Íslendingur


Íslendingur - 27.04.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 27.04.1946, Blaðsíða 3
f Laugardaginn 27. apríl 1946 ÍSLENDINGUR ÁbyrgSarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. utgefandi: Blaðaútgálujél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstr. 101. Sínti 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. KOSNIN'G AÁ VARP FRAMSÓKNAR ÞaS var 9. þ. m., sem „Tíminn“ birti ávarp frá miðstjórn Framsókn- nrflokksins, er um þær mundir lauk fundi sínum í höfuðstaðnum. Með þessu ávarpi hóf flokkurinn kosn- ingaharáttuna. „Dagur“ kom þegar út — aukablað — til þess að flytja lesendutn sínum boðskapinn. Með þessu plaggi er þó lagl fram ið helzta, sem miðstjórn Framsókn- arflokksins vill leggja til þjóðmál- anna í næstu kosningum. Þess vegna er elcki að undra, þó að bæði sam- herjar og andstæðingar gefi gaum að ávarpi þessu, virði fyrir sjer svip- inn á stefnunni, sem þetta æðsta ráð flokksins er að túlka fyrir landrfólkinu. Þarna á að vera hægL að sjá, hvað forsjón Framsóknar- flold.sins finnur að stefnu núverandi stjórnar og hvernig hún vill bæta úr því, sem henni þykir fara aflaga, og síðan en ekki sízt vilja allir, som láta sig þjóðmál nokkru skipta, fá að sjá, hvað það er, sem landsfólkið má eiga von á, ef Framsóknarflokkur- inn fengi sigur og næði tökunum á stjórn ríkisins næsta kjörtímabil. Ekki verður hægt að rekja afstöðu flokksins lið fyrir lið í þessu grein- arkorni, enda varðar rnestu að fá að sjá heildarsvipinn á þeirri stefnu, sem haldið er svo fast að landsmönn- um' í ávarpi þessu. Jeg skal segja yður undir eins, lesendur góðir, hvað það var, sein mjer datt í hug, þegar jeg hafði les- ið kosningaboðskap miðstjórnarinn- ar. — Fyrir, um og rjett eftir 1930 rak Framsóknarflokkurinn frjósama framfarapólitík, að mínurn dómi, enda var jeg þá í þeim flokki, og er sloltur af því enn í dag. Sjálfslæðis- flokkurinn, sem þá var í stjórnar- andstöðu, lýsti dökkutn litunr þeirri fjármólapólitík, sem hann taldi, að Framsóknarflokkurinn' ræki, spáði því, að innan skannns færi hann með landið á höfuðið og var yfirleitt á móti öllum framfaratillögum Fram- sóknar. Stefna Sjálfstæðisflokksins virtist mjer þá Vera ákaflega nei- kvæð. En liversu sterk orð, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði um pólitík „Framsóknar“, hvernig sem hann „málaði fjandann á vegginn“ og liversu vel' sem liann reyndi að túlka sína óákveðnu „framfarastefnu á heilbrigðum fjórmálagrundvelli“, þá gaf þjóðin honum aldrei ó þeim ár- um góð svör við kosningar. Álltaf voru svörin lökust, sem Sjálfstæðis- flokkurinn fjekk, þegar framfara- fSLENDINGUR pólitík Framsóknar var djörfust og markvísust. Tryggvi sál. Þórhallsson sagði þá einu sinni selningu, sem óreiðanlega hitti naglann á höfuðið, og hún var þessi: „Þjóðin heimlar framfarirn- ar“. Svo líða nokkur ár. Tryggvi Þór- hallsson ljet af stjórn Framsóknar. jónas Jónsson tók við. Yeður breytt- ist í lofli. Nýir menn uxu upp og gerðust aðsúgsmiklir í garði