Íslendingur


Íslendingur - 27.04.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.04.1946, Blaðsíða 1
XXXII. arg. Laugardaginn 27. apríl 1946 17. tbl. Leikfjelag Akureyrar: Brímhljóð Frumsýning miðvikudaginn 24. þ. m. SíSasta vetrardag hafSi Leik- fjelag Akureyrar frumsýningu á sjónleiknum Brimhljóð eftir Loft GuSmundsson. Sjónleikur þessi ger- ist í Vestmannaeyjum og er í fjór- um þáttum. Efni leiksins er í stuttu rtíáli það, að sálsjúk stúlka, Bergljót, elskar sjómanninn og fullhugann Bryngeir, en af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum giftist hím hin- um kalda kaupsýslumanni Sighvati, sem' henni þykir ekkert vænt um, þótt hún reyni að telja sér trú um það. Bergijót kemur í veg fyrir sam- vinim Bryngeirs og Sighvats^ um hýjan bat handa Bryngeir, kómur Bryngeiri óbeinlínis til þess að rjúka : á sjó á ónýtum bát í aftakaveðri/ og í þeirri sióferð fcrst hann. Þá verður Begrljót vitlaus fyrir fullt og allt, sjer ofsjónir og heyrir radd- ir og hleypur frá manni sínum beint í sjóinn. Tjaldið. Það verður að segja hófundi þessa leiks til hróss, að leikurinn er á vissan hátt vel byggður. Yfirleitt er stígandi í hverjum þætti og stígandi í leiknum í heild, sem nær hámarki í síðasta þætti, óveðursnóttinni, drukknun Bryngeirs, sjálfsmorði Bergljótar. En að öðru leyti er leik- urinn heldur ómerkilegur, samtöl löng og stundúm stirð, heilmikið af ljelegri og margtugginni heimspeki um hitt og þetta, sem betur væri sleppt. \ Um meðferð leikaranna á leikn- uih Brimhljóð, er það aS segja, aS að mínu viti var hún góð yf irleitfc og sums'staðar ágæt. Jeg sá leikinn á frumsýningu í Reykjavík haustið 1939, og eftir því sem jeg man bezt, þá þarf Leikfjelag Akúreyrar síður en svo að hræðast samanburS viS þá sýningu. Það, sem mjer fannst helzt, mega að leiknum finna, var frá höfundarins hendi, ekki leikar- anna. Aðalhlutverk leiksins, Bergljótu, ljek Margrjet Olafsdóttir Kondrup, og gerði það vel, ágætlega með köflum má hiklaust fullyrða. Styrk- ur Margrjetar liggur í hreyfingum og' fasi, það nægir oft að horfa á hana til þess að skilja, hvað er að gerast. Hins vegar hættir henni til aS tala of hratt, bera of ört á og tala of mikiS í sama dúr, þannig að, þegar hún talar langt mál, verður úr því einhver sviplaus flatneskja. Þetta getur Margrjet vafalaust lag- að, og ef það tekst, þá er jeg viss um, að hún er ein með betri, urig- um leikkonum, sem völ er á hjer , um slóðir. í þessu hlutverki vex Margrjet að leik í hverjum þætti og tekst bezt í síðasta þætti, enda er sá þáttur beztur að öllu leyti, þrátt fyr- ir draugagang, dauðs manns óp og móðursýki í tonnatali. Hóhngeir Pálmason leikur Sig- hval kaupmann, mann Bergljótar. Hlutverkið hæfir honum vel, hinn settlegi talandi Hólmgeirs passar vel ) fyrir kaupsýslumannjnn, sem er svo hugaður að þora að láta berja sig án þess að svara í sömu mynt. Ann- ars verð jeg að segja, að jeg kann ekki vél við úherzhir Hólmgeirs í tali, en haiui' er jafnan skilmerkileg- i ur í framsögu og leikur oft ágæt- lega. Jón NorSfjörð, sem jafnframt annaðist leikstjórn, Ijek Bryngeir formann. Gerfi haris er golt og leik- urinn ,sömuleiðis, stundum prýðileg- ur. I Reykjavík fór Valur Gíslason með þetta hlutverk, og mjer fannst hann skilja það og skila því með nokkuð öðrum hætti en Jón.