Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 10.05.1946, Blaðsíða 5
Föstudaginn 10. maí 1946 ÍSLENDINGOR Svar Eimskipafjelags Islands til stjðrnar Verzlunarmannafjelagsins á Akureyri „Rvík 30. apríl, 1946. Stjórn V erslunarmannajélagsins á Akureyri. Vér höfum móttekið heiðrað bréf yðar, dags. 29. mars, þar sem þér skýrið oss frá óanægju, sem fram kom á fundi í félagi yðar yfir sam- gönguerfiðleikum rriilli Akureyrar og annara landshluta, einkum nú í tnarsmánuði. Vér viðurkennum fyllilega, að í þeim mánuði var erfitt um samgöng- jUr við Akureyri, en fyrir þyí eru hinsvegar ýmsar ástæður, sem vér viljum leyfa oss að henda á. Það sem mestu hefir valdið um að ekki hefir verið unt að halda Uppi nógu greiðum samgöngum út iim land framan af þessu ári, er að ,,Selfoss", sem hefir verið svo að ^egja eingöngu í strandferðum, varð ð fara í viðgerð til Skotlands í esembermánuði f. á. Sú viðgerð Útti að taka 3—4 vikur, en skipið *r nú búið að liggja þar í tæpa 4 liánuði, og er viðgerðinni ekki lok- ið enn. Á síðastliðnu ári kom „Sel- foss" 11 sinnum við á Akureyri tram í byrjun októbermánaðar, en pá hófst, eins og yður er kunnugt »erkfall á skipum vorum, sem ekki far fyllilega lokið, fyrr en eftir miðj- in desember, þannig að raunveru- bga hefir „Selfoss" ekki verið í ferð- Um síðustu sex mánuði. Til þess að ráða bót á þessu hefir Fjallfoss" verið látinn annast trandferðirnar, meðan „Selfoss" tefir verið í viðgerð og hefir skipið i-omið 4 sinnum við á Akureyri frá Jví að verkfallinu lauk og fram til í'yrjunar mars. Þá varð „Fjallfoss" innig að fara í viðgerð, sem ekki i átti dragast, og tafðist við það frá p dingum um nærri 3 vikur, éin- itt nú í mars-mánuði. Strax að lok- fi íi viðgerð (raunar vannst ekki *.i íi til að ljúka henni að fullu) fór Vipið í strandferð vestur og norð- Jr um land. En með því að mjög uikið lá þá í Reykjavík af efni til 'ygginga Síldarverksmiðja ríkisins Skagaströnd og Siglufirði, var iltölulega lítið hægt að senda af íðrum vörum frá Reykjavík út á imd vegna hinna mjög rúmfreku iara til verksmiðjanna. Skipið hefði vo væntanlega getað farið fljótlega 9 iðra strandferð, hefði ekki staðið >S; á, að það þurfti að taka nokkur ¦ >( druð smálestir af óverkuðum ¦ * l á ýmsum höfnum úti urii land •iytja til Englands, en ekki níátti gast að koma fiskinum þangað, salan ætti ekki að fara út um i ifur. . „Brúarfoss" var leigður bresku 'jjórninni til febrúarloka þ. á. til að flytja frystan fisk, og höfð- ver því ekki nein umráð yfir •tipinu, þar til í hyrjun mars. En fegna þess að þá hafði verið seldur 'trnur af harðfrystum fiski til tneríku, gat skipið ekki farið út á t>d, heldur fór það þegar í stað 1 ferma fiskinn og fór héðan um i an marsmánuð til New York. . ,Lagarfoss' hefir verið í ferðum } Gautaborgar og Kaupmannahafn- ,. °S þar eð mikið hefir borist að af ^rur«, sem nauðsynlegt var að *"iust hingað fyrir ákveðinn tíma, 0 aem efni og vélar til Síldarverk- ,!Ít smiðjanna og Andakílsvirkjunarinn- ar, vannst ekki tími til þess að láta skipið fara út á land í mars-mánuði. „Reykjafoss" var síðast á Akur- eyri 27. febrúar s. 1. og mestan hluta marsmánaðar var skipið í Englands- ferð. Þegar skipið kom úr þeirri ferð átti það. að,fara þegar í stað til Antwerpen, en þangað hafði ver- ið selt talsvert magn af fiskimjöli og von um sölu á meiru, ef unt væri að fá skip til þess að flytja það, auk þess sem nokkur hundruð smálestir af vörum lágu í Antwerpen, aðallega ýmiskonar byggingavörur, sem lengi hafði vantað. Þegar skipið kom til Reykjavíkur, kom í ljós að um 350 smálestir af lausum múrstein til Síldarverksmiðjanna á Siglufirði, voru í skipinu, en þar eð mjög erfitt er með umhleðslu á lausum múr- stein, var skipið látið fara skyndi- ferð eingöngu til Siglufjarðar til að afferma múrsteininn. Mátti ekki tefja skipið með því að láta það fara til Akureyrar í þeirri ferð eða taka neinar aðrar vörur, þar eð búið var að tilkynna vörusendendum í Ant- werpen, að skipið yrði þar í byrjun apríl. Vér höfum nú með.