Íslendingur


Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 5
Laugardaginn 18. maí 1946 ÍSLENDINGUR 5 Svar Eimskipafjelags íslands við brjefi Verzl unarmannafje). hjer. í síðasta blaði „íslendings“ vai; birt svar Eimskipafjelags íslands, ds. 30. f.m., viS brjefi Verzlunar- mannafjelagsins á Akureyri, ds. 29. marz s.l., er birt Var hjer í blaðinu < 5. f.m. — Allrækilega var um sam- göngumálin skrifað í „Isl.“ 5. og 12. f.m. og enn á málinu alið öðru hvoru síðan. Skal nú nokkrum orðum farið um brjef framkvæmdarstjóra Eimskipa- fjelagsins. Það skal þegar í slað tekið fram, að inar rökstuddu kvartanir Verzl- unarmannafjelagsins og „íslend- ings“ virðast hafa borið nokkurn árangur, því að svo brá við, skjót- lega, eftir það að in rjettmæta gagn-, rýni var flutt, að hingað tókust skipaferðir, miklu örara og óftar en áður var. Nægir í því efni að benda á, að skip frá Skipaútgerðinni og Eimskipafjelaginu hafa komið hing- að 10 sinnum í apríl og til þessa dags (16. maí): Súðin 1. apríl, Hrímfaxi 3., Fjallfoss 3„ Aldan 11., Ilrímfaxi 17„ Súðin 20. og Sæfari 23. apríl, Esja 6. maí, Lagarfoss 2. og Brúarfoss 8. maí. Til viðbótar má geta þess, að Lublin og Fjall- foss eru væntanleg næstu daga. Útaf kvörtunum um tregar sanr- göngur fyrsta fjórðung þessa árs til Norðurlandsins, afsakar Eimskip sig með því, að aðgerð á „Selfoss“ hafi tekið miklu lengri tíma en áætlað hafi verið, og að „Fjallfoss“ hafi einnig orðið að fara í viðgerð. En þegar tillit er tekið til þess, að á sama tíma, sem skip þessi þurftu að- gerðar við, hafði Eimskip nær 20 skip í þjónustu sinni, virðist með öllu ómögulegt, að taka þessa afsök- un til greina. Það liggur svo í aug- um uppi, að hægt hefði verið að senda eitthvað af þessum skipuni norður og austUr um land, í stað hinna, ef vilji og skilningur á sam- gönguþörfum þessara landsfjórð- unga hefði verið fyrir hendi. Það, sem sagt er um flutning til Síldarverksmiðja ríkisins, er þessu máli óviðkomandi. Er sjáanlegt, að Eimskip hefir ekki hugkvæmst að taka önnur skip til þeirra flutninga en einmitt þau, sem ætluð voru til venjulegra vöruflutninga til Norð- urlandsins. Hjer kemur greinilega fram hjá Eimskip, að ekki háfi get- að komið til mála að skerða lilut Reykjavíkur í, siglingunum — ekki ið allra minnsta. Þá kemur næst þátturinn af „Reykj af ossi“ og siglingum hans. Þetta skip er sent í marzmánuði til Siglufjarðar, eingöngu með 350 smálestir af múrsteini. Engar aðrar vörur eru sendar með því, og það er ekki látið koma til Akureyrar nje taka vörur hjeðan frá Norðurland- inu, aðeins vegna þess að tilkynnt hafði verið vörusendendum í Belgíu, að skipið hlæði í Antwerpen í hyrj- un aprílmánaðar! Svo mikið lá á að ná í eitthvað af byggingavörum handa Reykvíkingum! Einlivern- tíma hefir skipum Eimskips seink- að sem svarar 'þeim tíma, sem lekið hefði að láta skipið koma til Akur- eyrar með vörur og laka vörur það- an til ísafjarðar og Reykjavíkur, en mikið lá þá hjer af vörum lil þeirra staða. Það, sem sagt er um að leiguskip hafi ekki fengist til að sigla á hafnir „út á land“, verður tæplega heldur tekið til greina, þar eð vitanlegt er, að útlend skip liafa komið hingað á margar hafnir lijer norðanlands á þessu tímabili, bæði með kol og cement. 