Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1946, Qupperneq 2

Íslendingur - 03.05.1946, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudaginn 3. maí 1946 _ Hlutl eysi „Unnt þó vœri aS ajstýra, á þú hlutlaus blínir, þegar hrasa og hálsbrotna, helztu vinir þínir.“ — J. Th. .ííslenzkar konur! Þetta erindi dett- líPmjer oft í hug í sambandi við á- fengisnautn nútímans. Mjög oft eru unglingar 15—16 ára teknir úr um- ferð sökum ofdrykkju, og drykkju- m£nn, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, ganga um gólf á göturn Reykja víkur langar og kaldar vetrarnætur. Það vantar hæli fyrir þessa menn og uppeldisskóla fyrir unglingana, með- an þetta heimsku- og hörmungar- ástand ríkir. Eru íslenzkar konur ekki alltof hlutlausar í áfengismálunum? Það er því miður orðið alltof algengt, að konur drekki frá sjer vit og vilja og veiti vín á heimilum sinum og ann- arsstaðar, meðfram af þvi, að „það ér svo fínt að vera með“. Víst verð- ijim við konur að játa þessar ægilegu yfirsjónir, sem ógna æsku og fram- Líð landsins. Það lítur út fyrir, að íslendingar liafi aldrei verið því frelsi vaxnir að hafa vínið frjálst. Fyrr á árum, þegar fátækt og ein- o'kun sveltu þjóðina, höfðu karlarn- ir ráð á að hafa svo mikið áfengi, að til landauðnar horfði sums stað- ar, og margir góðir menn glöluðust efnalega. og andlega. A þeim her- námsárum Bakkusar voru konur trú- ar og duglegir verðir þjóðarinnar. Þær notuðu þau vopn, sem reyndust góð vörn fyrir afkomendur þeirra: þær drukku ekki áfengi. Þeim eigum við það að þakka og hindindissöm- um mönnum, að Island átti þó ekki fleiri hálfvita, glæpamenn og ör- kvisa en raun varð á eftir allar drykkjuskaparaldirnar. Jeg minnist þess, að fyrir 50—60 árum voru sagðar grínsögur í minni sveit af 2 eða 3 kerlingum, sem drukku áfengi, sjer til minnkurinar. Þannig var almenningsálitið um á- féngisnautn kvenna i þá daga. Þegar rithöfundurinn og ofdrykkjumaður- inn Jack London kom heim frá at- kvæðagreiðslu í Kaliforníu, þegar á- kveðinn var kosningarjettur kvenna, sagði konan hans við hann: „Ekki hugsa jeg, að þú hefir gefið atkvæði þitt með okkur konunum." „Það gerði jeg nú einmitt," sagði hann, „af þeirri ástæðú, að einhvern tíma afnema konur ofdrykkjuna, en karl- menn aldrei í þúsund liðu.“ Hann trúði því þessi ofdrykkju- maður, að sú öld rynni upp, að mennirnir hefðu að baki sjer eyði- ■mörk ofdrykkjunnar, eins og menn Saltfiskur seldur til Grikk- lairds og Frakklands Kristján Einarsson, frkvstj. Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda, skýr- ir svo frá, að um 4000 'srriál. af.salt- fiski sjeu nú til í landinu. Þar af eru 3000 smál. seldar til Grikklands, og er nú ’skip hjer að taka fyrri farm- inn. Annar farmur verður tekinn Uín miðjan maí þangað. S.Í.F. hefir leigt Skip til að taka 700 smál., sem seld- ar voru til Frakklands. Salt segir framkvæmdastjórinn að sje nóg tiJ í landinu. Um áramól voru til 8000 smál., og hefir .helmingur af því ekki verið notaður enn. Auk þess er að koma 4000 smál. farntur, og um 1000 smál. ínunu koma í smærri förmum á h'afnir víðsvegar á land- inu. hafa nú að baki sjer galdrabrennur og fl. ófögnuð, og hann treysti kon- ununi sjerstaklega til þess að hjálpa til við þá hreingerningu. Við konur höfum svo marga þræði í