Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 03.05.1946, Blaðsíða 3
Æösttidetgiiöi ir& xúm :1946 ÍSLENDINGUR "«.'<,^''''» «..¦»¦».¦» ¦».»». j^J •»»—»¦.¦..¦•«« ÍSLENDINGUR ÁbyrgðarmaSur: ' | KARL JÓNASSON Sími 24. . rrnfftlf Utgefandi: Blataútgáfufél. Akuteyrar:^ Skrifstofa Hafnantr. 101. Sími 354. Auglýsiugar og afgrsiðila: Svanberg Einarsson. •¦ l Pósthólf 118. PrentsmiSja Björns Jónssanmr h.f. Kosningaávarp Framsóknar. Framh. Þess var getið í síðasta blaði og færð rök fyrir, að Framsóknar- flokkurinn væri nú orðinn greini- legur íhaldsflokkur, en Sjálfstæðis- flokkurinn frjálslyndur jramfara- flokkur. Sumir eru svo grunnhyggn- # ir að halda, að flokkur, sem einu sinni var framfaraflokkur, hljóti alltaf að vera það. Þeir, sem eru svo fátæklega „innrjettaðir", að þeir hnýta sjer alltaf aftan í flokksfor- ingjana, án þess að gefa gaum inni málefnalegu þróun flokkanna, gala alltaf sama lagið. Þeir verða eins og eintrjáningar, þó að þeir kunni sum- ir að líta út á götunni eins og óðins- hanar. En það er um flokkana, eins og allt annað í þessum heimi; þeir breytast. „Nýir siSir koma með nýj- um herrum," og það hefir greini- lega sannast á Framsóknarflokknum. Enginn flokkur á íslandi, hvorki fyrr nje síðar, hefir misst jafnmarga menn úr fylkingunum og hann, ekki þannig að skilja, að hann hafi misst þá í dauðann, fleiri en aðrir flokkar, heldur hafa þeir hópum saman yfir- gefið flokkinn, heilir og hressir. Jeg leyfi mjer að fullyrða, að þeir, sem hafa yfirgefið flokkinn, eru og hafa verið ehgu síðri þeim, er eftir sátu. Alveg eihs og gáfaðir menn, eins vel að sjer og ekki síður og staðið fylli- lega á sporði þeim, sem eftir sátu, um mannkosti og þjóðlyndi. Má jeg aðeins minna á af þingmönnum fyrr og nú Tryggva Þórhallsson, Ásgeir Asgeirsson, Þorstein Briem, Jón á Reynistað, Halldór Stefáns- son, Lárus Helgason, Jón í Stóra- dal, Hannes Jónsson, Jón Pálmason, Jóhas Kristjánssbn, Pjetur Þórðar- son — 'og Jónas Jónsson, sem reynd- ar er ekki farinn úr flokknum, en óhætt er að segja, að standi nú á þröskuldinum. — Þetta er nú ekki einleikið, lesendur góðir! En nú skulum við halda áfram að athuga kosningaávarpið. Miðstjórnin segir, að „vinnubrögðin á Alþingi séu ó- hæfileg vegna forustuleysis núver- andi stjórnar." Hjer í blaðinu er skýrt frá nokkrum helztu lögum frá þessu þingi og framlögum til atvinnu veganna, og ber sú skýrsla með sjer, að aldrei hefir verið lagt fram jafn mikið fje til eflingar atvinnuvegun- um sem einmitt nú, og löggjöfin er margþættari og fjölbreyttari en nokkurt eitt þing hefir áSur afgreitt. Eru þau vinnubrögS óhæfileg, sem skila slíkum afrakstri? Og ber hann vott um forustuleysi? Það er eins og Jarbræktaríjelag Akurejrar 50 ára. Einn sá fjelagsskapur hjer í bæ, sem jafnan hefir lítið boriS á og sjáldari verrð minnst í blöðunum, er Jarðræktarfjelag Akureyrar. Þetta ffelag hefir samt starfað hjer í bæ hálfa öld, og þó að það hafi engin stór stökk tekið, hefir það þó unnið jafnt og þjett á sviðj j arðræktarmál- anna. Fjelagið var stofnað 5. maí 1896, og ætlar fjelagsstjórnin að bjóða fjelagsmönnúm þátttöku í dá- litlu afmælishófi, er haldið verður 5. þ. m., kl. 3 e. h., að Hótel KEA. Verður þar rakin saga fjelagsins í aðaldráttum, önnur ræðuhöld og sitt- hvað til fróðleiks og skemmtunar. Samið hefir