Íslendingur


Íslendingur - 12.04.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.04.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 12. apn'l 1946 15. tbl. Næsta blað kemur út á miðvikudag í dvmbilviku, 17. þ. m. Auglýsendur eru beðnir að kotna auglýsirtgum í prentsmiðjuna helzl jyrir kl, 4 á þriðjudag. Garðar Þorsteinsson alþm. hefir haft viS orð að draga sig tii baka við næstu Alþingiskosning- ar í Eyjafjarðarsýslu. Má telja víst, ef úr því verður, að Stefán óðals- bóndi Stefánsson.í Fagraskógi verði þá í kjöri í stað Garðars í Eyjafjarð- arsýslu, af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins, og færi fyrir allra hluta sakir vel á því. Bæði er Stefán einn bezti og ötulasti bóndi sýslunnar, vanur þing- störfum og manna bezt máli far- inn, einarður vel og þar að auki lög- fræðingur að menntun. Síðan en ekki sízt er Stefán inn mesti áhuga- maður um hjeraðsmál og. þjóðmál. Vá:ri mikill sómi fyrir Eyfirðinga að senda slíkan fulltrúa á þing. ðrlagagátan hljómkviða sú, sem Kantötukór Ak- ureyrar flutti hjer í bæ að kvöldi 9. þ. m., undir stjórn höfundarins, Björgvins tónskálds Guðmundsson- ar, var ágætlega sótt, þegar tiilit er tekið til ins óhentuga tíma, er sæta varð, kl. 6.30 að kvöldi. Þessir peniugagráðugu Bíó-furst- ar ættu aÖ geta sjeð af hentugum tíma handa menningarsamkomum einstöku sinnum. ' Einsöngvarar voru: frú Helga Jónsdóttir, frú Björg Baldvinsdóttir, ungfrúrnar Ingibjörg Steingríms- dóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Mar- grjet Oddgeirsdóttir og hr. Hermann Stefánsson íþróttakennari. Hr. Bjarni bókari Halldórsson skýrði textann og las nokkra kafla, sem einsöngvara vantaði í. Alls söng þarna 48 manns. Frú Magdalena Otterstedt ljek undir. Fjekk kórinn almennt inar beztu undirtektir og stundum ágætar. Söngstjóranum bárust blóm, og var hann upp og aftur hylltur af á- heyrendum. Kantötukórinn syngur aftur á sunnudaginn kemur. Ferflafjelag Akureyrar Ejörgvin Guðniundsson heiðraður Bæjarstjórnin samþykkti á fundi sínum 9. þ. m. að leysa tónskáldið frá kennslu í barnaskólanum, með fullum launum, í viðurkenningar- skyni fyrir störf hans, og bar fram ósk um, að Alþingi veitti honum lausn, með sömu kjörum, frá kennslu í Menntaskólanum. varð 10 ára s. 1. ínánudag. Það var stofnað í samkomuhúsinu Skjald- borg 8. apríl J936. Aðalhvatamenn að stofnuu þess voru áður í Ferða- fjelagi íslands, sem F. F. A. er deild úr. Fyrstu stjórn fjelagsins skipuðu þessir: Steindór Steindórsson, form., Ólafur Jónsson, varaform., Þormóð- ur Sveinsson, ritari, Stefán Gunn- björn Egilsson, gjaldkeri, og Björn Björnsson frá Múla, úlsölumaður ár- bókarinnar. Stofnendtir voru milli 40 og 50, og liefir fjelagatalan tí- faldast síðan (nú 430 fjelagar). Fyrstu árin voru farnar skemmti- ferðir um nágrenni Akureyrar og • ■ ■ .... ' frá byrjun fjelagsins. Nú er bílfært suður á fjöll allt að Fjórðungskvísl. Er nú vaxandi áhugi á því að koma upp sæluhúsi við laugarnar norður af Laugafelli. Fjelagið safnar myndum af ýms- um stöðum, af ferðum sínum og hin- um-og öðrum náttúrugripum; (stein- um, plöntum etc.). Er slíkl gotl að nota á vetrum á fræðslukvöldum fje- lagsins. ,,Ferðir‘' heitir rit, sem fjelagið hefir gefið út í 6 ár. Flytur það ferðasögur og fróðleiksþáttu. Hefir það aflað sjer vinsælda fjelaganna. Ferðafjelagi Akureyrar hefir orð- Ferðamannalwpur F. F. A. að koma úr Herðubreiðarlindum. nærliggjandi sýslur, en með aukinni fjelagatölu og bætlum vegasambönd- um lengdust