Íslendingur


Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 3
Laugardaginn 18. maí 1946 ÍSLENDINGUR 3 ÍSLENDINGUR Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgefandi: BlaBaútiáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstr. 101. Sími 364. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Póstliólf 118. ' Prentsmiíja Björns Jónssenar h.f. „Hvernig er umhorfs?“ Það er furðulegt, að menn^ sem eru eiðum bundnir, jafn helgum, sem Kandaþingmaðurinn Fred Rosc taldi sig vera við Ráðstjórnarríkin, skuli hafa nokkra eirð í sínum bein- urn í „auðvaldsríkjunum“, sem þeir kalla svo. Hjer á árunum átti Kommúnisti einn sæli í borgarráðinu í Stokk- hólmi. Var hann sí og æ, sem siður er meðal flokksbræðra hans, að á- gæta kjör Rússa undir þeirra fram- úrskarandi stjórnarfari, er hann nefndi svo. Þá var það eitt sinn, að borgarfulltrúi nokkur úr ein- hverjum borgaraflokknum flutti til- lögu um það, að borgarstjórninni væri heimiliað að greiða úr sjóði borgarinnar farareyri handa fimm fjölskyldum til Rússlands. Var um- sóknarfrestur ákveðinn um styrkinn, og gerðu nú sumir ráð fyrir, að einhverjir Kommúnistar reyndu að hagnýta tækifærið og fá ókeypis far til „fýrirheitna landsins“, en það fór svo, að enginn sótti! Einhver ympr- aði á því, að hann vildi fara, ef hann fengi greitt far heim aftur, svo fram- arlega sem hann yndi þar ekki hag sínum, en honum var þá bent á, að ef hann væri svo sannfærður um ágæti ins rússneska þjóðskipulags, sem hann ljeti í veðri vaka, myndi honum ekki geta komið til hugar, að vilja hverfa úr þeirri Paradís aftur,úr því að honum hefði heppnast að komast þangað. •— Það fór svp, eftir þessa tilraun, að Kommúnistinn í borgarráðinu var eitthvað fáorð- ari en áður um sinn um „fyrirmynd- arríkið“ í Rússlandi. Þessi saga sýn- ir, að þegar til á að taka og að þeim sjálfum kemur, eru Kommúnistar ekki alltaf jafn öruggir um „sæl- una“ í Rússlandi, sem ætla mætti, oftir ræðum þeirra óg ritum. Sumir þeirra manna, sem hvað ákafast ^erjast undir merki hamars og sigðar, gera það til að koma sjálfum sér á framfæri til valda á inum pólitíska vettvangi. Það eru valdaspekúlantarnir. Þeir eru í öll- um flokkum. Aðrir koma sjer fyrir í herbúðum Eommúnista þann veg, að með því hækkar í buddu þeirra, og þess vegna sitja þeir þar lon og don. Það eru Peningaspekúlantarnir. Þeir eru líka W í öllum flokkum. Enn eru inir sanntrúuðu. Það eru þeir» sem trúa á „föður Stalin“ og uiil það, er út gengur af hans munni og þeirra annarra, sem koma opin- beilega fram af hendi Ráðstjórnar- ríkjanna, cjg eru einlæglega sann- færðir um, að allt, sem þessir vald- hafar gera, sje í fyllsta máta rjett, að þeir sjeu óskeikulir, og að stjórn- arform og hagkerfi Ráðstjórnarríkj- anna sje og verði mannkyninu lil farsældar. Þetta er þriðja deild þeirra manna, sem fylla Kommún- istaflokkinn, og þeir eru líf hans og sál. í fjórðu deildinni er svo allur fjöldini), sem lælur afvegaleiðast af spekúlöntunum og þeim hinum, sem eru jafn brennandi í andanum í sinni kommúnistisku trú, sem tíðk- ast í ofsatrúarflokkum. Það eru fjölda margir heiðarlegir og góðir menn og konur, sem lála afvegaleiða sig, af því að þeir og þær þekkja ekki sannleikann um Rússland og Kommúnismann. Foringjar Kommúnista kunna á- gæta vel ina pólitísku áróðurstækni. Þeir flytja sitt