Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1946, Side 6

Íslendingur - 10.05.1946, Side 6
ÍSLENDINGUR Föstudaginn 10. maí 1946 Karlmanna næriöt þykk og góð, væntanleg á morgun. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. skipunum frá Ameríku, þyrfti hvort sem er aS fara i land í Reykjavík, eins og áður er tekið fram. Kostnað við umhleðsluna og áframsendingu varanna tekur Eimskipafélagið á sig, að undanskildu því, að samkvæmt áðurgreindum reglum greiðir vöiti- móttakandi uppskipun í Reykjavík og vörugjald til hafnarinnar, en fyr- ir vörur, sem skráséttar eru beint, greiðir félagið allan kostnaðinn við að koma þeim til viðtakenda, þ. e. upp- og útskipun, akstur til og frá pakkhúsi, geymslukostnað, vöru- gjald og strandferðaflulningsgjald. Þessi umhleðslukostnaður hefir num- ið mörgum miljónum króna útgjöld- um fyrir félagið á ári hverju undan- farin ár. Vér v.onum, að oss hafi tekist með framangreindum skýringum, að gera yður ljóst hverjar ástæður hafi verið fyrir samgönguerfiðleikunum í vetur. En eins og öllum, sem fást við verslun og viðskiftamál er kunn- ugt, þá er langt frá því, að þau mál séu enn komin í fastar skorður, þótt senn sé ár liðið frá stríðslokum í Evrópu. Meðan slík óvissa á sér stað um viðskiftamálin, hlýtur einnig að verða nokkur óvissa um siglinga- málin, þar eð þessi mál eru svo ná- tengd hvort öðru. Vér getum líka fullvissað yður um, að engum er það meira áhuga- mál en oss, að hægt verði að taka upp reglubundnar siglingar eftir fastri áætlun, í samræmi við þær meginreglur, sem ávalt hafa gilt um starfsemi Eimskipafélagsins, sem sé að sjá landsmönnum fyrir sem hag- kvæmustum siglingum, miðað við þárfir hvers staðar á landinu. Að því verður stefnt þótt atvikin hafi hagað því svo, að það hefir ekki ver- ið unt nú um stundarsakir. Að endingu viljum vér þakka yð- ur fyrir hin hlýlegu orð, sem þér látið falla í garð félags vors, og fyr- irheit yðar um stuðning við það, og efumst vér ekki um velvilja félags- manna yðar til Eimskipafélagsins. Er það ekki hvað síst ástæðan til þess, að vér höfum gerst svo lang- orðir og svarað bréfi yðar svo ítar- lega, að vér væntum þess, að þegar menn fá að vita alla málavexti og sjónarmið vort er skýrt fyrir mönn- um, þá skilji þeir, að það er á engan hátt af því, að vér vilj um sýna lands- mönnum misrétti, heldur er það ein- göngu af óviðráðanlegum'ástæðum, að ekki er unt að fullnægja óskum allra um tilhögun siglingarma. Virðingarfyllst, II.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. (Sign.) G. Vilhjálmsson.“ Brjef þetta er svar við brjefi Verzlunarmannafjelagsins hjer, og var það birt í bluðinu fyrir nokkru. I sambandi við það voru ritaðar greinar hjer í blaðinu ujn sam- göngumálin. Athugasemdir við framangreint brjef Eimskipafjelagsins verða birl- ar í næsta blaði. Ritstj. Auglýsið í íslendingi Frá ársþingi Í.B.A. íþróttabandalag Akureyrar hjelt annað ársþing sitt dagana 17. apríl og 2. maí sl. Fundarstjóri var kos- inn Dr. Sveinn Þórðarson og ritarar þeir Jón P. Hallgrímsson og