Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.05.1946, Blaðsíða 1
XXXII. ár: Föstudaginn 24. maí 1946 21. tbl. Menntaskólinn á Akureyri. Smíði a nýju húsi í grennd við skól- ann hefst sennilega í sumar. Sigurður skólameistari Guðmunds- son og kennarar Menntaskólans hjer sömdu tillögur um nýja húsagerð í grennd við skólann á öndverðum síðasta vetri, og fylgdi þeim grein- argerð skólaráðsmanns. Var sýnt fram á brýna nauðsyn þess, að flytja heimavistir, söfn og matseld úr núverandi skólahúsi, til trygging- ar nemendum og söfnum og til þrifn aðar og þæginda. Tillögur þesscu' voru sendar ríkis- stjórn og Alþingi, og báru þær inn bezta árangur, því að Alþingi veitti í/o milj. kr. á fjárlögum 1946 til húsagerðar í áminnstu skyni. Úr því tók málið til húsameistara ríkisins. Tillögur bárust hjeðan að norðan til hans um fyrirkomulag hússins. Skólameislari fór suður snemma í febr. og dvaldist þar mánaðarskeið til þess að vera til ráðagerða við húsameistara og ræða um málið við ríkisstj órnina. Bráðabirgðateikning af húsinu var send norður í vor, og er gert ráð fyrir, að húsið verði þrjár hæðir á háum kjallara, og á það að standa á lóðinni utan við skólagirðinguna, líklega upp undan Barðsgilinu. Er ætlast til að matseld verði í kjallara, boflðstofa, matargeymsla, þvottahús og kolaklefar. Enn frem- ur er bókasafni skólans ætlaður þar staður. — Á 1. hæð eiga að vera söfn stærðfræði- og náttúrufræði- deildar og kennslustofur handa nem- endum hennar í náttúrufræðum, efna- og eðlisfræði, stjörnufræði og stærðfræði. Þar á og að vera lestr- arstofa nemenda, þar sem þeir geta fengið bækur úr skólasafninu og blöð til lestrar. Á 2. hæð eru heima- vistarstofur handa 30 meyjum og piltum. Einnig á þar að vera íbúð handa kennára, er annast skal um- sjón með piltum á þessari hæð, og önnur handa konu (kennara), sem á að hafa umsjón með heimavistar- meyjum. Á 3. hæð eru stofur handa heimavistarpiltum og íbúð handa urnsjónarkennara. Handlaugar og salerni eru á öllum hæðunum. Húsameistari ríkisins, Guðjón pró fessor Samúelsson, kom hingað norð ur uin síðustu helgi, bæði vegna skólans, spítalans o. fl, og hitti hann þá kennara skólans á fundi síðastl. sunnudag, til þess að grennslast um vilja þeirra, varðandi ina fyrirhug- uðu húsagerð. Leizt skólameistara og kennurum bezt á þá skipun til, frambúðarj að sjerstakt hús væri fyrir eldhús, búr, borðstofu, matar- geymslu og þvottahús, annað handa söfnum og fyrir kennslu í náttúru- fræði, efnafræði, eðlisfræði, stjörnu- fræði og stærðfræði, og tvö til þrjú handa 120 heimavistapiltum og 30 m'eyjum. — En þar sem telja má víst, að þessi skipan verði dýrari að mun en eitt hús og þó hvergi nærri gallalaus, eins og veðráttu er hjer háttað, vHja kennarar taka það skýrt fram, að þeir viija engan veginn binda sig svo fast við dreifð hús, að það verði húsagerð þessari til tafar. SkóÍamcistari og kennarar vt-ru einhuga um það, að framtíSarskóIa- stæði yrði ið sama og nú er. en ætl- ast er til, að núverandi skólahús v^rði notað/enn um sinn tii kennslu. Þykil" vel til faliið, að bæjarbúar fylgist með þessari nýju húsagerö skólans, og þess vegna er grein þessi rituð. Tveir harmoniku- snillíngar heim- sækj^ Akoreyri. Sala fryggð á 7000 íslenzk- um hestum í sumar við góðu verði LandbímaðarráSherrann hefir til- kynnt, að Unnra '(Hj álparstofnun inna sameinuðu þjóða) hafi sam- þykkt að kaupa 7000 íslenzka hesta í surnar hjer á landi, á