Íslendingur


Íslendingur - 12.04.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 12.04.1946, Blaðsíða 5
Föstudaginn 12. apríl 1946 ÍSLENDINGUR I l l | ! I 1 | I I | ! I I 1 1 títir 1 ár er sennilegt, að Ódáðahraun Ólafs Jónssonar verði ófáanlegt í bókabúðum. Eftir það hækkar verð bókar- innar stöðugt, eins og allra ófáanlegi'a hluta, sem eftir- spurn er eftir. Að 10 árum liðnum er sennilegt, að Ódáðahraun kosti helmingi meira en í dag. Þegar þér gefið sígilda bók, eins og Ódáðahraun er og verður, þá gefið þér sparisjóðsbók, sem dregur meiri vexti en innlög í banka. Og svo er öll ónægjan við lesfur þessarar skemmtilegu bókar og skoð'un um 300 fallegra öræfamynda ókeypis. » I Tilkynning Nemendur og vinir frk. Krist- jönu Pétursdóttur, skólastýru að Laugum, sem vilja heiðra minningu hennar, gjöri svo vel að mæta að Hótel KEA sunnu- daginn 14. þ. m. (Pálmasunnu- dag)' kl. 2 e. h. Undirbúningsnef ndin Pósfsamband hófst á ný við Þýzkaland 1. þ. m. eftir 6 ára hlje. En enn sem komið er leyfist að- eins að senda almenn brjef og brjef- spjöld. Er alveg óvíst, hvenær rýmk- un fæst á þessu. Þá er það og óvíst, hvort póstur, sem sendur er til Þýzka lands, verður háður ritskoðun bandamanna þar. Engin samvinna við Komm- únista er möguleg, sagði rektor Notre-Dame háskólans í Bandaríkjunum í háskólasetningar- ræðu, er hann flutti að viðstöddum 3000 stúdentum. Hann kvað brýna nauðsyn bera til að gera kommún- ismanti landrækan úr Bandaríkjun- um. Rjeðst hann á ið kommúnistiska Rússland og áhrif Kommúnista í Bandaríkjunum. „Kommúnisminn er afneitun alls þess, er við trúum á sem Bandaríkjaþegnar og kristnir menn“, sagði rektorinn. Fimmtugur varð 3. þ. m. Axel Sveinsson, vita- málastjóri. Hann lauk verkfræði- prófi 1926, rjeðst í þjónustu vita- málanna 1934 og varð vitamálastjóri 1944. Póskavika og dymbilvika Mjög rugla menn riú orðið sam- an þessum vikum. Dymbilvika hefst með pálmasunnudegi, en páskavika með páskadegi. Sá er munurinn. Krækiber. Svo heitir laglegt og lítið kver, er blaðinu var sent nýlega. „Hvað hef- ir það að færa?“ Nokkrar lausavís- ur, brot og stúfa. Víkingsútgáfan gefur úr. Hólar h.f. prentar. Höfund- ur er Sigurjón Jónsson, bankaút- bússtjóri í Rvík, áður kunnur rit- höfundur. „Henni langar, honum langar í. (Heyrirðu nokkurt fall?). Nei, ekki þorðu þau því, þeirra ást var ný. En rithöfundur á rumpinn skall. Og það var þágufall!“ „Nefnd við nefnd og ráð við ráð á ráðamannabekki, svo allir geti öðrum láð og enginn dónann þekki.“ v,Á rjettunum rífast hundar og reka upp sárleg vein, rjett eins og rithöfundar í Reykjavík — um bein.“ „Þú reigir þig fyrst með rembingi og ræskir þig ögn með þembingi; þá svarar þú „hum“ með semingi, svo sannur ertu þá höfðingi.“ „Við söknum hans, hins mikla manns, er rnúgnum upp úr stóð. Hann kunni ráð og drýgði dáð og drenglund hans var stór og góð. En okkur fannst liann ekki nógu rauður. Því er hann dauður.“ FrjeHatilkynníng fró utan- ríkisróðuneytinu Samkvæmt upplýsingum, sem ut- anríkisráðuneytinu hafa borist frá sendiráði íslands í Washington, hef- ir íslenzkur námsmaður í Banda- ríkjunum nýlega verið settur í fang- elsi og mun verða fluttur úr landi fyrir brot á amerísltu innflytjenda- lögunum. Hafði hann liætt námi og tekið atvinnu, en samkvæmt innflytj- endalögunum er slíkt bannað öllum þeim, sem fá dvalarleyfi i Banda- ríkjunum til náms, nema sjerstakt Fjalla-Bensi sjötugur I afmælishófi Ferðafjelags Akur- eyrar um daginit barsl skeyti frá þessum heiðursmanni. Bar þar í tal aldur lians, og sagði Olafur Jónsson framkvstj., að Benedikt yrði sjötug- ur 9. þ. m. Það væri leiðinlegt fyrir norð- lenzkt blað að minnast ekki þessar- ar hetju háfjallanna á þessum tíma- mótum í ævi hans. Benedikt Sígurjónsson, en svo lieit- ir hann fullu nafni, er bóndason frá Grímsstöðum við Mývatn. Lengst- um hefir hann haldið sig í Mývatns- sveit og um skeið í Bárðadal. Er