Íslendingur


Íslendingur - 17.04.1946, Side 1

Íslendingur - 17.04.1946, Side 1
XXXII. árg. Miðvikudaginn 17. apríl 1946 16. tbl. Frá bæiiirstjórn. ---------~----------—"7 Islendinpr óskar lesendum sínum gleðilegrar páskahátíðar. Páskohófíðin endaöi éigi áður fýrr en næsta sunnudag á eftir. Þann dag báru þeir, er skírðir höfðu verið laugar- daginn fyrir páska, seinast in hvítu skírnarklæði, og var hann því kall- aður drottinsdagurinn í hvítum klæðum (dominic.a in albis), en efl- ir messuupphafinu var hann nefnd- ur „eins og nýfæddir“ (qvasi modo geniti). Síðan var lekið upp að hafa þennan sunnudag fyrir fernringar- dag, og helzt sá siður sums staðar enn. Páskagleðin hjelzt allan 50 daga tírnann milli páska og hvítasunnu, en 40. dagur eftir páska var sjer í lagi hátíðlega haldinn svo sem upp- stigningardagur frelsarans. Skírdagur nefnist sem kunnugt er fimmtudag- urinn í dymbilviku. Var hann sjer í lagi helgur haldinn og er enn í dag til minningar um kveldmáltíðina, og hófst sú venja á 4. öld, að þann dag var gengið til altaris um kveldið, gagnstætt því, ar annars var venja. Þessi dagur var í fornöld kallaður fæðingardagur kveldmáltíðarinnar, fæðingardagur kaleiksins, inn helgi fimmtudagur og fleirum nöfnum. Þann dag fóru fram margvíslegir þvottar. Margir fóru þá í bað, eink- um þeir, er átti að skíra á laugardag- inn fyrir páska, og margir hlutir voru þá þvegnir, t. d. ölturin og kirkjurnar. Af þessu hefir dagur þessi fengið ið norræna nafn sitt skíri þórsdagur eða skírdagur ( = inn hreini dagur). Sumardagurinn fyrst-i Sumardagurinn fyrsti hefir verið helgaður börnunum um mörg und- anfarin ár, bæði í Reykjavík og hjer á Akureyri. Kvenfjelagið Hlíf hefir haft aðal-fjársöfnun sína þann dag, en eins og kunnugt er, hefir fjelagið kostað börn til sumardvalar um all- mörg ár, og er jafnframt að safna fje fyrir sumarheimili handa börn- um. Nú er því máli það langt kom- ið, að byrjað verður í sumar á bygg- ingu sumarheimilis hjer í grennd við bæinn. Að þessu sinni mun Hlíf liafa merkjasölu, bazar, kaffisölu og kvöldskemmtun til ágóða fyrir starf- semi sína. Er þess að vænta, að bæj- arbúar muni nú sem fyrr'sína þess- ari starfsemi fjelagsins skilning og velvild. Stúkan Brynja no. 99 tilkynnir: Enginn funddr þriðjud. 23. þ. m. Frá bæjarstjórn. Fundur 9. apríl. Fjarv. bæjarftr.: Stgr. Aðalsteinsson, Jakob Frímanns son og Svafar Guðmundsson. Mæltir varaftr.: jón Ingimarsson, Guðm. Guðlaugsson og Guðmundur Guð- mundsson. Ráðning jerst fyrir. Arne Hoff- Möller arkitekl tilkynnir, að hann hafi sezt að í Rvík og verði því ekki úr ráðningu hans hingað' til Akur- eyrar, en bæjarráð hefir staðið í samningum við hann um að setjast hjer að og starfa hjer sem fulltrúi skipulagsstj óra. RáSnir yjirsmiðir. Bærinn hafði auglýst eftir 2 yfirsmiðum (bygg- ingameisturum)*. Umsóknir lágu nú fyrir. Ráðnir voru Bjarni Rósants- son og Oddur Kristjánsson. Bæjar- stjóra falið að gera við þá samning í samráði við bæjarráð. Auk þessara tveggja sóttu: Böðvar Tómasson, Jón Einarsson. Jón B. Benjamínsson og Björn