ferðirnar. Ferðir hafa verið farnar lil Austfjarða, Breiða- fjarðar og um Suðurland, fyrir ut- an ferðir hjer víðsvegar um Norður- land. Fjelagið hefir lagt leiðir sínar til fagurra staða í óbyggðum, t. d. til Herðubreiðar og Herðubreiðar- linda, fór þangað á bifreiðum. Enn- fremur liefir verið farið á bifreiðum úr Bárðardal og Mývatnssveit suður* Ódáðahraun um Dyngjufjalladal og allt til Vatnajökuls. Þannig hefir bæjarbúum gefist kostur á að kynn- ast stórbrotinni öræfanáttúru á skemmri tíma og á ódýrari hátt, en áður, meðan hestar voru hafðir í slíkar ferðir. En ekki verður komist um allt hálendið á bifreiðum. Stór landflæmi eru ófær slílcum sam- gönguta;kj um. Gott er hinsvegar að komast með bifreiðum liátt á fjöll upp og gdnga svo þaðan, t. d. á Dyngjuiökul og í Öskju. Ferðafjelagið hefir farið 100 ferðir á 10 árum til skemmtunar og fróðleiks og 60 vinnuferðir. Upp úr þeirn höfðust 800 dagsverk í vega- bótum á Vatnahjallavegi upp úr Eyjafirði. Hefir fjelagið unnið af kappi að vegagerð á þeim slóðum og notið nokkurs styrks úr Fjallvega- sjóði, en mest hefir komið inn í frjálsum framlögum einstaklinga og stofnana. Aðalhvatamaður vega- gerðar þessarar er Þorsteinn Þor- steinsson fyrrv. bæjarftr., en hann hefir verið formaður ferðanefndar ið töluvert ágengt um það að auka ferðamenningu, kennt monnum að umgangast náttúruna, njóta hennar og meta hana rjettilega. — Aldrei hefir oi'ðið vart áfengis í ferðum fje- lagsins eða á samkomum þess. Fyrsti áfanginn i sögu Ferðafje- lagsins spáir góðu. Núverandi stjórn þess skipa: Sig- urjón Rist, formaður, Þorsteinn Þor- sleinsson, varaformaður, Eyjóljur Arnason, ritari, Jijörn Þórðarson. gjaldkeri, og meðstjórnendur Aðal- steinn Tryggvason, Edvard Sigur- geirsson og Björn Bessason. Inn ungi og vaski formaður fje- lagsins er líklegur til að reynast því dugandi leiðtogi. Skjaldborgarbíó, sém nú hefir tekið aftur til starfa og að þessu sinni á vegum templara hjer i bæ, hefir liafið sýningar með stór- mynd frá Warner Bros, HOLLY- WOOD CANTEEN, með ýmsa fræga leikara i aðalhlutverkum. Verður fyrst um sinn sýnt á hverju kvöldi, nema þriðjudagskvöldum, og síðdegissýningar á laugardögum og sunnudögum. Þegar hin fræga Chopin-mynd, „Unaðsómar“, kémur, væntanlega um páskana eða á sum- ardaginn fyrsta, mun, samkv. uppl. frá bíóstjórninni, verða boðssýning fyrir bæjarstjórn, blaðamenn og ýmsa aðra gesti. Verður að því loknu skýrt nánar frá Skjaldborgar- bíói. Bæjarkeppni í Olafsfirði. Skíðamenn frá í. B. A. fóru til Ólafsfjarðar um næst-síðustu helgi í boði íþr.fjel. „Sameining“. Keppni fór fram í bruni, svigi og stökki. Hvor bær sendi fram jafnmarga kepp endur í hverri grein. Keppt var í tveimur aldursflokkum. Akureyri vann stökk og svig í eldra flokki. Ólafsfjörður vann stökk og svig drengja. SVIG, eldri flokur: Guðmundur Guðm. (A) 70.0 sek. Stefán Ólafsson (Ó) 77.3 — Hreinn Ólafsson (A) 77.9 — Sigurður Þórðarson (A( 78.4 — Gunnl. Magnússon (Ó) 86.0 — Armann Þórðarson (Ó) 86.4 — Guðm. Þengilsson (Ó) 86.8 — Páll Línberg (A) 88.0 — A 320.4 sek. Ó 336.5 sek. STÖKK, eldri flokkur: m. Guðm. Guðmundsson (A) 29—30 Gunnl. Magnússon (Ó) 28,5—27,5 Sig. Þórðarson. (A) 27.5—27.5 Stefán Ólafsson (Ó) 26.0—29.0 Páll Línberg (A) 26.0—27.0 Hreinn Ólafsson (A) 17.5—18.0 Ármann Þórðarson (Ó) 26.0—24.0 Guðm. Þengilsson (Ó) 24.0—24.0 A 803.7 stig Ó 659.2 stig. Í drengjaflokki kepptu 5 drengir frá hvorum bæ. Ólafsfjörður vann drengjamótið, tími 342.2 sek; Ak. var 343.2 sek. Ólafsfjörður vann