Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.06.1946, Blaðsíða 1
XXXILárg. Föstudaginn 14. júní 1946 24. tbl. Von hinna. vonlausw Framsdknarmenn reyna að telja sér og ððrnm tra um, aí þeir vinni þingsætið á Akureyri. Furðulegar niðurstöður "Dags,, um kosningahorfur hér í bæ. SÍÐASTLIÐINN föstudag birti Dagur forsíðugrein, sem mun hafa * átt að vera til leiðbeiningar fyrir kjósendur á Akureyri. Auðvitað er ekkert nema gott um það að segja, að kjósendum sé á það bent, hvernig líklegast sé, að þeir geti haft áhrif með atkvæðum sínum, en þegar jafn augljósum blekkingum er beitt og gert er í þessari grein í Degi, þá hlýtur mönnum að vera nóg boðið. DAGUR kemst að þeirri niður- stöðu, að kosningabaráttan bér á Akureyri standi á milli framsóknar- rnanna og kommúnista, því að ann- arhvor þessarra flokka muni hljóla þingsætið. Að sjálfsögðu telur blað- i^ þá baráttu ekki getað endað, nema á þann veg, að frambjóðandi þeirra leggi bolsana að velli. Reynslan hefir áður gefið Degi 0 í reikningi, og útreikningur blaðs- ins nú virðist ekki gefa vonir um hærri einkunn í þetta skiptiS. Flestir Akureyringar munu minnast þess, aS Vilhjálmur Þór átti að vera svo oruggur um sigur í kosningunum 1942, að önnur útkoma úr kosninga- dæminu var ekki hugsanleg að áliti Dags. Allir vita, hvernig sá draum- ur endaði. Tölurnar tala. DAGUR vitnar í bæjarstjórnar- kosningarnar í vetur og getur þess réttilega, að kommúnistar hafi þá hlotið 819 atkvæði, en Framsókn 774. Hinsvegar gleymir blaðið alveg þriðja liðnum í dæminu, að Sjálj- stœðisflokkurinn hlaut 808 atkvœði eða 34 atkv. meira en Framsókn. Þessi staðreynd veldur því, að sú alyktun Dags, að kosningarnar í vetur sanni staðhæfingar blaðsins, íellur alveg um sjálfa sig. Væntum vér þess, að Degi sé Ijúfl að leiðrétta þessa villu í dæmi sínu, því að ekki verður að óreyhdu dregið í efa, að blaðið kjósi fremur að flytja það, er sannara reynist. Hið rétta í þessu efni ér það, að oæjarstjórnarkosningarnar í vetur benda til þess, að mjög tvísýnt geli veriS um úrslitin í þingkosningun- Um hér á Akureyri. Sjálfstæðismenn, iramsóknarmenn og kommúnistar Voru þar svo að segja jafn sterkir, og er því sanni næst, að allir þessir þrír flokkar berjist nú um þingsætið. Mannalæti Alþýðuflokksins, um að frambjóðandi hans geti náð kosn- ingu, eru svo barnaleg, aS jafnvel sanntrúuSustu AlþýSuflokksmenn munu í hjarta sínu brosa aS þeim. Enda þótt tölurnar frá í vetur gefi þannig til kynna, aS þessir þrír flokkar hafi nokkurn veginn jafn miklar líkur til þess að ná þingsæt- inu hér, hníga því mörg rök að því, að kosningaúrslitin verSi á nokkuð anhan veg en Dagur og' aðrir and- stæSingar Sjálfstæöismanna á Ak- ureyri láta sig dreyma um að þau verSi. Bæjarstjórnarkosningarnar ge£a ekki rétta mynd. ÞEIR, sem vilja gera raunsæjan samanburS á kosningum til bæjar- stjómar og Alþingis, hljóta fljótlega aS koma auga á þá slaSreynd, aS þar gætir oft verulegs ósamræmis í styrkleikahlutföllum flokkanna. Er þetta engan veginn óeSlilegl. ViS bæjarstjórnarkosningar ráSa per- sónuleg sjónarmið meir um atkvæði kjósenda, og ágreiningur um ein- staka menn eða málefni getur valdið því, að menn láti flokkssjónarmiðin víkja. Við Alþingiskosningar