hann löngu þjóðkunnur orðinn af fjárleitum sínum um öræfin og úti- legum í stórviðrum og hríðum á fjöllum uppi. Svo segir í bók Ólafs Jónssonar, „ Ódáðahrauni“, að Benedikt hafi farið um 30 langferð- ir á fjöllin, en hættur er hann nú slíkum svaðilförum, eins og við er að búast, svo mjög við aldur, sem hann er nú. Fækkar nú óðum með íslands þjóð slíkum fjallaköppum. EIMREIÐIN, 52. ár, 1. hefti: Ritstj.: Vfð þjóoveginn. Jakob Thorarensen: Gist á víðavangi (kvæði). Vilhj. Þ. Gislason: Kjarval og list hans (með mynd). Guð- mundur Árnason: Lýðveldisstjórn- arskráin. Þorsteinn Jónsson: Metn- aður og gorgeir. Baldur Bjarnason: Nazisminn þýzki. Sveinn Sig. (rit- stj.): Skáldið E. M. Forster (með mynd). Jóhannes S. Kjarval: Grát- dögg (með teikningum). Þóroddur Guðmundsson: Horfið er Norður- land (kvæði). Barbara W. Árna- son: Móðir (pennateikning). Hrafn Hrafnsson: Manstu? Gunnar Árna- son: Gisting (saga). Leiklistin — Ritsjá — Verzlunarflotinn og styrj- öldin — Fyrsta förin til tunglsins — Mælt af munni fram, o. fl. leyfi sje fyrir hendi, en það leyfi er mjög erfitt að fá. Það skal því brýnt fyrir náms- mönnum, sem fara til Bandaríkj- anna, að hlýða í öllu þeim reglum og fyrirmælum, sem þar gilda um námsfólk. Reykjavík, 6. apríl 1946. B AÐMULL ARSOKKAR ÍSGARNSSOKKAR SILKISOKKAR BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Frá Þjóðræknisfélagi r V estur-Islendinga (Fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu). Hið 27. ársþing þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi var lialdið í Winnipeg 25. til 27. febrúar, við mikla aðsókn bæði á fundum þingsius og almennum samkomum í sambandi við það. Heiðursgestir þingsins voru þau Ingólfur Gíslason læknir, er var fulltrúi ríkisstjórnar ís- lands á þinginu, og frú Oddný Vigfúsdóttir. Eftir hádegið fyrsta þingdaginn flutti Ingólfur læknir, að viðstöddu fjölmenni, kveðjur ríkisstjórnarinnar og íslenzku þjóðarinnar, við mikla hrifningu áheyrenda. Hann til- kynnti einnig, að Þjóðræknisfé- lagið á íslandi, í samráði við ríkisstjórnina, byði þeim Einari P. Jónssyni, ritstjóra „Lög- bergs“, Stefáni Einarssyni, rit- stjóra „Heimskringlu“, og Gretti L. Jóhannsson, ræðismanni ís- lands í Winnipeg, ásamt frúm þeirra allra, í heimsókn til ís- lands á komandi sumri, og var þeirri frétt tekið með miklum fögnuði. Ingólfur læknir var einnig aðalræðumaður á samkomu Winnipegdeildarinnar „Fróns“ að kvöldi annars þingdagsins og flutti einnig ræðu á opinberri samkomu síðasta þingkvöldið og á ýmsum öðrum samkomum, svo sem í virðulegri kveðju- veizlu, sem þeim læknishjónun- um var haldin í Winnipeg, og á fjölmennri samkomu að Mourf- tain, Norður-Dakota, er deildin þar efndi til stuttu eftir þingið. Annar aðalræðumaðurinn á þjóðræknisþinginu var Niels G. Johnson lögfræðingur, dóms- málaráðherra í Norður-Dakota, er flutti skörulega og efnismikla ræðu á almennri samkomu félags yngri íslendinga í Winnipeg, „Icelandie Canadian Club“, að kvöldi fyrsla þingdagsins. Er dómsmálaráðherrann fæddur á Akranesi, en fluttist barnungur 7 NÝJA BÍÓ Föstudag kl. 9: GATAN Laugardag kl. 6: Undir hauststjörnum Laugardagskvöld kl. 9: Gullgrafarbærinn Sunnudaginn kl. 6: Prinsessan og sjóræninginn Sunnudag kl. 9: Gatan Síðasta sinn. v/C/eftd ÍVERSHARP OG ÞÉR GEFIÐ k HIÐ BEZTA/ A vestur um haf með foreldrum sínum. Dr. Richard Beck, for- seti Þjóðræknisfélagsins, stjórn- aði öllum þingfundum og sam- komunni seinasta kvöld þings- ins, en þá var sýnd litmynd af íslandi, er Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hafði lánað, og þótti hún fögur og tilkomumikil. Séra Valdimar J. Eylands, er verið hafði vara-forseti nokkur undanfarin ár, var kosinn foseti Þjóðræknisfélagsins í stað dr. Becks, er baðst eindregið undan endurkosningu. Hafði hann ver- ið forseti félagsins samfleytt síð- astliðin sex ár. Odýr drengjaföt BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.