Axfjörð. T ogarakaupin. Nýbyggingarráð liéfir ðcnt svohlj. símskeyti: „Mcð tilvísusi til samtals af hálfu Nýbygg- ingarráðs við bæjarstjóra Akureyr- ar í janúar útaf pöntun yðar á 2 tog- urum þeim, sem nú er verið að byggja (á ísl.: smíða, ritstj.) á veg- um ríkisins, vill Nýbyggingarráð hjer með beina til yðar þeirri fyrir- spurn, hvort bæjarfjelagið getur innt af liendi greiðslu á einum fjórða hluta. andvirðis skipanna, 1.300.000 kr. — þrettán hundruð þúsundir króna — fyrir 2. apríl næstk., en þá er fyrirhugað, að úlhlutað verði meiri hluta skipanna til þeirra, sem þá hafa handbært fje til greiðslu fjórða hluta andvirðisins. Símsvar óskast fyrir lok þessa mánaðar. Ný- byggingarráð“- (Skeýtið sent seint í marz). Bæjarráð svaraði þannig: „Akureyrarbær hefir þegar fengið loforð um bankatryggingu vegna greiðslu á Ui hluta þess togara, er beðið var um samkv. símskeyti bæj- arins til Nýbyggingarráðs þ. 11. des. 1945. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir að geta tryggt greiðslu á jafn stóruin hluta annars togara, en væntir þess þó að þurfa ekki að leggja fram meira fje en endanlega verður ákveð- ið, að greitt verði af öðrum þeim, er ekki hafa neina nýbyggingarsjóði til umráða." Sala á skuldabrjejaláni. Sþ. að fela bæjarstjóra að senda fyrirspurn lil bankanna um, með bvaða kjörum þeir vilji taka að sjer sölu á allt að tveggja milljóna króna skuldabrjefa- láni til 20 ára með 4% vöxtum og jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, að því tilskildu, að ábyrgð bankans komi til um söluna. Vinnumiðlunin. Stjórn vinnumiðl- unarskrifstofunnar biður um greidd laun fyrir undanfarin-5 ár, kr. 100.00 á ári, auk dýrtíðaruppbótar. Reikn- ingsupphæðin nemur alls krónum * Það er ekki íslenzka! 5805.00. Sj). að greiða kr. 6.50 auk dýrtíðaruppbótar fyrir hvern fund umrætt tímabil og framvegis. Ulboð vátrygginga. Sþ. eftir till. frá Jak. Frím. að bæjarráð taki iil athugunar, hvort <‘kki muni gerlegt að fá breytingu á brunabótagjöldum af húseignum hjer í bænum til sam- ræmis við iðgjöld, sem Reykjavíkur- bau- greiðir. Fáist ckki veruleg lækk- un fi á ]>ví sem nú er hjá llrunabóta- fjel. íslands, sje þm. kaupstaðarins falið að bera fram á Alþingi frum- varp þess efnis, að Akureyrarbæ sje heimilað að bjóða út vátryggingar á, húseignum í bænum gegn eldsvoða. Sþ„ að þm. mæjarins sje falið að bera fram á Alþingi frumvarp |>ess efnis, að Akureyrarbæ verði heim- ilað að bjóða út vátryggingu gegn eldsvoða í bænum og að lögum Brunabótafjel. lslands verði breytt i samræmi við Jjað. J atnsleiðslu- og holrœsi skal leggja í Þórunnarstræti á kaflanum frá Þingvallastræti suður undir Ný- rækt. A’eitað um lóð. Út af erindi frá fulltrúaráði verklýðsfjelaganna um að fá leigða ,lóð við Strandgötu hr. 6, telur bæjarráð lóðina ekki nógu stóra handa liúsi, sem á að vera 35 m. á lengd, og bendir á, að bærinn kunni að þurfa að nota lóðina sjálf- ur. Till. frá fulltrúum Sósíálistafl.: „Bæjarstjórnin sþ. að leigja full- trúaráði verklýðsfjelaganna lóðina Strandg. nr. 6 fyrir væntanfegt al- þýðuhús“ felld með 