höndum okkar til gæfu eða ógæfu fyrir íslendinga, og margar skyldur hvíla sjerstaklega á okkur, en ein skyldan finnst mjer helgust, og hún er sú, að við reynum eftir mætti að sjá um það, að börn okkar og af- komendur verði ekki þjófar og þorp- aralýður, sem ekki er liægt að stjórná, nema ef vera skyldi með þessari vaíasömu siðferðiskennslu, að loka brotlega unglinga inni í tugt- húsi, þar sem þeir ættu að vera, sem afvegleiða æskuna óg Ieggja grund- völlinn að ógæfu hennar. Islenzkar konur! Nú fara vor- fundir ykkar bráðum að byrja. Tak- ið áfengismálin á stefnuskrá ykkar! Reynið með stillingu og festu að bjarga því, sem bjargað verður, úr hlekkjum hættulegasta þrælahaldara heimsins. Gerið allt, sem þig getið, til þess að hjálpa íslendingum úr álögum Bakkusar. Engin fyrirhöfn er of mikil, enginn sigur of dýr- keyptur, ef einhverjir gætu bjargast úr þeim fangabúðum. Reykjavík, í marz 1946. Sigurlína R. Sigtryggsdóltir frá Æsustöðum í Eyjafirði. Frjeltir frá ÍSÍ Islandsmót. Knaltspyrnumót ís- lands 1946 hefst 27. maí n. k. Um- sóknir skulu stílaðar til Knattspyrnu- ráðs Reykjavíkur, sem stendur fyrir mótinu. ÍSÍ hefir verið boðið á knatt- spyrnuþing F.I.F.A., sem verður háð í Luxemburg dagana 25.—26. júlí n. k. Oráðiö er enn um þátttöku. ÍSÍ hefir borist brjef frá undir- búningsnefnd Evrópumeistaramóts í frjálsum íþróttum, sem háð verður í Oslo dagana 22.—25. ágúst n. k., þar sem íslendingum cr boðin þátt- taka í rnóti þessu, og hefir ÍSÍ skrif- að umburðarbrjef til íþróttabanda- laga og hjeraðasambanda, varðandi þelta mál. iþróttaþing I.A.F.F. verður háð í Oslo dagana 21. og 23. ágúst n. k. Þangað er gert ráð fyrir, að ÍSÍ sendi nokkra fulltrúa. ISÍ hefir borist fallegur málm- skjöldur sem gjöf frá danska íþrótta- sambandinu í tilefni 50 ára afmælis þess. Dómari. Gunnar Hjaítason Fram- nesveg 64, Reykjavík, hefir verið löggillur af ÍSÍ sem skíðadómari. Bækur. Ahnennar reglur ÍSÍ um handknattleik og handknatlleiksmót (þriðja útgáfa) er nýlega komin út. Skeiðklukkur. Tekisl hefir að út- vega nokkrar skeiðklukkur, og ættu fjelögin að senda pantanir sínar til stjórnar ÍSÍ. Pósthólf 546, Reykja- vík. • Umf. Hrafnkell Frt :ysgoði hefir fengið staðfestan íþróttabúning: Blá peysa eða bolur með hvítri þverrönd yfir brjóst, 10 cm. breið, hvítan kraga og livít uppslög. Buxur hvítar, leistar bláir með hvítri fit. Fjelags- merkið á brjósti. Hj eraðssamband Suður-Þingey- inga hefir fengið staðfestan íþrótta- búnirig: Bolúr hvítur með rauðum borða, 12 cm. breiðum þverf yfir I. 0. O. F. — 1285381/2. Goljklúbbur Akureyrar hefir fyrstu keppni ársins á Golfvellinum á Gler- áreyrum sunnudaginn 5. tnaí kl. 9 f. h. Þátttakendur mæti kl. 8.45. íþróttablaðið, 1.—2. tbl. þ. á., er nýkomið út. Flytur það að vanda fjölbreylt efni urn íþróttamál. — Ut- sölumaður á Akureyri er Halldór Helgason. Zíon. Sunnud. 