evangelíum um Kommúnismann. Fólkið sjer hylla undir sæluríki jafnaðarins, frelsis- ins og bræðralagsins. „Þetta eigið þið í vændum, ef þið fylgið okkur“, segja foringjarnir, og útmála svo fyrir fólkinu dýrðina í þesSu dásam- lega „ríki sósíalismans“. — Jafn- framt lýsa þeir þjóðskipulagi íslend- ♦ inga og stj órnarháttum á þann hátt, að það megi vekja andstyggð hjá áhangendum þeirra. Kommúnistar bregða upp tveiinur myndum: ann- arri af fyrirmyndinni miklu austur í Rússlandi og liinni af andstyggð- ar íhaldsöflunum á íslandi, sem sje samtaka um að kúga „alþýðuna", og það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að allir flokkar, nema Kommúnistar, standa saman að því kúgunartaki, sem „blessuð alþýðan“ er beitt. Með þessum áróðri hefir spekú- löntuin Kommúnista og sanntrúuð- um flokksmÖnnum, báðum í samein- ingu, tekist að belekkja til fylgis við sig nærfellt finnnta part þeirra manna og kvenna, sem gengu að kjörborðinu haustið 1942. En nú kemur að því að athuga, hvernig muni standa á því, að Kommúnistaflokkurinn hefir miklu meira fylgi, miðað við fólksfjölda, á íslandi en i nágrannalöndunum. Þess er þá fyrst að geta, að fjarlægð in frá Rússlandi veldur sjálfsagt miklu um. Bræðraþjóðir vorar á Norðurlöndum og Englendingar búa miklu nær' Rússlandi en við. Þær þekkja því betur lil alls þar en ís- lendingar. En því betur, sem memi þekkja til Ráðstjórnarríkjanna, því ófýsilegra þykir þeim að fylgja stefnu þeirra og bindast þeim. Annað, sem dregið hefir Islend- inga svo mjög að inu „austræna lýðræði“, er þetta: íslendingar eru miklu meiri draumóramenn en frændur þeirra annars staðar á Norðurlöndum, að jeg nú ekki tali um Breta. Oss er títt að mikla fyrir oss og öðrum ið fjarlæga, og ræður þar mestu um draumófahneigð vor. Oss er því miður ekki lagið að líta nógu raunhæft á menn og málefni. Það liggur betur fyrir oss í póli- tíkinni að trúa foringjunum en að meta og virða með skynsamlegum rökuin það, sem haldið er að oss á hverri tíð. Trúboð Kommúnista er rekið af meiri ákefð en útbreiðslustarf nokk- urs annars pólitísks flokks bjer á landi, og þetta stafar af því, að Kommúnistar eru ekki einungis pólitískur jlokkur, heldur einnig og sjerstaklega trúmálajlokkur. Þar er prjedikuð trú ■— ekki á inn þríeina guð — heldur á Stalin og ina rúss- nesku valdhafa. Fyrirheitna landið, „vort rjetta föðurland“, sem Konnn- únistar kalla svo, það er ekki himna- ríki, heldur Ráðstjórnarríkin, „ríki sósialismans“, sem þeir nefna svo. Þeirra sáluhjálp er fólgin í trúnni á Stalin og Rússland. Út frá þessum trúarkenningum verður það skiljan- legt, að maður eins og Fred Rose, Kommúnistaþingmaðurinn í Kanada, telur öllum eiðum helgari þann, sem hann hefir svarið Stalin og Rússlandi, og á þessum grundvelli verður það skiljanlegt, að brezkur Kommúnistaþingmaður lýsir yfir því, að hann telji allsherjarverkfall í Bretlandi rjettlætanlegt, ef Rússurn yrði sagt stríð á hendur af Bretum! í herbúðum Konnnúnista á íslandi og um allan heim er boðuð skilyrðis- laus hlýðni við flokkinn og rússnesku stefnuna, eins og hún er á hverjum tíma. Stöðvar Kommúnista, hvar scm þœr eru í veröldinni, eru rúss- neskar stöðvar. Þeir, sem bregðast hlýðnisskyldunni við valdhafa og „ríki sósíalismans“, liafa varpað frá sjer trúnni. Þeir éru svikarar, eins og það er orðað, við málstað