Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1946, Side 1

Íslendingur - 14.06.1946, Side 1
XXXILárg. Fösludaginn 14. júní 1946 24. tbl. Von hinnsL vonlausu: Framsðknarmenn reyna að telja sðr og ððrnm trð nm, að þeir vinni þingsætið ð Aknreyri. Furðulegar niðurstöður “Dags„ um kosningahorfur hér í bæ. SÍÐASTLIÐINN föstudag birti llagur forsíSugrein, sem mun hafa ált að vera til leiðbeiningar fyrir kjósendur á Akureyri. Auðvitað er ekkert nema gotl um það að segja, að kjósendum sé á það bent, hvernig líklegast sé, að þeir geti haft áhrif með atkvæðum sínum, en þegar jafn augljósum hlekkingum er beitt og gert er í þessari grein í Degi, þá hlýtur mönnum að vera nóg boðið. DAGUR kemst að þeirri niður- stöðu, að kosningabaráttan hér á Akureyri standi á milli framsóknar- tnanna og kommúnista, því að ann- arhvor þessarra flokka muni hljóta hingsætið. Að sjálfsögðu lelur hlað- ifr þá baráttu ekki getað endað, nema á þann veg, að frambjóðandi þeirra leggi bolsana að velli. Ileynslan hefir áður gefið Degi 0 í reikningi, og útreikningur blaðs- ins nú virðist ekki gefa vonir um hærri einkunn í þetta skiptið. Flestir Akureyringar munu minnast þess, að Vilhjálmur Þór átti að vera svo öruggur um sigur í kosningunum 1942, að önnur útkoma úr kosninga- dæminu var ekki hugsanleg að áliti Dags. Allir vita, hvernig sá draum- ur endaði. 1 ölurnar tala. DAGUR vilnar í bæjarstjórnar- kosningarnar í vetur og getur þess rétlilega, að konunúnistar hafi þá blotið 819 atkvæði, en Framsókn 774. Hinsvegar gleymir blaðið alveg þriðja liðnum í dæminu, að Sjálj- stœðisjlokkurinn hlaut 808 atlcvœði eða 34 atkv. meira en Framsókn. Þessi staðreynd veldur því, að sú ályktun Dags, að kosningarnar í vetur sanni staðhæfingar blaðsins, fellur alveg um sjálfa sig. Væntum yér þess, að Degi sé Ijúfl að leiðrétta þessa villu í dæmi sínu, því að ekki verður að óreyndu dregið í efa, að blaðið kjósi fremur að flytja það, er sannara reynist. Hið rétta í þessu efni ér það, að bæjarstjórnarkosningarnar í vetur benda til þess, að mjög tvísýnt geti verið um úrslitin í þingkosningun- um hér á Akureyri. Sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og kommúnistar voru þar svo að segja jafn sterkir, °g er því sanni næst, að allir þessir þrír flokkar herjist nú um þingsætið. Mannalæti Alþýðuflokksins, um að frambjóðandi hans geti náð kosn- ingu, eru svo barnaleg, að jafnvel sanntrúuðustu Alþýðuflokksménn munu í hjarta sinu hrosa að þeim. Enda þótt tölurnar frá í vetur gefi þannig til kynna, að þessir þrír flokkar hafi nokkurn veginn jafn miklar líkur til þess að ná þingsæl- inu hér, hníga því mörg rök að því, að kosningaúrslitin verði á nokkuð annan veg en Dagur og aðrir and- stæðingar Sjálfstæðismanna á Ak- ureyri láta sig dreyma um að þau verði. Bæjarstjórnarkosningarnar gefa ekki rétta mynd. ÞEIR, sem vilja gera raunsæjan samanburð á kosningum til hæjar- sljórnar og Alþingis, hljóta fljótlega að koma auga á þá slaðreýnd, að þar gætir oft verulegs ósamræmis í styrkleikahlutföllum flokkanna. Er þetta engan veginn óeðlilegl. Við bæjarstjórnarkosningar ráða per- sónuleg sjónarmið meir um atkvæði kjósenda, og ágreiningur um ein- staka menn eða málefni getur valdið því, að menn láti flokkssjónarmiðin