5. maí: Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. (mynda- taka). Almenn samkoma kl. 8.30 e.h. Allir velkonmir! Kirkjan. Messað í Lögmannshlíð á sunnudaginn kemur kl. 1. Ferming og altarisganga. Lúdim er 28. f. m. Gunnar Larsen, frkvstj. Útgerðarfjelags KEA og h.f. Njörður. Hann andaðist í svefnklefa sínum í „Esju“, en skipið kom þann dag lil Rvíkur. Larsen sál. kom úr ferðalagi frá útlöndum á vegum SÍS til að leita eftir kaupum eða leigu á skipum. Larsen sál. var rúmlega hálf- fimmtugur, er hann ljezt. Harin læt- ur eftir sig ekkju, börn og aldraða móður. V erklýðs j jelögin gengust fyrir hátíðahöldum 1. maí að venju. Lúðra sveit Akureyrar ljek undir á göng- unni. Alþýðuflokksmenn hjeldu sam komu um kvöldið að Ilótel KEA. Dáinn er nýlega i Rvík Haraldur Hagan úrsmiður, ættaður úr Eyja- firði, bróðir Vilhjálms Jóhannesson- ar, bónda á Litlahóli í Eyjafirði. Haraldur var kvæntur reykvískri konu, Lárettu Eiríksdóttur, er dáin er fyrir nokkrum árum. Varð þeim nokkurra barna auðið. Jarðrœktarjjelagið. Þeir, sem ætla að taka þátt í afmælishófi fjelagsins á sunnudaginn, eru beðnir að vitja aðgöngumiða sinna á Hótel KEA í dag, kl. 5—7. Uppleslrarleyfi í öllum bekkjum Menntaskólans á Akureyri, nema 4. og 5., eru nú byrjuð. Arspr.f 1. og 2. bekkjar í skólanum hefst á morg- un. Iðnskólanum á Akureyri var slit- ið 23! þ. m. Burtfararprófi luku 21 iðnnemar úr 4. bekk. Hæsta einkunn hlaut Friðrik Guðm. Ketilsson liúsa- smiður, I., 8.85. Húsmœðraskólanum á Laugalandi var slitið á sumardaginn fyrsta. 30 námsmeyjar luku prófi. Dvalarkostn- aður varð kr. 6.80 á dag. Hæstu einkunn fengú þær Harpa Asgríins- dóttir og Steinunn Ingimundardótt- ir, báðar frá Akureyri, 9.19. Forstöðukona skólans er frk. Svan- jríður Friðriksdóttir frá Eírihólum. brjóst og bak, og merki hjeraðssam- bandsins á vinstra barmi yfir borð- anum. Buxur hvítar með rauðum leggingum utan á mjöðmum og neð- an á skálmum. Knattspyrnu og hand- knattleiksbúningur sami, að viðbætt- um rauðum sokkum með hvítri fit. Glímubúningur sami bolur, hvítar buxur og brún skýla. Auglýsið í íslendingit Eiginmaður minn, G u n n a r L a r s e n , framkvæmdastjóri, er ljezt I Reykjavík, sunnudaginn 28. f. m., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. þ. m. kl. iy2 e. h. Hólmfríður Jónsdóltir. Deilan um Búnaðar- málasjöðinn er orðin löng og hörð, og virðist þó ekki bera fjarska mikið á milli, ef málið er athugað í ró og næði. Þeg- ar eftir afgreiðslu laganna frá Al- þingi 13. þ. m., kveður Olafur Jóns- son, frkvstj. Ræktunarfjelags Norð- urlands, sjer hljóðs um málið í „Degi“. Jeg hefi þekkt Ólaf í rúm 20 ár. Urn hríð varin jeg með honum í bæjarstjórn. jeg vissi, að það get- ur fokið í hann stundum, en aldrei hefi jeg vitað hann beita andstæð- inga sínum illyrðum fyrr en í þess- ari grein, og það svo, að mjer finnst þetta ekki vera sá góði og gamli „Öl- afur í Gróðrarstöðinni“, heldur ein- hver annar Ólafur, sein jeg kannast hreint ekki við. Þessi Ólafur lýsir Jóni Alþingisforseta Pálmasyni og Jónasi alþrn. Jónssyni heldur ófag- urlega. — Hvað hefir svo gerst? Ekkert annað en það, að í staðinn jyrir að Búnaðarjjelag íslands ráð- stafaði fje því, er inn kemur í sjóð- inn, skuli það renna beint til búnað- arsambandanna. Úlafur viðurkennir líka í grein sinni, þegar inesti móð- urinn er/runninn aí honum, áð „það megi segja, að hlutur búnaðarsam- bandanna sje ekki skertur með breylingunni á Búnaðarmálasjóðn- um.