sósial- ismans. • Iiiir kommúnistisku trúbrœður eiga aðeins eitt föðurland, og það er Rússland. Það skiptir ekki máli, hvar þeir eiga heima. Þeim á að vera ljúft og skylt að vinna fyrir það, sbr. njósnirnar í Kanada og um- mælin um allsher j arverkfallið í Bretlandi. Það er náttúrlega ekki undarlegt, þó að þjóðlyndir menn í öllum lönd- um telji nokkra hættu stafa frá þess- um pólitíska trúarflokki fyrir sjálf- stjórnaröryggi ættlanda þeirra. En til þess að reyna að forða sjer frá því, að landráðagrunur falli á ina kommúnistisku trúbræður, grípa þeir alls staðar lil sama ráðsins. „Hættan slafar ekki frá okkur, held- ur frá ykkur þarna“, segja þeir, og benda á ina borgaralegu flokka í hverju landi. „Við“, halda þeir á- fram, „erum inir einu sönnu ætt- jarðarvinir. Okkur einúíri að treysta“. Já, þeir ryðjast fast um og bera aðra flokka svikum og land- ráðabrigzlum. Er skemmst á að minnast gauragang þeirra í her- stöðvamálinu og blekkingar allar. Enginn flokkur á íslandi liampar jafn oft svikarabrennimarkinu yfir höfðum andstæðinga sinna sem Kdmmúnistaflokkuritm (Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn). Það gera oddvilar flokksins ii 1 þess að reyna að leiða athyglina frá sjálfum sjer og sinni iðju. Þessir menn eru samherjar Fred Rose, sem fyrr er nejndur, Kuusinen ins finnska og annarra slíkra Jcarla. Ef íslenzkir menn og konur, sem fylgt hafa Konnnúnistum hjer á landi að málum, vissu sannleikann um flokksstarfsemi Kommúnista, rúss- neska valdhafa og um kjör þjóðanna í Ráðstj órnarríkj unum og annars staðar, þar sein Rússar ráða, þá myndi meiri hluti þess fá andstyggð á flokknum og snúast gegn honum. Vita kjósendur Konnnúnista ið sanna um vinnuhörku og kaupkjör í Ráðstjórnarríkjunum? Ef þeir vjssu þaff, myndi fæstir þeirra óska sjálf- um sjer og börnum sínum þejrra lífskjara. Vita kjósendur Kommúnista ið sanna um jafnrj ettið í Ráðstjórnar- ríkjunum? Ef þeir vissu það, myndi fæstir þeirra vilja kjósa sjer og börnum sínum til lianda það niikla misrjetti, sem er þar ríkjandi? Vita kjósendur Konunúnista ið sanna um frelsið í Ráðstjórnarríkj- unum? Ef þeir vissu það, að engir póli- tískir flokkar eru leyfðir í Ráð- stjórnarríkjunum við hliðina á Kommúnistaflokknum, myndi þeir óska ins sama á íslandi? Vita kjósendur Kommúnisla ið sanna um stjettarbræðralagið í Ráðstj órnarríkj unurn ? Ef þeir vissu um inn mikla mis- mun, sem er á launuin og öllum kjörum þjóðanna í þessum ríkjum, myndi fæstir þeirra kjósa þá skipan hjer á landi. Sannleikurinn er sá, að geip Konnnúnista um frelsið, jafnrjettið, bræðralagið, afkomuna og ánægj- una í ráðstj órnarríkj unum er ein in mesta blekking, sem nokkurn tíma hefir verið beitt í heiminum. 1 Ráðstjórnarríkjunum er ríkið, vald þess og auður, fyrir öllu. Einstaklingunum ber að byggj a þetta volduga og mikla ríki upp, á kostn- að persónulegs frelsis þeirra. Hætt við, ef íslenzkir alþýðumenn sæi þessa mynd ófalsaða blasa við augum sjer í nálægð, að þeim þætti lítið verða úr þeim gleðiboðskap, sem oddvitar Kommúnista hjer eru að boða þeim frá Rússlandi. Sannleikui*inn er sá, að rússneskir valdhafar keyra milljónirnar áfram til þses að byggja upp heljarmikið stórveldi, sem að víðáttu, herafla og auð á að taka langt fram inu gamla rússnéska keisaradæmi. Er þetta harðstjórnarveldi líklegt til bess að