Íslendingur


Íslendingur - 07.06.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 07.06.1946, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Föstudaginn 7. júní 1946 Stórbruni á Isa Fimm manns íarast. — Um fimmtíu missa aleigu sína Eignatjón yfir 3 milj. kr. r;r~, 'Z-~J ' Einhver hörmulegastieldsvoði, hér á landi í mörg ár, varð á ísafirði snemmasl. mánudagsmorgnn, þar sem 5 manns brunnu inni,er Fell, stærsta timburhus kaupstaðarins brann tilösku á skammri stundu og 2 önnur hús gereyðilögðust. Greinargerð Nýbyggingarárðs um áburðarverksmiðjumálið. Allir, sem björguðust úr eldinum sluppu fáklæddir eða á náttklæðum einum. Nokkrir slösuðust, er þeir voru að forða sér úr eldinum, þar af tveir alvarlega. Eftir þennan hroða- lega eldsvoða eru um 60 manns heimilislausir, og flest missti fólk þetta aleigu sína í brunanum. Eigna- tjónið í brunanum er talið nema rúmum 3 milj. kr. Eignir flestra ó- vátryggðar og húsin lágt vátryggð, miðað við núverandi verðlag. Þeir, sem fórust í brunanum, bjuggu allir á 3ju hæð í húsinu Fell. Það voru ung hjón, Sigurvin Vetur- liðason, sjómaður, um þrítugt, og kona hans, Guðrún Árnadóttir, 26 ára. Þau áttu 2 börn, 6 og 3ja ára, en bæði voru að heiman. Þá fórust systkini: Hermann Bjarnason, 18 ára og systir hans Sigríður Borghild- ur, fjögra ára. Fósturforeldrar þeirra voru ekki heima, er eldurinn kom upp, en 10 ára telpa, Bjarney Sveins- dóttir, er hafði verið fengin til að gæta Sigríðar litlu, fórst í eldinum. Fjöldi Isfirðinga hafði um nótt- ina verið á Sjómannaskemmtuninni og voru ekki komnir heim er eldsins varð vart kk rúml. 5 um morguninn en engri hjálp var við komið, stór- hýsið var alelda á nokkrum mínút- um. Fjársöfnun er nú hafin víðsvegar um landið til hjálpar hinu nauð- stadda fólki. Hér á Akureyri veita blöðin samskotum viðtöku. — Einn- ig Verzl. Esja. SJÓMANNADAGUR- INN Myndarleg hátíðaliöld Mikil hátíðahöld vóru í kaupstöð- um og sjávarþorpum yíðsvegar á landinu í tilefni af „Sjómannadegin- um“, er að þessu sinni var sunnu- dagurinn 2. júní. Sumstaðar hófust þó hátíðahöldin, að nokkru, síðdeg- is á laugardaginn. Hér á Akureyri fóru hátíðahöldin hið bezta fram. A laugardagskvöld- ið fór kappróðurinn fram og kepptu 8 sveitir, þar af tvær frá Slysavarna- sveit kvenna. Þótti það hin mesta skemmtun að horfa á kappróður kvennanna. Hlutskörpust varð sveit nótabrúksmanna undir stjórn Sveins Sveinbjörnssonar, reri 1000 mtr. á 5 mín. 49.3 sek. Onnur varð sveit Sjómannafélagsins, stýrimaður Lór- enz Halldórsson. Tími 5 mín. 49.2 sek. Ungfrú Sesselja Eldjárn stýrði kvennasveitinni er fremri varð. Á sunnudaginn hófust hátíðahöld- in með skrúðgöngu. Var um morg- uninn gengið undir fánum víða um bæinn og síðan til kirkju og hlýtt messu. Síðar um daginn fóru fram ýms skemmtiatriði. Mesta athygli vakti sýning á björgun úr skipi. Var línu skotið út í póstskipið Drang, undan orfunefsbryggjunni, og síðan voru menn úr skipinu dregnir á land í björgunarstól. Tókst þetta prýðilega. I reiptogi sigraði Vélstjórafélagið og vann KEA-bikarinn, en í knatt- spyrnu