Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1946, Side 1

Íslendingur - 10.05.1946, Side 1
XXXII. árg. Föstudaginn 10. maí 1946 19. tölublað Einn of fyrstu togurunum, sem smíðaðir eru í Bref- londi, oð tilhlutun ríkis- stjórnorinnor, fjell í hlut Akureyrar við útdrótt í Ný- byggingarróði B0. f. m. Eins og kunnugt er, samdi ríkis- stjórnin ó sínum tíma um smíði, 30 togara í Bretlandi. Var tuttugu þess- ara togara úthlutað í skrifstoíu Ný- byggingarráðs 30. f. m. með því fyrirkomulagi, að dregið var um, í hvað röð skipin skyldi afhent. — Samkvæmt útdrættinum hlutu kaup- endur togarana í þessari röð: 1.) Reykj avíkurbær einn 30. nóv. 1946, 2.) Mjölnir h. f. Reykjavík einn 15. jan. 1947, 3) Reykjavíkur- bær einn 31. jan. 1947, 4.) Akureyr- arbær einn 28. febr. 1947 o. s. frv. — Af þessum 20 togurum, komu í hlut Reykjavíkurbæjar , og fjelaga þar alls 13, í hlut Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og fjelaga þar sam- tals 6 og einn í hlut Akureyrar. Þessum togara, sem hingað á að koma, og ó að vera fullsmiðaður í, febr. lok n. ó., er þegar ráðstafað til Utgerðarfjelags Akureyrav h. f., en svo er til stofnað, að bærinn leggi fram 25% og KEA 20% af andvirði hans. Ennþá er óúthlutað 10 af togur- unum (9 gufutogurum og 1 diesel- togara), en bráðlega mun gengið frá úthlutun þeirra. Jóannes Patursson, kóngsbóndi í Færeyjum, varð átt- ræður 6. þ. m. Hann hefir nær hálfri öld verið foringi þjóðar sinnar í sjálfstjórnar- og jjjóðernisbaráttu hennar. Skáld gott er hann einnig. Kvæntur er hann íslenzkri konu, Guðnýju Eiríksdóttur bónda í Karls- skála við Reyðarfjörð Björnssonar. Hefir hún staðiö örugg við hlið manns síns, ó hverju sem hefir geng- hU jafnan fremur hvetjandi en letj- andi, að sið íslenzkra fornkvenna, þeirra er beztir drengir þóttu. A afmælisdag Jóannesar sæmdi forseti Islands hann stórriddara- krossi innar íslenzku fálkaorðu. Lausn frá prestsskap hafa þeir fengið frá næstu fardög- um sr. Þorsteinn prófastur Briem í Görðum ó Akranesi (með fullum launum) og sr. Erlendur Þórðarson í Odda, báðir vegna vanheilsu. Ekki aftur í kjöri Þessir þingmenn verða ekki í kjöri við næstu kosningar: Magnús Jónsson, Páll Hermannsson, Sigurð- ur Þórðarson og Sveinbjörn Högna- son. Ekki er vitaö um fleiri fyrir víst. Hvernifl er Nú verðu'r gengið til kosninga hjer á landi eftir sjö vikur. Ef við gefum gætur að því, hvernig Alþingi er nú samsett, velyir eitt mikla furðu. þegar við berurn okkur saman við nágrannajrjóðirnar, og það er þetta: Hjer um bil fimmti partur þingsins er skipaður Kommúnistum. 1 Sví- þjóð eru Kommúnistar gersamlega óhrifalausir á þingi, enda er ríkj- andi mikill ótti við ið alslafneska harðstjórnarveldi, sem nú er kallaö Sovjet Rússland. Svíar skilja, hvað baltnesku þjóðirnar, sem Kommún- istarnir rússnesku hafa brotið undir járnhæl sinn, hafa orðið að þola. Eistur, Lettar og Litháar voru áður fullvalda þjóðir, og sannarlega fögn- uðu þær frelsinu eftir fyrri heims- styrjöldina. Þær sáu birta eftir langa og dinnna nótt. En það dimmdi aft- ur fyrr en varði. Á ný kom Rússinn og braut niöur jjeirra sjálfstæðu Jjjóðfjelög. — Svíar vita líka vel, hvaö Finnar hafa orðið að þola og verða aS Jjola af liendi þess volduga nágranna, sem hefir á sjer yíirskin lýðræðisins, en afneitar þess krafti. Og enn er Svíum kunnugt, hvernig komið er fyrir Pólyerjum. — Allt Jjetta og margt fleira, sem Svíar vita um rússneska Kommúnismann, veld- ur því, að Jjeir veita ekki brautar- gengi Jjeim flokki, sem ágætir stjórn- arháttu og stjórnarstefnu Sovjetveld- isins rússneska. Hvernig er þá um- horfs í Noregi? Þar treysta menn heldur ekki Moskva-stefnunni og þeim mönnum, sem hafa gengið henni á hönd, vilja ekkert eiga und- ir þeim Norömönnum, sem taka fyr- irskipunum frá Moskva. Engin sam- vinna hefir því