aldrinum 2 til 10 vetra. Nemur verðið rúmum 600 ísl. krónum (95 dollarar Ijob.), og verður greitt í sterlingspundum. Hestarnir verða fluttir til Póllands, og á að nota þá.til landbúnaðar- starfa. Er áformað, að útskipun hestanna fari fram í júlí, ágúst og septbr. Það eru góðar frjettir bændum í hestasveitum landsins að fá þennan tiltölulega góða markað fyrir hross sín, en undanfarið hafa þau ekki verið seljanleg nema á innlendum markaði, og sjerstaklega til afslátt- ar. en ið mikla framboð á hrossa- kjöti hefir torveldað markað fyrir kindakjöt, en það hefir bakað sauð*- fjárbændum talsvert tjón. Má telja víst, að bændur og aðrir hrossaeigendur grípi þetta tækifæri til þess að fækka hrossunum, sem nú eru orðin alllof mörg í landinu, jafn- framt því, sem mjög sæmilegt verð er í boði fyrir þau. Hrossasægurinn veldur víða mikl- um landsspjöllum, jafnframt því, sem allur búfjenaður í hrossasveit- unum er í veði, vegna hrossafjöld- ans, ef harðir vetur koma. Það ætti beinlínis að varða vitum, ef menn eiga ekki hús yfir hrossastól sinn, hvað þá ef hey er líka af Lýður Sigtryggsson, „harnioniku- meistari Norðurlanda 1946", og kenn ari hans, norski harmonikusnilling- urinn Hartvig Krisloffersen, ' hjeldu miðnœlurtónleika í Nýja Bíó sl. mánudagskvöld. Þrátt fyrir óhenlug- an tíma, var húsið fullt áheyrenda, og fagnaðaiiœti þéirra meiri en venjulegt er að heyra á tónleikum hjer. Viðfangsefni voru fjölbreytt, — eitthvað fyrir alla: classisk tónverk og brot úr þeim, jazzþáttur handa kaffihúsaæskunni og syrpur gamal- kunnra danslaga, sem við snerumst eftir, þegar við vorum img. Þarna gat að heyra „Dauða Ásu" eftir Grieg, Menuett í D-dúr eftir Mozart og kvartett úr „Rigoletto" eftir Verdi. „Swing-útsetning" Lýðs á al- ktmnu amerísku þjóðlagi var mjög vel gerð, svo að engu var líkara en fulhnynduð jazzhljómsveit flytti verkefnið. Mesta snilli sýndi Lýður í „El, Relicario" og tilbrigðum yfir „Carneval í Venedig" en Kristof- fersen í forleik tónverks eftir Fr. Suppé. Báðir hafa þeir mikla tækni og öryggi í leik sínum og geðþekka framkomu. Tónleikaskráin hófst og endaði á samleik (duett), en þess á milli ljeku þeir til skiptis, hvor í sínU lagi. Lýður Sigtryggsson er enn korn- ungur, en hefir þó þegar náð undra- verðri kunnáttu og leikni í harmo- nikuleik. Hefir hann sýnilega lagt mikla alúð við nám sitt, og notið ágætrar kennslu hjá snillingnum Kristoffersen, sem hefir langa reynslu að baki sem harmonfkuleik- ari, kennari og hljómsveitarstjóri. Má því mikils vænta af LýS í fram- tíSinni í þessari listgrein. Fjelagarnir urðu að endurtaka lög og leika önnur, er ekki voru á skrá. Ennfremur bárust þeim blóm- vendir. Tónleikana endurtóku þeir í fyrrakvöld. Velkominn heim, Lýður! SKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISMANNA (í Ryels-húsinu. Sími 354) i verður fyrst um sinn opin alla virka daga frá kl. 2 til 7 e. h. Fastlega er skorað á alla Sjálfstæðismenn og konur, að koma á skrif- stofuna og veita aðstoð sína við undirbún- ing Alþingiskosninganna. Athugið hvort þér eruð d kjörskrá! \ FULLTRÚARÁÐIÐ. „Ný íína" hjá Framstíkn. skornum skammti fyrir hann. Lög- gjafarvaldið ætti í þessum efnum að taka í taumana. Það er sannarlega kominn tími til þess. Hrossastóll landsmanna nemur nú rúmlega 60 þúsundum. Það er ekk- ert vit í slíku hrossahaldi nú á tím- um. Húnvetningar eru efstir á blaði. Þeir eiga nærfellt 12 þúsundir hrossa, Rangæingar rúmlega 8 þúsundir