Sjómannafélagið. Verðlaun fyrir beztu afrek og Atla-stöngina hlaut Jónas Einarsson stýrimaður á m.s. Ernu. Fékk hann 45 stig. Næst- ur honum varð Yngvi Baldvinsson, hlaut 44 stig. Tunnuhlaup, stakkasund og björg- unarsund o. 11. var til skennntunar um daginn. Um kvöldið voru haldnir dansleik- ir í Samkomuhúsinu og Hótel Norð- urlandi. Merki voru seld um daginn til á- góða fyrir dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hátíðin fór hið bezta fram. Vestfirðingar! Nokkrir Vestfirðingar hafa kom- ið sér saman um að beita sér fyrir fjársöfnun til hins bágstadda fólks á Isafirði, sem missti aleigu sína í hin- um hryllilega bruna, sem þar varð þann 3. júní síðastliðinn. Skorum vér á alla Vestfirðinga að láta nokk- uð af hendi rakna í þessu augnamiði og mun hr. kaupmaður Oskar Sæ- mundsson taka á móti fé því, sem þið viljið gefa. Aku^eyri 6. júní 1946 Jens Eyjóljsson, Guðmundur Magnússon, Bragi Eiríksson, Oskar Sœmundsson. Hvað eftir er Samkvæmt efnahagsyfirliti Lands- bankans (seðlabankans) okt. 1945 —marz 1946, birtu í Hagtíðindum (apríl þ. á.), var enn ógreitt 31. marz sl. 235 milj. og 331 þús. kr. af innieign bankans erlendis, er lögð var til hliðar samkvæmt lögum nr. 62, 1944, „til kaupa á framleiðslu- tækjuin og til annarrar nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar, samkvæmt nánari ákvörðun nýbyggingarráðs“, en sú upphæð, er lögð var lil hliðar í þessu skyni, nam alls 300 miljón- um króna. Fyrir forgöngu umdæmisstúkunn- ar nr. 5 verður haldið bindindis- mannamót á Sauðárkróki dagana 15., 16. og 17. júní n. k. og hefst það laugardaginn 15. júní. Á mánu- dag verður ekið heim að Hólum og mótinu slitið þar. Þeir templarar, sem taka vilja þátt í hópför vestur, gefi sig fram við Olaf Daníelsson klæðskerameistara sem fyrst. Nýbyggingarráð heíir nýlega gef- ið út tilkynningu urn hvað gerst hef- ir í áburðarverksmiðjumálinu, en Alþingi fól Nýbyggingarráði undir- búning þess máls, sem kunnugt er. Tilkynning Nýbyggingarráðs er svohljóðandi: „Á Alþingi 1945 var frv. til laga um áburðarverksmiðju afgreitt með rökstuddri dagskrá, þar sem lagt er til, að ríkisstjórnin feli Nýbygging- arráði frekari undirbúning málsins áður en fullnaðarákvörðun yrði tek- in á Alþingi. Þann 6. júní 1945, gerði Nýbygg- ingarráð svohljóðandi ályktun: „Nýbyggingarráð samþykkir að láta halda áfram ítarlegri alhugun á frekari framkvæmdum í áburðar- verksmiðjumálinu, nota til þess öll þau gögn, sem fyrir liggja, og ráð- inu hafa verið afhent frá ríkisstjórn- inni, og það, sem í skjölum Alþing- is liggur fyrir frá meðferð málsins, á síðasta þingi. Ennfremur að ráða dr. Björn Jóhannesson, efnafræðing, til þess að fara sem allra fyrst til Norðurlanda og Englands til frek- ari athugana málsins og undirbún- ings væntanlegra framkvæmda, ef að lokinni alhugun, verður talið rélt að leggja út í fyrirtækið.