1— Næsti þátturinn fjallar um áætl- anir skipanna. Eimskip segir, að skipalista þá, sem birtir sjeu i blöð- um og útvarpi, megi skoða sem aug- lýsingar um skipaferðirnar. Þar iil er því að svara, að auglýsingar um ferðir skipanna eru nær því aldrei birtar í blöðum á Akureyri, en Reykjavíkurblöðin koma ekki hing- að daglega að vetrinum. Forráða- menn Eimskips verða að skilja það, að auglýsingar i Reykjavíkurblöð- um, sjer í lagi að vetrinum, koma oft ekki fyrir augu Norðlinga og Austfirðinga fyrr en viku og hálf- um mánuði eftir útkomu þeirra. Um útvarpið er það að segja, að kaup- sýslumenn og ýmsir áðrir haía oft öðrum störfum að gegna en að hlusta á útvarpsauglýsingar. Vjer leyfurn oss enn að kalla það ósi'ð, að nær öllum vörum skuli vera skipað upp í Reykjavík og þær geymdar þ'ar oft langan tíma, áður en þær eru sendar til ákvörðunar- staðar. Um þennan umhleðslu-ósið skal það tekið fram, að oft hefir verið al- gerlega ástæðulaust að setja vörurn- ar á land í Reykjavík, sjerstaklega þegar um er að ræða vörur frá Eng- landi eða Skandinaviu. Eða hvers vegna hefir l. d. „Lagarfoss" ekki verið látinn sigla til Austfjarða og svo kringum land norður fyrir og lát- inn flytja vörur á hafnir austan og norðan á leið sinni til Reykjavíkur? Aðalástæðan fyrir því, hve lítið af vörum er sett á farmskrá til hafna ut- an Reykjavíkur, er sú, að skipin hafa ekki áætlun á aðra staði en Reykjavík. Annars er skrá Eimskips um umhleðsluvörurnar villandi, því að við liana má bæta öllum vörum, sem keyptar eru inn á vegum Inn- flytjendasambandsins, svo sem mat- vörum, nýjum ávöxtum og þurrkuð- um o. s. frv„ sem vitanlega er marg- falt magn við það, sem stendur í skýrslu Eimskips. Við þetta bætist svo allur matvöruinnflutningur kaup- fjelaganna. Þó að umhléðslukostnaðurinn sje greiddur af Eimskip, þá kemur hann vitanlega fram í hækkuðum flutn- ingsgjöldum á öllum imíflutlum vör- um. Þessi kostnaður er skaltur, sem Reykjavík leggur á allar innfluttar vörur landsmanna, þær sem þangað koma, pg auðvitað eru það neytend- ur varanna ,úti um land, sem verða að horga brúsann. Við hjer nyrðra og eystra verðum að greiða upp- skipun á vörunum í Reykjavík og vörugjald til liafnarinnar þar. Eim- skip segir, að umhleðslukostnaður sá, er það greiði, nemi mörgum miljónum króna á ári hverju. Myndi ekki hagkvæmara landsmönnum ut- an Reykjavíkur, að þeim miljónum væri heldur varið til að greiða sem ])ezL fyrir vörusendingum heint til þeirra? í brjefi Verzlunarmannafjelags- ins 29. marz er minnst á það, að jafnframt örðugleikumnn á því að fá vörurnar frá Reykjavík, komi svo lil viðbótar erfiðleikarnir um flutning á vörum hjeðan, sjerstak- lega til annarra hafna hjer innan- lands. Er þar nefnt dæmi, að í nær því 2 mánuði liafi engin ferð fallið til Auslfjarða. Eimskip gengur al- veg fram hjá þessari staðreynd í svari sínu. Það er alveg eins og það loki augunum fyrir, því, að hjer norðanlands, sjerstaklega á Akur- eyri, er allmikill verksmiðjurekstur, en til þess að hann geti þróast, er brýn þörf greiðra siglinga til þess