Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.05.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 10. maí 1946 ÍSLENDINGUR ÍSLENDINGURJ Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgefandi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnar«tr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. PrentsmiSja Bjirns Jónssonar h.f. Kosningaá varp Framsóknar. NiSurl. Þá er því hampaS, aS fjármálalíf- ið í landinu sje sjúkt og erl. gjald- eyrir notaður til kaupa á óþarfa. Um sjúkleikann er það að segja, að sje átt við verðbólguna, þá er um arf að ræða frá fyrri stjórnum, og með- an „þjóðin er haldin ölvímu dýrtíð- argróðans, fœr engin ríkisstjórn sigrast á dýrtíSinni, því að meinið stendur dýpra en svo, að það verði læknað með lögum og reglugerðum. Hugsunarháttur þjóðarinnar þarf fyrst að breytast. Gróðavíman verð- ur að renna af þjóðinni. Það er eina lækningin við dýrtíðinni."* — Jeg er ósköp hræddur um, að Eysteini Jónssyni og'öðrum slíkum fjármála- spekingum Framsóknar yrði þungt fyrir fæti. ekki síður en öðrum, aS kveða niður dýrtíðina, þó að þeir fengi völdin og byrjuðu sínar al- þekktu skottulækningar á viðskipta- og fjármálalífinu. — Fjármálaráð- herra hefir í ræðu sínni 27. f. m. lýst yfir því, að frá því, er gengið var frá samningunum við Bretland 1945, hafi engin leyfi verið veitt í dollurum fyrir öðru en nauðsynja- vörum, og hafi um það verið fullt samkomulag milli ríkisstjórnar og viðskiptaráðs. Einnig hefir gjald- eyriseftirlitið verið skerpt og er nú undir yfirumsjón Landsbankans. I útvarpsumræðuríum um vantraustið skoraði fjármálaráðherra á háttv. þm. Strandamanna að gera gjald- eyriseftirlitinu aðvart, ef hann þætt- ist hafa einhver rök fyrir því, að gjaldeyri hefSi veriS skotiS undan. AS öSrum kosti, sagSi ráðherrann; yrði að líta á aðdróttanir háttv. þingmanns sem uppspuna sjálfs hans. Háttv. þm. rann þá af hólmin- Um. Enn segir miSstjórnin, aS „svo lengi megi hlaSa lántökum og á- "yrgSum á ríkiS, aS lánstraust þess Prjóti." ÞaS er vitanlega rjett, en sem fæst ætti Eysteinn Jónsson að tala um lántökur. ÖSrum fórst, en ekki þjer! í síSasta blaSi var skýrsla llm skuldir ríkisins og eignir 1939 l" samanburðar viS ástandiS nú, og er það lítt til sóma fyrir þá, sem,gala nu hæst um óspilun núverandi fjár- málastjórnar. Ein hrellingin enn til landsfólksins frá miSstjórn Fram- sóknarflokksin|s: „FramleiSsIan til 'ands og sjávar horfir fram á halla- rekstur og skuldasöfnun á næstu taissixum." Þetta eru hreinar og bein- ar hrakspár, ætlaSar til að draga sjá grein í „ísl." 8. marz 8.1. — < < < < < < < Nýkomnar vefiiaðarvörur: Hvít léreft. Mislit léreft. Sængurveratvistar. Flónel Sirz. Ribs. Crepe í barnafatnað. Kjólaefni. Rifflað flauel. Hvít frotte handklæði. Kvenleistar, hv. og mis- litir. Barnaleistar og sportsokkar, o. m. fl. af góðum varningi. BRAUNS-VERZLUN * Páll Sigurgeirsson. > > > > O.J.&IC kjark úr þjóðinni og reyna að lama frumkvæði til framleiðslunnar, og er ,' það illt verk. Sem betur fer hefir ekkert það gerst, sem rjettlætt geti slíkar fullyrðingar. Hvernig var komið, þegar Fram- sóknarstjórnin treystist ekki lengur til aS sitja ein við stýrið og flýði á náðir Sjálfstæðisflokksins 1939? Þannig, „að ríkið hafSi ekki gjald- eyri til aS greiSa umsamdar afborg- anir og vexti af erlendum lánum sínum, og gat hvergi fengiS ný lán til þess. Landsbankanum tókst aS vísu að fá bruðabirgðalausn á málinu, en ekjd var þaS dyggð ríkisstjórn- arinnar. Þá fyrst, eftir það aS raun- veruleg ríkisgjaldþrot höfSu orSiS, gafst ríkisstjórnin upp" (fjárm.rh.). ÞaS var Jónas Jónsson, sem kom vitinu fyrir Eystein og þá fjelaga aS leita til Sjálfstæðisflokksins. Hverju lofar svo miðstjórnin í á- varpinu? fl,Framfarastefnu á heil- brigSum fjármálagrundvelli". Þeir fjelagar verða aS afsaka, þó að landsfólkiS sje ekki ólmt í þaS að fá Eystein Jónsson aftur fyrir fjár- málaráSherra og efist dálítiS um inn heilbrigSa fjármálagrundvöll þeirra. Fjármálaráðherra upplýsir 27. f. m., að 1939, eftir þaS aS byrjaS var áð gera ráðstafanir vegna yfirvof- andi styrjaldar, hafi Eysteinn Jóns- son komið í veg fyrir, að flutninga- skip vœri flutt til landsins. Hann sagði líka 1942, Eysteinn Jónsson, að sterlingspund væru betri en vör- ur. Enn eitt blómið. Miðstjórnin