“ Með bréfi dags. 22 júnídag 1945 var svo dr. Rirni Jóhannessyni falið að ferðasl utanlands til þess að rann saka málið. I bréfinu segir svo: „Vill ráðið tjá yður þakkir sínar fyrir það, að þér hafið tekizt á hend- ur ]já rannsókn er um ræðir í álykt- uninni, og að fara utan i því skyni hið allra fyrsta. I utanför yðar biðj- um vér yður að athuga svo sem unnt reynlst, og að afla upplýsinga um það, er hér fer á eftir: 1. Þá reynzlu, .sem fengist hefir við framleiðslu ammoníumnit- rats, sem áburðar á Norður- löndum og Englandi, og teknisk atriði, sem meslu máli skipta við slíka fratnleiðslu. 2. Notagildi þess áburðar við ræktun. 3. Fjárhagshlið málsins. I fyrsta lagi skal aflað áætlana' ineð tilboðum eða öðruvísi, um stofn- og reksturskostnað áburð arverksmiðju á íslandi, og hversu framleiðslukostnaður kann að vera háður stærð verk- smiðjunnar. I öðru lagi skal reynt að afla nokkurs mats á framleiðsluhorfum, framboði og verðlagi á köfnunarefnisé- ' burði á meginlandinu og í Eng- landi í náinni framtíð, með sér- stöku tilliti til pólitískra og hag fræðilegra breytinga, sem hafa átt sér stað við aðra heims- styrjöld. 4. lðnað, sem tengja mætti við á- burðarverksmiðj u á íslandi. 5. Önnur atriði, sem ætla má að geti haft þýðingu í sambandi við þetta mál. Dr. Björn Jóhannesson fór svo ut- an. svo sem til var ætlast. lerðaðist hann um Norðurlönd og England. Ilafði hann tal af fjölda mörgum sér fræðingum og aflaði sér merkra og mikilvægra upplýsinga um verk- smiðjumálið í heild. Skýrslu um á- rangur farar sinnar afhenti hann svo Nýbyggingarráði seint í september- mánuði 1945. Skýrsla dr. Björns leiddi í Ijós ýms ný og áður lítt rannsökuð við- horf í málinu. Forsaga þessa áburðarverksiniðju rnáls er í fæstum orðum þessi: Árið 1935 fékk ríkisstjórnin B. Wadsted verkfræðing, til þess að athuga mögu leika á að reisa áburðarverksmiðj u á Islandi og er greinargerð hans birt í „Skipulagsnefnd atvinnumála“. A- lit og tillögur I, bls. 319 (útg. í Rvík 1936). Á fyrstu árum síðari lieimsstyrj- aldarinnar var málið tekið upp að nýju og var fenginn hingað W. j. Rosenbloom verkfræðingur frá Ce- mical Construction Corporation, Inc., New York, haustið 1943. Gerði hann allítarlegar athugasemdir í sam bandi við verksmiðjubyggingu og skilaði síðan byggingaráætlun í fe- brúarmánuði 1943. Fyrir tilhlutan Ásgeirs Þorsteins- sonar verkfræðings skilaði firmað Bamag, Ltd., London, byggingará- ætlun fyrir köfnunarefnisverksmiðju á íslandi í októbermánuði 1944. Eflir að skýrsla dr. Björns Jó- hannessonar hafði verið athuguð i Nýbyggingarráði var málið í heild sinni rætt á fundi í ráðinu 14. jan. sl., þar sem viðstaddir voru ýmsir áhugamerm og sérfræðingar. En á þessum fundi kom það í ljós að frek- ari rannsókna þyrfti með áður en bygging verksmiðjunnar yrði end- anlega ákveðin. Á fundi Nýbyggingarráðs 24. jan. sl. ákvað svo ráðið í samráði við landbúnaðarráðherra, að skipa nefnd sérfróðra manna og áhugamanna til þess. 1. Að rannsaka möguleika, sern á því eru, eða kunna bráðlcga að verða, að fá nœgilegt og nógu ódýrt rafmagn til að reisa á- burðarverksmiðju hér á landi. 2. Að setja fram í skýrslu álil sitt á stofnun slíkrar verksmiðju, er sé staðsett þar, sern hentast þyk- ir að öllu athuguðu og sé stœrð hennar miðuð við árlega frarn- leiðslu af 2500 smálestum af hreinu^ köfnunarefni, en haft jyrir augum að stœkka rnegi verksmiðjuna síðar, ef þörj þyk ir, svo að afköstin tvöfaldist. 