einnig stökk drengja á 852.1 stigum; Ak. hafði 749.2 stig. Ak. vann brunsveit drengja á 215.5 sek. Tími Ólafsfjarðar var 260.2 sek. Alltaf er jafngott að heimsækja Ólafsfjörð. Nú, eins og áður, nutu íþróttamennirnir frá Ak. ágælrar gestrisni og góðrar skemmjunar þar ytra. Akureyringarnir voru leystir út með gjöfum og eiga góðar endur- minningar um förina. Ólafsfirðing- ar liafa oft sótt mót hingað til bæj- arins og liefir framkoma þeirra og frammistaða ætíð verið bæ þeirra og hjeraði til sóma. H. S. Hljómleikar BjÖrn Ólafsson fiðluleikari og Arni Kristjánsson píanóleikari munu koma hingað á vegum Tónlistarfje- lags Akureyrar og hafa hjer hljóm- leika á skírdagskvöld fyrir styrktar- fjelaga og gesti Tónlistarfjelagsins. Verði eigi flugveður dagana eftir pálmasunnudag, er þó eigi víst, hvort af þessu getur orðið að þessu sinni. Blaðið væntir þess að geta fljót- lega flutt ýtarlegri fregnir af fyrir- huguðum hljómleikum á vegum Tón- listarfjelagsins í vor og suraar. Hulda látin Frú Unnur Benediktsdóttir Bjark- lind (skáldkonan Hulda) andaðist að heimili sínu, Mímisveg 4 í Rvík, aðfaranótt 10. þ. m. eftir langa legu. Hún var fædd 6. ágúst 1881, dóttir ins þjóðkunna gáfumanns og sam- vinnufrömuðar, Benedikts Jónsson- ar frá Auðnum í Laxárdal. Frú Unnur giftist haustið 1905 eftirlifandi manni sínum, Sigurði Sigfússyni Bjarklind, fyrrv. kaup- fjelagsstjóra í Húsavík. Varð þeim fjögurra . barna auðið, og komust þrjú þeirra upp: Sigríður, Jón og Benedikt. Frú Bjarklynd var afkastamikil skáldkona, bæði í bundnu máli og óbmidnu. Hún hlaut 1. verðlaun fyr- ir lýðveldishátíðarkvæði sitt 1944. Ingi T. Lámsson tónskáld. Látinn er á Vopnafirði Ingi Tóm- as Lárusson tónskáld. Voru foreldr- ar hans Lárus S. Tómasson skóla- stjóri á Seyðisfirði og Þórunn Gísla- dóttir Wíum. Ingi stundaði nám í Verzlunarskóla íslands Og lauk þar prófi vorið 1913. Eftir það var hann mörg ár verzlunarmaður á Aust- fjörðum. Feril sinn sem tónskáld hóf hann 17 ára að aldri, er hann samdi lagið við „Ó, blessuð vertu sumarsól." Var hann þá í vegavinnu uppi á F.ljótsdalsheiði. Ingi var kvæntur Kristínu Ágústsdóttur Blön- dal, en þau skildu fyrir nokkrum ár- um. Áttu þau eina dóttur, Ingu Láru. Ingi var símstjóri nokkurra ára skeið í Neskaupstað, síðar bókari hjá Kaupfjelagi Hjeraðsbúa á Búð- areyri við Reyðarfjörð og hjá Kaup- fjelagi Vopnfirðinga. Loks var hann hjá tollstjóranum í Reykjavík, en þar varð hann að láta af störfum sökum veikinda, sem síðan drógu hann til dauða. Eftir það, að hann ljet af störfum vegna vanheilsu, dvald ist hann hjá þeim hjónum, Katrínu Sveinsdóttur alþm. í Firði Ólafsson- ar og Guðmundi stöðvarstjóra Stef- ánssyni á Vopnafirði, og reyndust þau honum sem góð systkin allt til þess, er hann ljezt, og veittu honum aðhlynningu í veikindum hans. Af lögum Inga T. Lárussonar hafa aðeins þrjú verið birt, og eru þau við kvæði Jónasar Hallgríms9onar, „Nú andar suðrið“, „Svanurinn", við kvæði Einars Benediktssonar, og kvæði Páls Ólafssonar, „Ó, blessuð vertu sumarsól“. Af öðrum lögum, sem hann orti og hafa ekki verið birt, má nefna lag við kvæði Jónasar Hallgríms- sonar, „Ásta“, mjög fagurt lag og innilegt, lag við kvæði Ein- ars Benediktssonar, „Heyr mig, lát mig lífið finna“. Er það þróttmikið lag og fallegt. Mikið af lögum Inga mun vera til í handriti, en margt mun einnig vera glatað. Ingi T. Lárusson var fæddur á Seyðisfirði 26. ágúst 1892. Hann andaðist 24. f. m.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.