Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 03.05.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 3. maí 1946 18. tbl. Þinglausnir fóru fram 29. f. m. Forseti Sþ„ Jón Pálmason, þm. A.- Húnv., flutti skýrslu um þingstörfin. Þingið hófst 1. okt. og stóð til 21. des. f. á., en frestaði þó fundum um hríð, hófst á ný 1. febr. og stóð til 29. apríl, eða alls 170 daga. Haldnir voru alls 293 þingfundir, 129 í Nd., 119 í Ed. og 45 í Sþ. — Fyrir þingið voru lögð alls 157 frumvörp, þar af 18 stjórnarfrv.. Afgreidd 81 lög, þar af 16 stjórnar- frv. — Með rökstuddri dagskrá voru a%r. 11 frv., en 65 urðu ekki út- rædd.' 84 þingsályktunartillögur voru bornar fram, allar í Sþ. 25 ályktanir Alþingis voru afgréiddar, 2 felldar, 2 aigr. með rökst. dagskrá, 6 vísaÖ tu stjórnarinnar, en 49 voru ekki útræddar. Fyrirspurnir 8 voru bornar fram, °g var 5 af þeim svarað. Alls voru 249 mál til "meSferðar i þinginu. Tala prentaðra þingskjala var alls 1024. Minntist forseti síðan inna merk- ustu lag'a, er þingið afgreiddi, og nelztu fjárframlaga til atvinnuveg- anna samkv. fjárlögum. Benti hann ai að nú hafi verið ákveðnar stærri Ijárhæðir til verklegra framkvæmda en nokkru sinni fyrr. Til vega- og brúargerða eru áætlaðar rúmar 20' rnillj. kr., til vitamála og hafnarbóta PjO millj. í beinum framlögum og < rnillj. á heimildargrein. Til landbúnaðarmála eru ætlaðar 10,5 millj. kr., til sjávarútvegsmála tæP 1 millj. og til iðnaðarmála rúml. 1 millj. kr. Af merkustu lögum skal nefna: *-.•) Raforkulög, „sem gefa tækifæri tn að koma hinum dýrmætustu P*gindum um allar byggðir þessa ands og gilda tugi milljóna í fram- °gum og lánsfje á næstu árum." "' Lög um landnám, nýbyggðir og nc*ttrbyggingar í sveitum, sem rv&gja 60 millj. króna til ræktunar °g bygginga í sveitum á næstu 10 áruin með 2% vöxtum og 42 ára afborgu^ og um ieiS ákveða 10—20 mmj. króna sreiðslu í vaxtamismun ira nkisgjog^ 3.) Lög um verðlagn- ing ^ndbúnaðarafurða. 4.) Afnám ]7 • *'• S1- jarðræktarlaganna. Enn er að nefna lög um kaup á Prernur pýjum strandferðaskipum. a ákvað Alþingi að styðja fjár- p Wi í Suður-Þingeyjarsýslu og ^Wðarsýslu, og skiptir það ,. u rnáli landbúnaðinn í þessum hjeruðum. Þá eru Jög um togarakaup ríkis- lns> sem ákveða kaup 30 nýtízku e a, log um stofnlánadeild sjávar- egsins við Landsbanka íslands, er, trvggja útvegnum 100 millj. ^fona i lánum með 2V2% vöxtum, fnUi-Um skipaka«P ríkisins, er tryggja VeiðT Vjdskip dl síldar' og fisk' «,,* 8' , eru lög um síldarniSur- ðuVerksnnSju ríkisins og hin al- mennu hafnarlög, er miða til auk- innar tryggirigar um hafnar- og lendingarbætur kringum land allt. Með þessum nýju lögum eru úr gildi felld 60-—70 lög á þessu sviði. Þá er að geta laga um landshöfn í Keflavíkur- og Njarðvíkurhrepp- um, tvennra laga um atvinnu við siglingar og laga um beitumál. Loks koma lögin um almannatryggingar og lögin í menntamálum. Enn minntist forseti á lög um að- stoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum, lög um nýbyggingar í Höfðakaupstað, lög um virkjun Sogsins, lög um þátt- töku íslands í stofnun gjaldeyris- sjóðs og alþjóðabanka og lög um iðnlánasjóð. Um þingstarfið fórust forseta þannig orð m. a.: „ÖU störf þingsins hafa markast af einni stefnu, og það er: meiri bjartsýni, stórhug og frjálslyndi en nokkru sinni áður. Sumir munu telja, að fyrirhyggjan hafi eigi ver- ið að sama skapi, en um slíkt verða jafnan skiptar skoðanir. Grundvöll- ur þessarar stefnu, setn starfsemi þessa þings hefir byggst á, er sá að nota fjármagn þjóðarinnar í fram- lögum og lánveitingum til þess að koma atvinnuvegum til lands og sjáv ar í hið fullkomnasta horf með allri þeirri vjeltækni, sem nýjustu vísindi eiga völ á, og að hinu leytinu að jafna aðstöSumun þjóSfjelagsþegn- anna