-Mjer fannst Jón betri í fyrsta þætti, hann var ekta drabbari og þó fullhugi á sjó og landi. I síðari þáttum á hann að vera eins ög jeg skil hann, þyngri, ekki eins pfsafenginn og hávær, og mjer fannst Jón gera þar á fulllítinn mun og í fyrsta þætti, en 'annars tel jeg leik Jóns yfirleilt eins góðan og heilsteyptan og hlutverkið gefur til- efni til. Leikstjórnina hefir hann innt af höndum meS prýði, fyrir ut- an nokkra statista, en aukápersónur eru fyrirbrigði á leiksviði, sem oft- ast er ómögulegt að sansa, og verð- ur að taka því með þögn og þolin- mæði. Þá er ótaliS hlutverk Höllu gömlu, en meS þaS fór Svava Jónsdóttir, og þar er fátt um aS segja. Leikur Svövu í hlutverki þessarar gömlu og lífsreyndu konu var eins og bezt verSur kosiS, Þar var hvorki blettur né hrukka. Svava hefir skiliS hlut- verkið og skilað því af. vandlátri smekkvísi. Onnur hlutverk í leiknum eru lítil. Björn Sigmundsson ljek Högna vjel- stjóra prýðilega, skemmtilega fullur í fyrsta þætti og enn skemmtilegri kjaftaskur í þriðja þætti í beitinga- skúrnum. Elías Kristjánsson og Jenný Jónsdóttir fóru laglega með lítil hlutverk. Elíasi er að fara fram, þótt lítið reyndi á það að þessu sinni. Hann talar miklu rólegar en hann gerði í Ljenharði. Stefán Halldórs- son, Júlíus Oddsson (Grímur gamli, sem sjer.draug og fer á sjó, þótt hann viti, að hann muni drukkna, og hefir pontuna sína með sjer, af því að enginn er til að erfa hann), Jó- hann Ögmundsson, Víkingur Björns- son og Jón Ingimarsson leika sjó- menn, sem varla verður sagt, að sjá- ist ndkkurn tíma framan í, en flest- ir segja þeir vel það, sem þeim er falið að segja. Frumsýningin á þessum leik var ekki vel sótt, og er það undarlegt, að það er eins og Akureyringar sjeu hiícddir viö frunisýningar, en venju- lega er alls ekkert að óttasl, nema ef vera skyldu bekkirnir í húsinu, þessi brnkandi og ískrandi morðtól. Ef jeg ætti mjer ósk, þá gæti jeg vel Irúað, að jeg óskaði þess, að bless- uð bæjarstjórnin okkar væri dæmd til þrss að sitja á þessum samkomu- hússbckkjum á bæjarstjórnarfund- um. Jeg er hárviss um, aS nýir og belri bekkir birtust í ' Samkomuhús- inu í hvelli, ella yrSi bæjarstjórnin spítalamatur innan fárra vikna. — Leikarar og leikhúsgestir lifa í von 'iim botri Jscfebi'i 'ðaínkomuhúsiS fyr- ir næsta leikár. Að svo mæltu þakka jeg Leikfje- lagi Akureyrar fyrir leikinn, leik- stjóra og leikurum, og vona, að bæj- arbúar sýni áhuga sinn á leiklistar- starfseminni jneð því að sækja þennan leik sem allra mest. Hann er vel þess virði, Búrður Jakobsson. Hljómleikar Tónlist- arfjelagsins Á miðvikudagskvöldið var fóru fram í Nýja-Bíó fyrstu hljómleikar Tónlistarfjelags Ak. að þessu sinni. Ljeku þeir Árni Kristjánsson píanó- leikari og Björn Ólafsson fiðiuleik- ari sónötu fyrir fiðlu og pianó, í A dúr op. 47 eftir Beethoven. Þá ljek Ariii sónötu fyrir pianó, í E dúr op. 109, einnig eftir Beethoven. Loks ljek Bjorn Ólafsson fiðlukonsert í e moll op. 64 eftir Mendelsohn. Hlj ómleikarnir voru fyrir styrkt- arfjelaga Tónlistarfjelagsins og gesti þeirra, og var húsið þjettskipað. — Hrifning áhéyrenda var mikil, og bárusl listamönnunum blómvendir. Á sumardaginn fyrsta ljeku lista- mennirnir fyrir kennara og nemend- ur Menntaskólans við ágætar undir- tektir. Kvenfjelagið Hlíf gekkst fyrir merkjasölu, bazar, kaffisölu, ásamt fjölbreyttri kvöld- skemmtun og dansleik í Samkomu- húsi bæjarins á sumardaginn fyrsta. Ágóðanum af þessari starfsemi mun verða varið til að reisa barnaheim- ili hjer við bæinn. Hefir frú Gunn- hildur Ryel í þessu skyni gefið fje- laginu ræktaða laðdsspildu ofan við bæinn. Allar þessar framkvæmdir sýna glögglega frábæran dugnað og ósjerhlífni kvennanna, enda er lijer hið mesta þarfamál á ferð. H,efir Kvenfjelagið Hlíf um langt skeið helgað starfsemi sína svipuðum mál- um. Því miSur