Frarn- sókriar. — Framfarastefna i' rani- sóknar breyttist í harðvítuga valda- pólitík rnilli foringjanna þar á heim- ilinu. Þá vannsl mnnii tími en áður til að hugsa um þjóðina. — Enn liðu nokkiir ár. Jónas Jónsson var hrakinn úr formanns-sessi Frarn- sóknar. Borgarastyrjaldirnar í ríki Framsóknar hjeldu áfram. Enn minni tími en áður vannst foringjunum þar til þess að hugsa um þjóðina. Ný sljórn settist á laggirnar haustið 1944. Fæðingin var löng. Framsókn hafði ætlað sjer að sitja valdabekk- inn með Kommum og Krötum og bola Sjálfstæðisflokknum úr stjórn- araðstöðu. En þetta misheppnaðist allt. Framsóknarforingjunum mis- tókst herbragðið — og þeir máttu horfa upp á Sjálfst.flokkinn i helztu stjórnarsessum með Komma og Ijirata í stjórnarsamvinnu. Þeir máttu horfa upp á þessa þrjá flokka gera með sjer samning um „skipulegar á- ætlunarframkvæmdir", * inar djörf- ustu framfaraáætlanir, sem nokkur stjórn á íslandi hefir nokkurntíma gert. Upp úr því datt botninn úr framfarapólitík Framsóknar. — Sj'álfsfæðisflokkurinn hafði þógar nokkru áður en þessi stjórnarsam- vinna hófst, lagt niður sína neikvæðu pólitík. Hann hafði gerst frjálslynd- ur framftiraflokkur, og var þegar all-löngu fyrir stjórnarsamsteypuna orðinn spöl vinstra megin við Fram- sókn á þjóðmálabekknum. En nú og síðan stjórnarsamvinnan hófst er Framsókn svo greinilegur íhalds- flokkur orðinn, að nú er hún gagn- vart Sjálfstæðisflokknum farin að leika sama hlutverk og Sjálfstæðis- flokkurinn áður ljek gagnvart Fram- sókn, þegar hún var framfaraflokkur um 1930. -— Ileildarsvipur þeirrar stefnu, sem Framsókn er nú að reyna að gvlla fyrir kjósendum, er ekki líklegur til að hæna marga nýja menn að. Það er. mesti fýlusvipur. Nú gildir að vera á móti öllum stórstígum frarii- förum. Allt er að fara á höfuðio. „Fjárglæfrastefna", „hallarekstur og skuldasÖfnun“, „kúgunarlög“ o. s. frv. — Það eru alveg sörnu orðin, sem Frs. nolar nú um stefnu Sjálf- sl.fl. i þjóðmálunum, eins og Sjálf- st.fl. notaði um stefnu Framsóknar um 1930! — Og hyerju lofar svo Framsókn: Alveg inu sama og Sjálf- st.flokkurinn um 1930: „Framfara- stefnu á heilbrigðum fjármálagrund- velli“ (líklega með Eystein að aust- an fyrir fjármálaráðherra),! Það var þetta, sem mjer datt í hug, þegar jeg hajði lesið kosninga- ávarp miðstjórnar Framsóknar- jlokksins í „Tímanum“ 9. þ. m. (Frh.). B. T. I ANDA DAGS ít. „Dagur“ 17. þ. m. segir. að „Is- lendingur“ hafi farið að skrifa um samgöngumálin ,.í anda Dags“. -— Þetta er ekki rjett hjá ritstjóranum. Jeg skrifa aldrei í anda Dags. Hann hefði getað sagt, að jeg hefði skrif- að málefnalega svipað og Dagur um samgöngurnar við Norðurland. — 7\ndi „Dags“ er fullur af kerskni og meinfýsi. „íslendingur“ skrifar ekki í þeim anda. Greinarnar um sam- göngumálin í ísl. voru skrifuð með rökum, án nokkurrar meinfysi í garð Eimskipafj elagsins. Þar var með skýrum rökum- og fræðilegum sýnt fram á veilurnar í sanlgöngupólitík- inni. Það var heldur ekkert lillit tek- ið til þessaræ norðlenzku skrifa um þelta mál á