Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1946, Síða 3

Íslendingur - 10.05.1946, Síða 3
Föstudaginn 10. maí 1946 ÍSLENDINGUR 3 Hi < i i < < < Nýkomnar vefnaðarvfirur: Hvít léreft. Mislit léreft. Sængurveratvistar. Flónel Sirz. Ribs. Crepe í barnafatnað. Kjólaefni. Rifflað flauel. Hvít frotte handklæði. Kvenleistar, hv. og mis- litir. Barnaleistar og sportsokkar, o. m. fl. af góðum varningi. BRAUNS-YERZLUN ; Páll Sigurgeirsson. n Stores“ efni „Síores“ blúndur BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson. i ! i i 1 1 B fimamms. | 1 I 1 I ÍSLENDINGUR Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgefandi: BlaSaútgáfufél. Akurcyrar. Skrifstofa Hafnarttr. 101. Sími 554. Auglýsingar og afgreiðala: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Prcntsmiðja Björm Jónssonar h.f. j Kosningaá varp Framsóknar Niðurl. Þá er því hanipað, að fjármálalíf- ið i landinu sje sjúkt og erl. gjald- eyrir notaður til kaupa á óþarfa. Um sj úkleikann er það að segja, að sje átt við verðbólguna, þá er um arf að ræða frá fyrri stjórnum, og með- an „þjóðin er haldin ölvímu dýrtíð- argróðans, fær engin ríkisstjórn sigrast á dýrtíðinni, }>ví að meinið stendur dýpra en svo, að það verði læknað með lögum og reglugerðum. Hugsunarháttur þjóðarinnar þarf fyrst að breytast. Gróðavítnan verð- ur að renna af þjóðinni. Það er eina lækningin við dýrtíðinni.“* — Jeg er ósköp hræddur um, að Eysteini Jónssyni og'öðrum slíkum fjármála- spekingum Framsóknar yrði þungt fyrir fæti. ekki síður en öðrum, að kveða niður dýrtíðina, þó að þeir fengi völdin og byrjuðu sínar al- þekktu skottulækningar á viðskipta- og fjármálalífinu. — Fjármálaráð- herra hefir í ræðu sinni 27. f. m. lýst yfir því, aö frá því, er gengið var frá samningunum við Bretland 1945, hafi engin leyfi verið veitt í dollurum fyrir öðru en nauðsynja- vörum, og hafi um þaö verið fullt samkomulag milli ríkisstjórnar og viðskiptaráðs. Einnig hefir gjald- eyriseftirlitið verið skerpt og er nú undir yfirumsjón Landsbankans. I útvarpsumræðunum um vantraustið skoraði fjármálaráðherra á háttv. þm. Strandamanna að gera gjald- eyriseftirlitinu aðvart, ef hann þætt- ist hafa einhver rök fyrir því, að gjaldeyri hefði verið skotið undan. Að öðrum kosti, sagði ráðherrann; yrði að líta á aðdróttanir háttv. þingmanns sem uppspuna sjálfs hans. Háttv. þm. rann þá af hólmin- Um. Enn segir miðstjórnin, að „svo bngi megi hlaða lántökum og á- byrgðum á ríkið, að lánstraust þess kjóti.“ Það er vitanlega rjett, en sem fæst ætti Eysteinn Jónsson að tala um lántökur. Öðrurn fórst, en ekki þjer! í síðasta blaði var skýrsla u,n skuldir ríkisins og eignir 1939 samanhurðar við ástandið nú, og er það lítt til sóma fyrir þá, sem.gala nú hæst um óspilun núverandi fjár- Uiálastjórnar. Ein hrellingin enn til bndsfólksins frá iniðstjórn Fram- sókmarflol-ksin|s: „Framleiðslan til hnds og sjávar horfir fram á halla- •'ekstur og skuldasöfnun á næstu ftiissirum.“ Þetta eru hreinar og bein- ar hrakspár, ætlaðar til að draga * Sjá grein í „ísl.“ 8. marz s.l. — kjark úr þjóðinni og reyna að lama frumkvæði til framleiðslunnar, og er , það illl verk. Sem betur fer hefir ekkert það gerst, sem rjettlætt geti slíkar fullyrðingar. Hvernig var komið, þegar Fram- sóknarstjórnin treystist ekki lengur til að sitja ein við stýrið og flýði á náðir Sjálfstæðisflokksins 1939? Þannig, „að ríkið hafði ekki gjald- eyri til að greiða umsamdar afborg- anir og vexti af erlendum lánum sínum, og gat hvergi fengið ný lán til þess. Landsbankanum tókst að vísu að fá bráðabirgðalausn á málinu, en el^i var það dyggð ríkisstjórn- arinnar. Þá fyrst, eftir það að raun- veruleg ríkisgjaldþrot höfðu orðið, gafst ríkisstjórnin upp“ (fjárm.rh.). Það var Jónas Jónsson, sem kom vitinu fyrir Eystein og þá fjelaga að leita til Sjálfstæðisflokksins. Idverju lofar svo miðstjórnin í á- varpinu? „Framfarastefnu á heil- brigðum fjármálagrundvelli“. Þeir fjelagar verða að afsaka, þó að landsfólkið sje ekki ólmt í það að fá Eystein Jónsson aftur fyrir fjár- málaráðherra og efist dálítið um inn heilbrigða fjármálagrundvöll þeirra. Fjármálaráðherra upplýsir 27. f. m., að 1939, eftir það að byrjað var að gera ráðstafanir vegna yfirvof- andi styrjaldar, haji Eysteinn Jóns- son komið í Veg jyrir, að flutninga- skip vœri flutt til landsins. Hann sagði