Eggert Steinsen. Formaður bandalagsins, Armann Dalmannsson, gaf skýrslu um störf Í.B.A. á siðastl. ári. Ilafði íþrótta- stárfsemin verið fjölþætt og góð ó árinu. Gjaldkeri Í.B.A. las upp og skýrði reikninga fjelagsins. Var fjárhagur bandalagsins góður á árinu, eftir því sem ástæður stóðu til. Mörg mál voru rædd ó þinginu og ýmsar samþykktir gerðar. Eru helzt- ar þeirra sem hjer segir: A þingi I.B.A. í fyrra var kosin nefnd til að athuga möguleika. fyrir byggingu Skíða-hótels í >.Snæhólum. Nefndin skilaði áliti sínu á þessu þingi og lagði til, að reynt yrði að sameina í eina byggingu skíðaskála fyrir fjelögin og hótelbyggingu, og var Hermanni Stefánssyni íþrótta- kennara falið að kynna sjer fyrir- komulag og form á hliðstæðum byggingum í Noregi og Svíþjóð, en hann er nú í söngför karlakóra til Norðurlanda. Nefnd var kosin til aS starfa áfram að undirbúningi málsins. Samkvæmt tillögu mótanefndar var samþykkt, að Í.B.A. óskaði eftir, að landsmót í handknattleik kvenna verði hóð hjer á Akureyri nú í sum- ar. Einnig var samþykkt að verða við óskum SiglfírSi'nga um, að Norð urlands-meistaramót í knattspyrnu verði að þessu sinni lialdið á Siglu- firði. SkoraS var á húsnefnd íþrótta- húss Akureyrar aS láta nú þegar full- gera sal og herbergi á lofti Iþrótta- hússins, svo að nothæft verði til fundahalda, æfinga fyrir smáflokka og einnig til íbúðar fyrir íþrótta- flokka, sem í heimsókn koma. I sambandi við íþróttasvæði inn- an bæjar var samþykkt að hvika ekki frá þeim grundvelli, sem fólst í brjefi íþróttamanna til stjórnmála- flokkanna á sl. vetri, og ennfremur að halda fast við þá kröfu, að íþrótta fjelögin í bænum fái að halda æf- ingavöllum sínum á Oddeyri. Samþykkt var að fela stjórn Í.B. A. að athuga möguleika fyrir því að senda úrvalsknattspyrnulið á ís- landsmól í knattspyrnu, sem lialdið verður í Reykjavík seint í maí. Milli þingfunda störfuðu nefndir að ýms- um málum, og voru tillögur þeirra lagðar fyrir seinni þingfundinn. Einnig fóru frain íþrótlasýningar fjelaganna. Ármann Dalmannsson var endur- kosinn formaður Í.B.A. fyrir næsta ár. Meðstjórnendur, tilnefndir af fjelögum innan bandalagsins, voru þessir: Árni SigurSsson, Bjarni Halldórsson, Eggert Steinsen, Her- mann Stefánsson, Tryggvi Þorsteins- son og Þórður Sveinsson. I Iþróttáhússnefnd lil næslu fjög- urra ára var kosinn Jónas Jónsson kennari. ÞingiS sóttu 28 fulltrúar auk nokkurra gesla, og var mikill áhugi ríkjandi hjá þingfulltrúum i íþrótta- málúm. Þeir kaupendur Morgunblaðsins á Akúreyri, sem flytja búferlum 14. maí, eru vinsam- lega beðnir að tilkynna það mönn- um þeirn, er flytju blaðiS til kaup- endanna næsta laugardag eða þá mér, sím-i 62. 