að hægt sje að koma framleiðsluvörun- um hjeðan á aðrar hafnir. Þar sem Eimskip segir í niðurlagi brjefs sins, að menn megi ekki halda, að það vilji „sýna landsmönnum misrjetti“, heldur stafi það „ein- göngu af óviðráðanlegum ástæðum, að ekki sje unnt að fullnægja ósk- um allra um tilhögun siglinganna“, þá fáurn vjer eigi nicð hezta vilja sjeð, að Eimskip geti svo eindregið, sem það gerir, afsakað inar gersarn- lega óviðunandi siglingar til Norð- urlands og Austfjarða með því að skjóta sjer lindir múr . „óviðráðan- legra ástæða.“ Þykjumst vjer í grcin þessari hafa bent á, að ýmsar afsak- anir Eimskips sje næsta haldlitlar; sumar þeirra hafa hinsvegar við nokkur rök að styðjast, að því er varðar samgöngurnar á styrjaldar- tímanum, en í brjefi, Verzl.manna- fjelagsins beindust kvartanirnar sjer- staklega að ástandinu eftir styrjöld- ina, en ekki að siglingunum, meðan á ófriðnum stóð. Framkvæmdarstjóri og stjórn Eimskips mega ekki 'halda, að aðal- atriðið sje að illskast við þá, það er öðru nær. Nauðsyn knúði oss til gagnrýni. Ef hún ber þann árangur, að betur lakist lil í framtíðinni en undanfarið, og Eimskip stendur við heit sín um hættar samgöngur, svo að allir megi vel við una, hefir hún orðið til gagns, og ef þá tilgangi vor- urn náð. — En það má Eimskipafje- lagið vita, að ekki verður látið. af þeirri rjettmætu kröfu af hendi Norðlinga og Austfirðinga, að kom- íþróttafjelagið ,ÞÓIT Kvenna- og karlaflokkur úr lþrótta- fjelaginu „Þór“ á Akureyri sýndu leikfimi hjer í gærkvöld, 9 manns i hvorum flokki, undir stjórn þeirra frú Steinunnar Sigurbjörnsdóttur og Tryggva Þorsteinssonar íþr.kennara. Sýning þessi var mjög ánægjuleg. Slúlkurnar gerðu mjög smekklegar æfingar á gólfi og jafnvægisæfingar ú F.árri N.’, hvorttveggja, all-vanda- samt, en vcl útfært. Það sem ein- kenndi stúlkurnar var mýkt og ör- yggi. Þær hefðu aðeins mátt vera heldur líflegri. Nokkrar æfinganna gerðu þær eftir musík, en það tíðk- ast nú rneir og meir í leikfimi, til mikillar ánægju. Það stillir betur saman hug og hönd við æfingarnar, gefur þeim líf og meira gildi, verð- ur jaftivel tvöföld list. Undirleikinn annaðist hr. Áskell Jónsson söng- stjóri, sem virtist ekki vera neinn viðvaningur í þeim sykum. Karlmennirnir sýndu sig í hug- miklum æfingum á gólfi, b.æði kraft- gefandi og mýkjandi, unnu vel. Stökkin gerðu þeir óhikandi og hressilega og mörg í ógætum stíl. Þeir voru yfirleitt ljettir í viðbrögð- um, allvel slæltir og fjaðurmagnað- ir og báru á sjer hraustleikans merki, eins og , íslenzkum mönnum sæmir. Það var auðsjeð, að báðir kennar- arnir höfðu lagt mikla rækt við að kenna þessum flokkum; slíkt sjá þeir hezt, sem kunnugir eru þessum málum. Nemendurnir hafa líka sýnilega fórnað mörgum frístundum í þessar æfingar, en allar frístundir, sem eru notaðar í ólíka heilsusam- legum og mannbætandi tilgangi, borga sig margfaldlega. Með þökk fyrir komuna. Dalvík, 12. maí 1946. Gísli Kristjánsso/i, íþr.kennari. Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið í gær kl. 2. Skólastjórinn, Þorsteinn M. Jónsson, flutti skýrslu um skólann og afhenli gagnfræðing- um skíreini þeirra. Flutli hann síð- an til þeirra ágæta ræðu, og lagði hann út af þessum ljóðlínum eftir dr. Sveinbjörn Egilsson: „Hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda. Ver því jafnan var um þig.