þessu, gjört yður grein fyri'r ástæðum fyrir því, að ekki var mögulegt að láta neitt af eigin skipum vorum koma við á Ak. á tímabilinu fra 4. mars til 4. apríl er „Fjallfoss" koní til Akureyrar, og væntum þér þess, að þér sjáið af þessu, að hér hefir frekar verið um óviðráðanleg atvik að ræða, en að vér höfum með vilja hagað sigling- um þannig. Um amerísku leiguskipin er það að segja, að þau hafa eingöngu feng- ist leigð til Reykjavíkur, en enda þótt heimilt væri að senda þau á aðrar íslenskar hafnir, þá kæmi slíkt ekki til mála, þar sém skip þessi eru 5300 smálestir að stærð. Skipin eru því altof stór og dýr til að fara á hafnit úti um land og auk þess eru venjulega aðeins örfáar smálest- ii skrásettar beint út á land í hverri ferð, og munum vér víkja að því atriði síðar. Skip, sem vér höfum leigt frá Norðurlöndum hafa heldur ekki fengist nema með því skilyrði, að þau færu ekki á hafnir úti um land. Þegar vér leigðum danska skip- ið „Anne" lögðum vér fast að eig- endum, með að skipið mætti koma við á höfnum úti um land,* en við það var ekki komandi, að skipið mætti koma annarsstaðar við en í Reykjavík og Hafnarfirði. Þegar leiga skipsins var framlengd fyrir rúmum tveim mánuðum endur- tókum vér ósk vora, en' svarið var algjörlega neitandi. Þegar „Anne" var hér síðast í byrjun apríl, fórum vér fram á, að skipið mælti fara beint til Akureyrar með vörur og koma hingað beina leið þaðan, en enn neituðu eigendurnir. Sama málí gegndi um áburðar- skipið „Maurita", sem kom nýlega frá Noregi. Þó vitanlega hefði verið æskilegast, að það færi með áburð- inn á helstu hafnir úti á landi, vildu eigendur skipsins ekk'i, að það væri tafið um einn dag umfram það, sem þurfti til að afferma skipið hér. Það er hvorttveggja að eigendur skip- anna þekkja ekki hafnarskilyrði hér á landi, þannig að þeir álíta þau verri en þau eru, og sérstaklega telja þeir hættulegt að sigla hér kringum land að vetrinum til, og svo er hitt að skorturinn á skipum af þeirri stærð, sem oss hentar ]»est, er enn svo mikill í heiminum, að mjög erfitt er að fá leigð sicip af þessari stærð. Þá viljum vér benda á, að þótt félagið hafi tryggt sér 13—14 leigu- skip og auglýst þau, með það fyrir augum, að-kaupsýslumenn geti gert ráðstafanir um vöruflutninga sína, þá má einnig sjá af þeim auglýsing- um, að skip þessi eru ekki öll kom- in í þjónustu félagsins enn, enda er þess jafnan getið hvenær skipin eigi að ferma í erlendri höfn, og surn þeirra eru ekki byrjuð að ferma enn, þrátt fyrir það að langt sé síðan þau voru leigð og áttu að byrja aS ferma. Sem dæmi um þetta, viljum vér benda á. aS frystiskipið „Lúblin", sem vér höfum tekið á leigu, átti upphaflega að afhendast hinn 20. febrúar síðastliSinn. SömuleiSis átti leiguskipiS „Horsa", sem einnig hefir frystirúm, aS vera tilbúin aS ferma í lok marsmánaðar. BæSi skipin hafa tafist svo vegna viSgerSa, aS „Lublin" er fyrst núna nýkomin til Reykjavíkur, en „Horsa" verSur ekki tilbúin fyrr en í næsta mánuSi. Þegar svona er ástatt er ekki gott aS gera áætlanir um ferSir skipanna, en þér kvartið einnig yfir því i bréfi yðar, að engar áætlanir séu gerðar um skipaferðirnar, og ekki auglýst hvenær þau fari eða hvert þau fari. Skipalista þá, sem birtir eru í blöðum og útvarpi, rhá þó skoða sem auglýsingar um skipa- ferðirnar, en venjulega er skýrt frá ferðum skipanna eins fljótt og mögu- legt er, og búið er aS ákveða þær, eiris og vér höfum þegar skýrt frá um leiguskipin. AS öSru leyti vili- um vér taka þetta fram um áætlanir fyrir skipin og auglýsingar þar aS lútandi. 