gegnir allt öðru rdáli. Kjósendur gera sér þá almennt ljóst, að þar skiptir það meginmáli, hvaða stj órnmálastef na sigrar og fær aðstöðu til þess að móta gang þjóðmálanna næsta kjör- tímabil. Því láta menn almennt minni háttar ágreining víkja og fylkja sér með einhug um þá stjórnmálastefnu, sem þeir telja farsælast aS þjóðar- skútunni sé siglt cftir. Þessi mis- munur er auðskilinn. Undanfarandi kosningar hér á Ak- ureyri hafa ótvírætt sannað þetta. Sjálfstæðisflokkurinn hejir alltaf jengið mun fleiri atkvœði við Al- þingiskosningar en bœjarstjórnar- kosningar. Ýmsar ástæður hafa vald- ið því, að flokknum hefir oft gengið erfiðlega að ganga samstilltur til barattu við kosningar í bæjarsljórn. Hefir þelta hváð eftir annað skapað sömu tálvonirnar og nú birtast í áðurnefndri forsíðugrein Dags og öllum áróðri andstæðinganna við þessar kosningar. Þeir hafa ekki enn lært þá staðreynd í skóla reynslunn- ar, að við Alþingiskosningar standa Sjálfstœðismenn œlíð- saman sem éinn maður. Þannig hafa þeir hvaS eftir annaS gert aS engu tálvonir andstæSingamia, og naumast getur hjá því fariS, aS þessir góðu herrar 'geri sér það ljóst, að svo muni einnig fara nú. Sjálfstæðismenn munu sigra. SJÁLFSTÆÐISMENN gera sér það fyllilega ljóst, að kosningaúr- slitin eru tvísýn, og þeir reyna ckki að blekkja sjálfa sig með neinum tyllivonum. Hins vegar er það vitað, að Sjálfstæðisslefnan á svo miklu fylgi aS fagna í þessum bæ, aö með einhuga samtökum er sigurinn viss. Akureyringar hafa ætíð kosið víð- sýni og stórhug, og þeir munu því áreiðanlega meta að verðleikum bar- áttu Sjálfstæðisflokksins fyrir því að sameina allar stéttir til sameigin- legra átaka um stórfellda endur- reisn í atvinnulífi þjóðarinnar, svo að böli atvinnuleysis og fátæktar verSi bægt frá dyrum íslenzkrar al- þýSu á komandi árum. An forustu SjálfstæSisflokksins hefSi slík sam- vinna vcrið óhugsandi. Það skiptir minnstu máli, hvort þessi eða hinn frambjóðandinn er búsettur hér eða þar. AðalatriðiS er, að menn fylki sér um þá stefnu og þann flokk, sem sýnt hefir í verki, að bezt er treyst- andi til þess að hafa forustuna í hiniím djarflegu nýsköpunarfram- kvæmdum til tryggingar því, að þær' verði farsællega til lykta leiddar. Akureyringar munu naumast æskja þess, að rauði fáninn verði dreginn að hún yfir bæ þeirra og fylgismað- ur austrænnar einræðisstefnu verði aðalmálsvari þeirra á Alþingi. Fram- bjóðandi kommúnista hér er án efa góSur og gegn maSur, en hann verS- ur áreiSanlega aS gera sér að góSu aS hlýSa Moskvavaldinu, þegar kippt verður í línuspottann. Bæjarstjórnarkosningarnar í vet- ur sýndu það, að Framsókn er deyj- andi flokkur í flestum kauptúnum og kaupstöðum landsins. Hvernig ælti líka alþýða manna að geta fylgt að málum þeim flokki, sem hefir lagl allt kapp á að vinna einmitt gegn þeim umbótamálum, sem helzt geta orðið til þess að tryggja hag alþýðunnar. Vegna hins mikla veld- is KEA hér, hefir flokknum tekizt að "halda nokkurn veginn við fylgi sínu í bænum, því að eins og öllum er Á varp. kunnugt, hefir KEA, eins og önnur kaupfélög, þar sem Framsóknarmenn ráða, óspart beitt áhri'fum sínum til þess að efla gcngi Framsóknarflokks ins. Akureyringar munu líka almennt vera