og bæta kjör þeirra, svo sem unnt er. AS ræSu forseta Sþ. lokinni, las forseti íslands forsetabrjef, út gefiS 29. apríl, um þinglausnir og þing- rof, og lýsti yfir því, aS Alþingi væri slitiS. Herstððvamálið RæSa forsætisráðherra brá nýju ljósi yfir það stórmál í umræðunum um vantraustið. Það er nú upplýst, að þing og stjórn hafa neitað að leigja Bandaríkjastjórn herstöðvar hjer á landi, og hefir Bandaríkja- stjórn látið falla niður tilmæli í þá átt, aS óbreyttum aSstæSum. — Þessi aSalatriSi komu fram í ræSu ráSherrans: 1. AS ríkisstjórn íslands sá sjer ekki fært aS verSa viS þeirri ósk Bandaríkjastjórnar, aS fá hjer leigS- ar til langs tíma þrjár tilgreindar stöSvar. 2. Að ríkisstjórnin tjáði lslendinga reiðubúna að verSa ein inna sam- einuSu þjóSa, óg taka á sig kvaSir samkvæmt sáttmála þe'irra, til trygg- ingar heimsfriSnum.' 3. AS stjórn Bandaríkjanna hafi í desember s. 1. fallist á, aS herstöðva- málið skyldi stöðvað, „að minnsta kosti í bili" (þ. e. láta óskir niður falla um herstöðvar hjer, að óbreytt- um aðstæðum). 4. Að íslenzka ríkisstjórnin var sammála um allt, sem gert hefir ver- ið í þessu máli. I ræðu sinni komst forsætisráð- herra m. a. svo að orSi: ,,.... Bandaríkin voru því (er hann hafSi minnst á afstöðu þeirra til lýSveldis- stofnunar hjer o. fl.) alls góSs mak- leg. En þegar þau beiddust þess, ,sem íslendingar engum vilja í tje láta var ekki hægt aS segja já. í slíku máli verSa íslehzkir hagsmunir einir aS ráSa." ForsætisráSherra lét ennfremur svo um mælt: „Jeg veit, aS þjóSin trúir því, aS jeg hafi frá öndverSu leita9t við að halda þannig á mál- inu, sem bezt henti hagsmimum ís- lands." Ráðherrann hefir sóma af mál- inu, og meS því aS greina skýrt frá aðalatriðum þess er leyndinni af- ljett, og menn sjá, að utanríkisráð- herrann hefir staSiS trúr á verSin- um. Sama kvöldið, sem vforsætis- og utanríkisráSherra gaf fyrrgreindar upplýsingar á Alþingi um herstöSva- máliS, gaf utanríkisráSuneyti Banda- ríkjanna í Washington út tilkynn- ingu um máliS, er staðfestir yfir- lýsingu forsætisráðherra Islands. Utanríkisstjórnin óskar eftir aS hafa herstöðvar á íslandi, unz friður hef- ir veriS saminn eSa þar um bil. HvaS segja Komúnistar nú? Þeir misstu heldur en ekki bitanh úr munninum við þessar greinagóðu upplýsingar forsætisráðherra og til- kynningu Bandaríkjastjórnar. Það átti að vera stærsta málið í kosning- unum, að þeir einir slæðu á verði fyrir hagsmunum íslands í herstöða- málinu. í skjóli leyndarinnar ætluðu þeir að reyna að fa fávíst fólk til að trúa því. En nú er slæðu leyndar- innar svipt frá, og allir þeir, sem eru með fullu viti og vilja athuga málið, sjá glögglega, að Kommún- istar sögðu ósatt. Allir þingflokkar voru sammála í þessu efni. En Kommúnistar ljetu sem þeir einir væru heilir og trúir í málinu. Þeim vár þá líka helzt til trúandi! Vantraustið sem þm. Strandamanna og 2. þm. S.-Múl. báru fram á ríkisstjórnina og umræður fóru fram um 26. og 27. i. nu. var fellt með 33 atkvæð- um gegn 14. Þrír þingmenn (Jón Sigurðsson, Pjetur Ottesen og Þor- steinn Þorsteinsson) greiddu ekki at- kvæði og iveir, þingmenn (Gísli Sveinsson og Sveinbjörn Högnason) voru íjarverandi. Þessir 14 þing- menn, sem greiddu atkvæði með vantraustinu, allir Framsóknarmenn. Þeir 33 þingmenn, sem greiddu at- \kæði gegn vantraustinu, • eru 16 Sjálfstæðismenn, 10 Sósíalistar og 7 Alþýðuflokksmenn. Fyrra kvöldið töluðu af hálfu Framsóknar Hermann Jónasson og Bjarni Asgeirsson, en af hálfu stjórnarflokkanna Ólafur Thors for- sætisráðherra, Sigurður Thoroddsen 11. landskj., Áki Jakobsson atvinnu- málaráðherra, Stefán Jóh. Stéfáns- son fyrrv. ráðh. og Finnur Jónsson dómsmálaráðherra. Seinna kvöldið töluðu af hálfu Framsóknar Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundsson. Af