi móðir, eigin- kona og húsfreyja. Hún hjelt góðri heilsu lengstum, þó að aldurinn væri orðinn hár. Smekklásar, Skápskrár, Pottar, alum. & emaill. Kaffivélar. Vöruhúsið h.f. Yale-smekklásar á 12.20 Stálvinklar m/hallamáli 8.50— 9.50 Borsveifar 9.10, 18.00, 45.00 Skaraxir 25.70 Bylgjusaumur 5.75, 7.40, 8.00 per. þús. Steinborar, 6 stærðir, frá 2.30 —4.00 stk. Þykktarmál 16.60—27.60 Rafmagnssagir (skilsaw) Hengilásar á 0.75—5.50 Stjörnulyklar, sænskir (stakir) frá 8.70—17.80. Sfeingr. G. Guðmundss. NÝJA B10 Föstudagskvöld kl. 9: Prinsessan og sjóræninginn Laugardag kl. 6: Kátir karlar Laugardagskvöld kl. 9: Gatan Sunnud. kl. 4, 6 og 9: Undir hausfstjörnum NÝK0MIÐ: |j Bréfsefni í skrautmöppum og kössum Mjög hentugt til tækifærisgjafa! Haglaskot: Xpert No. 12 Kr. 10.25 pk. Super X No. 12 Kr. 13.25 pk. Xpert No. 16 Kr. 9.00 pk. Sfeíngr. G. Guðmundss. NÝICOMIÐ: Flauel (rautt) Sirs Sloppaefni Storesefni Kjólefni, m. gerðir. j Verzlun L O N D O N NÝKOMIÐ: Krystall-skálar „Roek" stórar og litlar Fyrirliggjandi: Bollapör, vatnsglös, ódýr Kaffistell fyrir 6 Hnífapör, matskeiðar Desert-skeiðar Barnahnífapör. ÁSBYRGI h.f. Verzl. Skipag. I og Söluturninn HAMARSTÍG. Búsáhöld: FORMAR, m. gerðir MATAR- og KAFFISTELL ÁVAXTASTELL o. m. fl. Terzl. London Samkvæmt upplýsingum frá brezka sendiráðinu hjer, hefir brezka stjórn- in fellt úr gildi þau fyrirmæli, að skip, er til Englands sigla, skuli hafa meðferðis skírteini („ship war- rant“), sem gefin eru út af brezkum siglingayfirvöldum. Reykjavík, hinn 1. apríl 1946. Bókaverzlunin Edda. Bréfabindi Kvart og folio. Númeratorar 6 stafa, ein- tví- og þrí- stimplun. Reiknivélapappír 6 cm. breiður. Gúmmíbönd í kössum. Vatnslitir í kössum, 8 og 16 stk. / Gatarar mjög sterkir. Skjalatöskur vandaðar, stórar. Heftivír gömlu stærðirnar í Trioh, Duplex o. fl. vélar. Bókaverzlnn Þ. Thorlacius Epli þurrkuð, nvkomin. Brynjólfsson & Kvaran. Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.