skorar á landsmenn, að „hrinda af sjer kúgunarlögum, sem ríkisstjórn- in og flokkur hennar hafi settt bænd- um". Það eru lögin um búnaðarráS. Allt frá 1934, er verSIagning hófst fyrir opinbert tilstilli á landbúnaS- arafurðum, til þess er lög um bún- aðarráð voru sett, voru bændur í minnihluta í verðlagsnefndunum. Það þótti Framsókn ágætt og vildi til engra breytinga stofna á þeirri skipan. En viti menn! Þegar Pjetur Magnússon fjármálaráðherra skip- aði menn í búnaðarráð — hjer um bil eingöngu bændur — og í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða fengu sæti einungis bændúr með bænda- skólakennara, þá var það argasta kúgun við bændur! MikiS líklegt, að bændurnir í verðlagsnefndinni mmmmcm fí Stores" efni „Stores" blúndur 4 BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson. vinni sjer og stjettarbræSrum sín- um ógagn í slíkri nefnd. ÞaS, sem aS er, er auSvitað þetta, frá sjónar- miSÍ Tímans, aS Framsóknarbœnd- ur skyldu ekki skipa meirihlutann í Búnaðarráðinu og verðlagsnefnd- inni. Eftirtektarvert er það, að engin ákveðin framfaramál eru nefnd, sem Framsóknarflokkurinn ætlar sjer að beitast fyrir, ef hann kæmist í stj órn- araðstóðu. „Sameinist til haráttu fyrir skipulegum áætlunarfram- kvæmdum, þar sem þau verk sitji fyrir, er mesta almenna þýðingu hafa, en gegn handahófsstefnu þeirri, er nú ríkir og veldur framleiSslunni tjóni og öryggisleysi." Hverjar eru þessar „skipulegu áætlunarfram- kvæmdir?" Handahófsstefnan, sem miSstjórnin nefnir svo, er stefna SjálfstæSisflokksins um eflingu at- vinnuveganna til lands og sjávar. Það er eins og forráðamenn Fram- sóknarflokksins hafi þá trú á íslenzk- um atvinnuvegum, að ef í þá sje lagt mikiS fje, muni afleiSingin verSa „tjón og^ öryggisleysi". Öðruvísi er ekki hægt að skilja þessi ummæli. Og handahófsstefnu kalla þeir mark- vísa stefnu til eflingar framleiðslu- tækjunum og til hjálpar þeim, sem reka framleiðsluna, með hagstæð- ustu lánum, er þekkst hafa hjer nokkru sinni. ' Sannleikurinn er sá, að endurnýj- un skipaflotans hjer við land eftir stríðið var svo aðkallandi, að rekst- ur sj ávarútvegs framvegis var vart hugsanlegur öðruvísi, svo úr sjer genginn var flotinn orðinn. Ef fisk- og síldveiðar með beztu tækjum, sem nú þekkjast, eru fjárglæfraspil, þá fer að vefða erfitt að gera sjer grein fyrir, hvaða stefnu eigi að taka í atvinnumálurn þjóðarinnar. Og ef það eru líka fjárglæfrar aS verja fje, milljónum saman, í lðnd- búnað, svo að hann verði sanikeppn- isfær viS sjávarútveg um framleiSslu tæki, hvað er þá orðið af trú Fram- sóknarforkólfanna á íslenzkrL, mold og íslenzkum bændum? Nei, svona öfgar ganga hvorki í útvegsmenn nje bændur. Loks segir miðstjórnin: „Eyðið sundrungu um smærri atriði. Verið á verði gegn sundrungarstarfsemi, hvaðan sem hún kemur." Þessi á- minning veit inn á við til Framsókn- armanna, og bendir á ástandið í flokksherbúðum þeirra. Flokkurinn gengur nefnilega klofinn til kosn- inga. Þeir fá því eigi leynt. — En hvaS bíSur þeirra, sem eru sjálfum sjer sundurþykkir? B. T. Nýtt mótorskip, Andey, smíðað í Skredsvik (rjett norSan viS Gauta- borg), um 100 smál. aS stærð, með 215 hestafla Atlasdieselvjel, kom hingað 3. þ. m. Eigendur, þess eru Hreinn útgerSarmaSur Pálsson, Har- aldur skipstj. Thorlacius og Einar M. Þorvaldsson, skólastj. og útgm. í Hrísey. Haraldur sigldi skipinu hingað, og með því kom líka Hreinn Pálsson, er dvalið hafði um tvo mán- uði í Svíþjóð. Er báturinn ihn vand- aðasti og öllum beztu tækjum bú- inn. Andey er fyrstij stóri Svíþjóð- arbáturinn, sem kemur til Norður- lands. Er hann þegar farinn á tog- veiðar^ en mun stunda síldveiðar í sumar. . Lagarfoss og Brúarfoss hafa ver- iS hjer undanfariS, einnig útlend skip meS cement o. fl. Ef til vill boSa þessar skipakomur greiSari samgöngur, og væri þá vel. Jarðarför Gunnars Larsen frkvstj. fór fram í dag hjer írá kirkjunni. kaffi — Þetta góða í blárond- órfru pökkunum. Heildsölubirgðir með verksmiðjuverði hjá: I. Brynjólfsson & Kvaran, Akureyri LUDVIG DAVID KAFFIBÆTlfc / heildsólu hjá: I. Brynjólfsson & Kvaran, AK U R EY R I H estamannaf élagið LÉTTIR biSur sem flesta félaga sína að mæta á Gleráreyrum, norð- an ár, n. k. sunnudagsmorg- un kl. 10. Stjórnin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.