“ Það er laukrjett: Hlutur bún- aðarsambandanna er alls ekki skert- ur með breytingunni, og livað er þá að? Líklega þetta, að höfðingjarnir í Búnaðarfjelagi íslands fá ekki ráð- stöfunarrjett þessa fjár, héldur bændurnir í inum dreifðu búnaðar- samböndum landsins, og svo eigá þeir þingmenn, sem fela bændunum í búnaðarsamböndunum ráðstöfun- arrjett þessa fjár, að vera svikarar við bændur. Skilji nú hver sem vill! Ætli fjeð verði ekki notað til ein3 mikils gagns fyrir landbúnaðinn eða meiri á þennan hátt en með því að fela Bf. ísl. ráðin? Því gæti jeg nú trúað. — SKULDIR RÍKISINS voru samkvæmt ríkisreikningi: 1939 ..... kr. 56.648.457.00 1945 .....— 33.330.000.00 Mismunur kr. 23.318.457.00 „en þá er ekki talið með geymt fje, sem var í árslok 1945 kr. 16.5 millj,, en var sama sem ekkert 1939“. Erl. skuldir voru sámkv. ríkisreikningi 1939 kr. 49.2 millj., en 1945 voru erlendu ríkisskuldirnar 9.7 millj. kr. Skuldlaus eign ríkisins var samkvæmt ríkissjóðs- reikningi 1939 ...... kr. 23.123.985.00 . en 1944 .......— 103.933.688.00 Eignaaukning kr. 80.809.703/00 „Þegar þess er nú gætt, að verð- gildi peninga var 1939 næstum þre- falt meira en það er nú, samkvæmt verðlagsvísitölu, má hverjum manni vera ljóst, að skuldirnar eru nú al- veg hverfandi, borið saman við það, sem þær voru 1939. Auk þess er sá mikli munur, að skuldirnar eru nú nálega allar innanlands, en 1939 voru þær að miklum meirihluta við önnur lönd. — Þótt skuldirnar ættu því fyrir sjer að vaxa nokkuð aftur, þá eiga þær þó langt í land að ná því, sem þær voru, þegar háttv. þm. S.-Múl. ljet af fjármálastjórn .... Hv. þm. S.-Múl. spáði ekki vel fyrir fjárhagsafkomu síðastl. árs. Hún hefir orðið góð, og jeg vona, að spádómar hans um af- komu þessa árs verði álíka haldgóð- ir“ (Pjetur Magnússon fjármálaráð- herra). Það er ekki að furða, þó að Ey- steinn Jónsson geri sig breiðan yfir fjármálasljórninni! Það munu marg- ir verða til að taka undir með inum merka og vel virta fjármálaráðherra, Pjetri Magnússyni, er hann segir í ræðu sinni um stjórn Eysteins 1934 — 1939: „Jeg hygg ekki ofmælt, þótt sagt sje, að þetta valdatímabil Fram- sóknaiflokksins sje mesta niðurlæg- ingartímabil í sögu þjóðarinnar, síðan hún slapp undan erlendri á- þján og verzlunaránauð. Höfuðor- sök þessarar niðurlægingar var fá- dæma skilningsleysi og skammsýni valdhafanna, algerður þekkingar- skortur á skilyrðum fyrir heilbrigðri þróun atvinnulífs og viðskiptalífs og algert ofmat á gildi verzlunar- og innflutningshafta. Fyrir þennan ves- aldóm stjórnarinnar hefir þjóðin orðið að þola vanvirðu og miklar þrautir. Ættu allir góðir menn, hvar í flokki sem þeir standa, að vinna að því sameiginlega, að slík reynsla þurfi eigi að endurtaka sig.“ —«— Kópavogsfandnrinn 1851! „Og hvenær sem erlend ríki kunna að fara þess á leit, að vér afsölum oss fullum yfirráðarétti yfir fóstur- jörð vorri, íslandi, skulum vér minn- ast Jóns Sigurðssonar og þingfull- trúanna á Kópavogsfundinum 1851 og taka undir með þeim: Vér rnót- mœlum allir“ (1. Maí. Útgefandi: Fulltrúaráð verklýðsfélaganna). — Þessi klausa stendur í lok greinar á fyrstu síðu, sein heitir: „íslending- ar! Stöiidum vel á verði um frelsi og sjálfstæði; þjóðarijmar.“ Líklega heyrum við eitthvað næst úr þessu horni um þjóðfundinn .1662! En málflutningur Kommúnista og fræðslustarfsemi er allt eftir þessu. Svo sem ekkert að kippa sjer upp við það! IBlússur I °g 1 Pils Brauns Verzlun| Páll Sigurgeirsson 5 »KH>jKhkhKHKhKhKhKhKHKhKHKh:

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.