líka 1942, Eysteinn Jónsson, að sterlingspund væru betri en vör- ur. Enn eitt blómið. Miðstjórnin skorar á landsmenn, að „hrinda af sjer kúgunarlögum, sem ríkisstjórn- in og flokkur hennar hafi settt bænd- um“. Það eru lögin um búnaðarráð. Allt frá 1934, er verðlagning hófst fyrir opinbert tilstilli á landbúnað- arafurðum, til þess er lög um bún- aðarráð voru sett, voru bændur í minnihluta í verðlagsnefndunum. Það þótti Framsókn ágætt og vildi lil engra breytinga stofna á þeirri skipan. En viti menn! Þegar Pjetur Magnússon fjármálaráðherra skip- aði menn í búnaðarráð — hjer um bil eingöngu bændur — og í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða fengu sæti einungis bændur með bænda- skólakennara, þá var það argasta kúgun við bændur! Mikið líklegt, að bændurnir í verðlagsnefndinni virini sjer og stjettarbræðrum sín- um ógagn í slíkri nefnd. Það, sem að er, er auðvitað þetta, frá sjónar- miði Tímans, að Framsóknarbœnd- ur skyldu ekki skipa meirihlutann í Búnaðarráðinu og verðlagsnefnd- inni. Eftirtektarvert er það, að engin ákveðin framfaramál eru nefnd, sem Framsóknarflokkurinn ætlar sjer að beitast fyrir, ef hann kæmist í stjórn- araðstöðu. „Sameinist til baráttu fyrir skipulegum áætlunarfram- kvæmdum, þar sem þau verk sitji fyrir, er mesta almenna þýðingu hafa, en gegn handahófsstefnu þeirri, er nú ríkir og veldur framleiðslunni tjóni og öryggisleysi.“ Hverjar eru þessar „skipulegu áætlunarfram- kvæmdir?“ Handahófsstefnan, sem miðstjórnin nefnir svo, er stefna Sjálfstæðisflokksins um eflingu at- vinnuveganna til lands og sjávar. Það er eins og forráðamenn Fram- sóknarflokksins hafi þá trú á íslenzk- um atvinnuvegum, að ef í þá sje lagt mikið fje, muni afleiðingin verða „tjón og öryggisleysi“. Öðruvísi er ekki liægt að skilja þessi ummæli. Og handahófsstefnu kalla þeir mark- vísa stefnu til eflingar framleiðslu- tækjunum og til hjálpar þeim, sem reka framleiðsluna, með hagstæð- ustu lánum, er þekkst liafa hjer nokkru sinni. Sannleikurinn er sá, að endurnýj- un skipaflotans lijer við land eftir stríðið var svo aðkallandi, að rekst- ur sjávarútvegs framvegis var vart hugsanlegur öðruvísi, svo úr sjer genginn var flotinn orðinn. Ef fisk- og síldveiðar með beztu tækjum, sem nú þekkjast, eru fjárglæfraspil, þá fer að verða erfitt að gera sjer grein fyrir, hvaða stefnu eigi að taka í atvinnumálum þjóðarinnar. Og ef það eru líka fjárglæfrar að verja fje, milljónum saman, í lSnd- búnað, svo að hann verði sanikeppn- isfær við sjávarútveg um framleiðslu tæki, hvað er þá orðið af trú Fram- sóknarforkólfanna á íslenzkriSii mold og íslenzkum bændum? Nei, svona öfgar ganga hvorki í útvegsmenn nje bændur. Loks segir miðstjórnin: „Eyðið sundrungu um smærri atriði. Verið á verði gegn sundrungarstarfsemi, hvaðan sem hún kemur.“ Þessi á- minning veit inn á við til Framsókn- armanna, og bendir á ástandið í flokksherbúðum þeirra. Flokkurinn gengur nefnilega klofinn til kosn- inga. Þeir fá því eigi leynt. — En hvað bíður þeirra, sem eru sjálfum sjer sundurþykkir? B. T. Nýtt mótorskip, Andey, smíðað í Skredsvik (rjett norðan við Gauta- borg), um 100 smál. að stærð, með 215 hestafla Atlasdieselvjel, kom hingað 3. þ. m. Eigendur þess eru Hreinn útgerðarmaður PálsSon, Har- aldur skipstj. Thorlacius og Einar M. Þorvaldsson, skólastj. og útgm. í Hrísey. Haraldur sigldi skipinu hingað, og með því kom líka Hreinn Pálsson, er dvalið hafði um tvo mán- uði í Svíþjóð. Er báturinn irin vand- aðasti og öllum beztu tækjum bú- inn. Andey er fyrsti, stóri Svíþjóð- arbáturinn, sem kemur til Norður- lands. Er liann þegar farinn á tog- veiðar, en mun stunda síldveiðar í sumar. Lagarjoss og Brúarfoss hafa ver- ið lijer undanfarið, einnig útlend skip með cement o. fl. Ef til vill boða þessar skipakomur greiðari samgöngur, og væri þá vel. Jarðarjör Gunnars Larsen frkvstj. fór fram í dag hjer frá kirkjunni. O.J.&K. kaffi — Þetta góða í blórönd- óttu pökkunum. Heildsölubirgðir með verksmiðjuverði hjó: I. Brynjólfsson & Kvaran, Akureyri ... í öSSum matvöruverzlunum . . . LUDVIG DAVID KAFFIBÆTIR / heildsölu hjá: I. Brynjólfsson & Kvaran, AKUREYRl nHHnanBiiHHn Hestamannafélagið LÉTTIR biður sem flesta félaga sína að rnæta á Gleráreyrum, norð- an ár, n. k. sunnudagsmorg- un kl. 10. Stjórnin.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.