6 atkv. gegn 3. Samþykkt um stjórn bœjarmál- efna var nú afgreidd eftir tvær um- ræður. Lágu fyrir breyt.tillögur. — Verður nánar skýrt frá samþykkt þessari síðar í heilu lagi. Aðeins skal þess getið, að sá starfsmaður bæjar- ins, sem næst gengur bæjarstjóra, um ráð og laun, samkv. samþykkt þessari, heitir fulltrúi bœjarstjóra, og er hann skrifstofustjóri á bæjar- stjóraskrifstofunni. En annars verð- ur nánar sagt frá þessu siðar, því að borgararnir þurfa að fá að vita, hverskonar skipan hefir verið komið á bæjarmálin með inni nýju sam- þykkt, en hún verður nú send í Stjórnarráð til staðfestingar. Nýja bílastöðin vill fá að reisa stöðvarhús. og var sþ. að taka til at- hugunar, að leigja stöðinni til bráða- birgða lóð undir einnar hæðar hús sunnan Strandgötu vestarlega. — í samb. við þennan lið sþ. tillaga um athugun á, hvar bílstöðvum verði bezt fyrir komið í bænum og að leita eftir við skipulagsnefnd um nauð- synlegar breytingar á skipulagsupp- drætti í því skyni. Brunahœtta af olíugeymurn. Út af erindi frá OHuverzlun íslands var sþ„ að leita umsagnar Brunabóta- fjelags íslands og brunamálastjórn- ar landsins, hvort nokkur ástæða sje til að fjarlægja Shell-geymana, og ef svo er ekki, hvort telja megi hættu- laust að bæta við 2 öðrum geymum sunnan við Shell-geymana á þeim stað, sem skipulagsstjóri gerir ráð fyrir á uppdrætti dags. 1. febr. 1946. Enn íreinur hvort notkun þeirra mannvirkja hafi nokkur áhrif á brunaiðgjöld af niðursuðuverk- smiðju, járnsmíðaverkstæðum og öðrúm atvinnurekstri, sem er í ná- grenni geymanna eða í ca. 35 metra f j arlægð. Nefndrar umsagnar leitað, af því að varl liefir orðið við, að margir bæjarbúar telja mikla brunahættu stafa af þeim olíu- og benzíngeym- um, sem fyrir eru á Oddeyrartanga. Skaðabœtur fyrir bryggjuskemmd ir. Enskt skip olli skemmdum á ytri Torfunefsbryggjunni árið 1943. Skaðabótakrafa ba:jarins nam 80 þús. kr„ en vátryggingarfjelag skips- ins hefir stungið upp á greiðslu að upphæð 2500 sterl. punda. Bæjar- stjórn vill ekki sætta sig við ])á upp- hæð til fullnaðargreiðslu, en gefur vátryggingarfjelaginu kost á að gera við skemmdirnar fyrir eigin reikn- ins, og til vara vill hún fallast á að hlíta gerðardómi, t. d. gerðardómi Verkfræðingafjelags íslands, enda verði kostnaðurinn af gerðardónm- um greiddur af vátryggingarfjelag- inu. Synjað leyfis um nýjar dráttar- brautir tvær, er Dráttarbraut Akur- eyrar h.f. fer fram á leyfi til að koma upp á lóð Drbr. norðan við frysti- hússbryggjuna. Átti önnur að vera 50 tonna, hin 200 tonna. Alyktun þessi: „Þar sem þegar er búið að gera skipulagsuppdrætti fyrir nýjar dráttarbrautir á öðrum stað á Tang- anum, telur bæjarstjórn ekki ástæðu til að leggja til við skipulagsnefnd, að þetta svæði verði einnig tekið undir dráttarbrautir.