Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.06.1946, Blaðsíða 1
XXXII. áre Miðvikudaginn 19. júní 1946 25. tbl. íslenzka þjóðin vill efnahagslegar framfarir á grund- * velli lýðræðis og einstaklingsírelsis Þetta verður aðeins tryggt með samstarfi allra stétta í anda Sjálfstæðisstefuunnar. ÞÁÐ fór vel á því, að einmitt á fæðingarári hins íslenzka lýðveldis skyldi forustumönnum verklýðs- samtakanna á íslandí skiljast það, að eina ráðið til þess að skapa almenna velmegun í landinu væri ein- læg og víðtæk samvinna verkamanna og atvinnurek- enda á lýðræðislegum grundvelli. Þetta samstarf hef- ir þegar borið heillaríkan ávöxt og einnig sannað þjóðinni það, að hún hefir ekki efni á því að skipa sér niður í harðvítuga stéttaflokka, sem hver um sig berst einhliða fyrir hagsmunum ákveðinnar stéttar í von um kjörfylgi hennar og vilja lítt vægja, þótt al- þjóðarhagsmunir krefjist þess. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefir einn allra flokka í þessu landi verið flokkur allra stétta. Helzta kjör orð hans hefir verið og er enn: Stétt með stétt. Sjálfstæðismenn haía á það bent, að þótt hver stétt hefði sín sérstöku hagsmunamál, væri þó stærsta hagsmunamál þeirra allra sameiginlegt: Að þjóðfélaginu í heild vegnaði sem bezt. Atvinnurekejidur og verka menn eiga að vinna saman REYNT hefir verið með öllu móti að gera Sjálfstæðisflokkinn tor* tryggilegan, einkum í augum verka- manna. Flökkar þeir, sem hafa ætlað 'Sér að klifra upp í valdastólana af herðum verkamanna hafa reynt að telja þeim trú um, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri þeirra svarnasti ó- vinur, og allt hans tal urn samvinnu verkamanna og atvinnurekenda undir merkjum hans væri eingöngu tilraun atvinnurekenda til þess að rjúfa stéttarsamtök verkalýðsins. I samræmi við kenningu sína um stéttabaráttuna, hafa kommúnistar haldið því fram, að milli atvinnurek- enda og verkamanna hlyti ælíð að vera miskunnarlaus barátta. Það er rétt og einkar eðlilegt, að meginþorri atvinnurekenda hafi skip- að sér undir merki Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfstæðisstqfnan boðar einmitt athafnir og framkvæmdir og vill stuðla að efhngu atvinnuveganna á óllum sviðum. Það er því dálítið einkennilegt, þegar andstæðingar Jalfstæðismanna bera þeim það á rVn, að þeir séu þröngsýnir aftur- haldsmenn, þegar þéss er gætt, að meginhluti allra framkvæmda á þessu landi hafa verið unnar af bj arf sýnum atorkumönnum, sem hafa trúað á þær frumkenningar Sjálfstæðisstefnunnar, að þjóðfélags- borgurum bæri hverjum og einum a*ð beita orku sinni til þess að skapa blóinlegt athafnab'f en liggja ekki fram á lappir sínar óg'heimla brauð sitt og sinna frá ríkinu. Það er staðreynd, að í atvinnu- málum er það oftast einkaframtakið, sem ryður brautina, en hið opin- bera kemur síðar til skjalanna. Hér á landi hefir einkaframtakið lagt undirstöðu þess atvinnurekstrar, sem til er í landinu. Sj álf stæðismenn hafa alltaf bent á það, að verkamenn og atvinnurek- 'endur ættu ekki að skipa sér í fjand- samlega hópa, því að hagsmunir þeirra væru í meginatriðum þeir sömu: Að skapa