víkja. Við Alþingiskosningar gegnir allt öðru máli. Kjósendur gera sér þá almennt ljóst, að þar skiptir það meginmáli, hvaða stj órnmálastefna sigrar og fær aðstöðu til þess að móta gang þjóðmálanna næsta kjör- tímabil. Því láta menn almennt min'ni háttar ágreining víkja og fylkja sér með einhug um þá stjórnmálastefnu, sem þeir telja farsælast að þjóðar- skútunni sé siglt eftir. Þessi mis- munur er auðskilinn. Undanfarandi kosningar hér á Ak- ureyri hafa ótvírætt sannað þetta. Sjálfstœðisjlokkurinn hejir alltaf jengið mun jleiri atkvœði við Al- þingiskosningar en hœjarstjórnar- kosningar. Ýmsar ástæður hafa vald- ið því, að flokknum hefir oft gengið erfiðlega að ganga samstilltur lil haráttu við kosningar í bæjarstjórn. Hefir þelta hvað eftir annað skapað sömu tálvonirnar og nú birtast í áðurnefndri forsíðugrein Dags og öllum áróðri andstæðinganna við þessar kosningar. Þeir hafa ekki enn lært þá staðreynd í skóla reynsluim- ar, að við Aljhngiskosningar standa Sjáljstœðismenn a-líð- saman sem einn maður. Þaiinig hafa þeir hvað eftir annað gert að engu tálvonir andstæðinganna, og naumast getur hjá því farið, að þessir góðu herrar geri sér það ljóst, að svo muni einnig fara nú. Sjálfsfæðismenn munn sigra. SJÁLFSTÆÐISMENN gera sér það fyllilega ljóst, að kosningaúr- slitin eru tvísýn, og þeir reyna ckki að blekkja sjálfa sig með neinurn tyllivonum. Hins vegar er það vitað, að Sjálfstæðisstefnan á svo miklu fylgi að fagna í þessum bæ, að með einhuga samtökum er sigurinn viss. Akureyringar hafa ætíð kosið víð- sýni og stórhug, og þeir munu því áreiðanlega meta að verðleikum bar- áltu Sjálfstæðisflokksins fyrir því að sameina allar stéttir til sameigin- legra átaka um stórfellda endur- reisn í atvinnulífi þjóðarinnar, svo að böli atvinnuleysis og fátæktar verði bægl frá dyrum íslenzkrar al- þýðu á komandi árum. Án forustu Sjálfstæðisflokksins hefði slik sam- vinna verið óhugsandi. Það skiptir minnstu máli, hvort þessi eða hinn frambjóðandinn er búsettur hér eða þar. Aðalatriðið er, að menn fylki sér um þá stefnu og þann flokk, sem sýnt hefir í verki, að bezt er treyst- andi til þess að hafa forustuna í hinúm djarflegu nýsköpunarfram- kvæmdum lil tryggingar því, að þær verði farsællega til lykta leiddar. Akureyringar munu naumast teskja þess, að rauði fáninn verði dreginn að hún yfir bæ þeirra og fylgismað- ur austrænnar cinræðisstefnu verði aðalmálsvari þeirra á Alþingi. Fram- bjóðandi konnnúnista hér er án efa góður og gegn maður, en hann verð- ur áreiðanlega að gera sér að góðu að hlýða Moskvavaldinu, þegar kippt verður í linuspottann. Bæjarstjórnarkosningarnar í vet- ur sýndu það, að Framsókn er deyj- andi flokkur í flestum kauplúnum og kaupstöðum landsins. Hvernig ælti líka alþýða manna að geta fylgt að málum þeim flokki, sem hefir lagt allt kapp á að vinna einmitt gegn þeim umhótamálum, sem hclzt geta orðið til þess að tryggja hag alþýðunnar. Vegna hins mikla veld- is KEA hér, heíir flokknum tekizt að balda nokkurn veginn við fylgi sínu í bænum, því að eins og öllum er kunnugt, hefir KEA, eins og önnur kaupfélög, þar sem Framsóknarmenn ráða, óspart beitt áhrifum sínum til þess að efla gengi Framsóknarflokks ins. Akureyringar munu líka almennt vera