tekist í Noregi milli Kommúnista og Socialdemokrata, og þjóðin leggur ekki lengur hlustir við kenningum þeirra, svo að orð sje á gerandi. I Noregi eru Kommúnist- ar því sára áhrifalitlir. — Þá skulum við -koma við í Dan- mörku. Á hernámsárunum höfðu Kommúnistar sig mikið í frannni og þóttust vera inir mestu ættjarðar- og frélsisvinir. Þegar gengið var lil kosninga og þjóðin mátti lieita mið- ur sín í mörgum greinum eftir her- námið, kusu Danir milli 10 og 20 Kommúnista ó þing. Á þessum sjúku tímum hlaut þessi sjúki flokkur um 100 þús. atkvæði. En'svo bró við, er bæjar- og sveitarstjórnarkosningarn- ar fóru fram, tæpu missiri síðar, og þjóðin var dálítiö farin að ná sjer aftur eftir ið sjúka ástand hernáms- ins, að inn óheilbrigði flokkur Kommúnista fjekk þá aSeins 60 þús. atkvæöi. Þannig hafði fylgið hrunið af þeim á þessum stutta tíma. Af Jjessu má sjá, að álirif Kommúnista í Danmörku eru lítil og ótt þverr- andi. í Englandi fengu Kommúnistar tvo þingmenn kosna við seinustu kosningar til neðri mólstofunnar, en í henni eiga sæti á sjöunda hundrað þingmanna. Við bæjar- og sveitar- stjórnarkosningarnar fór ó líka lund. umhorfs ? Þetta sýnir, að Englendinga fýsir ekki að leggja mál sín í hendur þess flokks, sem einn af helztu stjórnmála- mönnum þeirra kallar „fimmtu her- deildina“ í hverju landi. Ef við líturn vestur um haf, blasir svipuð mynd við af gengi Kommún- ista og í þeim, löndum, sem nú hafa verið talin. I Kanada kom upp mik- ið hneykslismál sl. vetur um her- njósnir kanadiskra Konnnúnista fyr- ir Rússa þar í 'landi. Einn ljet svo um mælt, að eiður sá, sem hann hefði unniö sem Kommúnisti (um trúnað við Rússa og stefnu þeirra) væri sjer miklu helgari en eiðurinn við föðurlandið! Kanadamenn skildu, hva'ð var lijer á seyði. Er síðan lit- ið á Kommúnista Jjar í landi sem hættulegan njósnaralýð, er ríkinu beri að hafa sterkar gætur á. (Meira). Keynes lávarðiir Iátinn John Maynart Keynes hjet liann fullu nafni. Hann andaðist í f. m., 62 ára að aldri, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Sussex, þá fyrir skömmu uýkominn vestan um haf. Þar hafði hann átt sæti á fjórmála- ráðstefnunni í Savannah, og fyrir hönd enska ríkisins hafði hann átt hlut í samningum í Washington um 4 milljarða dollara lánið, sem Bret- ar fá í Bandaríkjunum. Keynes var án efa einn meðal langhelztu hag- fræðinga vorra tíma. Vakti hann fyrst mikla athygli á sjer á friðar- þinginu í Versailles 1919, en þar var hann fjánnálasjerfræðingur brezku fulltrúasveitarinnar. Hann lýsti þá yfir því opinberlega, að ráðsályktanir þingsins í fjármálum væri svo vanhugsaðar, að þær væri ekki framkvæmanlegar og myndi liafa mikla ógæfu í för með sjer. Þótti haun um það sannspár. Sama árið —1 1919 — kom út ið merki- lega rit hans The Econoinic Conse- quences of the War, þar sem hann sagði fyrir, að inar þýzku stríðs- skaðabætur — eins og friðarráð- stefnan ákvað þær, yrði aldrei greidd ar. — Keynes var einn þeirra fjár- málaráðunauta ensku stjórnarinnar og Bandaríkjastjórnar í Versailles, sem neitaði að eiga lengur þótt í friðarráðstefnunni, er ekkert mark var tekið á aðvörunum hans, og hvarf heim af friðarþinginu í júní 1919. Lýsingar hans á inum „fjóru stóru“ ó friðarþinginu eru frægar, og niðurstöður hans um fjármála- fyrirskipanir þingsins, sem fyrr seg- ir, reyndust sannar. Eitt af inum merkilegustu ritverk- um hans heitir Theory of Employ- ment, Interest and Money, þar sem hann gagnrýnir mjög ina klassisku hagfræðinga. Keynes átti sæti í stjórn Englands- banka. Alþingiskosningarnar eiga að fara fram sunnudaginn 30. júní. Gekk illa í Vestur-Skapta- fellssýslu. Tímamönnum hefir gengið illa að fá frambjóðanda í það kjördæmi. Flokksstjórnin lagði að Þórarni Helgasyni, bónda í Þykkvabæ, að verða i kjöri, en hann svaraöi með því að segja sig úr Framsóknar- flokknum! Loks kvað vera dubbaöur upp Hilmar Stefánsson bankastjóri til framboÖs í sýslunni fyrir Framsókn. Tveir Framsóknarmenn í kjöri í Suður-Þingeyjarsýslu Auk Jónasar alþm. Jónssonar frá Hriflu verður í kjöri í S.