Alþingi, fyrr en greinarn- ar liöfðu komiö út í „íslendingi“. Ritstj. ,.Dags“ ætli að leggja niður fokdreifastil sinn. Ilani/ myndi vaxa á því. • B. T. Frá erindreka Fiski- fjelagsins Fyrir Norðurlandi var góður afli í marzmánuði, og gæftir sæmilegar til 20. mánaðarins. Mest af aflanum hefir verið stórþorskur. Frá Skagaströnd hafa róið þrír bátar, og hefir aflinn, slægður, num- ið allt að 9000 kg. í róðri. Á Siglu- firði stunda róðra 3 þilbátar og 6 opnir bátar einnig. Þar var ágætur afli. 4 togbálar stunda einnig veiðar frá Siglufirði og hafa fiskað vel. Frá Olafsfirði hafa róið 7 opnir vjelbál- ar og fiskað all-vel rjett við fjörð- inn. M.b. Svanur hjeðan úr bænum fór til róðra í Hrísey upp úr sl. mán- aðamótum, og hefir hann einnig afl- að vel. Bátar í Hrísey eru að byrja róðra, og m.s. Andey þaðan fór á togveiðar í marz og hefir veitt vel. Allt,'sem aflast hefir, hefir farið lil vinnslu í hraðfrystihúsunum. Allmörg norðlenzk skip liafa stundað fiskflutninga til Englands, en óvíst, hvort þau verða ekki að hætta nú vegna verðlækkunar á ís- fiskinum í Englandi. Mun ríkisstjórn in um þessar inundir vera að at- huga, hvað gera skuli til að halda siglingunum áfram. Á Akureyri hefir veiðzt nokkuð af vorsíli og talsverð smásíld er tal- in vera i firðinum. Mokafli af stór- um þorski hefir verið hjer í innfirð- inum síðustu dagana. Allsherjaratkvœðagreiðsla í Verka- mannafjelagi Akureyrarkaupstaðar um uppsögn kaupsamninga. fer fram í Verklýðshúsinu 26.—28. þ. m. — Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. RUGA- HRÖKKRRAUÐ koinið aftur. Verzl. Eyjaf jörður Ji.f. WILTON Gólfdreglar nýkomnir. Þetta eru þeir réttu I Rólstruð húsgögn h.f. Hafnarstræti 88. Sími 491. Ráðskona óskast frá 14. maí n.k. á fámennt heim- ili í bænum. — Afgr. vísar á. Haglaskot, haglastærðir: 1, 2, 3, 4 Riffilskot Haglabyssur no. 16 Verzl. Eyjaf jörðurhf. Til sölu Vörubifreið Chevrolet 1941, með 6 manna húsi. Uppl. hjá GUÐMUNDI JÓNASSYNI, Gránufélagsgötu 15, Akureyri. Sími 301. Valash og Morgan; Til sölu er trillubátur, rúm 3 tonn, ásamt línu og snurvoðar-veiðarfær- um og geymsluskúr, ef óskað er. Einnig 2% tonna vörubff- reið. Sanngjarnt verð. ÓLAFUR SIGURBJÖRNSSON, Norðurgötu 19. 1 | Unglinga eða eldri menn % vantar til að bera blaðið „Islending" til ó- & skrifenda. Talið við afgreiðsluna. Sími 354 i m mmm i Pí iKaiiDstaðar i Allslierjaratkvæðagreiðsla um uppsögn kaup- og kjarasamninga Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar fer fram í Verklýðshúsinu dagana 26. og 27. apríl n. k. frá kl. 6—10 síðdegis og 28. apríl frá kl. 1- 'i 1 | I -10 síðdegis. Kjörstjórnin. 60 - 70 stúlkur verða ráðnar til síldarsöltunar í sumar á söltunarstöð M 11.f. „Síld“ á Oddeyrartanga. — Þær, sem unnið hafa || uiidanfarin sumur hjá félaginu, verða látnir sitja fyrir.B Talið sem fyrst við Anton Ásgrímsson, Fjólngötu 8. H.f. „SÍLD“. Ryksugurnar „Rylock44 komnar aftur. Verð kr. 530.00. VERZL. EYJAFJÖRÐUR h.f. wwmwmiwmmmm'Aw

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.