3. Að semja og gera útboð, án skuldbindingar á slíkri verk- smiðju, svo víða, sem þörf þyk- ir, ej niðurstöður rannsóknar- innar berula til þess að fært sé að ráðast í fyrirtœkið. 25. jan. sl. voru þessir menn vald- ir í nefndina: Dr. Björn Jóhannesson, efnaíræð- ingur. Dr. Trausti (ilafsson, efna- íræðingur. Bjarni Ásgeirsson, al- þingismaður. Ásgeir Þorsteinsson, verkfræðingur. Þessi nefnd hefir ekki enn skilað áliti sinu til Nýbyggingarráðs. Reykjavík 24. maí, 1946 Nýbyggingarráð ; Skjaldborgarbíó -• Kvöld eftir kvöld !; ( í síðasta sinn). Annan í hvítasunnu kl. 3, ; 5 og 9: ! ! BÖR BÖRSSON Jr. Erfiðleikar um íriðar- samuingana Umræður á þingi Breta. Umræður urn utanríkismál fóru fram á þingi Breta þriðjudag og miðvikudag þessarar viku. Hnigu þær mjög á eina ieið, hvort heldur stjórnarsinnar eða stjórnarandstæð- ingar töluðu: að víta framkomu Rússa. Hóf Bevin utanríkismálaráð- herra umræðurnar. Ræddi hann að- lega um erfiðleika þá og ósamkomu- lag, sem orðið hafa ó því að semja frið við hin sigruðu ríki og hvað það mestmegnis þvermóðsku Rússa að kenna. „E'rfiðleikarnir, sagði ráð- herrann, spretta að verulegu leyti af því, að Rússar haja fengið þá hugmynd, að hvergi sé lýðrœði, neiria hjá sjálfum þeim og kalla þeir alla fasista og yjirdrottnárseggi, sem ekki viðurkenná sjónarmið þeirra orðálaust“. Ástandið, varðandi friðarsamn- ingana kvað ráðherrann vera að verða óþolandi. Hann kvaðst þó vilja reyna að gera eint tilraun enn á vettvangi hinna fjögurra utanríkis- ráðherra, en ekki kalla saman strax þing hinna sameinuðu þjóða. En héldi sömu erfiðleikunum áfram yrði að breyta til, því friði yrði að koma á, hvað sem það kostaði. „Það er ekki svo,“ sagði Bevin, að erfiðleik- arnir á friðarsamningunum séu á einu sérstöku sviði, heldur eru þau um allan lieim. Og það kemur mest aj andstœðurn lífsskoðunum að samn ingar hafa ekki tekisl. Bevin sagði það væri auðsjáan- lega álit Molotovs, að ef bandamenn Rússa bæru fram tillögur við þá, þá jværu þeir að skipa þeim fyrir verkum og séu lillögur Vesturveld- anna tekiiar sem fyrirskipanir og ekki virtar svars. „Vér skipum ekki fyrir verkum,“ sagði BevinUen vér viljum komast að samkomulagi.“ Ekkert kvaðst Bevin skilja í mót- spyrnu Rússa í að samningar gætu tekist um samgöngur á fljótum MiðjEvrópu og að opnaðar væru flutningaleiðir svo hægt væri að flytja hungruðu fólki matvæli. Sagð- ist hann ekki geta skilið hver þægð Rússum væri í því, að matvælaflutn- ingar stöðvuðust til bágstaddra þjóða. Winston Churchill lauk lofsorði á framkomu Bevins, en byggði að- alvonir sínar um farsæla lausn mál- anna ó Bandalagi hinna sameinuðu þjóða. Fundur utanríkisráðherranna kem ur að nýju saman í París 15. þ. m. — en fremur eru menn vondaufir að málin Ieysizl þar. Jóhann Jósefsson, form. NÝKOMIÐ: KARLMANNAHATTAR og HÁLSBINDI nýjsta tíska. Fataverzlun Tómasar Björnssonar h. f. jAkureyri Sími: 155

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.