sem blómlegast at- vinnulíf til þess að allir verkamenn gætu haft vinnu við sem arðbær- astan atvinnurekstur. Og það er ein- mitt þetta sjónarmið, sem hefir fengið viðurkenningu í stefnu nú- verandi ríkisstj órnar. Veíkamenn eiga að hafa atvinnuöryggi, án þess að þurfa að fórna frelsi sínu. SOCIALISTAR hafa nú um stundar- sakir fallizt á að ganga til stjórríar- samstarfs um víðtæka atvinnuskipu- lagningu af hálfu hins opinbera, en á grundvelli einkarekstrar og ein- staklingsfrelsis. Þeir hafa sjálfir lýst, því yfir-, að stjómarstefnan væri í meginatriðum byggð á stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Það mun óhikað mega f ullyrSa það, að íslenzka þjóðin mun nær öll telja þessa stefnu líklegasta til þess að tryggja hamingjuríkja fram- tíð þjóðarinnar. Landsfundur Sjálf- stæðismanna hefir lýst því yfir, að hann teldi þessa stefnu vera í sam- ræmi við stefnu Sj álfstæðisflokksins og væri flokkurinn því eindregið fylgjandi, að haldið yrði áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefir ver- ið. Socialistar vilja fá verkamenn og aðra alþýðu til þess að veita "sér brautargengi við að koma hér á stofn socialistisku þjóðskipulagi. Þeír hafa boSið verkamönnum gull og græna skóga í því sæluríki sínu, og verkamönnunum er sagt, að þar eigi þeir sjálfir að eiga öli atvinnu fyrirtækin. Þ'essi boðskapur hljómar óneitan- lega fallega í eyrum, en hann hefir ekki reynst eins glæsilegur í fram- kvæmdinni. Eitt stórveldi heims hef- ir tekið upp socialistiskt stjóruskipu- lag. Þar geta íslenzkir verkamenn séð fyrirmynd þeirra kjara, sem soci- alisminn ætlar verkamönnunum í ríki sínu. Oss er sagt, að þar sé ekkert atvinnuleysi. Þar þurfa verka- menn heldur ekki að hafa fyrir því að semja um kjör sín við atvinnu- rekendur, því að ríkið er eini at- vinnurekandinn og það ákveður kaup verkamannanna. Þar mega verkamenn ekki gera verkföll, en hér á voru „kapitalistiska" íslandi er verkfallsrétturinn talinn dýrmæt- asti réttur verkamannsins. Sj álfstæðismenn eru þeirrar skoð- unar, að hægt eigi að- vera að try,ggja efnahagslegt öryggi verka- manna án þess að svifta þá nokkru af þeim borgaralegu lýðréttindum, sem vestræna lýðræðisþjóðskipulag- ið veitir þeim. Þeir telja, að með frjálsum samtökum verkamanna og sjálfstæðra atvinnurekenda sé auðið að skapa svo blómlegt atvinnulíf, að allir íslendingar geti orðið efna- lega sjálfstæðir, og enginn þurfi að líða skort. Verkamenn og atvinnu- rekendur eiga að vera jafn réttháir aðilar í því samstarfi og stéttasam- tök beggja verða að lúta forustu manna, sem vilja leggja sig fram um áð láta fyllsta réttlæti ráða í skiptingu arðsins af atvinnurekstrin- um milli þessara aðila. Sjálfstæðismenn líta svo á, að ríkið eigi 'að vera nokkurs konar samhjálp eða samtrygging borgar- anna. Það q að gæta þess, að borg- ararnir beiti ekki hvorn annan rang- indum í viðskiptum sínum. Það á að greiöa fyrir einstaklingunum í lífsbaráttu þeirra og örfa þá>til nyt- samlegra athafna. Þá telja Sjálf- stæðismenn, áð ríkisvaldinu beri að gera vísindalegar áætlanir um nauð- synlegar framkvæmdir í landinu og megni