“ Gagnfræðingar útskrifáðir voru 46. Hæsta einkunn hafði Sigrún Brynjólfsdóttir í Krossanesi í Glæsi- •bæjarhreppi, I. 8.97. Gestir skoðuðu handavinnu nem- enda, og er hún með ágætum. Fjöldi aðstandenda nemenda og annarra gesta var viðstaddur skóla- uppsögnina. Skólastj órinn fór í morgun í ferðalag með inurn nýútskrifuðu gagnfræðingum suður á land. Síðbúinn varð „íslendingur“ að þessu sinni, vegna flutnings prentsmiðj unnar, sem enn er ekki að fullu lokið. Eru kaupendur blaðsins beðnir að af- saka þennan drátt. ið verði í kring heinum samgöng- um a.m.k. milli einnar hafnar í hvor- um þessara fjórðunga og útlanda. Jakob skáld Thorarensen sextugur í dag Jakob skáld Thorarensen er fædd- ur á Fossi í Staðarhreppi, í Húna- vatnssýslu vestri, 18. maí 1886. Var faðir hans Jakob Jens Jakobsson Thorarensen, er síðar var lengi vita- vörður á Gjögri norður. Faðir Jakobs í Gjögri var Jakoh kaupmað- ur í Kúvíkum, en hann var sonur Þórarins kaupm. í Kúvíkum, síðast í Skjaldarvík, Stefónssonar amt- manns Thorarensen. Er Jakob skáld þannig 4. maður frá Stefáni amt- inanni. Móðir skáldsins var Vil- helmína Augustína Gísladóttir bmida á Hamri og Fossi, Sigurðssonar. Jakol) skáld nam trjesmíði árin 1905 —1909 og stundaði þá iðn lengi í Reykjavík. Hann er kvæntur Borg- hildi Benediktsdóttur, Guðbrands- sonar á Broddanesi Jónssonar. — Ut hafa komið eftir Jakoh þessi ljóð: Snæljós 1914, Sprettir 1919, Kyljur 1922, Stillur 1927, Heiðvindar 1933 og Hagkveðlingar og hugdettur 1943. Sögur: Fleygar stundir 1929, Sæld og syndir 1937 og Svalt og bjart 1939. — Heill skáldi karhnennskunnar og norðanáttarinnar sextugu! Fiskifloti Islendinga er í þann veginn að tvö- faldast, miðað við flotann 1944. Þá nam hann 24 þúsundum lesta. Fyr- ir atbeina ríkisstjórnarinnar bætast 30 togarar við og um 140 vjelbátar ó árunum 1945—1947. Stærð þess- ara skipa er samtals 24 þús. lesta, þ. e. fiskiflotinn tvöfaldast á þremur árum. Flutningask'ipaflotinn var fyrir stríðið um 15 þúsundir lesta að stærð, en hann beið svo mik- ið tjón í stríðinu, að hann var kom- inn niður í 6.5 þús. lestir. Nú hefir verið samið um kaup eða keypt 13 flutningaskip, öll samtals 23. þús. lesta. Þau eiga að vera komin hing- að til lands öll fyrir órslok 1948. Fy rir atbeina ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis stækkar flutn- ingaskipafloti íslendinga á þessum árum úr 6.5 þús. lestum í 23 þús. lesta. Hann nærri fjórfaldast. Bretar munu flytja allan þann her, sem þeir eiga í Egiptalandi, brotl þaðan, að vilja Egipla. Hefir forsætisráðherra Brela lýst yfir þessu í neðri mál- stofu þingsins. Stjórnarskrárfrumvarpið, sem franska stjórnin ljet þjóðarat- kvæði fara fram um, var fellt, og fara fram nýjar kosningar út af því í Frakklandi í næsta mánuði. Er þetta mikið áfall fyrir vinstri flokk- ana, sjerstaklega Konnnúnista. LÉREFTSTUSKUR Kmupum við hmtta warSL Prentsmiðja j Bjöma Jónsaonar h. L i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.