1 lallgr. Vaklimarsson, afgrm. MorgunblaSsins. SELJUM næstu daga nokkra rósastikla og bóndarósir. Garðyrkjus.töðin FLÓRA. HÚSNÆÐl óskasl i haust, 3 herhergi, eldhús og hað. — Upplýsingar i síma 102. KAUPENDUR „íslendings“ á Akureyri, sem flytja búferlum 14. maí, geri svo vel að tilkynna það af- grm. bíaðsins, Svanberg Ein- arssyni. Sími 354, kl. 10 12 árd. Ólajur Ólajsson, kristniboði, talar á samkomunni í Zíon á sunnudaginn kl. 8.30 e. m. — Sunnudagaskólinn kl. 10.30 f. h. Dansskemmtun og hlutavelta verð- ur í þinghúsi Öngulsstaðahrepps að Þverá n. k. laugardagskvöld að til- hlutan kvenfj elagsins „Aldan“. — Hefst kl. 9.30 síðd. Veitingar á staðn um. Heithundin eru Stefán Helgason bílstjóri hjer í bæ og Ilelga verzlun- armær Alfreðsdóttir frá Hömrum Steinþórssonar. SÍS hefii; keypt 2100 smál. ný- tízku flutningaskip frá Ítalíu, og á það að vera fullgert í júlí n. k., segir Dagur í gær. Sextugur er í dag Sigurgeir Jóns- son frá Vík, skipasmiður í Fróða- sundi 9 hjer í bænum. Sr. Tlieódór Jónsson á Bægisá verður áttræður 16. þ. m. 7 manna nejnd hefir verið skipuð til undirbúnings þátttöku íslend- inga í Evrópumeistaramóti í frjáls- um íþróttum, sem fram fer í Oslo dagana 22.-26. ágúst í sumar. — Þessir menn voru skipaðir: Dr. Björn Björnsson, sem er formaður nefndarinnar, Þorsteinn Bernharðs- son ritari, Sigurjón Pétursson gjald- keri, Ágúst Jóhannesson, Frímann Helgason, Guðmundur Sigurjónsson, Þorgeir Sveinbjarnarson. FRAMBOÐ Jóhann Þ. Jósefsson alþm. verð- ur í kjöri við næstu kosningar í Vestmannaeyjum af hálfu Sjólfstæð- isflokksins. Hann hefir verið þm. Vestm. samfleytt 23 ór. Gúinmístimplar útvegaðir rneð lillum jyrirvara. Einnig eiginhandarstimplar. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f nmi 24. Hestaniannafélagið Léttir efnir lil kappreiða sunnudaginn 26. þ. m. á kapp- reiðavellinum við Eyjafjarðará. Þátttaka tilkynnist fyrir 20. þ. m. til stjórnar- innar, sem gefur allar nánari npplýsingar um æfingar o. s. frv. STJÓRN LÉTTIS. SlltSarstúIkur Mig vantar 20 síldarstúlkur til síjdarsöjtunar ó Siglufirði í sumar. •—Þær, sem liafa í hyggju að fara þangað, til síldarsöltunar, æltu að tala við mig sem fyrst. $ |Sigfús Baldvinsson, Fjólugötu 10. ij • • O k u t a x t i Bílstjórafélag Akureyrar hefir ákveðið eftirfarandi ökutaxta fyrir 2ja tonna vörubifreiðir og þar yfir: Dagvinna ................... kr. 20.00 pr. klst. Eftirvinna ................. kr. 24.00 pr. klst. Nætur- og helgidagavinna kr. 28.00 pr. klst. Fyrir akstur á kolum í bing greiðist kr. 1.50 meira á klst. Minnsta gjald sé kr. 4.00. Ef unnið er hjá sama atvinnurekánda og ekiS er meira en 100 km., miðað við 8 stunda vinnu, eða skemmri tíma, skal greiða við- bótargjald kr. 1.00 fyrir hvern hlaupandi km., sem fram yfir er 100 km. — Gjald þetta skal reiknast daglega. Þó skal viðbótargjalilið ekki reiknast að og frá vinnustað. Taxti þessi er samþykktur af Vinnuveitendafélagi Akureyrar. Byggingavörur á staðnum Cement Valborð Masonit Rúðugler ' Gúmmígólfdúkar Þakpappi Þaksaumur Veggfóður, stórt úrval Lím, Skrár, Laniir o. m. fl.! Ýms verkfæri Rafsuðutæki. , Byggiu garvö ruverzhm Akureyrar h. f. Sími 538. Helgi Pálsson, heimasími 38. Reynið viðskiptin. Semjið við okkur. Unglinga eða eldri menn vantar til að bera blaðið „íslending" til ú- skrifenda. Talið við afgreiðsluna. Sími 354 j /

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.