og Skagfirðingar rjett um 7700. Aðrar helztu hrossasveitir eru Borgarfjörð- ur, Dalir, Austur-Skaptafellssýslu og Árnesþíng. Þessi hjeruS ættu aS fækka við sig í sumar. Ekki veitir af. Nóg verður samt og meira en það eftir. Framsóknarblöðin hafa, sem kunnugt er, jafnan alið á því síð- ustu missiri, að in svonefnda „ný- sköpun" í atvinnulífinu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefir beitt sjer fyr- ir og samstarfsflokkar hans í ríkis- stjórninni hafa veitt honum nokkurt fylgi til, múni verða til lítils eða einkis gagns. Sífellt hafa þau „mál- að á vegginn" í sambandi við fram- faraviSleitni þessa orSin: „hrun", „skuldasöfnun", „taprekstur", „at- vinnuleysi", „framleiSslan stöSvast" og annað álíka hressandi fyrir lands- fólkið. Það hafa allir skilið þetta svo, að Framsóknarflokkurinn væri gersam- lega andvígur nýsköpuninni, og hef- ir það líka greinilega verið túlkað svo í málgögnum flokksins. Seinast 16. þ. m. syngur enn við sama tón í málgagni Framsóknar hjer í bæ, á þessa leiS: „HvaSa gagn verður svo að öllum þessum aðkeyptu veiSi- skipum fyrir atvinnulífiS og fram- leiðsluna, þegar ekki verður hægt að starfrækja þau nema með tapi?" Og svo þetta: „Að hvaða notum kemur þjóðinni að hafa eignast ný framleiðslutæki í stórum stíl, ef ekki verður hægt að selja framleiðsluna með kostnaðarverði?" Svo tönnlast Framsóknarmenn á því, að skip og vjelar, sem keypt hafa verið, hafi ekki verið keypt á rjettum tíma, hafi orðið of dýr o. s. frv., af því að ráð- deildar og fyrirhyggju „Framsókn- ar" hafi ekki verið neytt. En — herrar mínir! Hafa ekki íhalds- og afturhaldsmenn allra tíma, í öllum löndum, einmitt sagt þetta sama, þegar framfaraöflin hafa látið á sjer bæra og viljað skapa eitthvað nýtt? Þeir hafa alltaf sagt: „Þetta ber sig ekki. Þið farið á höfuðiS með þetta. Rjetti tíminn er ekki kominn til að ráðast í þetta. Þið farið skakkt að þessu í einu og öllu. Það verður tap á þessu öllu saman. Sjáið þið ekki hrunið fram undan? Þetta eru verstu tímarnir til að ráð- ast í nokkuð." Þennan söng afturhaldsaflanna í heiminum hefir hver einasta kyn- slóð framfaramannanna hlustað á, frá upphafi vega, en af því að fram- faramennirnir hafa ekki látið úrtöl- ur íhaldsaflanna trufla sig og haldið sína leið, þrátt fyrir það, hefir heim- urinn komist nokkuð áleiðis á fram- farabrautinni. Svo mun enn fara. En — hvað lesa svo Reykvíkingar í „Tímanum" 16. maí (það hefir verið sagt frá því, hvað „Litli Tím- inn" okkar á Akureyri sagði þá) ? Það er nokkuð nýtt. Ekkert annað en það, að „HANN (FRSFL.) SJE Á MÓfl STJÓRNARSTEFNUNNI, VEGNA ÞESS AÐ HANN SJE MEIRI UMBÓTA- OG FRAMFARA- FLOKKUR EN STJÓRNARFLOKK ARNIR(!)". Enn stendur þar skrifað: „Fram- sóknarflokkurinn er ekki á móti stjórnarstefnunni vegna þess að ráð- ist er í kaup á framleiðslutœkjum eða í aðrar rjettmœtar framkvœmd- ir. Slíkt er hreinn uppspuni stjórnar- blaðanna." Allt í einu viðurkennir „Tíminn", a'S kaup á framleiðslutækj um sjeu rjettmætar framkvæmdir. Nýja línan, sem „Tíminn" gefur Framsóknarflokknum núna fyrir kosningarriar er sú, að hann sje meiri umbóta- og framfaraflokkur en stjórnarflokkarnif, og ef hann hefði ráðið, hefði nýsköpunin orðið miklu meiri en í höndum núverandi stjórnarflokka. En — ef svo er, hvers vegna hefir þá flokkurinn barist með hnúum og hnefum gegn nýsköpun- inni frá byrjun, reynt að gera gys Framhald á 3. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.