þeirrar skoSunar, aS foringjar KEA hafi nægilega mikil ítök í bæn- um, þótt þ'eir fái ekki einnig þing- sætið. Öll rök mæla með því, að Akureyringar fylki sér með meiri einhus: en nokkru sinni áður um hinn þrautreynda þing- mann sinn og sýni um leið ótvírætt fylgi sitt við hina stórhuga og glæsilegu þjóð- málastefnu, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefir mótað með stjórnarforustu sinni. Sjálfstæðismemi! Ef þér verðið fjarverandi á kjördegi, þá munið að kjósa áður en þér farið úr bœnum. Fulltrúaráðið. Vm leið og ég tek við ritstjórn /s- lendings, langar mig til að sendá les- endum blaðsins kveðju mína með ósk urn góða samvinnu. Blöðin hafa mikilvœgum skyldum að gegna í þjóðfélaginu. Þeim ber að gefa lesendum sínum sem gleggsta og áreiðanlegasta mynd af þeim at- burðum og málefnum, sem þau fjalla um. Auðvitað hljóta pólitísk blöð að lúlka gang málanna út frá sjónar- miði flokka sinna, en þeim ber að gera það með sanngirni og rökum, en ekki með blekkingum eða óhróðri um andstœðingana. Án efa munu ýmsir hugsa sem svo, að naumast sitji á mér að vera að gefa heilrœði áður en reynslan hefir leitt í Ijós, hvemig mér takist sjálfum að halda þau. Það er heldur ekki œtlun mín að gerast siðameist- ari á þessum vetlvangi, en það er von mín, að við ritstjórar Akureyr- arblaðanna reynum af fremsta megni í málflutningi okkar að temja okkur þœr baráttuaðferðir einar, sem mann sœmandi geti talizt. lslenzk blaða- mennska hefir um of tekið upp per- sónulega illkvittni í stað málefna- legrar gagnrýni. Það vœri ánœgju- legt, ef blöðin hér á Akureyri gœtu lagt sinn skerf til þess að breyta þeim anda. íslendingur mun hér eftir sem hingað til leitast við að vinna að framgangi þeirra mála, sem til hags- bóla geta orðið fyrir Akureyri og landið í heild. Treystir blaðið þar á samvinnu allra þjóðhollra afla. Magnús Jónsson. Lítill ílokkur, sem heldur, að hann sé orðinn stðr. Frambjóðandi Alþýðuflokksins hér getur hvorki orðið þingmaður Akureyrar né uppbótarmaður. Alþýðumaðurinn og ýmsir áróðursmenn Alþýðuflokksins hér í bæ hamast við að reyna að telja fólki trú um það, að frambjóðandi Al- þýSuflokksins geti náS kosningu sem uppbótarþingmaSur og jafnvel orðiS aSalþingmaður kjördæmisins. Hcr er um að rœða hinar herfilegustu blekkingar. Frambjóðandi Al- þýðuflokksins getur auðvitað látið sig dreyma um þessi úrslit, en sá draumur getur aldrei orðið að veruleika. Hið mikla fylgi, sem listi Al- þýðuflokksins hlaut við bæjarstjórnarkosningarnar hefir valdið slík- um ofmetnaði í foringjaliði flokksins hér, að þeir ímynda sér, að heim- urinn liggi flatur fyrir fótum þeirra. Þeir, sem bezt þekkja, vita, að fjöldi fólks kaus lista Alþýðuflokks- ins við bæjarstjórnarkosningarnar aðeins vegna óánægju með lista síns eigin flokks. Allir þessir kjósendur munu nú skipa sér aftur undir merki flokka sinna. Þessir kjósendur gera sér Ijóst: Að alkvœði þeirra verða gagnslaus með því að kasta þeim á frambjóðanda Alþýðuflokks- ins nú. Þeir munu aftur á móti geta ráðið úrslitum um það, hvort Sjálfstœðismaður, Kommúnisti eða Fratnsóknarmaður verður kjörinn þingmaður Akureyrar. Það val œtti ekki að vera erfitt.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.