verið yfirlit um_ sögu fjelagsins, og kemur það út í Ársriti Ræktunarfjelags Norðurlands á þessu vori. Fyrstu stjórn skipuðu þeir Friðbjörn Steinsson bóksali, form., Páll Briem amtmaður, skrif- ari, og Þórður Thorarensen gull- smiður, gjaldkeri. Var Friðbjörn formaður fyrstu 14 ár fjelagsins og þeir Páll Briem og Þórður Thorar- ensen í stjórninni með honum fýrstu 8 árin, sem fjelagið starfaði. Með stofnun Ræktunarfjelags Norðurlands 1903 og upp úr því kemst fyrst skriður á Jarðræktarfje- lagið, og má óhætt fullyrða, að Sig- urður skólastjóri Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri, sem var lífið og sálin í Ræktunarfjelaginu, hafi manna mest, beint og óbeint, unnið að útbreiðslu jarðræktarinnar hjer í bænum, eins og víðar á landinu, nieð fágætum áhuga sínum og dugn- aði. Friðbjörn Steinsson var lengst allra formaður fjelagsins, þá Ár- mann Dalmannsson 13 ár (nú fjórtánda árið), Jón, Sveinsson fyrrv. bæjarstjóri 7 ár og Þorkell Þorkels- son kennari, síðar veðurstofustjóri, 7 ár. Þessir fjórir menn hafa lang- lengst' allra verið formenn. í stjórn fjelagsins sat Guðmundur Jónsson á Eyrarlandi lengst allra þeirra, sem ekki voru formenn, eða 14 ár. Af stofnendum fjelagsins er nú að- eins einn á lífi, Ólafur Jónatansson járnsmiSur. VerSur hann heiðurs- gestur fjelagsins í afmælishófinu á sunnudaginn. Stjórn fjelagsins skipa nú þessir: Ármann Dalmannsson ráðsmaður, formaður, Þorsteinn Davíðsson sút- unarmeistari, skrifari, og Jón G. Guðmann, 'bóndi á Skarði, gjaldkeri. Sjávarútvegnum tryggðar 100 millj. króna í lánum með 21/4% vöxtum Samkv. lögum um stofnlánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka Is- lands eru sjávarútvegsmönnum tryggðar 100 millj. króna í lánum með 2l/2% vöxtum, í stað 6—8%, er útvegsmenn hafa lengstum orðið að greiða af lánum sínum. miðstjórnin sje að viða að sjer efni í öfugmælavísur. Enn deilir miðstjórnin hart á rík- isstjórnina fyrir þá leynd, sem hún haldi yfir utanríkismálunum. Eftir skýrslu forsætisráðherra er þetta högg miðstj órnarinnar orðið að vindhöggi. Niðurlag næst. B. T. NÝJA-BÍÓ Föstudagskvöld kl. 9: Bófaborgin Laugardaginn kl. 6: Undrabarnið Laugardagskvöld kl. 9: Innrásin á Guadalcanal Sunnudaginn kl. 3: - Þrír kátir karlar Sunnudaginn kl. 5: Heima er bezt að vera Sunnudagskvöld kl. 9: Bófaborgin SIGURÐUR E. HLÍÐAR alþingismaður ér væntanlegur til bæjarina í kvöld eða næstu daga. Mun hann dvelja hjer eitthvað að þessu sinni. Fagna því vinir hans og samherjar. JAKOB MÖLLER, sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn, kom rheð „Esju" á sunnudag- inn tilRvíkur. Hyggst hann að hafa hjer nokkra . viðdvöl til viðræðna við ríkisstjórnina. BEINAR SAMGÖNGUR milli Akureyrar og útlanda verður að vera kjörorð Norðlinga í baráttunni fyrir bættum samgöng- um, og jeg geri ráð fyrir, að Aust- firðingar vilji krefjast ins sama fyr- ir sig. Samgöngumálaráðherrann, Emil Jónsson, minntist á samgöng- urnar við Norðurland í útvarpsum- ræðunum um vantraustið á dögun- um. Hann áfelldist þá, sem kvartað hafa yfir Ijelegum strandferðum síð- ara hluta vetrar, og sagði, að þeir hafi gripið tækifærið til að gagn- rýna samgöngurnar, meðan „Esja" var í viðgerð. En hvers vegna var ekki hægt fyrir Skipaútgerðina að fá leiguskip á meðan? — Annað var eftirtektarvert, sem sami ráð- herra