1. Leiguskipin frá Ameríku erú tekin fyrir eina ferS í einu eft- ir því hvað berst að af vörum fyrir vestan. Áður höfðum vér skipin í tímaleigu og sömu skipin voru þannig í ferðum alt árið, en á þessu ári hafa þau ekki fengist nema fyrir eina og eina ferð í einu, og höfum vér venjulega ekki vit- aS um hvaða skip vér fengjum leigS fyrr en um það leyti sem þau byrja að ferma. 2. Um önnur leiguskip er óvissa venjulega svo mikil, bæði hvað snertir leigumála og afhend- ingartíma, að erfitt er að aug- lýsa þau öðruvísi en gert er í skipafréttunum, sem hirtast í útvarpinu og Reykjavíkurblöð- um. 3. Eigin skip félagsins, sem fara út á land, hafa nú upp á síð- kastið venjulega verið full- fermd frá Reykjavík af um- hleðsluvörum og ekki getað tekið neinn flutning frá öðr- um af þeim ástæðum. Þess- vegna hefir ekki þótt rétt að auglýsa ferðir þeirra nema sem minnst, þegar svo hefir staðið á. Hafi skipin getað tek- ið einhverjar vörur haífa ferð- irnar altaf veriS auglýstar. 4. Vegna hinnar miklu óvissu um sölu íslenskra afurSa nú und- anfariS, hefir félagið einnig orðið að haga siglingum sín- um að miklu leyti eftir því hvert útflutningsvörurnar hafa átt að fara og á' hvaða höfn- um hefir átt að taka þær, eins og vér höfum þegar minnst á. Vér höfum því enn eigi talið fært að gera fastar áætlanir úm ferðir skipa vorra, með því að altaf hefir mátt búast við breytingum á ferðunum, af þessum ástæðum. Vér höf- um þegar nefnt nokkur dæmi og viljum bæta því við að ein* mitt þessa dagana er „Brúar- foss" í strandferð kringum land með fullfermi af tilbún- um áburði. Að sjálfsögðu var ráðgert, að skipið fermdi hraðfrystan fisk til útlanda, en þar eð engin vissa er enn fyrir hvenær eða til hvaða hafnar næsti farmur af hrað- frystum fiski fer, og ekki var hægt að láta skipið bíSa aS- gerSalaust, var þaS í þess stað sent í strandferð með áburð- inn. Einnig liggur hér annað frystiskip „Lublin" og er sem stendur helst útlit fyrir að það fari til ítalíu með fiskfarm. Þá er nú búið að selja ullina, sem er meira en einn skips- farmur, og skip það sem kem- *ar til með að flytja hana mun væntanlega verða að taka ull- ina á fjölda höfnum út um land. Ef búið hefði verið að gera aætlun um ferðir þessara skipa áður en vitað var um þe'ssa hluti, þá er augljóst, að sú áætlun hefði raskast all- mjög, og mætti þá búast við gagnrýni á félagið fyrir, að það héldi ekki þær áætlanir, sem það hefði auglýst. Vér efumst ekki um, að þér skiljið fyllilega þessar erfiðu aðstæður, en getum jafnframt fullvissað yður um, að strax og unt er, munum vér gera fastar áætlanir um ferðir þeirra skipa félagsins, sem vér teljum mögulegt. Útaf ummælum yðar um „þann ó- sið, sem tíðkast hefir undanfarin ár, að nær allar vórur séu settar á land í Reykjavík, og geymdar þar um lengri eða skemmri tíma áður en þær eru sendar til ákvörðunarstað- ar", þá viljum vér ekki kalla þetta „ósið", heldur óumflýjanlega nauð- syn, sem orðið hefir til vegna styrj- aldarástandsins og viðskiftanna við Ameríku. Þó vér teljum víst, að félagsmönn- um yðar sé