“ Guðm. Guðmundsson flutti till. að vísa máli þessu aftur til hafnarnefnd- ar til frekari athugunar, en fjekk að- eins með sjer til þess Indr. H. og Jón Sólnes. — Allt skal nú út í Ný- höfn! Húsalóðir margar leigðar enn sem fyrr. Löggiltur húsasmíðameistari i kaupstaðnum (um trjesmíði) var að þessu sinni Elías Kristjánsson, húsa- smiður. Barnaskólinn. „Skólanefnd sam- þykkir að fara fram á það við bæj- arstjórn að láta nú þegar gera at- hugun á því, hvernig hagkvæmast væri að fullgera hið 15 ára gamla barnaskólahús að norðan, svo að það liti sæmilega út, og gæti jafn- framt orðið nokkur viðauki við það húsrúm, sem skólinn hefir nú yfir að ráða. Lögð sje síðan áherzla á það að ljúka þeirri viðbyggingu og aðgerð á sumri komanda, svo að gengið sje loks frá skólanum sem fullgerðu húsi.“ Þessari tillögu vís- aði bæjarstjórn til skólanefndar aft- ur til framkvæmda. Skólastjóri upplýsir í greinargerð, að um sinn muni börn í bænum, sem barnaskólinn þarf að sjá um, verða um 600, þ. e. 6 árgangar, með um 100 börnum í árgangi. Segir hann, að barnafjöldinn í bænum hafi ekki aukist in síðustu ár, og að nú sje t. d. meira en 30 börnum færra en skóla árið 1943—1944. Fisksölum bæjarins bannað að ,selja óslægðan fisk frá og með 1. maí n. k. Flugskóli Akureyrar. Árna Bjarn- arsyni frkvstj. leyft að kalla flug- skóla þann, er nýlega er stofnaður hjer, Flugskóla Akureyrar. Leyfið veitt með 10 atkv. gegn 1. Björgvin Guðmundsson heiðrað- ur. Utan dagskrár flutti Indriði Helgason bæjarftr. svohljóðandi til- lögu: „í tilfeni þess, að í dag flytur Kantötukór Akureyrar þljómkvið- una Orlagagátan undir stjórn Björgvins Guðmundssonar og hann hefir þegar unnið mikið starf sem tónskáld og söngstjóri, samþykkir bæjarstjórnin að fela bæjarráði að gera ráðstafanir til. að Björgvin verði leystur frá kennslu við barna- skólann, með fullum launum, í við- urkenningarskyni fyrir störf sín, og bera fram við Alþingi ósk um, að ríkið veiti honum einnig lausn frá kennslu með sömu kjörum.“ Tillögu þessa samþykkti bæjar- stjórn í einu bljóði. ORÐSENDING frá Steingr. lækni Matthíassyni Kæri íslendingur! Gjörðu mjer þann greiða, að taka þessaj' línur tíl birtingar einhvers staðar innan um lesmálið. Jeg fjekk mörg vinsamleg og elsku- lega orðuð heillaóskaskeyti frá vandamönnum og vinum á afmæli mínu síðastl. 31. marz. En að vísu voru sum þeirra bjöguð af dönskum símriturum og mesta mildi, að jeg var nógu skarpur að skilja. Meðal þeirra var eitt í ljóðum og hljóðaði þannig: „Láttu þig aldrei hrella, Elli gamla vill skella, haltu hreysti og velli hátt þó í veröld smelli.“ Þetta líkaði mjer ágætlega — enda höfðu tvö reykvísk góðskáld hjálpast að. Jeg leyfi mjer að birta það hjer og ota því fram öðrurn gamalmennum til aðvörunar og styrkingar. Fleiri skeytanna voru einnig listfeng og hittu mig í hjarta- stað, en þau voru of lofsamleg í minn garð tii þess að jeg birti þau. E er jeg las þau fór mjer, eins og stendur í Alþingisrímunni um einn af öld- ungum þingsins þá, — „að jafnvel Sighvatur sjötugur karlinn varð að sméri.“ Jeg bið vini mína, sem sendu skeyt- in, og lesa þetta, að meðtaka mína postullegu blessun og þakklæti, bæði fvrir hlýindin og lofið (sem mjer, líkt og Gvendi ríka, þótti gott). Nexö 3. apríl 1946. . Vinsamlegast Steingrímur Matthíasson.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.