-Þing. Björn Sigtryggsson, bóndi á Brún í Reykja dal. Verða þeir báðir í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Björn er kandi- dat Hermanns-deildarinnar. Sfeingrímur Aðalsfeipsson verður í kjöri fyrir Kommúnista hjer ó Akureyri í vor. Hann hefir verið forseti efri deildar Alþingis undanfarið, en fór með óheyrileg ósannindi í vantraustsumræðunum um daginn, og tiltektir hans allar und ir þinglausnir voru með þeim hætti, að þegar hann kvaddi deildina, hafði enginn deildarmanna geð í sjer til að Jjakka honum forsetastörfin. Er það einsdœmi í þingsögunni, að forseta hafi ekki verið þakkað af einhverjum deildarmanna í þinglok. Þessu meti náði þó Steingrímur! I Grenivík voru þeir Eysteinn og Steingrímur að eitra fyrir Jónas 6. Jj. m. Jón í \ztafelli og Jónas í Lundarbrekku mættu Jjar af hálfu Jónasar Jóns- sonar. Sagan um bótana tvo. Tveir bátar voru keyptir hingað fró Svíþjóð í byrjun síðustu vertíÖ- ar. Þeir kostuðu um 300 þús. kr. hvor í erlendum gjaldeyri. Voru þeir svo gerðir út á vertíðinni, og nam aflinn, sem fluttur var utan, allt að 1,4 millj. króna. Bátar þessir skil- uðu Jjví, hvor fyrir sig, meir en tvöföldum þeim gjaldeyri, sem var- ið var til kaupa á þeim. Ætli Tímanum þyki ekki illa var- ið þeim gjaldeyri, sem fór til kaupa á þessurn bátum? Blað þetta er allt- af að tala um, að mjög gangi á erlendan gjaldeyri. ESlilegt, að á hann gangi, er keypt eru ný fram- leiðslutæki til landsins. En eru þau ekki einmitt sömu náttúru og var hringurinn Draupnir? Páskar árlega snemma í apríl Uno kemur ef til yill nýrri skipan á um þetta Tillögur um breytingar á páska- tímanum voru eitt sinn fluttar í Þjóðabandalaginu gamla, og beind- ust þær að því, aÖ ákveða páskatím- ann öðruvísi en eftir gömlu rímregl- unni. Er mikill áhugi á þessari breyttu skipun um víða veröld, og er kirkjan fylgjandi þessum tillög- um. Gert er ráð fyrir, að tillögur þessar verði teknar upp af nýju og fluttar í Uno-Bandalagi sameinuðu þjóðanna. — Á þessu ári bar pásk- ana upp á síðasta sunnudag í vetri, og þrisvar á þessari öld verða þeir síðar. Páskana getur borið upp á 35 mismunandi tíma. Árið 1818 bar páskana upp á 22. marz, fyrr en nokkru sinni áður eða síðar, og 1886 og 1943 bar þá upp á 25. apríl, síð- ar en nokkru sinni óður eða síöan. Nokkurn veginn samkomulag meðal klerkdómsins er um það, að krossfestingin hafi átt sjer stað 7. apríl órið 30, og eins og fyrr segir, mun kirkjan alls ekki vera andvíg því, að binda páskana við ókveðinn mánaðardag. Helzt er í róði að kveð- ið verði svo ó, að páska skuli jafn- an halda annan sunnudag í apríl- mánuði, einkuni ef hann ber upp á 9. apríl, en ef hann ber ekki upp á þann mánaðardag, skuli halda páska næstan sunnudag eftir 9. apríl. Barnasfúkurnar á Akureyri minnast 60 ára afmælis Ung- lingareglmmar á íslandi næstk. sunnudag, 12. maí, eins og hjer segir: Klukkan 10 árdegis mæta fjelagar barnastúknanna og aðrir templ- arar við Skjaldborg og ganga í hópgöngu um nokkrar götur bæj arins og að kirkju. Kl. 11 árd. verður guðsþjón- usta í Akureyrarkirkju. Kl. 2 síðd. verður hátíðafund- ur í ráðhúsi bæjarins. — Fundar- efni: Stutt ávörp. — Leiksýning. — Telpnakór syngur. — Upp- lestur. — Sýnd kvikmynd frá barnaskóla Akureyrar (Litlu jólin). — Skrautsýning. Þess er eindregið óskað, að sem allra flestir fjelagar barna- stúknanna mæti bæði við skrúð- gönguna og á hátíðafundinum, svo og aðrir -templarar á staðn- um — og mæti stundvíslega. — Fjelagar úr barnastúkunni Von í Glerárþorpi eru velkomnir á fundinn.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.