sagði. Hann kvaðst hafa spurst fyrir um það hjá Eimskipafjelaginu, hvort ekki væri unnt að halda uppi beinum ferSum milli útlanda og að minnsta kosti einnar hafnar í lands- fjórðungi hverjum utan Reykjavík- ur, og fengið það svar, að flutninga- skipin, sem fjelagið leigði, væri of stór til þess, að það gæti borgað sig. En er það endilega nauðsynlegt fyrr ir Eimskipafjelagið að nota einmitt in stóru leiguskip til þeirra ferSa? Hví ekki „Fossana", sem eru miklu minni? Ef Eimskipafjelagið vill ekki stofna til beinna ferða milli Akureyrar og útlanda og einhverrar hafnar á Aust- fjörðum og útlanda, verða Norðling ar og Austfirðingar að stofna til fulltrúafundar og ræða þessi mál sín á milli ið allra fyrsta. Raddir hafa heyrst um það, að þessir fjórðungar krefjist hlutafjár þess, er þeir á sín- um tíma lögðu í Eimskipafjelagið, ef það vill ekki sinna kröfum þeirra um stórbættar samgöngur viS NorS- urland og Austfjörðu. Dr eng j af atnaður margs konar — ódýr BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. ttgeröarvörur og skipavörnr til sðlu Frá vélskipinu Þórður Sveinsson eru til sölu: sem nýir Bostontoggálgar, stærsta tegund, verð kr. 2300,00. 3 toghlerar, verð þeirra allra kr. 1000,00, akkerisspil (stefnis), verS aSeins 500 kr., 2 stórir fiskkassar (einangraSir meS korki) til aS hafa á þil- fari og taka 7 smál. af ísuSum fiski, verS aðeins 1800 krónur, báSir kassarnir. Frá 50 smál. báti eru til sölu: 2 toghlerar, verS 550 kr., fyrir þá báða, nokkur hundruð metrar togvír, sem liggur í olíu, í fötum, 1 kr. kílóið, — sem nýtt, Stórt og gott akkeris- og losunarspil, ágæt tegund, frá 60 smál. bát, verð 5700 krónur. 100 hesta hasselmótor, sem nýr, yfirfarinn af véla- verkstæðinn Jötunn, verð 4800 kr. Smásíldarnót, ca. 100 faðma löng, 44 á alin, verð 1500 kr. Nokkur millisíldarnet, ný (austfjarðanet), 150 kr. stykkið. Reknetaslöngur, skozkar, nýjar, kol- tjörubarkaðar, 17% og 18 á alin, verð 135 kr. stykkið. 45 notuð reknet, 120 kr. stykkið. Ennfremur ágætis kaball fyrir 35—40 net, verð 1250 kr. , Herpinótastykki, notuð, nokkur hundruð kíló, verS 5 kr. kílóiS. Ennfremur er margt annað til sölu, svo sem: Bátadavidar, fr^ 90 smál. bát og 40 smál. bát. Not- aðar sisal- og hamplóðir, lóðakrökur, niðurstöður, belgir, 4 uppþvottakör, 2 pækilkör, sem nýtt drifakker, 2 decimalvigtir, 500 kílóa, löggiltar, sem nýjar. Blakkir, stórar og smáar, olíulugtir, mataráhöld o. m. fl. Oskar Halldórsson REYKJAVÍK 9 I ffl 1 1 y Gjafir til Elliheimilisins í Skjaldarvík: Áheit frá konu kr. 20.00. Frá S. Sigfúsd. í orgelsjóð kr. 50.00. Áheit frá konu kr. 10.00. Áheit frá konu kr. 10.00. — Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Einnig vill Elliheimilið þakka mikillega bækur, blöð og tímarit, sem því hefir verið sent. og gefið, og leyfir sjer jafnframt að geta þess, aS þannig lagaS, sem út kemur, er mjög kærkomið og vel þegið. MeS Jbeztu þökkum og kveðjum. ElliheimiliS í Skjaldarvík. S. Jónsson. Bólusetning. Þriðja og síðasta kik- hóstabólusetning hjer á Akureyri fer fram í Barnaskólanum þriðjudaginn 7. maí. Börn af Odddeyrinni og úr Miðbænum komi kl. 2, en af Brekk- unni og úr Innbænum kl. 3. Vantar starfsstúlkur 14. maí í sjúkrahúsið. Upplýsingar hjá yfir- hj úkrunarkonunni. Sími 107, i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.