einstakljngar eða félagssamtök borgaranna ekki að hrynda þeim í framkvæmd, beri ríkinu að gera það. Sjálfstæðisstefnan er stefna framtíðarinnar. SIFELLT fleiri verkamönnum er að verða það lj óst, að það er einmitt þessi stefna Sjálfstæðisflokksins, sem er líklegust til að tryggja þeim lífvænleg kjör — og það án þess að svipta þá frelsi þeirra. Socialistar hafa líka, með hlutdeild sinni í nú- verandi ríkisstjórn, sannað íslenzkri alþýðu það, að með samvinnu þjóð- félagsstéttanna er hægt að tryggja hverjum manni efnahagslegt frelsi án þess að skerða andlega frelsið. Með sameiginlegu átaki allra stétta er auðið að skapa hér á ís- landi fyrirmyndarþjóðfélag. Sjálf- stæðisflokkurinn heitir á alla góða Islendinga til samstarfs um þá miklu hugsjón. Stefna hans getur ein gert þessa hugsjón að veruleika. Sigurður E. Hlíðar andvígur erlendum herstöðvum. Stúdentablaðið „Vér mótmæl- um allir" hefir beint þeirri spurn- ingu til allra frambj óðenda, hvort þeir séu því fylgjandi, að erlendu ríki eða ríkjum vérði veittar her- stöðvar á íslandi. Sigurður Ein. Hlíðar, frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri, hefir sent átgáfustjórn blaðsins svohljóð- indi svar: „Er mótfallinn því að nokkru erlendu ríki verði veittar herstöðvar á Is- landi." Vér væntum þess, að allir fram- bjóðendur taki sömu afstöðu í þessu mikilsverða máli. FARIÐ EKKIUR BÆNUM ÁN ÞESS AÐ KJÖSA LITLI FLOKKURINN HELDUR ENN, AÐ HANN SÉ ORÐINN STÓR KOSNINGAR VERÐA EKKI UNNAR MEÐ „SKAPSMUNAÞUNGA" EINUM SAMAN, EF KJÖRFYLGIf) VANTAR SOGÐ er sú saga um smávaxinn mann, sem lengi hafði átt sér þá ósk heitasta að ná fullri líkamsstærð, að hann hafi nótt nokkra dreymt, aS hannværi o/ðinn stór. Og sjá, þegar hann vaknaði af þessum sælu- draumi, fann hann, að hann náði gafla á milli í rúminu. Hann hrópaði „Ég er orðinn stór, ég er orðinn stór." En hvílík sorg, er hann uppgötv- aði hið sanna: Hann lá þversum í rúmi sínu. Hinum mætu foringjum Alþýðuflokksins hér á Akureyri er-líkt farið og þessum manni. Þá hefir lengi dreymt um að eignast stóran hóp fylg- ismanna. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar í vetur, fannst þeim þeir vera orðnir svo stórir, að þeir gætu spyrnt í báða gafla valdarúmsins. Þeir eru um það eitt frábrugðnir smávaxna manninum, að hann réyndi ekki að blekkja sjálfa sig, eftir að hann komst að hinu sanna, en kolle- gar vorir við Alþýðumanninn rjúka upp með óbótaskömhium, er vér í allri vinsemd reynum að koma þeim í skilning um það, að þeir liggja líka þversum í sínu rúmi. En þeir góðu menn mega vita, að vísbending vor var engin blekking, heldur bláköld staðreynd. Fylgi A-listans í vetur sýnir ekki hið raun- verulega fylgi Alþýðuflokksins: Hundruð þeirra atkvœða munu nú . skiptast á milli annarra flokka, en meginhlutinn þó falkt, tíTSjálfstœðis- flokksins og tryggja honum glœsilegan sigur. Vilji Alþýðuflokkurinn ekki nú þegar horfast í augu við þá stað- reynd, að hamrverður áfram að sætta sig við að vera lítill flokkur, verðum vér að láta kosningaúrslitin um að gera honum þaS skiljan- legt.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.