hálfu Sjálf- stæðismanna tóku til mals Pjetur Magnússon fjármálaráðherra, Gunn- ar Thoroddsen og forsætisráðherra. Fyrir Alþýðuflokkinn töluðu Emil Jónsson samgöngumálaráðherra og Haraldur Guðmundsson, en af hálfu Sósíalista Ásmundur Sigurðsson, vara-uppbótarþingmaður og Áki Jakobsson. Ennfremur Steingrímur Aðalsteinssön, sém fjekk að segja nokkur orð í ræðutíma flokksins, eftir það að Ásmundur hafði lokið máli sínu. Ekki verður með sanngirni sagt, að Framsókharmenn riðu feitum hesti af þessum fundum. Það sannast áþreifanlega á ræðum þeirra, sem ..lslendingur" sagði í síðasta blaði útaf kosningaávarpi flokksstjórnar jieirra. Inn greinilegasti afturhalds- tónn kvað við í ræðum þeirra, ein- tómur barlómur og hrakspár, en örl- aði hvergi á nokkrum framfarahug nje votlaði fyrir jákvæðri stefnuskrá. Það var lítill sumarbragurinn á þeim.. Þáð léyndi sjer ekki, að ræður Sjálfstæðisfulltrúanna báru mjög af, þeirrá ráðherranna beggja og Gunn- ars Thoroddsen. Síldai-verðið 30 krónur? Forsætisráðherra gat þess í ræðu sinni á Alþingi 26. f. m., aS líkur væru fyrir stórhækkandi verSi á síld og síldarafurSum, einkum síld- arlýsi, svo að ætla mætti, að síldar- máliS yrSi um 30 kr. á næsta sumri í staS 18.50 í fyrra. Jonas Jónsson alþm. frá Hriflu kom hingaS til bæjarins með hraðferðinni frá Rvík á þriðju-, dagskvöldið. Honum fylgdu tveir menn, sem mælt er að ætli að mæta á þjóðmálafundum í Suður-Þingeyj- arsýslu næstu daga, en þeir eru Ey- steinn Jónsson og Steingrímur Stein- þórsson. Fundur er í dag í Skógum í Fnjóskadal og á morgun á Laugum í Reykjadal. Er sagt, að marga fýsi að koma á fundi þessa. Sveitunum tryggt um 6 milljóna króna ríkisfram- lag á ári í 10 ár til ræktun- ar og húsagerðar. Um þessi framlög, samkv. lögum um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum, segir fjármála- ráðherra í ræðu sinni 27. f. m.: „Þá hafá nú nýlega, fyrir atbeina Nýbyggingarráðs og ríkisstjórnar- innar, verið sett lög um landnám, nýnygg*ir og endurbyggingar í sveitum, er gera ráð fyrir, að á næstu 10 árum verði varið 60—70 millj. króna til að rækta og byggja upp sveitirnar. Fullyrði jeg, að aldrei hafi verið gerð svo stórhuga tilraun til að lyfta landbúnaðinum. ÞaS er skylt að geta þess, að enginn einstak- ur þingmaður hefir gert jafn mikið til að koma því máli fram og háttv. þingm. Austur-Húnvetninga, sem raunar hefir verið lífið og sálin í mörgum hagsmunamálum landbún- aðarins hin síðari ár, enda hefir Framsóknarflokkurinn þakkað hon- um, eins og innræti hans stendur til." Sá er munurinn, aS Pjetur Magn- ússon segir satt um Jón, Pálmason, en hvorki Tíminn nje Dagur. Framboð ráðin af hálfu SjálfstæSisflokksins víS næstu Alþingiskosningar, í við- bót viS þau, er áSur hefir veriS get- iS: 1 Rangárvallasýslu verður listi flokksins þannig skipaður: 1. Ingólfur Jónsson, alþm. á Hellu 2. Sigurjón Sigurðsson, bóndi í Raftholti 3. Guðmundur Erlendsson, hrstj. á Núpi. 4. Bogi Thorarensen, hrstj., í Kirkjubæ. I ísafjarðarkaupstað: Kjarlan /ó- hannsson, sjúkrahúslæknir á ísa- firði. Hann er nú í fyrsta sinni í kjöri til Alþingis. Nýtur hann mikils trausts á ísafirði, og flykkist unga fólkið um hann. í Suður-Múlasýslu verður efstdr á lista Gunnar A. Páls- son, bæjarfógeti í Neskaupstað. Hann er einnig í fyrsta sinni í fram- boði. Er hann Eskfirðingur að ætt, var lengi fulltrúi lögmannsins í Rvík og síðast borgarfógeta. Hann er skarpur lögfræðing'ur, dugandi kappsmaður aS hverju, sem hann gengur, og áhugamaSur um þjóS- mál. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyr- ar, verður í kjöri fyrir Framsóknar- 'flokkinn hjer í bænum við næstu Al- þingiskosningar, segir „Dagur", sem kom út í gær.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.