fullkunnugt um, hvernig innkaupum vara hefir verið hagað undanfarið, og er raunar enn, þykir oss rétt að benda á eftirfarandi stað- reyndir þessu viðvíkjandi. Mest af nauðsynjavörum lands- manna kemur með hinum stóru ame- rísku leiguskipum frá New York eða Halifax. Vörukaupum vestan hafs er þannig háttaS, aS til þess aS tryggja, aS ekki verSi vöruskortur í landinu, þá verSa innflytjendur aS kaupa vör- urnar í stórum slöttum oft löngu áð- ur en pantanir liggja fyrir frá kaup- mönnum eða kaupfélögum. Af þessu leiðir að enginn kostur er að ráð- stafa vörunum og skrásetja þær beint út á land, þegar skipin ferma vör- urnar. Farmur þessara skipa eru skrásettir nálega eingöngu til Reykja- víkur, og verða vörurnar því að fara • þar i land. Reynslan hefir einnig orðið sú, að bæði í stríðinu og síð- an því lauk, að oft líður langur tími frá því að skipin koma, þangað til innflytjendurnir ráðstafa vörunni til sehdingar út á land. Við það getur félagið vitanlega ekki ráðið. Þá viljum vér taka skýrt fram at- riði, sem sumum virðist ekki full- ljóst, eftir ýmsum blaðaskrifum að dæma, — þó vér gerum tæplega ráð fyrir, að nokkur af félagsmönnum yðar sé í þeim hóþi, — að það er alls ekki á valdi Eimskipafélagsins að breyta þessu jyrirkomulagi. Það eru sem sé vörusendendur eða þeir sem vörurnar kaupa, sem ráða því hvernig sendingu þeirra er hagað. Ef þeir biðja um að vörurnar verði skrásettar til ákveðinnar hafnar úti á landi, þá er það gert, og Eimskipa- félagið flytur þær svo viStakanda aS kostnaSarlausu á þá höfn. FélagiS hefir engan rétt til aS ráSstafa vör- uin, sem það tekur til flutnings, ann- að en þangað sem þær eru skrásett- ar, og það sem skrásett er til Reykja- víkur, er flutt áfram samkvæmt ósk- um eigenda varanna eftir reglum, sem settar hafa verið um þetta. Vér leyfum oss að senda yður eintak af þessum reglum hérmeð. Þær hafa verið prentaðar og sendar viðskifta- mönnum og afgreiðslumönnum fé- lagsins um land alt fyrir löngu. Reglurnar eru settar í samráði við Viðskiftamálaráðuneytið og sam- þykktar af því með.bréfi, dags. 12, apríl 1944, og hafa þannig verið í gildi tvö síðastliðin ár, eða frá 1. maí 1944. í sambandi við þetta viljum vér benda á, að af 112,720 smálestum af vörum, sem fluttar voru til landsins með skipum vorum og leiguskipum árið 1945, voru aðeins 1564 smá- lestir skrásettar beint til Akureyrar í 52 ferðum. Á þessu ári hefir eftir- farandi vörumagn verið skrásett beint til Akureyrar með þeim skip- um, sem komið hafa t'il landsins á vorum vegum: * Til ^Alls með Akureyrar skipinu Reykjafoss 5/1 56 smál. 1067 smál. Empire Gallop 6/1 27 — 2147 — Lagarfoss 21/1 32 — 491 —* Long Splice 21/1 17 — 3681 — Anne 29/1 25 — 1347 — Buntline Hitch 7/2 9 — 3584 — Reykjafoss 8/2 22 — 868 —* Lech 9/3 74 — 1268 — Lagarfoss 10/3 11 — 845 — Empire Gallop 23/3 72 — 1897 — Reykjafoss 24/3 30 — 1348 — Anne , 30/3 33 — . 720 — Sinnet 1/4 35 — 3312 — Buntline Hitch 7/4 10 — 1483 — * Skipið fór til Akurey rar í þeirri ferð. Skýrsla þessi sýnir, að í 14 ferð- um hafa alls 449 smál. verið skrá- settar beint til Akureyrar af 24.057 smál. af vörum, sem hafa veriÖ flutt- ar samtals með skipunum. Meðan þannig háttar til, er augljóst að ekki er rnögulegt að taka upp reglubundn- ar siglingar út á land eingöngu vegna þeirra vara, sem -þannig eru skrá- settar. Tafirnar yrðu óheyrilegar og kostnaður stæði ekki í neinu hlut- falli við gagnið, sem af því yrði. Meginhluti farmsins, þ. e. nauð- synjavörurnar, sem koma með lei§u-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.