virSist nokkuð tóm- læti ríkjandi hjá bæjarbúum í þess- um efnurn, og fer fjarri því, að þeim sje syndur jafnalmennur áhugi og í höfuðstaðnum, þar sem sumardag- urinn fyrsti er af einhug helgaður fjáröflun í j)águ barnanna. Templarar lief ja kvik- myndarekstur Á sumardaginn fyrsta var blaða- mönnum, bæjarstjórn, bæjarfógeta og ýmsum öðrum gestum boðið á kvikmyndasýningu í Skjaldborgar- bíói hjer í bænum. Eru það templ- arar hjer í bæ, sem tekið hafa að sjer rekstur kvikmyndahússins, en það hefir ekki verið starfrækt um skeið. Aður en sýningin hófst ávarp- aði Stefán Ág. Kristjánsson gestina og bauð þá velkomna. Kvað hann lemplara hugsa gott til þessarar starfsemi og ljet í ljós þá von sína, að hún mætti verða til að auka og þroska menningarlíf þessa bæjar. Myndir hefir Skjaldborgarbíó tryggt sjer frá Tjarnarbíó í Reykjavík, sem eins og kunnugt er hefir ávallt kapp- kostað að hafa eingöngu úrvals- myndir upp á að bjóða. Gagnger breyting hefir nú farið fram á sæt- um hússins, og eru þau nú mjög viðunanleg. Einnig skýrði Stefán Ág. frá því, að í næsta mánuði ætti bíóið von á nýrri og fullkomnari sýningartækjum með nýtízku tal- og tóntækj um. Stjórn Skjaldborgarbíós skipa Stefán Ág. Kristjánsson, Hannes J. Magnússon og Kristján S. Sigurðs- son. Mynd sú, er gestum var sýnd, var forkunnarfögur hljómmynd, í eðli- legum litum, og fjallaði hún um ævi pólska tónskáldsins og píanó- snillingsins Frederick Chopin. Má ó- hikað telja þessa mynd með þeim allra beztu, sem sjest hafa hjer. Fr j ettatilkynningar frá ríkisstjóminni ASalfundur í brezku deild norska RauSa Krossing var haldinn í London hinn 9. apríl sl. A fundi þessum voru bornar fram þakkir til íslendinga fyrir þau fjár- framlög og aSra aSstoS, er borist hafSi Norðmönnum hjeðan. Var þess sjerstaklega getið, að fjárfram- lög þau, sem frá íslandi bárust, hafi verið þau mestu, sem Rauða Kross- inum norska hefðu borist, og var fulltrúa frá sendiráði íslands í London, er var á fundinum, sjerstak- lega falið að bera fram þakkir norsku , þjóðarinnar fyrir ' þau og þann bræðrahug, er gjafirnar sýndu. Reykjavík, 17. apríl 1946. Á dánardegi Roosevelts forseta, 12. apríl sl., var búslaður hans í Hyde Park afhentur ríkinu sem niinjasafn. Frú Roosevelt afhenti Krug innanríkisráðherra eignina, en 'i'i uman forseti flutti ræðu. Öllum sendiherrum erlendra ríkja var boðið að vera viðstaddir athöfn- ina, og voru meðal viðstaddra Thor Thors, sendiherra Islands, og kona hans. Reykjavík, 14. apríl 1946. Hinn 10. þ. m. fór hjeðan Eggert Kristjánsson stórkaupmaður áleiðis til Moskva til samninga um sölu á ýmsum íslenzkum afurðum og kaupa á rússneskum framleiðsluvörum. MeS honum í samningum þessum verSa þeir Ársæll SigurSsson fram- kvæmdastjóri og Jón Stefánsson, skrif stof ustj óri Síldarútvegsnef ndar, en þeir eru sem stendur staddir í Stokkhólmi. Reykjavík, 14. apríl 1946. INGIMUNDUR ÁRNASÖN, söng- stjóri er nú kominn suSur til Rvík- ur til söngæfinga ásamt níu kór- fjelögum úr „Geysi", þeim Árna Ingimundarsyni, Guðm. Gunnars- syni, Henning Kondrup, Hermanni Stefánssyni, Jóhanni Guðmundssyrri, Ólafi Magnússyni, Victor Aðalsteins- syni, Tómasi Steingrímssyni og Erni Snorrasyni. Munu þeir taka þátt í söngför S. í. K. til Norðurlanda í næsta mánuði. Leggja söngmennirn- ir af stað með Drottningunni 5. maí n. k. Útvarpsumrœður um tillögu Fram sóknarmanna um vantraust á ríkis- stjórnina fóru fram í gærkvöldi og verður haldið áfram í kvöld. Enn er ekki vitaS, hvenær Alþingi getur lokið störfum. I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.