tryggja heimsfriðinn? Leggið hlustirnar við frjettunum í útvarpinu ykkar frá ráðstefnum Oryggisráðsins og utanríkisráðherra fjórveldanna. Hvað finnst ykkur sjálfum? Eru ekki einmitt fulltrúar Ráð- stjórnarríkjanna að torvelda alla alheimsfriðárpólitík, með landa- græðgi sinni og yfirgangsstefnu? Finnst ykkur líklegt, að trygging friðarins í heiminum fáist eftir þeim leiðum, sem Rússarnir ganga? Nei — og aftur nei! Nú er svo komið, að í allri Vestur- Évrópu, í Bretlandseyjum, á Norð- urlöndum, hvarvetna um Ameríku, í Kína, Ástralíu og alls staðar í heiminum, utan áhrifasvæðis Ráð- stjórnarríkjanna, setur inn mesta ugg að mönnum út af ofbeldi og yfirgangi einræðisherranna í Ráð- stjórnarríkjunum. Utan þessa áhrifa- svœðis er tíminn þegar farinn að vinna gegn rússnesku stefnunni, hvort sem henni er beitt innan vje- banda Ráðstjórnarríkjanna eða ann- ars staðar. Sá tími kemur ■— og er ekki langt undan — að Kommúnista- flokkarnir utan Ráðstjórnarríkjanna mimu leysast sundur. Samfj élagsandi hverrar þjóðar mun orka til lömun- ar og sundurleysingar þeim rúss- nesku hjáleigusveitum, sem stofnað- ar liafa verið frá rússneska höfuð- bólinu í Moskva. Við skulum segja, að þingmenn Kommúnista og aðrir forustumenn lijer á landi hafi svo margt nytsamt gert- og merkilegt til málanna lagt, þrátt fyrir rússneskan undirlægjuhátt sinn og blekkingar, að viðurhluta- mikið kunni að vera þess vegna að ryðja þeim úr Alþingissætum. Ein- hverjir kunna að hugsa á þessa leið. — Og skulum við þá athuga, hvort nokkur heil brú muni vera í því, að þeir hafi reynst dugandi fjelagsmála- frömuðir, hugkvæmir um löggjöf eða duglegir til nytsamra fram- kvæmda. En — einnig á þessu sviði vitnar tíminn og reynslan gegn þeim. Við skulum taka það, sem næst er hendi. Ilvernig hefir þeim gengið að reka Pönlunarfjelag Verkalýðsins hjer á Akureyri? Vilja þeir svara því? Hvernig gekk samherjum þeirra á Siglufirði rekstur Kaupf j elagsins þar? Það er frægt orðið að endemum um land allt. Ýmislegt er eftir í pokahorninu, og liggur ekki á að tína það allt til undir eins. Svo var það um herstöðvarnar. Allir muna, hvernig Kommúnistar ljetu í því máli, þóttust einir vera sannir íslendingar — allir hinir landráðamenn! En hvað kom í ljós, þegar málið var skýrt fyrir opnum tjöldum á Alþingi? Að ríkisstjórnin í heild sinni og Alþingi vísaði á bug tilmœlum Bandaríkjanna um, að þau hefði herstöðvar hjer á landi, eftir það að endir er bundinn á ó- friðinn. Um þetta stendur þjóðin samhuga. Eitt af Reykjavíkurblöðunum (Mbl.) lætur svo um mælt, í sam- bandi við þetta: „...... En það gefur auga leið, að hjer er ekki nema hálfnað verk. Jafnframt þarf að gera gangskör af því, að ekkert herveldi hafi hjer pólitískar vígstöðvar. Á meðan hjer er starfandi flokkur stjórnmála- manna, sem játast undir yfirráð her- veldis, getur þjóðin ekki talið sig óhulta. íslendingar, sem unna frelsi og lýðræði, geta ekki greitt flugumönn- um erlends ríkis atkvæði sitt. Áhrif „ins austræna lýðræðis“, sem svo hefir verið kallað, verða að hverfa úr íslenzku þjóðlífi. Þau verða að hverfa á lýðræðislegan hátt — hverfa við kjörborÖið. Hver einasti frjálshuga íslending- ur, sem veit fótum sínum forráð, og hefir látið í Ijós vanþóknun sína á amerískum herstöðvum, getur ekki

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.