þeirrar skoðunar, að foringjar KEA hafi nægilega mikil ítök í bæn- um, þótt þcir fái ekki einnig þing- sætið. Oll rök mæla með því, að Akureyringar fylki sér með meiri einhug en nokkru sinni áður um hinn þrautreynda þing- mann sinn og sýni um leið ótvírætt fylgi sitt við hina stórhuga og glæsilegu þjóð- málastefnu, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefir mótað með stjórnarforustu sinni. Sjálfstæðismenn! Ej j> ér verðið fjarverandi á kjördegi, j>á munið að kjósa áður en þér farið úr bœnum. Fulltrúaráðið. A varp. Um leið og ég tek við ritstjórn ís- lendings, langar mig til að sendá les- endum blaðsins kveðju mína með ósk um góða samvinnu. Blöðin haja mikilvœgum skyldum að gcgna í þjóðfélaginu. Þeim ber að gefa lesendum sínum sem gleggsta og áreiðanlegasta mynd af J>eim at- burðum og málefnum, sem þau fjalla um. Auðvitað hljóta pólitísk blöð að túlka gang málanna út jrá sjónar- miði flokka sinna, en þcim ber að gera \>að með sanngirni og rökum, en ekki með blekkingum eða óhróðri um andstœðingana. /ín eja munú ýmsir hugsa sem svo, að naumast sitji á mér að vera að geja heilrœði áður cn reynslan hefir leitt í Ijós, hvernig mér takist sjálfum að halda þau. Það er heldur ekki œtlun mín að gerast siðameist- ari á J)essum vetlvangi, en J>að er von mín, að við ritstjórar Akureyr- arblaðanna reynum af jremsta megni í málflutningi okkar að temja okkur J>œr baráttuaðferðir einar, sem mann sœmandi geti talizt. lslenzk blaða- mennska hefir um of tekið upp per- sónulega illkvittni í stað málefna- legrar gagnrýni. Það vœri ánœgju- legt, ef blöðin hér á Akureyri gœtu lagt sinn skerf til Jjcss að breyta þeim anda. íslendingur mun liér eftir sem hingað til leitast við að vinna að framgangi Jieirra mála, sem til hags- bóla geta orðið fyrir Akureyri og landið í lieild. Treystir blaðið J>ar á samvinnu allra þjóðhollra afla. Magnús Jótisson. Lítill ílokkur, sem heldur, að hann sé orðinn stór. Frambjóðandi Alþýðuflokksins hér getur hvorki orðið þingmaður Akureyrar né uppbótarmaður. Alþýðumaðurinn og ýmsir áróðursmenn Alþýðuflokksins hér í bæ hamast við að reyna að telja fólki trú um það, að frambjóðandi Al- þýðuflokksins geti náð kosningu sem uppbótarþingmaður og jafnvel orðið aðalþingmaður kjördæmisins. Hér er um að rœða hinar herfilegustu blekkingar. Frambjóðandi Al- þýðuflokksins getur auðvitað látið sig dreyma unt þessi úrslit, en sá draumur getur aldrei orðið að veruleika. Hið mikla fylgi, sent listi Al- þýðuflokksins hlaut við bæjarstjórnarkosningárnar hcfir valdið slík- um ofmetnaði í foringjaliði flokksins hér, að þeir ímynda sér, að heim- urinn liggi flatur fyrir fótum þeirra. Þeir, sem bezt þekkja, vita, að fjöldi fólks kaus lista Alþýðuflokks- ins við bæjarstjórnarkosningarnar aðeins vegna óánægju með lista síns eigin flokks. Allir þessir kjósendur munu nú skipa sér aftur undir merki flokka sinna. Þessir kjósendur gera sér Ijóst: Að alkvœði Jteirra verða gagnslaus með því að kasta þeim á jrambjóðanda Alþýðujlokks- ins nú. Þeir munu aftur á móti geta ráðið úrslitum um það, hvort Sjálfslœðismaður, Kommúnisti eða Framsóknarmaður verður kjörinn þingmaður Akureyrar. Það val œtti ekki að vera erfitt.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.